23.3.2021 | 12:59
Eins og lög gera ráð fyrir.
Þá skila ég tillögum mínum til heilbrigðisráðherra, sagði Þórólfur Guðnason eftir fund hans með fullorðnu fólki, formönnum ríkisstjórnarflokkanna í morgun.
Svaraði þar með spurningunni hvort hann hefði lagt fram tillögur fyrir fundinn um hertar aðgerðir vegna hinna nýlegu samfélagssmita.
Hann var búinn að skila tillögum sínum, eins og lögin kveða á um að honum sé skylt þegar aðstæður krefja.
Svona eru lögin, eitthvað sem sumir ráðherrar ríkisstjórnarinnar virðast eiga erfitt með að skilja, það er ekki þeirra að koma með tillögur um aðgerðir gegn farsóttinni.
Sem og þeir fréttamenn sem síspyrja Þórólf um álit hans á litaspjöldum eða að vottorð frelsi ferðalanga frá sóttkví.
"Spurður hvort ósamræmi væri í því sem heilbrigðisyfirvöld væru að segja og gera og svo stjórnvöld, til að mynda með því að slaka á aðgerðum á landamærunum, sagðist Þórólfur ekki ætla að leggja dóm á hvað stjórnmálamenn væru að segja. Þeir hefðu frelsi til að túlka fyrirliggjandi gögn en að við þyrftum að vanda okkur eins mikið og hægt er á landamærunum.".
Á mannamáli, stjórnmálamenn mega gaspra, en ég hef verk að vinna samkvæmt lögum.
Reynslan sker úr um hvort hinar nýju tillögur nái að stoppa í götin, allavega er ljóst að samfélagið getur ekki búið við þennan leka, fólk vill frið frá veirunni, fólk vill að landamærin séu varin.
Af hverju ekki fyrr er ekki issjú í málinu, það sem er liðið, er liðið, en það liðna krefur heilbrigðisyfirvöld um lærdóm, að það sé gert sem þarf að gera.
En að lokum má skemmta sér yfir barnláninu, láta enn eitt gullkorn fljóta með;
"Öll höfum við þurft að færa fórnir vegna aðgerða sem grípa varð til í því skyni að verja þá veikustu í samfélagi okkar. Fórnirnar eru þó mismiklar eftir aðstæðum hvers og eins. Þeir sem eiga lífsafkomu sína undir ferðamennsku hafa fært einna mestar fórnir. Við vitum að endurreisn efnahagslífsins hvílir á því hversu langan tíma það tekur ferðaþjónustuna að ná viðspyrnu.".
Gáfurnar svona álíka eins og að segja að þegar fiskifræðingar mæla enga loðnu, og leggja til veiðibann, að þá séu loðnusjómenn að færa fórnir umfram aðra með því að fara ekki á miðin og veiða hana.
Veiran er faktur og farsóttin leikur atvinnugreinar misgrátt.
Kemur misilla við fólk og fyrirtæki.
En að feisa þá staðreynd er ekki að færa fórnir, heldur bitur raunveruleiki.
Hins vegar færir samfélagið fórnir þegar misvitrir stjórnmálamenn afneita þeim raunveruleika, og nota rök forheimskunnar til að leyfa ferðalög milli landa án undangenginnar sóttkvíar, slíkt leiðir alltaf til faraldurs, og tilheyrandi samfélagslegra lokana.
Fórnirnar eru þá atvinnan og frelsið sem aðrir tapa vegna þeirrar heimsku.
Því það er eitthvað sem hægt er að stjórna, og sú ranga ákvörðun bitnar á öðrum.
Samt er ekki annað en hægt að gleðjast yfir að reynt er að stíga rétt skref.
Ekkert sjálfgefið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut og það mannaval sem hann lítilsvirðir þjóðina með í ríkisstjórn.
Seint skulu menn vanmeta þrönga fjárhagslega hagsmuni flokkseiganda og annarra vildarvina.
Rétt ákvörðun er því alltaf sigur og fagnaðarefni.
Vonum að þetta dugi, en ef ekki, þá þarf bara að gera meira.
Og þá fyrr en seinna.
Kveðja að austan.
Skima börn og skylda fólk í sóttvarnahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 609
- Sl. sólarhring: 634
- Sl. viku: 6340
- Frá upphafi: 1399508
Annað
- Innlit í dag: 522
- Innlit sl. viku: 5377
- Gestir í dag: 478
- IP-tölur í dag: 472
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jehú! nú er gaman, kannski bara bjargast páskarnir og fleira vegna þess að Þórólfur hefur náð eyrum þeirra eldri í ríkisstjórn.
kv hrossabrestur.
Hrossabrestur, 23.3.2021 kl. 16:06
Ætli það sé ekki of snemmt að kveða úr um það Hrossabrestur minn góði.
En þetta er fyrsta skrefið til að hindra þarnæstu bylgju en félagi Þórólfur er ekki of bjartsýnn á þess.
Og Kári fékk kvíðakast.
Hins vegar mun þetta stöðva áform blessaðra barnanna, svona í bili a.m.k.
Ef ekki, þá er hætt við fjöldaþátttöku í atburðinum, borgarleg handtaka óvita í ráðstólum.
Eða eitthvað svoleiðis.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2021 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.