24.3.2021 | 11:34
Taktu slag við raunveruleikann.
Og það eina sem er öruggt, er ósigurinn.
Eina spurningin hve menn blóðga sig mikið við að lemja hausnum við stein raunveruleikans.
Landamæri, sem leka, valda fyrr eða síðar samfélagssmiti sem aðeins víðtækar lokanir og höft á daglegu lifi geta unnið bug á.
Miðað við sögurnar sem leka út um lekann, þá er í raun ótrúlegt hvað landamærin hafa haldið og fyrir utan lukkuna sem hefur verið með okkur í liði, þá eigum við því að þakka frábæru fólki í smitrakningu og góðu skipulagi um að setja alla í sóttkví sem hugsanlega geta tengst smiti.
En var á meðan var, í dag er raunveruleikinn sá að páskarnir eru undir, vorið og jafnvel byrjun sumars ef hlutirnir eru ekki strax teknir alvarlega.
Samt enn og aftur, allt til einskis, ef tregða stjórnmálamanna við að feisa raunveruleikann, árátta þeirra að taka slaginn við hann, kemur í veg fyrir að það sé gert sem þarf að gera.
Það þarf ekki mikla heilbrigða skynsemi, eða mikinn þroska, að vita að þegar 4 göt kom á bátinn, þá dugar ekki að gera aðeins við 2, hin duga til að hann sökkvi.
Þess vegna er okkur hollt að rifja upp raunsögu þeirra sem reyna að koma vitinu fyrir stjórnmálamennina.
"Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að lögreglan á landamærunum hefði kallað eftir hertum reglum og eftirliti með fólki sem hyggst dvelja á Íslandi í mjög stuttan tíma, jafnvel styttri tíma en sóttkví á að standa yfir. "Við erum að ýta á það núna ásamt sóttvarnalækni að reglum verði breytt þannig að þegar við sjáum svona getum við keyrt fólk beint í sóttvarnahús þar sem það er undir eftirliti". ....
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til í nýjasta minnisblaði sínu að víðtækt samráð verði haft við landamæraverði, lögreglu, almannavarnir, Sjúkratryggingar Íslands og Rauða Krossinn um hvort hægt sé að skylda flesta eða alla þá sem ferðast hingað til lands til að dvelja í sérstöku húsnæði á meðan á sóttkví eða einangrun stendur. "Ástæðan fyrir þessari tillögu er sú að í ljós hefur komið að í mörgum tilfellum er meðferðarheldni í sóttkví hjá þeim sem hingað koma ábótavant. Þetta hefur leitt til frekari smita og jafnvel til lítilla hópsýkinga sem auðveldlega hefðu getað þróast í stærri faraldra,". ...
Hann minnir á að þau smit sem greinst hafa innanlands að undanförnu tengist smituðum ferðamönnum og fullyrðir að oft á tíðum hafi litlu mátt muna og mikil mildi að smitin hafi ekki hrundið af stað stærri hópsýkingum. ". (úr frétt Ruv).
Þetta hefur verið vitað svo lengi það er að smitið innanlands tengjast smituðum ferðamönnum, það er flandrið á fólki sem ógnar okkur hinum, fjöldanum.
Og hópsýkingin sem gæti þróast í stærri faraldra, virðist samkvæmt fréttum dagsins, vera mætt á svæðið.
Í gær tilkynnti ríkisstjórnin vissulega hertar aðgerðir á landamærunum, og því ber vissulega að fagna.
Ber að fagna vegna þess að þegar menn hafa á annað borð viðurkennt vandann, og gripið til aðgerða gegn honum, þó ekki sé nóg gert, þá er aðeins tímaspursmál hvenær allt verður gert sem þarf að gera.
Sbr til dæmis ef menn sjá glæpahópa vígvæðast, og telja það ótækt, þá dugar ekki að afvopna suma, en láta aðra vera. Markmiðinu um friðsælla samfélag er ekki náð fyrr allir eru afvopnaðir.
Eðlilegt mannlíf kemst ekki á fyrr en landamærin halda.
Að feisa þá staðreynd er forsenda þess að stjórnvöld fái almenning í lið með sér enn einu sinni enn.
Í lið með sér að bæta fyrir klúður sem stjórnvöld bera beina ábyrgð á, einu sinni enn.
Að reyna annað, að bulla gegn raunveruleikanum, að sleppa börnunum lausum, gengur ekki þegar svona er komið.
Fögnum skrefinu sem var tekið í gær.
Fögnum skrefinu sem verður tekið í dag.
Og tilkynnum hátíð þegar lokaskrefið verður tekið.
Höldum svo glaðbeitt inní sumarið.
Í landinu okkar, óhrædd.
Frjáls.
Kveðja að austan.
17 smit innanlands 14 í sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 472
- Sl. sólarhring: 712
- Sl. viku: 6203
- Frá upphafi: 1399371
Annað
- Innlit í dag: 400
- Innlit sl. viku: 5255
- Gestir í dag: 368
- IP-tölur í dag: 363
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.