Betur má ef duga skal.

 

Það hefði verið pólitískt sjálfsmorð fyrir dómsmálaráðherra, örugglega Sjálfstæðisflokkinn, líklegast ríkisstjórnina, ef í upphafi 4. bylgjunnar hefði verið rýmkað á reglum á landamærunum.

Slíkt hefði jafnvel kallað á það neyðarúrræði almennings sem kennt er við borgaralega handtöku.

Almenningur kallar á hertar reglur, að stoppað sé í göt, en ekki að vanþroskað fólk reyni að víkka þau út með óráði sínu.

 

En forherðingin er slík að aðförin að lýðheilsu þjóðarinnar er aðeins frestað, ekki felld úr gildi, ásamt því að lokað er á þá undanþágu frá sóttkví sem einhver pappírsbeðill á að veita.

Veiran er ólæs, hún spyr ekki um vottorð, hún spyr aðeins um ókeypis far milli landa, þó viðkomandi sýkist ekki sjálfur, þá er full ástæða, reyndar sönnuð, að hann geti borið veiruna inní landið.

Hvenær ætlar þetta blessaða fólk, þó það sé ekki komið með þann þroska að geta kallast fullorðið, að fatta, að sóttkví er eina sóttvörnin sem heldur á landamærunum.

 

Girðið ykkur í brók.

Andsk. hafið það.

Og gerið það sem rétt er.

 

Verndið þjóðina.

Verndið samfélagið.

Vernið okkar daglega líf.

 

Við biðjum ekki um annað.

Kveðja að austan.


mbl.is Fresta gildistöku reglugerðar um landamærin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það á ekki að þurfa að biðja um það Ómar.

Þetta á að vera þeirra frumskylda sem embættismenn fólksins.

Sigurður Kristján Hjaltested, 26.3.2021 kl. 15:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Vissulega Sigurður.

En ef sú hógværa bón er hundsuð, þá er fátt annað í boði en beint andóf.

Það er annaðhvort almannahagsmunir eða sérhagsmunir.

Og í alvöru þá tel ég að ríkisstjórnin velji það fyrrnefnda.

Hún strögglar kannski, en þegar á reynir þá er hún með okkur í liði.

En núna reyndar er tími strögglsins liðinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2021 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband