7.1.2021 | 22:54
Svona gerum við ekki, skammastu þín.
Er efnislega það sem Bill Barr segir við fyrrum leiðtoga sinn, Donald Trump.
Einhver hefði kannski sagt það sama yfir embættisfærslur Barr þegar hann reyndi að klæða geðþóttaákvarðanir Trump í einhvern lagalegan og embættislegan búning.
Og börnin sem voru aðskilin frá foreldrum sínum og sett í búr á landamærunum við Mexíkó, hefðu örugglega sagt það sama, það er Skammstu þín Barr, svona gerir ekki siðað fólk þó völd séu í boði.
En Barr er vorkunn, núna metur hann sína pólitíska stöðu að hún sé best tryggð með því að flýja Trump.
Eins og Trump beri ábyrgð á því að löggæsluyfirvöld brugðust algjörlega í aðdraganda yfirtöku friðsamra mótmælenda á þinghúsinu.
Miðað við myndir þá var Capitol Hill verr varið en þinghúsið við Austurvöll þegar órólega deildin í Samfylkingunni undir forystu núverandi formanns Stjórnarskráarfélagsins og eins af núverandi þingkonum Samfylkingarinnar gerði vanheilagt bandalag við þekkta grjótkastara í VinstriGrænum sem langaði svo rosalega í ríkisstjórn.
Þá var aðeins að etja við nokkur þúsundir mótmælenda, upp til hópa friðsamra enda aktívista deild Samfylkingarinnar og grjótkastadeild VG ekki fjölmenn samtök.
Við Capitol Hill voru hins vegar tugþúsundir mættir, til að mótmæla því sem fólkið taldi valdarán hins vanheilaga bandalags elítu auðs og stjórnmála.
Vitað fyrirfram í margar vikur, og samt voru aðeins örfáar löggur mættar, kannski var restin ennþá að jafna sig á átkökum liðins árs sem demókratar kynntu linnulaust undir og töldu vera sjálfsagaðan rétt fólks til að mótmæla kerfi sem beitti kerfisbundinni mismunun á fólki eftir litarhætti þess og kynþætti.
Þau átök voru ofbeldisfull, þeir sem kynntu undir, héldu áfram að kynda undir, þó ljóst væri að mótmælin væru löngu orðin að ofbeldisfullum skrílslátum, ollu miklu eignatjóni, sem og þúsundir lögreglumanna meiddust þegar þeir fáliðaðir reyndu að vernda eignir borgaranna, sem og að slá á skrílslætin.
Fólkið við Capitol Hill var hins vegar friðsamt, og það labbaði inn í heimsókn þegar enginn hindraði för þess.
Að sjá ekki muninn lýsir aðeins þeim sem lýsir.
Ekki að það réttlæti þinghústökuna, en það gerist margt í hita leiksins.
Þess vegna er jú löggæsla nauðsynleg til að hindra svona sorgaratburði.
Breytir samt ekki því að það er réttur fólks að mótmæla þegar því ofbýður, Nixon hafði ekki rétt fyrir sér þegar hann kallaði Víetnammótmælin skrílslæti og aðför að lýðræðislegum kjörnum stjórnvöldum.
Þá féll þinghúsið hins vegar ekki, þrátt fyrir mikil læti, og jafnvel ofbeldi á köflum, því þá var löggan mætt, og varði stofnanir samfélagsins.
Það er því kaldhæðni að lesa og hlusta á vandlætingu 68 kynslóðarinnar þegar hún fordæmir atburði gærdagsins, það er eins og hún hafi reykt það mikið hass að hún muni ekki sínar eigin gjörðir.
Eins er hlálegt þegar fréttaveitur og fréttamiðlar byrja fréttir sínar á því að segja að 4 hafi látist eftir árás múgsins.
Vissulega er þetta fólkið sem vinnur erfiðisstörfin á smánarkaupi eftir að frjálshyggja auðsins útvistaði störfum og keyrði niður laun vinnandi fólks, en þó sömu orðaleppar séu notaðir og gert var í árdaga verkalýðsbaráttunnar, þá eru þeir ekki réttari í dag en þeir voru þá.
Vinnandi fólk sem mótmælir er ekki múgur, og það létust ekki fjórir vegna mótmæla þess.
Lögreglan skaut einn mótmælenda, hinir þrír höfðu ekki heilsu í hasarinn, hefur sjálfsagt eitthvað með mataræði þess að gera, sem er ekki sjálfviljugt heldur afleiðing lágra launa og almennt lélegrar heilsugæslu.
Að halda svona fram er árás á raunveruleikann.
Gekk kannski í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20., en ekki í dag þegar raunmyndir segja allt sem segja þarf.
Og þær sýndu fólk sem gekk inn, var friðsamt, og fór út í friðsemd.
En var vissulega ekki á stað þar sem það var velkomið.
Ekkert í fréttamyndum af vettvangi líkjast á nokkurn hátt þekktum fréttamyndum af atlögu rauðliða að Alþingi þegar það samþykkti aðildina að Atlantshafsbandalaginu, betur þekkt sem NATÓ.
Engin líkindi eru við skrílslætin á Austurvelli sem á fínum degi var kennt við Búsáhöld, líkist ekkert ástandinu í París 1968, að ekki sé minnst á alvöru fæting líkt og þegar rússneskir sjóliðar gengu til liðs við byltingarmenn og tóku Vetrarhöllina 1917, atburður sem markaði upphaf rússnesku byltingarinnar sem kommúnistar síðan stálu og breyttu í ofbeldi og ógn sem tók tímann rúm 70 ár að eyða.
En auðvitað gera menn ekki svona, og auðvitað á Trump að skammast sín.
Sá sem tilheyrir elítunni, hann hvetur ekki lýðinn til mótmæla, ekki þegar leikreglur elítunnar eru undir.
Lýðræði segja menn líka en bandarísk stjórnmála hafa ekki átt skylt við slíkt í mörg, mörg ár, eða jafnvel marga marga áratugi.
Elítan í Sovétríkjunum hafði þó vit á að hafa bara einn flokk, og einn frambjóðanda, en sú bandaríska notar 2 flokka, og 2 frambjóðanda, og býður þar með þeirri hættu heim að magna upp átök, sérstaklega þegar fólk trúir því að það sé í raun lýðræði, og því hafi verið stolið frá því.
Í raunveruleikanum er samt ekki mikill munur á senatinu í Capitol Hill og senatinu sem stjórnaði Róm í árdaga veldis hennar.
Hvorutveggja er birtingarmynd fámennisstjórnar hinna auðugustu og voldugustu, og lifir og lifði aðeins þann tíma sem enginn einn er nógu voldugur að brjóta alla hina á bak aftur.
Í Róm fóru margir gegn þessu formlegu valdi senatsins, enginn hafði erindi fyrr en Sesar kastaði teningnum við Rubiconfljót 49 fyrir Krist.
Spurning hvort Trump sé að kasta slíkum teningi í dag.
Menn skyldu allavega ekki vanmeta hann.
Og flótti hýenanna segir ekkert til um stöðu hans.
Þar mun lýðurinn ráða.
Sama hvað elítan fyrirlítur hann, uppnefnir hann sem múg, ómenntað hyski, fólk sem viti ekki hvað það gerir, þá er samt elítan ekkert, ef enginn vinnur fyrir hana, ef enginn berst fyrir hana.
Það veit hún, en hennar gæfa er að lýðurinn veit það ekki.
En hann mun vita, fyrr eða síðar.
Það gerist alltaf þegar elítan hefur rænt hann inn að skinni, líkt og hún hefur gert núna á fjórða áratug í Bandaríkjunum undir nafni frjálshyggjunnar og afkvæmis hennar, alþjóðavæðingarinnar.
Svik vinstri manna við lýðinn, stuðningur félags og jafnaðarmanna við villimennsku alþjóðavæðingarinnar eða þess sem við upplifum sem fjórfrelsið í Evrópu, duga í dag til að fresta hinu óhjákvæmilegu uppgjöri, en það kemur líkt og flóðaldan í kjölfar þess að fjaran þornar upp, og svo vitnað sé í þá samlíkingu, flóðaldan verður aðeins öflugri, hærri og meira eyðandi, eftir því sem fjarar teygir sig lengra út í grunnsævið.
Þess vegna ætti elítan eiginlega að þakka Trump.
Hann er þó þeirra maður, jafnvel þó hann ætlist til þess að hún borgi skatta heima fyrir en ekki í skattaskjólum, jafnvel þó hann krefjist þess að hún flytji störfin heim, og borgi laun, ekki þrælalaun fyrir það sem unnið er.
Trump er nefnilega ekki byltingarmaður, heldur maður sem þráir völd, og völd sækir hann til lýðsins, vegna þess að hann skynjar hræringarnar, hann skynjar af hverju fólk er svona reitt, og af hverju það er búið að fá upp fyrir kok af valdaelítunni, hinu vanheilaga bandalagi auðs og stjórnmála.
Hann er mun betri kostur en sá sem nýtir sér sömu hræringar til að bylta, til að umbreyta, jafnvel til að útrýma þeirri valdastétt sem fyrir er.
Eiginlega ættu menn að þakka honum í stað þess að skammast svona í honum.
Hvað þá ef menn eru svo heimskir að ætla bylta honum frá völdum, örfáum dögum áður en hann lætur af embætti.
Það er nefnilega bylting, og þá er hann í fullum rétti að svara fyrir sig.
Að verjast, að ákalla lýðinn að koma sér til varnar.
Þá verða ekki friðsöm mótmæli.
Og hjá þjóð sem dýrkar vopn, og milljónir eru betur vopnuð en hermenn flestra herja heims, þá er ekki klókt að etja fólki gegn sér.
En það væri ekki svona komið fyrir bandarískum stjórnmálum ef menn væru klókir.
Þess vegna er vitleysingunum trúandi til alls.
Meðal annars að etja lýðnum gegn sér.
Hvort Trump er síðan annar Sesar er síðan önnur saga.
En hann er þarna.
Og bíður síns vitjunartíma.
Kveðja að austan.
Svik við embætti hans og stuðningsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 139
- Sl. sólarhring: 625
- Sl. viku: 5678
- Frá upphafi: 1400435
Annað
- Innlit í dag: 121
- Innlit sl. viku: 4879
- Gestir í dag: 119
- IP-tölur í dag: 119
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aftaníossar Donalds Trumps sem brutust inn í þingsalinn í Washington fá áreiðanlega mjög þunga dóma.
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að bera kennsl á þá sem brutust inn í þinghúsið
Aftaníossinn með hornin þekktur fyrir að predika samsæriskenningar hægriöfgasamtakanna QAnon
16.2.2011:
"Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði nímenningana svonefndu af ákæru fyrir brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess með því að fara inn í Alþingishúsið og upp á þingpallana þar.
Brot gegn því ákvæði hegningarlaganna varðar allt að ævilöngu fangelsi ef það er mjög alvarlegt."
"Ákærðu, sem voru óvopnuð, fóru í hópi 20-30 manna inn í Alþingishúsið og var förinni heitið á þingpallana (eins og beinlínis er tekið fram í ákærunni) en ekki inn í þingrýmið."
Sýknuð af ákæru fyrir brot gegn Alþingi
Þorsteinn Briem, 7.1.2021 kl. 23:28
Það er ofsagt að leiðin inn í þinghúsið hafi verið galopin og hinu "friðsama" fólk nánast boðið að ganga í bæinn. Fólkið varð að brjóta niður girðingu og ryðja sér leið inn, sums staðar með því að brjóta og bramla. Myndin af einum manninum sem kom út eftir hinn "friðsamlega" leiðangur sinn segir allt sem segja þarf: Þarna stóð hann í dyrunum eftir að búið var að djöflast inni í langan tíma og skók báða hnefa upp í loftið um leið og hann öskraði: "Okkur tókst að stöðva þingið!!"
Ómar Ragnarsson, 7.1.2021 kl. 23:45
Þannig talar Donald j. Trump núna:
"Hve lengi, Drottinn, ætlar þú að gleyma mér með öllu? Hve lengi ætlar þú að hylja auglit þitt fyrir mér? Hve lengi á ég að hafa beyg í brjósti, sorg í hjarta dag frá degi? Hve lengi á fjandmaður minn (Joe Biden) að hrósa sigri yfir mér? Lít til min, svara mér, Drottinn, Guð minn. Tendra ljós augna minna svo að ég sofni ekki svefni dauðans og fjandmaður minn (Joe Biden) geti ekki sagt: "Ég hef sigrast á honum (Donald J. Tump)", Og óvinir mínir fagni ekki yfir því að mér skrikaði fótur. Ég treysti gæsku þinni, hjarta mitt gleðst yfir hjálp þinni. Ég vil syngja Drottini lof því Hann hefur gert vel til mín." (Davíðssálmur 13)
Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2021 kl. 00:03
Ykkur Bidenistum verður tíðrætt um heilagleika þingsalarins eins og Alþingishússins. Allt hluti af gamalli elítu, sem ykkar fólk vill leggja niður, og krafan um nýja stjórnarskrá kemur frá slíkri hugmyndafræði. Þá hentar konungsveldið vel.
Annars væri kannski bezt að óvinir Trumps hefni sín af fullum þunga þannig að skrípaleikurinn verði sífellt öfgafyllri. Hver er tilgangurinn með því að koma manninum úr embætti svona skömmu fyrir valdaskiptin?
Þessi mótmæli voru örlítið brotabrot af BLM og Antifa ólátunum í sumar. Málin stigmagnast á báða kanta, hjá báðum fylkingum.
Ef þið Bidenistar væruð samkvæmir sjálfum ykkur mynduð þið vilja leggja niður allar stofnanir, alla virðingu og koma á stjórnleysi, eins og BLM og Antifa berjast fyrir, eða öfgafyllsta baráttufólkið þar.
Og eitt í viðbót. Lögreglan hefur hleypt þessum mótmælendum friðsamlega inn í þinghúsið, þeim var í lófa lagið að skipuleggja harða andstöðu, því það var búið að tilkynna þessi mótmæli og auglýsa löngu fyrirfram. Á bandarískum vefsíðum mátti sjá fjallað um dagsetninguna 6. og 7. janúar, að þá myndi eitthvað slíkt gerast.
Skelfingin í heimspressunni er til komin vegna þess að skyndilega vakna allir upp við það að fólk losnar ekki við Trump með því að kjósa hann í burtu. Hann eflist bara og styrkist ef eitthvað er, eða þaðsem hann stendur fyrir. Jafnvel dauður og handan grafar hefur hann völd. Er samt hægt að finna bara það neikvæða við hann, að allt sem hann hafi sagt hafi verið lygi og hann ekkert nema glæpamaður? Hvenær fara andstæðingar hans að efast um hatursáróðurinn gegn honum?
Lögreglan vissi að með því að hleypa þessum mótmælendum inní þinghúsið myndi verða hleypt lofti af spennunni. Enda var í það látið skína að þetta væri ekki búið.
Nei, það verður að takast á við málin sem hann setti á dagskrá. En nei, auðvitað verður það ekki gert.
Ingólfur Sigurðsson, 8.1.2021 kl. 01:32
Blessaður Steini.
Ég efa ekki að þeir fái þunga dóma, menn eru svo heimskir að hræra í glóðinni sem getur orðið að báli upplausnar og vopnaðra átaka.
En þú ert með þetta þegar þú linkar á þessa frétt; "FBI óskar eftir aðstoð almennings við að bera kennsl á þá sem brutust inn í þinghúsið".
Sástu ekki þá dásamlegu mynd; Óbærilegi léttleiki tilverunnar, eftir Kaufman, með Danna Lewis og fegurðina sjálfa, Julíettu Binoche í aðalhlutverkum. Falleg mynd, byggð á magnaðri skáldsögu, en þar voru líka notaðar myndir til að fanga óeirðarseggi.
Myndir sem áttu að skrásetja viðbrögð almennings við innrás skriðdrekanna í Prag, voru tæki alræðisins til að bera kennsl á það sem valdið kallar á sínu best stundum, múginn.
Hver segir að sagan endurtaki sig ekki í sífellu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2021 kl. 09:19
Blessaður nafni.
Ég var í móðurkviði þegar þú ungur maður heimtaði meiri aukavinnu, sem þýðir að þú mannst betur en ég eftir kröfugöngum sem til dæmis Ólafur Palme fór í farbroddi, og mótmæltu stríði og stríðsátökum.
Þú mannst líka þá eftir að þær voru ekki alltaf friðsamar í þeirri merkingu að ekki þyrfti að vera girðingar og fjölmennt lögreglulið til varnar þar sem fólk mátti ekki fara, eins sást þú í rauntíma, en ég aðeins eftir á í fréttamyndum eða bíómyndum, að þær voru ekki alltaf friðsamar, ró komst ekki á í París fyrr en eftir að herinn var kallaður út, í Bandaríkjunum var þjóðvarðliðið önnum kafið.
En ég náði seinni hluta áttunda áratugarins, þann níunda og þann tíunda, að ekki sé minnst á mótmæli þessarar aldar. Og veit því að stjórnmálamenn máttu ekki á tímabili fá sér í tána undir yfirskin G-eitthvað, að ekki yrðu rýmdar götur, lögreglumenn kallaðir úr fríum, fjölmennt lið þeirra með hjálma og skildi myndaði skjaldveggi, og ef það dugði ekki, skaut táragasi, sprautaði vatni, skaut gúmmíkúlum, sem og það lamdi mann og annan með kylfum sínum.
Ég sá ekkert slíkt í Washington, sá aðeins mjög fjölmennan hóp ýta á pjáturgirðingu, þar sem mjög fámennt lið almennra lögreglumanna var til varnar. Hvergi sást til óeirðarlögreglunnar, enginn var mættur á svæðið til að verja þessa táknmynd lýðræðis þeirra.
Þess vegna notaði ég líkinguna að allt hefði verið galopið og fólki nánast boðið inn.
Ef ég væri svag fyrir samsæriskenningum, þá myndi það hvarfla að mér að hið meinta varnarleysi hafi verið með vilja gert.
En ég er það hins vegar ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2021 kl. 09:54
Þú segir það Guðmundur Örn, hvað get ég sagt??
Kannski Amen.
Kveða að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2021 kl. 14:16
Blessaður Ingólfur.
Ég sé allavega ekki að það verði auðvelt fyrir elítuna að færa tómahjólið til baka, að auðurinn fái aftur að greiða sína skatta í skattaskjólum, sem og að flytja aftur störf úr landi.
Hjá hinum vinnandi manni verður talað fyrir og eftir Trump, hinir töluðu, hann gerði.
Og guð hjálpi mér, ekki er ég Trumpisti, en ég viðurkenni það sem rétt er.
Síðan bendir þú ákveðinn kjarna; "Málin stigmagnast á báða kanta, hjá báðum fylkingum. ".
Hér þurfa menn að stíga varlega til jarðar, og það er enginn saklaus hvað hitt varðar.
Annars fer illa, og ljóst er að allavega í hita leiksins gera menn sér ekki alveg grein fyrir að þeir sitja á púðurtunna.
Og sú tunna hefur ekkert með Trump að gera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2021 kl. 14:23
Tímahjól átti þetta víst að vera.
Og aftur er það kveðjan.
Ómar Geirsson, 8.1.2021 kl. 14:24
Sæll Ómar, góður pistill.
Eins og þú bendir á þá hefur þetta nefnilega með flest annað en Trump að gera. Elítan er smá saman að komast í undralandið, sem Trump vildi fela með veggnum, þá suður Ameríku þar sem lögregla og her hefur ekki annað hlutverk en að verja glæpi fámennrar elítu.
Með nýárskveðju úr efra.
Magnús Sigurðsson, 8.1.2021 kl. 16:32
Guðmundur Örn Ragnarsson: Á hverju ertu eigilega? Annað eins bull og kjaftæði hef ég aldrei heyrt. Og svo dregurðu orð guðs við hégóma. Guð fyrirgefi þér.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 8.1.2021 kl. 17:02
Tek undir með Ingólfi. Það er einkennilegt að mótmælendur geti nánast labbað inn í æðstu valdastofnun mesta stórveldis og herveldis mannkynssögunnar og löggan spígsporandi sallaróleg í kringum þá.
Theódór Norðkvist, 9.1.2021 kl. 01:06
Thedór. Ein af þessum löggum var nú drepin. Sennilega hefur hún verið spígsporandi sallaróleg í kringum tilræðismanninn.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 9.1.2021 kl. 06:49
Blessaður Jósef, það kom til átaka, um það er ekki deilt. Fáliðuð löggan reyndi auðvitað að verja litlu pjáturgirðingu sína, sem væri ekki einu sinni tæk til að verja hafnarsvæðið hérna fyrir stórsmyglurum, og þó er sú girðing sýndarmennskan ein.
Og það lést lögreglumaður í þeim átökum, en af hverju segir þú að hann hafi verið drepinn??
Um það er engar heimildir, þær allavega fylgdu ekki fréttinni þar sem greint var frá andláti hans.
Að halda því fram að hann hafi verið drepinn, er svipuð fölsun og halda því fram að lögregluofbeldi hafi drepið þessa þrjá mótmælendur sem fengu hjartaáfall í æsingnum.
Þetta er kínversk nálgun hjá þér, svipuð eðlis og þegar kínverski kommúnistaflokkurinn hélt því fram að þungvopnað herlið sem naut stuðnings skriðdreka, hafi staðið ógn af óvopnuðum friðsömum mótmælendum, og hafi því þurft að slátra þeim svona fyrirfram í öryggisskini.
Vegna átakanna dó þessi lögreglumaður, en hann var ekki drepinn í þeim.
Á þessu er grundvallarmunur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.1.2021 kl. 12:04
Blessaður Magnús og áramótakveðja til ykkar í efra.
Hér í neðra er rok af náttúruvöldum, en mér sýnist þarna vestra sé að hvessa af mannavöldum.
Grunnkjarni alls, þegar öllum öðrum lögum hefur verið flett ofan, er sá að vinnandi fólk var svipt lífsviðurværi sínu, og það sem hélt vinnu er meðhöndlaður eins og skítur. Launin duga ekki fyrir mannsæmandi framfærslu, atvinnuöryggi er lítið, aðgangur að nútíma heilsugæslu takmarkaður, möguleikinn á að mennta börnin sín hverfandi.
Þetta gekk á meðan fólk trúði á ameríska drauminn, en hann er löng dauður.
Þess vegna kaus fólk Trump, af einhverri ástæðu þá trúði fólk honum þegar hann sagðist ætla að snúa alþjóðavæðingunni við, færa störfin aftur heim, skapa vinnu handa hinu vinnandi fólki, það er skrílnum eða múgnum eins og hrumt afsprengi íslensku elítunnar kallar það.
Stóra skýringin var samt að fólk vissi núna að það var engin von í stjórnmálaelítunni, hún var hluti af vandanum, hluti af því kerfi og hugmyndafræði sem taldi alþjóðavæðinguna og skattaskjól eitt af lögmálum náttúrunnar, trúverðugleiki demókrata hvarf endanlega með Obama, hann lofaði plástrum á sárin í stað þess að stöðva villidýrið sem beit og reif, og var að rífa þjóðarlíkamann á hol.
Hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá tók Trump slaginn við alþjóðavæðinguna, og störfum fjölgaði og kjör bötnuðu af áður óþekktum skala frá því að frjálshyggjan byrjaði að rífa niður í byrjun níunda áratugarins.
Trump varð maður fólksins, og í dag virðist hann vera sá eini sem getur hamið reiði þess.
Það er allavega ekki klókt að bola honum frá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.1.2021 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.