Ég ræð.

 

Ég á kvótann.

Ekkert flóknara en það.

 

Segi menn upp??

Hvað með það, nóg til af mannskap, en þeir sem eru svo vitlausir að hlýða ekki og skríða ekki, þeir fá hvergi pláss.

Því við eigum kvótann, og við stöndum saman.

Hver þorir gegn okkur??

 

Afleiðingar??, ha ha.

Maður fjárfestir ekki stjórnmálamönnum fyrir ekki neitt.

Gunnvör á eitt stykki ráðherra, og sjávarútvegsráðherra þekkir sinn bás.

Hann fer ekki gegn okkur.

Og Flokkurinn á dómarana þó þeir séu eitthvað væla þarna í Strassborg, hverjum er ekki sama um það á meðan enginn dómur fer gegn okkur sem fæða.

 

Þetta er svo plein að það á ekki einu sinni að þurfa að gera frétt um svona augljósa hluti.

Skipstjórinn hlýddi eins og hundur, tók á sig ábyrgðina og allt.

Og þú refsar ekki hundinum þínum eftir að þú hefur sagt honum að bíta leiðinlegan nágranna, jafnvel þó þú þurfir að sýna einhverja auðmýkt og iðrun svo það sé ekki eins augljóst þegar vinir þínir þarna sem samfélagið ætlast til að dæmi eftir lögum (ha ha eins og það sé eitthvað í stöðunni fyrir mig og mína) dæma þig aðeins til að skammast þín og já tjá iðrun.

Nei þú skammar ekki hundinn þinn og nágranninn hefur lært sína lexíu.

 

Eins er það með skipverjana á Júlíusi Geirmundssyni.

Hvað annað geta þeir gert??

Yfirgefið plássið og svo plássið, byrja uppá nýtt að harka á mölinni í einhverri kjallaraholunni sem þeir fá fyrir einbýlishúsið sitt hérna fyrir vestan??

 

Skipstjórinn vildi það ekki.

Hann hlýddi.

Þeir munu hlýða.

 

Því ég á kvótann.

Ég ræð.

Kveðja að austan.


mbl.is Sviptur skipstjóri á Júlíusi ráðinn stýrimaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað sérðu til ráða?

Ég tel að flestu normal fólki blöskri siðvillan sem þér.

Hvernig má koma fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar mála svo það sé siðlegt, réttlátt og sanngjarnt?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2021 kl. 10:52

2 identicon

Ég spyr, v.þ.a. það er einmitt fyrirkomulagið

"á þetta, má þetta"

sem er grunnvandamálið.

Kvótakerfið sjálft, kerfisvillan, sem elur af sér þann þótta, hroka og siðvillu sem aðförin að

"sameiginlegri auðlind okkar" sýnir sig að vera og þetta Gunnvarar og Júlíusar Geirmundssonar mál er einungis eitt dæmi um.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2021 kl. 11:44

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ómar.

Þú fellur í gildru vinstrimanna: Að dæma allt til hægri ónýtt sé það ekki fullkomið.

Nú getur þú keypt kvótann og farið að gera út, ásamt landlækni og Svandísi-sovét.

- Stend ég í stafni hins nýja sovéts

- þar sem enginn á né veiðir neitt

- og allir eru hraustir um skrifborð.

Þetta fer þér ekki Ómar.

Kveðja að vestan

Gunnar Rögnvaldsson, 23.2.2021 kl. 13:24

4 identicon

Því miður er þetta ekki svona einfalt Gunnar.

Nær væri að segja:

Afnema þarf aðskilnað kvótagreifa og þjóðar.

Fiskveiðiauðlindin er sem orkuauðlindin.  Hvað "á" þessi guðsvolaða þjóð annað?  Á þeim auðlindum á hún að geta byggt sitt sjálfstæði á.

Erum við ekki sammála um það?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2021 kl. 14:14

5 identicon

Og mundu Gunnar að markaðsvæðing fiskveiðiauðlindarinnar hélst nánast í hendur við EES/ESB væðingu íslensku flokkanna, og ekki síst "Sjálfstæðisflokksins." 

Þar er enga þjóðlega íhaldsmenn og sjálfstæðismenn lengur að finna.  Þá sem áður byggðu upp byggðir landsins, og í sátt og til framfara fyrir þær, fyrst og fremst.

Þar er næst á dagskrá markaðsvæðing orkuauðlindanna.

Vituð þér enn, eða hvað?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2021 kl. 15:03

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei ég er ekki sammála þessu. Aldeilis ekki!

Það er ósköp eðlilegt og jafnframt bráðnauðsynlegt að Landnáma skuli hafa verið innleidd á fiskimiðunum líka. Við landnám komst á kvótakerfi yfir jarðnæði og heitir það eignarréttur. Engum dettur í hug að hvaða bújörð sem er, eða lóðarfermetri í þéttbýli sé gerður að þjóðareign. Aðeins komma dettur slíkt í hug. Slíkt er bara sovésk þjóðnýting.

Það er einnig í hæsta máta eðlilegt og reyndar nauðsynlegt að land bænda og fiskimanna skuli hafa greifa. Í landbúnaði hétu þeir bændahöfðingjar og í útgerð heita þeir afla- og útgerðarkóngar. Þeir greifar eru mun betri en umhverfis-, lögfræði- og flokksgreifarnir, því þeir gagnast sinni sveit á meðan flokkgreifarnir gera það ekki, eins og sést.

Þetta dæmi um skipstjórann er ekki til neins annars notað en að reyna að klekkja á dugnaðarmönnum. En þeir eru mögrum sinnum betri en jafnaðarmenn. Það skyldu menn ætið muna. 

Það er mikið gott að við skulum eiga einhverja greifa. Land án greifa er nefnilega kommaland.

Áfram útgerðin og kóngar hennar!

Gunnar Rögnvaldsson, 23.2.2021 kl. 17:00

7 identicon

Næst fáum við þá markaðsvædda orkugreifa, Gunnar.

EES vædda markaðspilsfaldakomma.

Er það virkilega þín leynda þrá, þegar til stykkisins kemur?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2021 kl. 17:12

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei SP. 

Rafmagn er nefnilega ekki fiskur. Það er náttúrulegt mónópól.

Gunnar Rögnvaldsson, 23.2.2021 kl. 17:16

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm og jæja Gunnar minn, sem og félagi Símon.

Ég skrifaði aðeins pistil sem lýsti valkosti áður frjálsra sjómanna, en í dag þarf að leita að nálgun sem sagnfræðingar í Charleston kunna að skýra, það bjó ekkert annað að baki.

Og Gunnar minn, réttur til lífs og æðis hefur ekkert með vinstri mennsku að gera, það mætti halda að Marx/Lénin hefðu náð að galdra fram slíkt óráð hjá þér.

Svo við förum langt aftur, þá vissu Germannir ekkert um slíkar skilgreiningar, þeir þekktu aðeins frjálst fólk.

Og það var enginn Marx sem ruglaði þá.

Símon, ég var ekki að pistla um kvótann sem slíkan, heldur afleiðingu hans, sem sagan skráði fyrst fyrir rúmlega þúsund árum síðan, og kennt var seinna við lénsfyrirkomulag.

En ég var aðeins að hæðast, mikið má Sjálfstæðisflokkurinn, allt íhald, kvótakerfi sem og annað, skammast sín á gjörræðisrugli Einars Vals, hans siðblinda kemur kvótakerfinu ekkert við, það er hins vegar smán okkar samfélags að vitglöp hans séu frétt.

Hið borgarlega kerfi virkar ekki ef við höfum ekki sjálfkrafa hömlur sem kallast dagsdaglega siður, sem stoppa slíka geðveiki.

Skilji menn það ekki, þá tekur aðeins kaósið við.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2021 kl. 17:39

10 identicon

Það sem mér fannst eftirtektarverðast við pistil þinn Ómar var um hina þrjá íslensku sjómenn:

"Hvað annað geta þeir gert??

Yfirgefið plássið og svo plássið, byrja upp á nýtt að harka á mölinni í einhverri kjallaraholunni sem þeir fá fyrir einbýlishúsið sitt fyrir vestan??"

Já, lénsveldið lætur ekki að sér hæða.  Mér finnst miður að þeim ágæta sjálfstæðismanni og, að sögn, þjóðlega íhaldsmanni, Gunnari, skuli yfirsjást að slík útgerð og slíkur kvótagreifi er engu plássi til vegs og virðingar. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2021 kl. 18:07

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Ég held að hann hafi hraðlesið, og síðan tengt við aðra umræðu.

Allavega var þetta ekki svona á Sigló í gamla daga, þó ég vissulega játi að ég var þar ekki.

Hvað þá að svona hafi viðgengist í minni æsku.

Svo kom Gunnþór.

Segi ekki meir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2021 kl. 19:12

12 identicon

Já, vafalaust.

Alla vega er Róbert Guðfinnson á Siglufirði einmitt dæmi um útgerðarkóng sem hefur látið sitt bæjarfélag njóta góðs af.  Og lyft Grettistaki hvað uppbyggingu þar varðar.  Það er afar langt síðan Bolvíkingar áttu ígildi hans, Einar Guðfinnson, eldri.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2021 kl. 19:52

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Lenti líka í að hraðlesa, held samt að ég hafi tæklað Gunnar, en ekki kannski spurningu þína í fyrstu athugasemd.

Jú, jú vissulega hefur þetta allt með kvótakerfið gera, enda legg ég út frá því.

En gættu að Símon, um allan hinn vestræna heim eru tómar byggingar, jafnt atvinnuhúsnæði sem íbúðarhúsnæði, í það minnsta er allt beltið í Bandaríkjunum sem og Vestur Evrópu sem kennt er við grunniðnað, rústir einar, í dag gróandi jarðvegur fyrir þá stjórnmálastefnu sem kennd er við hægri poppúlisma, sem er jú atvinna, framleiðsla, lífskjör, hét líklegast sósíalismi í byrjun síðustu aldar, en það er jú 100 ár á milli, og það er langur tími fyrir fræðimenn póstmóderismans sem viðurkenna ekki tilvist neins áður en þeir sjálfir fengu gráðu, og síðan starf til að endurskrifa söguna út frá sinni eigin vanþekkingu.

Ef við prjónum lengra þá náði Trump að virkja þessa strauma og gera þá að afli gegn samtryggingu stjórnmála og auðs, hann náði að virkja óánægju hinna starfslausu á fyrrum velmegandi iðnaðarsvæðum, ásamt ótta hvítflibbana við útvistun starfa þeirra til enskumælandi múgsins á Indlandi, sem var lærður en gat sent margfalt lægri reikninga til ameríska stórfyrirtækja en haft það samt gott því verðmæti dollarsins var margfalt í örbirgð hinna hundruð milljóna á Indlandi.

Að baki þessa fylgis var annars vegar útvistun starfa, sem og óttinn við útvistun þeirra, eitthvað sem Örfáir stjórnuðu, og komust upp með þó þeir legðu heilu samfélögin í rúst, og til lengri tíma ógnuðu sjálfu þjóðríkinu.

Stefna Símon sem félagi Gunnar hefur tætt í sig, svo ekki stendur röksteinn hjá mönnum eins og Hannesi, Viðreisn eða frjálshyggjudeild Sjálfstæðisflokksins.  Að ekki sé minnst á samdaunun íslenskra vinstrimanna gagnvart frjálshyggju hins frjálsa flæðis ESB eða alþjóðavæðingunni sem liggur að baki auðsöfnun hinna Örfáu.

Langt mál Símon, en trendið sem ég var að benda á hefur ekkert með kvótakerfið að gera.

Heldur að þegar eign atvinnutækja hefur ekkert með samfélagslega ábyrgð að gera, þá er voðinn vís.

Eitthvað sem er nýtilkomið, áður fyrr á öldum, og nær reyndar ekki öld til, þá þurfti rán eða hernað til að útvista atvinnu og atvinnutækjum, síðasta dæmið er herskaðabætur Sovétmanna sem þeir innheimtu í Austur Þýskalandi, þar á undan verksmiðjur sem voru látnar uppí stríðsskaðabætur Versalasamningana.

Mið Austurlönd biðu þess til dæmis aldrei bætur þegar Mongólar rústuð Mesópótamíu (Írak nútímans) og fluttu þekkingu hennar til Mið Asíu, dæmi um rán og rupl sem eyddi samfélögum.

En hagtrú þess sem kennd er við þann í neðra, dagsdaglega kölluð frjálshyggja, þróaði hugmyndafræði kennda við alþjóðavæðingu þar sem eigendur framleiðslutækja máttu flytja þau úr landi, án þess að til kæmi ytri ógn eða nauðung.

Blessunarlega höfum við Íslendingar lítt lent í þessu, en þetta er hættan, ekki nema ef við tökum kvótann úr dæminu, það er ef fyrirtæki nýta hann ekki á siðlegan hátt, þá er hann ekki þeirra, heldur samfélagsins.

Með öðrum orðum Símon sem Gunnar minn fattar ekki, borgarlegur kapítalismi sem lagði grundvöll að velmegun, styrk og velferð vestrænna þjóða.

En svo voru þau bara rænd.

Þessi pistill heggur í eina af birtingarmynd þessa ráns.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2021 kl. 21:05

14 identicon

Þakka efnismikið svar þitt Ómar.

Mjög gott svar.

Vona að Gunnar komi hingað aftur á þráðinn og útskýri eilítið betur viðhorf sitt, því svo mjög finnst mér, sem þér einnig, honum yfirleitt takast vel og skilmerkilega til í pistlum sínum og athugasemdum.

Þið tveir eru þeir bloggarar sem mér finnst yfirleitt mest vert að lesa.  Og stundum að skrifa mínar athugasemdir við.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2021 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband