3.12.2020 | 23:01
Ögmundur út að aka.
Hefur ekki þá afsökun að vera dópaður.
Aðeins af gamla skólanum, skilur ekki að Ólöf Nordal setti lög sem girti fyrir geðþóttaákvarðanir stjórnmálamanna varðandi skipun dómara, einstaklingar sem sækjast eftir dómaraembættum þurfa sýna fram á að þeir hafi áunnið sér hnossið með störfum sínum og menntun.
En ekki pólitískum tengslum.
Alveg eins og aðrir sem sækja um störf á vegum ríkisins.
Sigríður Andersen gat ekki rökstutt af hverju hún tók 4 einstaklinga út af lista hæfnisnefndar, og afhverju hún bætti þeim fjórum sem ekki voru á listanum inn.
Auk þess að brjóta lögin þar um, þá leikur vafi á trúverðugleik viðkomandi einstaklinga sem hún skipaði.
Ganga þeir erinda ákveðinna hagsmuna, tilheyra þeir einhverju leynifélagi, keyptu þeir embættið og svo framvegis??
Ekkert af þessu vægast sagt líklegt, en á meðan er ekki farið á eftir lögum, og geðþótti ræður för, þá er vafi, og við þann vafa er ekki unað.
Það er í raun ótrúlegt að maður sem hefur verið þingmaður í öll þessi ár, skuli ekki ennþá skilja að tími hins pólitíska geðþótta er liðinn.
Þjóðin vill gegnsæi og að leikreglur séu virtar.
Hvað þá að Ögmundur láti það út úr sér að Alþingi geti upp á sitt eigið einsdæmi sniðgengið lög, að samþykkt þess sé æðri lögum þjóðarinnar.
Eins og hann hafi ekki öll þessi ár frétt að uni menn ekki lögum, þá breyta þeir þeim, en brjóta þau ekki.
Vissulega var þetta liðið á árum áður, en það er liðið enda stjórnvöld ítrekað dæmd brotleg í hinum og þessum málum, sem og að Alþingi hefur verið gert að taka upp sum lög sín sem stangast á við aðra lagasetningu, Ögmundur var til dæmis ráðherra í einni ríkisstjórn sem var gerð brottræk með lög sín um útreikninga vaxta á fyrrum ólöglegu gengislánum.
Dómskerfið er nefnilega farið að dæma sjálfstætt, það er eftir lögum en ekki vilja framkvæmdarvaldsins.
Svona er bara nútíminn og fáránlegt að leika sig eitthvað nátttröll, og þykjast ekkert skilja í breyttum tíðaranda.
Síðan er það ómerkilegt að hjóla í MDE á þeim forsendum að hann eigi ekki að dæma í svona málum því það séu önnur verri þarna úti.
Hvers eigum við sem þjóð að gjalda að hafa stjórnmálamenningu sem telur sig hafna yfir lög??
Á bara að taka verstu bandítana og láta öll önnur brot eiga sig.
Og hvað innilega heimska er þetta að halda að málið fyrir MDE snúist um einhvern dópaðan mann á hjóli??
Málið snérist fyrst og síðast um rétt okkar sem þjóðar að fá að lifa í friði fyrir spilltum stjórnmálamönnum sem telja sig ríki í ríkinu, í stað þess að vera hluti af þjóðinni, deila með henni kjörum sínum og RÉTTLÆTI.
Heitir þetta ekki ein lög fyrir alla.
Síðan ætti Ögmundur Jónasson að vita og muna, að öll mannréttindabrot eiga sér eitt upphaf.
Að stjórnvöld telji sig ekki þurfa að lúta leikreglum réttarríkisins.
Og fyrsta skref hinna brotlegu eru alltaf að ná tökum á dómskerfinu.
Ítalía Mússólínis, Þýskaland Hitlers, Tyrkland Erdogans, að ekki sé minnst á Sovétið sem engin mannréttindi virtu.
Enda fyrsta verk hinna nýfrjálsu þjóða Austur Evrópu að ganga í Evrópuráðið og gangast undir lögsögu MDE.
Því þar vissu menn á eigin skinni hvað það var að hafa valdhafa sem virtu ekki mannréttindi.
Eiginlega á Ögmundur bara bágt þessa dagana.
Hann er ekki að gera þjáðum Tyrkjum gagn með því að ráðast á MDE á þeim forsendum að hann eigi ekki að sinna öðrum en stórbrota þjóðum.
Dómurinn hlýtur að vera allra.
Annars er hann ekki hlutverki sínu vaxinn.
Sem er draumastaða böðlanna sem geta þá alfarið hundsað hann.
Stundum eiga menn að hugsa áður en þeir tala.
Þó það sé gaman að vera slegið upp í Mogganum.
Það er blettur á stjórnmálamenningu okkar og framkvæmdarvaldi að það skuli hafa vogað sér að gera sem það gerði í Landsréttarmálinu.
Og svartur blettur að það skuli hafa þurft dóm að utan til að leiðrétta þá ósvinnu.
Vilji menn ekki slík afskipti, þá skulu menn virða sín eigin lög.
Í stað þess að hrópa eins og frekur krakki, ég má, ég má, ég á, ég má.
Það er tími til kominn að þroskast.
Því sá tími er liðinn.
Og við búum í betra samfélagi á eftir.
Kveðja að austan.
Dópaður bílstjóri og Mannréttindadómstóllinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vertu nú svo þjónustulipur að gefa upp hvaða lög þetta eru, nr. og ár, sem þú segir að Ólöf Nordal hafi sett [fengið samþykkt á þingi]?
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 4.12.2020 kl. 03:34
Nei Esja, nenni því ekki, þú getur alveg spurt Gúgla frænda af því eins og ég.
Í tiltekt haustsins henti ég líka út öllum möppunum mínum sem ég átti um þetta mál, þetta var búið þannig séð, vitað var hvernig dómur yfirdóms félli, og líka ljóst að stjórnvöld myndu sína eins mikla iðrun og auðmýkt og þau væru hæf um.
En ætli spurningin til kvensjúkdómalæknisins um kvefið hafi ekki breytt miklu, allavega er ég með æluna uppí kok og markaði því ákveðna stefnu í fyrsta pistli mínum um fólkið sem reynir að verja hið óverjanlega.
Hvernig heldur þú annars að rauði þráðurinn væri hér á Moggablogginu ef Frú Svanhvít hefði hent út nokkru eðaldrengjum með gegnheilt blátt blóð í æðum, og fengið á sig dóm fyrir lögleysuna.
Það er sorglegt fólk sem hefur ekki aðra sannfæringu en þá sem pólitískur vindhani gefur því.
Á meðan blæðir þjóðin.
Kveðja að austan.
PS, gúglaðu líka uppá umræðuna um endurskoðun laganna sem Sigríður Andersen stóð fyrir, það er unun að lesa hvernig hún flengdi kvenrembuna.
Ómar Geirsson, 4.12.2020 kl. 07:35
Trúi því ekki á þig að þú sannir ekki "Ólöf Nordal setti lög sem girti fyrir geðþóttaákvarðanir stjórnmálamanna varðandi skipun dómara" með því að gefa upp laganúmerið. Trúi þessu ekki á þig.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 4.12.2020 kl. 09:53
Blessaður Esja minn.
Nenni ekki að taka þátt í svona bulli.
Þessa rökræðu tók ég þegar Sigríður braut lögin, svo aftur þegar dómur Hæstaréttar féll.
Hins vegar ef þú getur sannað að seinna nafn þitt er Gutti, þá skal ég íhuga að upplýsa meinta fáfræði þína.
Annars verður þú að gera þig að fífli án þess að ég taki þátt í þeim leik.
Kveðja að austan.
Ps. Ef þú vilt hvað Ólöf hugsaði þá skaltu lesa framsögu hennar og andsvör, sjaldgæf fagmennska miðað við það sem við höfum upplifað síðar. Og að sjálfsögðu finnur þú þetta allt í alþingistíðindum.
Ómar Geirsson, 4.12.2020 kl. 12:04
Sæll Ómar.
Ákveðið var að meira tillit skyldi
tekið til starfsreynslu en upphaflega
hafði verið ákveðið.
Við þá ákvörðun færðust þessir fjórir upp.
Prýðilegt viðtal við Sigríði Á. Andersen fyrrv. ráðherra
um þetta efni á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.
Húsari. (IP-tala skráð) 4.12.2020 kl. 16:28
Blessaður Húsari.
Ef ég spyrði þig heiðarlega, og ímyndaðu þér að við værum að ræða embættisafglöp Dags sem segir aldrei neitt, en einhver sem styður hann, myndi samt reyna að leggja út frá orðum hans, og þetta væru þau orð.
Og þú þyrftir að meta þetta andsvar, hvað myndi það skora hátt á heimskumælikvarða, svona frá núll til tíu???
Ég persónulega tel þetta vera 9,5 en mér til afsökunar er að ég las Húsari en ekki Dagur.
Svo það væri gaman að fá hlutlaust mat þitt, það er ef þú læsir athugasemd 5 og undir stæði, ég hef alltaf stutt Dag.
Ég hef bara ekki ímyndunarafl til að skilja að rök, rökhugsun eða svona almennt lífsskoðanir, geti sveiflast eftir pólitískum vindhana, en ég treysti á að þú hafir það ímyndarafl, og geti því upplýst mig.
Með svona fyrirfram þökk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.12.2020 kl. 18:28
Sæll Ómar.
Ég tilfærði skýringar fyrrv, ráðherra sjálfs
á tilfærslu fjórmenninganna.
Þú gerir svo af því hvað þú vilt.
Húsari. (IP-tala skráð) 5.12.2020 kl. 02:47
Það er ljótt Húsari góður að hafa orð annarra eftir án þess að hafa þau innan gæsalappa eða geta heimilda.
Kallast að villa á sig heimildir.
Hins vegar trúi ég ekki að Sigríður hafi sagt þetta, þetta er of heimskt til að vera satt.
Þá væri henni virkilega farið að förlast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.12.2020 kl. 10:10
Sæll Ómar.
Þú gerir þig að því kórónaða fífli að kynna þér ekki málin.
þú segir í upphafi þessa ólánspistils þíns:
"...einstaklingar sem sækjast eftir dómaraembættum
þurfa sýna fram á að þeir hafi áunnið sér hnossið
með störfum sínum og menntun."
Þetta var einmitt það sem Sigríður Á Andersen gerði
og öllum bjöllum hringir á höfuðdjásni þínu því
gögnin liggja öll fyrir í fleirum en einum stað til handa þeim sem nenna
að leita þeirra og lesa.
Í stað þess að leita að ávirðingum hjá Degi Eggertssyni mættir þú
gjarna hefja lúsaleit þína á eigin feldi.
Þú mættir að ósekju sleppa skógarferðum þínum í leit að heimsku annarra
meðan allar leiðir liggja auðsjáanlega föðurtúna til, þar sem þú ert.
Húsari. (IP-tala skráð) 5.12.2020 kl. 23:53
Húsari, ég hef eiginlega sjaldan lesið eins mikið bull hjá einum manni sem telur sig fullorðna manneskju.
Sigríður Andersen fékk á sig dóm hjá Hæstarétti fyrir að sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu að meta hæfni umsækjenda, fyrst hún kaus að hundsa álit hæfnisnefndar sem var skipuð samkvæmt lögum þar um og átti að meta hæfni umsækjenda út frá menntun, starfsreynslu, ekki bara starfsreynslu sem dómara, fræðistörfum og öðru sem talið er uppí lögunum. Útfrá þeim dómi ályktar MDE að Landsréttur sé ekki löglega skipaður og því njóti borgara landsins ekki þeirra mannréttinda að löglega skipaður dómari fjalli um mál þeirra.
Svo kemur þú og snýrð hlutunum á hvolf og þykist vera gáfaður á eftir, Jón Steinar er þó með lögfræðiréttindi þegar hann telur sig hæfan að rífast við dómarann.
Það er engin gögn sem liggja fyrir um að Sigríður Andersen hafi metið á sjálfstæðan hátt að hún hefði metið hæfni umsækjenda, því hún gerði það ekki. Ef þú vissir eitthvað hvað þú væri að segja, þá vissir þú að Sigríður sagði sjálf að til þess hefði hún ekki haft tíma, því lögin setti henni skorður á hve langur tími mátti líða frá því að hæfnisnefnd skilaði áliti sínum og hún þurfti að leggja fram tillögur sínar fyrir Alþingi. Þess vegna sagði Sigríður í viðtali, og að mig minnir einnig í varnarskjali sínu, að hún hefði því nýtt sér mat hæfnisnefndar en gert ákveðnar breytingar út frá kynjasjónarmiðum og þar að auki, þar að auki Húsari, en ekki eingöngu, ákveðið að gefa reynslu af dómarastörfum aukið vægi án þess að útskýra hve miklu hún hefði bætt við vægið. Sem er lykilatriði, því lögin voru skýr um að einnig yrði að meta menntun, aðra starfsreynslu sem tengdist lögum og lögfræði sem og fræðastörf. En ef þú skyldir ekki vita það þá eru fræðastörf ekki bundin við akademíska fræðimenn, starfandi lögfræðingar, dómarar og aðrir sem tengjast lögum birta oft fræðigreinar i fagritum þar um. Störf dómara eru einnig metin eftir dómum þeirra, afgreiðsludómar á fjárnám og sektir eru full vinna, en eru ekki kenndir í lagadeildum eða vitnað í þá í fræðigreinum, en dómar sem eru fordæmisgefandi eða taldir hafa fræðilega þýðingu eru það hins vegar.
Starfsreynsla dómara sem slík segir ekki mikið og fái hún of mikið vægi á kostnað annarra þátta, þér er það beint brot á skýrum lagatexta þar um.
Sigríður fékk beinar aðvaranir hjá löglærðum embættismönnum sínum að hún væri að brjóta lög með framferði sínu, þær aðvaranir gengu allar eftir.
Hún hafði ekki heimild til að taka einn þátt af mörgum sem getið var um í lögum, og gefa honum algjört vægi fram yfir allt annað, því aðeins þannig, að taka ekkert tillit til menntunar, fræðistarfa, annarrar starfsreynslu en dómarastarfa gat hún tekið Eirík Jónsson prófessor út af hæfnislistanum, en bara þó dómarareynsla hefði eingöngu verið metin, þá var Jón Höskuldsson alltaf meðal þeirra 15 sem höfðu mestu starfsreynsluna sem dómari. Ekki einu sinni þetta gat skýrt af hverju hann var tekinn út af listanum. Þetta gat heldur ekki skýrt af hverju Jón Finnbjörnsson var skipaður, hann var númer 31 af 33, það eina sem hann hafði sér til tekna að hann hafði langa starfsreynslu sem dómari, tikkaði ekkert í önnur box. En fyrir neðan hann var maður með jafn mikla dómarareynslu, en meiri menntun, sem Sigríður skipaði ekki.
Rök Sigríðar stóðust því ekki gagnvart þessum tveimur Jónum, fyrir utan að hún hafði ekki mikið svigrúm til að auka vægi dómarareynslunnar vegna ákvaða laganna um að annað ætti að metast líka, það sem ég kalla að ávinna sér hnossið með störfum sínum og menntun.
Svo ég dragi þetta saman, þá voru lögin skýr um hvað ætti að meta, dómarareynsla var aðeins einn þáttur af mörgum, hefði Sigríður gefið henni meira vægi en hæfnisnefndin (þá átti hún náttúrulega að minnast á það í skipunarbréfi sínu), þá hefðu aðrir farið út af listanum en Eiríkur og Jón Höskuldsson, og Jón Finnbogason átti aldrei möguleika.
Ef þú veist betur en þetta Húsari, segðu það þá með rökum en ekki bulli og orðhengilshætti.
Meginþátturinn sem Sigríður lagði áherslu á, var að jafna kynjahlutfallið, það er fjölga konum á listanum. Þess vegna veit ég að Sigríður sagði ekki þetta sem þú sagðir hér að ofan.
Vandinn við þá röksemd hennar var aðeins einn og ég skal láta Jóhannes Karl Sveinsson útskýra hann fyrir þér Húsari góðurm og vitna í frétt Ruv þar um.
"Hann minnti á að ráðherra væri bundinn af því að velja þá hæfustu: „Og samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar þarf hann að geta rökstutt að dómnefnd hafi í einstökum tilvikum farið villur vegar,“ sagði í umsögninni. Rökstuðningur ráðherra hafi engan veginn uppfyllt lágmarkskröfur stjórnsýslu um rökstuðning og ekki staðist efnislega skoðun. Þar hafi ekki verið minnst á jafnréttissjónarmið.".
Ástæða þess að jafnréttissjónarmiða var ekki getið í lögunum var sú að Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra lagðist gegn því þegar lögin voru endurskoðuð, og það með réttmætum rökum, að hæfni en ekki kyn ætti að ráða skipan í embætti dómara.
Það var ekki minnst á kyn í lögunum, hæfnisnefnd gat því ekki metið kynfæri fólks þegar hún reyndi að meta hæfustu umsækjendurna, enda vandséð hvað kynfæri koma lögum við eða hæfni til að dæma eftir þeim.
Þetta er löngu útrætt mál Húsari minn góður, og það lýsir mikill heimsku að ætla sér að rífast við dómarann út frá efnistökum sem sótt eru í brunn vanþekkingarinnar.
Hvað þér gengur til er mér óskiljanlegt, og það er ekki réttlæting þó þú mætir í athugasemdarkerfi fólks undir dulnefni, jafnvel þau hljóta að eiga æru sem þarf að vernda.
Hafðu það bak við eyrað næst þegar þú reyndir að verja hið óverjanlega út frá vanþekkingu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2020 kl. 00:55
Sæll Ómar.
Þér er greinilega fyrirmunað að lesa þér til.
Þetta er allt útvaðandi í villum hjá þér
og meinlokum.
Lestu þér endilega til framvegis því
frómt frásagt ertu ekki viðræðuhæfur.
Húsari. (IP-tala skráð) 6.12.2020 kl. 02:59
Blessaður Húsari minn.
Það væri eiginlega fyndið hvað þú ert fyrirsjáanlegur í andsvörum þínum ef í mér byggi ekki sorg í hjarta yfir því hvað þú spilar þig vitlausan til að verja hið óverjanlega, við vitum báðir að þú ert betur gerður en þetta. Ég var samt hissa á hvað þú gerðir lítið úr vitsmunum Sigríðar með því að slá því fram að hún hefði breytt lista hæfnisnefndar með starfsreynslu, fyrir utan að hún talaði um dómarareynslu þá fólst meginvörn hennar í að hún væri að leiðrétta kynjahallann á lista hæfnisnefndar.
Það er samt svo að menn fyrst samsinna sig fíflinu eða heimsku samtímans með því að eltast sífellt við rangfærslur með því að leiðrétta þær, því munurinn á þekktum staðreyndum og rangfærslum eða afneitun þeirra að það fyrra er þekkt stærð, það seinna botnlaus hít. Nei Ísland er í Afríku, byggð svertingjum og höfuðborgin heitir Búkalú, sönnun ég fór niður í bæ, sá tvo svarta menn tala saman og annar þeirra sagði Búkalú. Skil ekki þetta svindl KSÍ, KR hefði orðið Íslandsmeistari, því þeir hefðu unnið alla leikina sem voru eftir, Valur og hin toppliðin hefðu hins vegar tapað, svo var svindl í 3 leikjum sem átti eftir að dæma stig af Val, þegar Valsarinn Guðni fattaði þetta, þá blés hann bara mótið af. Ha, afsannaðu þetta.
Samt veist ekki fyrst hvort fíflið sé fífl, eða hvort hann þjáist af fáfræði eða meinlokum, þess vegna ef þú hefur nennu til, þá upplýsir þú hann, vísar í staðreyndir, umræðu um þær og svo framvegis. Þess vegna var ekkert óeðlilegt að taka umræðuna við Þorstein Scheving um kóvid faraldurinn í upphafi og hvað væri rangt við þá linka sem hann peistaði, eða benda honum á ef hinir meintu sérfræðingar sem hann hefði fyrir upplýsingum sínum væru til, þá væru þeir ekki trúverðugir vegna samhengislausra tenginga í rökfærslum þeirra, beinna rangfærsla sem annað hvort áttu að nýta sér fráfræði og heimsku þess sem læsi, eða þeir þjáðust af því sama.
Á þeim tímapunkti sem þú upplifir að síbyljan er endurtekin, og orðin af síbylju, þá fattar þú að viðkomandi er hópless í keis, og umgengst hann eftir því. Annars gerir þú ekkert annað en að eltast við bullið. Það var rangt hjá ítalska gjörgæslulækninum sem lét hafa það eftir sér að hann vildi ræða við fólkið sem afneitaði kóvid og væri það heitt í afneitun sinni að það framleiddi feikmyndbönd sem áttu að sýna tómar gjörgæsludeildir sjúkrahúsa, og dreifði á samfélagsmiðlun.
Hann hafði rangt fyrir sér því að þessu fólki er alveg sama um staðreyndir, það er langt síðan að það yfirgaf þann hluta mennskunnar, það er í stríði við staðreyndir, og slíkt fólk tekur ekki rökræður þar um.
Þú ert i slíku stríði Húsari minn góður, og ert frekar lélegur í því. Hafðir ekki vit á að halda þig alfarið við feikið og hálfkveðnar bullvísur, mér er það ljóst að það varst þú sem settir upp málsvörn Sigríðar á þennan hátt; "Ákveðið var að meira tillit skyldi tekið til starfsreynslu en upphaflega hafði verið ákveðið. Við þá ákvörðun færðust þessir fjórir upp.", Sigríður hefði aldri sett hana svona fram.
Þér væri nær að halda þig við það sem þú kannt Húsari minn góður, tala út frá því sem þú veist, og ræða sjónarmið sem þú þræðir út frá lífskoðunum þínum og viðhorfum. Þig vantar trúboðselementið sem Þorsteinn Scheving hefur eða þú ert ekki háll sem áll þegar kemur að því að fóðra einfeldninga á bulli og þvaðri, láttu Palla bloggkóng um það, hann kann sitt fag.
Menn eiga að halda sig við það sem þeir kunna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2020 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.