26.3.2021 | 15:35
Erfitt að eiga við einbeittan brotavilja.
Sem er kannski harmur íslensku þjóðarinnar í hnotskurn.
Sóttvarnaryfirvöld reyna og reyna, búa til hindranir og girðingar, en sá sem vill brjóta, brýtur og kemst upp með það.
Eins og það vanti Stalín eða Mússólíni til að takast á við vandann.
En er ekki þjóðarvá í húfi??
Bitnar ekki brotavilji Örfárra á okkur hinum??
Og hvaða samúð liggur að baki brotum þeirra og brotavilja, hjá þeim sem valdið hafa, og geta gripið inní.
Barn er vissulega dómsmálaráðherra, en barnið er ekki ríkisstjórn Íslands.
Hví er þetta liðið??
Hví er ekki gripið inní??
Hvaða djúpu grimmu hagsmunir liggja að baki eða óeðli þeirrar pólitísku hugmyndafræði hinna hægri heimsku sem afneitar afleiðingum hins óhefta faraldrar, sem skýra að fólk með einbeittan brotavilja sæti ekki afleiðingum gjörða sinna??
Réttarríkið líður aðeins afbrot þegar þeir sem með völdin hafa samsinna sig brotaviljanum, eða hafa hag, hvort sem hann er fjárhagslegur eða hugmyndafræðilegur, af hinum meintum brotum.
Við erum þjóð í herkví sóttvarna.
Ábyrgðin er ekki okkar, heldur Örfárra sem komast upp með að flytja smitið inní landið.
Stjórnvöld grípa ekki inní.
Hví líðum við þetta.
Hví þolum við aftur og aftur samfélagslegar takmarkanir vegna þess að ríkisstjórn okkar stoppar ekki uppí götin á landamærunum??
Vissulega hefur hún margt gott gert, en ekki þetta.
Að láta hinn einbeitta brotavilja sæta ábyrgð.
Eða meðtekið lærdóm reynslunnar og brugðist við götum á sóttvörnum á landamærum okkar.
Ábyrgðin er ekki okkar.
Heldur þeirra sem með valdið fara.
Það er eitthvað að þegar sóttvarnarlæknir ítrekar aftur og aftur, að fólk fer gegn reglunum og kemst upp með brot sín.
Það segir að hann er án stuðnings.
Og við hin erum á milli, erum fórnarlömb þeirra valdabaráttu sem berst gegn lokun landamæranna.
Að hinn einbeitti brotavilji sé ekki viðkomandi einstaklinga, heldur þeirra sem ættu að gera, en gera ekki.
Sem verður áfram á meðan við þegjum.
Aðeins hjáróma væl þeirra sem andæfa á móti.
Viljum við svo??
Á þetta engan endi að taka??
Svarið við þessu snýr að okkur.
Kveðja að austan.
Smitið utan sóttkvíar tengist gosstöðvunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Um hvað ertu að tala Ómar, -er orðið alveg glórulaust í neðra?
Með kveðju úr kóvinu í efra.
Magnús Sigurðsson, 26.3.2021 kl. 17:10
Ef nú sjaldan verið skýrari Magnús.
Hins vegar er kóf hérna í neðra.
Kveðja samt úr væntanlegri sól á morgun.
Ómar Geirsson, 26.3.2021 kl. 20:36
Skýrari segirðu já, , , , ég spurði nú vegna þess að þú minnist á að það vanti Stalín og Mússolíni og vafrar um í kóvinu með þeim Kára og Þórólfi við að loka eldgosi með dylgjum um ókennda útlendinga.
Ég veit ekki um Þórólf en mér er stórlega til efs að Kári svo mikið sem þrífi heima hjá sér án aðstoðar útlendinga sem vafra fram og til baka yfir "landamærin".
Já og vel á minnst ég sá að Moldóvarnir voru mættir aftur núna í vikunni og kæmi ekki á óvart að Dansk-Rúmensku malbikunarmennirnir verði komnir á tjaldstæðið hjá ykkur í neðra innan skamms til að sjá um viðhaldið fyrir Vegagerð ríkisins.
Ég get tekið heilshugar undir með þér að rétt sé að loka "landamærunum" á viðrjálverðum tímum, en þeim verður ekki lokað með dylgjum frekar en eldgosi. Þar eru Íslendingar að mestu bundnir á klafa fjórfrelsisins og "landamæravörslu" svipað varið hér og í Shengen jafnt sem Brexit, engin frumlegheit af seiðhjallinum.
En ég sakna þess að ákvæðaskáld skuli ekki geta tekið umræðuna um hvað raunverulega veldur.
Með kveðju úr stillunni í efra.
Magnús Sigurðsson, 26.3.2021 kl. 21:23
Ágætt hjá þér þetta með Stalín og Mússólíní.
Ég held að tildurrófurnar séu látnar stjórna landinu - sem eru sekar um dómgreindarbrestinn - vegna hræðslunnar við að harðari reglur verði kallað fasismi.
Annars var virkilega skemmtileg grein frá Tómasi Ibsen Halldórssyni nýlega þar sem hann segir frá því að Biden mismælti sig og sagðist hafa orðið þingmaður fyrir 120 árum. Eitthvað hefur verið lappað uppá útlit hans, en ég efast um að hann hafi heilsu til að ná endurkjöri eftir 4 ár, eins og hann segist stefna á.
Ingólfur Sigurðsson, 27.3.2021 kl. 09:10
Eins og Magnús, eins og, þetta eins og er diffinn í merkingunni.
Góð hugmynd þetta með að girða af eldgosið, gæti nýst mér í næsta pistli mínum um Grínlandið sem á hátíðarstundu er kallað Ísland.
En það vantar ekkert uppá þann skýrleika í pistli mínum hér að ofan að ég er að tala um girðingar og hindranir á landamærunum, fyrirsögnin á pistlinum er komin úr frétt þar um á Ruv, sem eðli málsins vegna er ekki hægt að tengja pistla við hér á Moggablogginu.
Eina vörnin á landamærunum sem heldur er sóttkví allra, tíminn fer eftir þeirri tækni sem við höfum til að þefa uppi veiruna, eða náttúrulegi tími hennar sem er 14 dagar. Slík sóttkví er ekki brot á neinum alþjóðasamningum, Schengen, mannréttindum eða öðru sem hægri öfgið týnir til á góðum stundum.
Og það snýr ekkert að því hvort við fáum útlendinga til starfa eður ei, hins vegar er ég hissa á hnýtingu þína við einn anga mannsalsins sem er að flytja inn fólk frá fátækum löndum til að þrífa skítinn undan okkur. Ég er alinn upp við að ræstingar séu ærlegt starf, þó það nú væri því þrif voru stór hluti af starfi húsvarða hér á árum áður. Samkvæmt lögmálinu um framboð og eftirspurn var það ágætlega borgað að þrífa, annars fékkst ekki nokkur maður í að sinna því. Með aukinni menntun snobbsins þá fengust færri hendur í ýmsa meinta skítavinnu, það er í augu menntasnobbsins, og þá áttu laun ræstingarfólks að hækka enn þá meira.
Þá kom frjálsa flæðið, og í dag um allan hinn velmegunarheim, þá er svipaður stimpill á ræstingum og mörg heiðarleg störf urðu fyrir í Suðurríkjum Bandaríkjanna í den, litið á þau sem þrælastörf, óæðri, óæðra fólk sem sinnir því.
Enda er hið frjálsa flæði fátæks fólks ein birtingarmynd þrælahalds, runnin af sömu rótum, frá þeim í neðra, sem í ímyndunarvanda sínum poppaði upp hagkerfi þrælahaldsins og kallaði það því fína nafni Nýfrjálshyggja.
Þar er rótin Magnús, en meinið er að jafnvel þeir sem óþrjótandi eru að orku, nenna ekki til lengdar að hrópa útí eyðimörkina um eitthvað sem enginn hefur áhuga að hlusta á eða lesa um, hvað þá ég greyið sem er alltaf jafn hissa að sjá mig lifandi í speglinum á morgnanna.
Það breytir því ekki að eitthvað þarf að hamla gegn, og halda glóðinni lifandi gegn þeim í neðra og pótintátum hans hérna ofan jarðar. Angi þessarar hugmyndafræði andskotans sem hið frjálsa flæði er, skýrir flest það sem miður hefur farið hér á Íslandi eftir að sjálf hugmyndafræðin varð gjaldþrota hausið 2008, og það er sá angi sem ógnar sjálfri tilveru þjóðarinnar, því án sjálfstæðis þrífst ekki svona örþjóð út í ballarhafi, heldur koðnar smátt og smátt niður sem verstöð nýtingu náttúrauðlindanna.
Þar að leiðir, þrátt fyrir alla þá annmarka sem má sjá á þeim íhaldsflokkum sem mynda núverandi ríkisstjórn, að þá er þeir einu þar sem öflug mótspyrna gegn Evrópusambandinu hindrar viðkomandi flokka að löggera hjáleigusambandið með beinni aðild. Að herja á þessa flokka, að herja á ríkisstjórnina, á tímum þar sem enginn andstaða er gegn þeim í neðra og hugmyndafræði hans, er bein ávísun á fylgisaukningu vitleysingabandalagsins sem hefur ekkert annað til málanna að leggja annað en að ganga endalega frá þjóðinni.
Varð mér endanlega ljóst í árdaga orkupakkaumræðunnar þegar vonsviknir með svik flokka sinna sögðust í skoðanakönnunum ætla að kjósa Samfylkinguna, þann flokk sem er sori íslenskra stjórnmála eftir Hrunið, bæði vegna þess sem þeir gerðu sem og afneitunar þeirra á gjörðum sínum. Píratar eru bara nytsamt verkfæri bláeygðra og Viðreisn þykist aldrei vera neitt annað en þeir eru, flokkur þess arms atvinnurekenda sem blótar þeim í neðra, en Samfylkingin á rætur í hugsjónum hins vinnandi manns um rétt hans til mannsæmandi lífs.
Sá í neðra er ekki snertur, en hugsanlega ætti fólk að geta sameinast um að verja sjálfstæði þjóðarinnar, en sú samstaða er ekki hérna megin sjóndeildarhringsins, er einhversstaðar handan hans. Þá er nú fátt eftir en að verja þjóðina gegn þeirrar atlögu þess í neðra sem kennd er við óhefti frelsi veirunnar að veikla manninn og skapa skálmöld farsóttarinnar í samfélaginu. Þar ganga margir nytsamir í takt með hersveitum hans, enda hefur hann í gegnum aldirnar sérhæft sig að fífla þann hóp, en fyrst og síðast grillir í þá ráðherra sem harðast gengu fram í svikunum sem kennd er við Orkupakka 3, og það er með mig eins og Vögg gamla, ég gleðst yfir litlu þessa dagana.
Munurinn á mér og mörgum öðrum Magnús er sá, að ég er alltaf í stríði við rótina, og hegg ítrekað í þá limi hans sem ég næ í.
Það er bara ekki mér að kenna þegar fólk sér það ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.3.2021 kl. 10:55
Kveðjan að austan er að sjálfsögðu líka að neðan, úr hinni forspáðu sól sem yljar upp kuldann, framkallar fuglasöng úr trjám og sagði mér að hypja mig út og hreinsa snjóinn af gjafaborðinu svo fuglarnir fengju sinn mat og engar refjar. Það var mikið borðað í snjómuggunni í gær og þegar hefur stóri hópurinn tekið til matar sinnar í sólheiðríkjunni.
En Blessaður Ingólfur.
Vísan í félagana er náttúrulega vísan í annars vegar frægs stríðs Mússólínis við Sikileysku mafíuna þar sem honum þótti öruggara að drepa fleiri en færri, en með þeim árangri að hún var ekki ríki í ríkinu á valdadögum hans, sem og hins vegar Stalín sem leysti eiginlega flest mál með því að láta skjóta nógu marga.
Pointið er að það er hægt að setja lög og reglur sem virka, án þess að það þurfi að skjóta fólk til að það hlýði, það er eins og það sé alltaf afsökun valdsins, fyrst við megum ekki taka Stalín á þetta, þá getum við ekkert gert.
Þess vegna leka landamærin, þess vegna halda menn blaðamannafund og monta sig á að hafa neglt leigumorðingja, vitandi að valdið þar að baki er ósnertanlegt, því það hvarflar ekki að þeim að fara gegn því valdi.
En dauðans alvöru tímum þarf að gera það sem þarf að gera þannig að hlutirnir virki. Ég er samt ekki að mæla með að sóttvarnagálgar verði reistir meðfram afreininni að Keflavíkurflugvelli, líkt og gert var við margar þýskar borgir í upphafi nýaldar þegar menn voru búnir að átta sig á að plágan var ekki ósnertanlegt verkfæri guðs hugsuð til að tukta okkur synduga, heldur eitthvað sem átti sér skýringar, og þar með eitthvað sem hægt var að takast á við.
Við erum bara komin lengra hvað að varðar í þróun siðmenningarinnar, en grunnhugsunin, grunnlögmálið í allri vörn, að gera það sem þarf að gera til að verjast banvænum óvini, er alltaf það sama.
Og það er úrkynjun velmegunar að átta sig ekki á því.
En Biden kallinn, veistu ég get alveg trúað að hann hafi verið kosinn á þing fyrir 128 árum síðan, svona miðað við það skelfilega útlit sem fæst þegar reynt er að fjarlæga öldrun úr andliti með því að slétta út allar hrukkur.
En hann er ekki forseti, hann var hins vegar varaforseti, og þar ágætur sem slíkur, hugsaði vel um sig og sína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.3.2021 kl. 11:36
Þakka þér svarið Ómar.
Já við erum rík þjóð í EES, sem í dag situr uppi með þúsundir Íslendinga á bótum, en samt streymir inn erlent vinnuafl.
Enda þarf háskólafólkið okkar ekki að vinna vinnu sem er ekki við þess hæfi, og hefur fengið tekjutengdar atvinnuleysisbætur.
Að ætlast til þess að "seiðhjallurinn" sýni frumlegheit í beinni innan EES er að berja hausnum við steininn.
Með kveðju úr ofbirtunni í efra.
Magnús Sigurðsson, 27.3.2021 kl. 11:48
Ekki veit ég hver ætlast til þess Magnús, hins vegar veit ég að fólk, ekki flokkurinn eða embættismenn, gróf skotgrafir í kringum Leníngrad þó tilgangurinn væri ekki ljós í stríði sem þegar virtist tapað.
Nema það tapaðist ekki nema vegna þess að fólk gafst ekki upp, vegna þess að það gróf.
Þegar það gróf þá hafði það megnustu skömm á leiðtogum sínum, flokknum, vanhæfni hans, í sárum eftir grimmilegar ofsóknir geðsjúks manns sem bitnaði mjög hart á almenningi borgarinnar því hún var talin hjarta byltingarinnar gegn hinu gamla aðli keisaratímans.
Það gróf samt, því það þurfti að grafa, það gat ekki annað gert.
Það gróf svo einhverjir gætu lifað af, og síðan seinna meir endurheimt frelsi sitt og borgarinnar.
Á Ögurstundu er nefnilega ekki spurt um hver það er sem kallar í gjallarhornið, sem hvetur áfram við gröftinn því tíminn sé að renna út. Það er ekki spurt um fyrri gjörðir hans, eða þær sem hann er líklegur að til að gera ef hann og einhver af þeim sem grafa, ná að lifa af.
Ekki á meðan hann hvetur fólk til að grafa, þá er ekki orkunni eyðandi í að koma honum frá gjallarhorninu, ekki bara óvíst um árangurinn eða hvort sá sem tekur hornið sé eitthvað skárri, heldur líka vegna þess að tímanum er betur varið í að grafa.
Menn skipta aðeins um leiðtoga á Ögurstundu þegar þeir vilja ekki grafa, vilja ekki verjast, eða jafnvel vinna með því sem ógnar.
Þess vegna skiptu Bretar Chamberlain út í byrjun stríðs, en þeir á skóflunni sem grófu, skiptu hins vegar Churchil út eftir stríð.
Ég veit ekki með þig Magnús, en ég er að grafa. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að við þurfum úr EES samstarfinu, en þeir sem slíkt vilja, því þar liggur sú skotgröf sem heldur, eru dreifðir, sundraðir, hvergi sameinaðir undir einum hatti.
En sá bastarður er hægur dauði, ekki beinn, við erum soðin hægt þar til allt lífsmark hverfur, en á meðan við lifum er von. Í ESB er engin von, þá getum við bara gleymt þessu.
Það eru ennþá til flokkar sem eru formlega á móti aðild, en innan þeirra er fólk sem grefur undan þeirri afstöðu. Minn penni grefur undan því fólki, hægt og hljótt, það eina sem ég get gert á meðan það er ekkert þarna úti sem grefur skotgrafir í þágu þjóðarinnar.
Þetta er stríð og það er aðeins endir þess sem svarar spurningunni hvernig til tókst.
En það þarf ekki að bíða eftir endinum til að svara þeirri spurningu hvort það hafi verið þess virði að berjast, að grafa skotgrafir.
Maður berst óháð því hvort maður vinnur eða tapar.
Maður berst vegna þess að lífið er þess virði að það sé varið.
Það er bara svo.
En glampandi er sólin hér í neðra, svo það er sólarkveðjan héðan.
Ómar Geirsson, 27.3.2021 kl. 13:00
Gott að vita til þess að smáfuglarnir fá aðhlynningu í neðra.
Hér í efra fer ég á fætur með morgunnhröfnunum en Matthildur sér um smáfuglana að vanda og eitthvað af svartþröstunum sem fuku til landsins í sunnanáttinni um daginn.
Blika á lofti í efra, en enga síður sólskinskveðja.
Magnús Sigurðsson, 27.3.2021 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.