1.3.2021 | 08:24
Osló lokar.
Á meðan við opnum.
Ástæðan er að okkar landamæri halda á meðan þeirra leka.
Eitt af því sem hefur skipt gífurlega miklu máli hér er að fólk hefur almennt farið eftir reglum, sem skýrir að í þessum örfáum tilvikum þar sem breska afbrigði hefur sloppið inní landið og náð að smita aðstandanda eða aðstandendur komufarþega, þá hafa viðkomandi einstaklingar virt heimkomusóttkvína og veiran því ekki náð að dreifa sér út fyrir hana.
Hefði fólk verið kærulaust þá gætum við verið í sömu sporum og Óslóarbúar í dag, að herða samkomutakmarkanir svo jarða við samfélagslega lokun, í stað þess að við erum að opna landið hægt og hljótt, án þess að fá aukningu veirusmits í kjölfarið.
Þetta skulum við hafa í huga þegar nagið gegn sóttvörnum hefst á ný.
Og sóttvarnaryfirvöld skömmuð fyrir að gera ennþá kröfur um grímuskyldu eða hafa ennþá takmarkanir á mannfjölda á samkomum, í verslunum og svo framvegis.
Það er ekki að ástæðulausu, það er einfaldlega hugsað til að koma í veg fyrir nýja bylgju þegar létt er á sóttvörnum í áföngum.
Stundum borgar sig að flýta sér hægt.
Þetta kemur allt með hækkandi sól.
Kveðja að austan.
Í dag má vera mæðulegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.