Nú verður þú að tala mannamál Þórólfur.

 

Það eru landamærin sem leka, þú hefur margoft sagt það.

En þú tekst ekki á við þann leka í tillögum þínum.

Þú ræðst á almenning.

 

Samfélagið getur ekki endalaust verið í herkví sóttvarna, vegna þess að þú ert kjarklaus og tekst ekki á við þá hagsmuni sem beita sér gegn því að lokað sé fyrir lekann.

Þú segir; "Á sama tíma eru nýir stofnar að koma inn í gegnum landamærin.".

Svarið hlýtur að vera að stoppað sé í þennan leka, annars ertu ekki starfi þínu vaxinn, svo einfalt er það.

Aðeins þá getur þú réttlætt sóttvarnir sem lama allt mannlíf, stórskaðar allt íþróttalíf, heldur menningu og listum læstum inní gímaldi samfélagslegra lokana og fjarlægðartakmarka, og taka af okkur jólin.

 

Vegna þess að þú segir að "Það megi alls ekki ger­ast að litl­ar hóp­sýk­ing­ar sem grein­ist við landa­mær­in verði að stór­um hóp­sýk­ing­um."

Sem er eins og að segja að það megi ekki leyfa íkveikjum verða að stórum brunum, sem er rétt, en þá stöðva menn íkveikjurnar þegar vitað er hverjir kveikja í, í stað þess að skipa brottflutning úr húsum, fjölga í slökkviliði, halda stanslausar brunaæfingar því það veit enginn hvar brennuvargarnir, sem allir vita hverjir eru, kveikja næst í.

Ef lögreglan og slökkviliðið brygðust svona við, þá myndir þú segja að þetta fólk væri galið, óhæft til að vernda almenning.

 

Þú myndir segja það Þórólfur.

Það myndi allir segja það.

Nema kannski þeir sem fengju borgað frá brennuvörgunum svo þeir fengju að stunda iðju sína í friði.

 

Og það ömurlegast er Þórólfur að þessi leki er vegna innflutnings á skammtíma ódýru vinnuafli sem fengið er til landsins á skítakaupi til að vinna verk sem annars væri sinnt af innlendum á eðlilegu kaupi og kjörum.

Með öðrum orðum ertu samsekur í að brjóta niður innlendan vinnumarkað.

 

Það eru hagsmunirnir sem eru undir.

Hið siðblinda frjálshyggjuflæði hins frjálsa flæðis Evrópska efnahagssvæðisins.

 

Í stað þess að mæta siðblindunni.

Þá beinir þú spjótum þínum að þjóðinni.

 

Það er ekki rétt Þórólfur.

Það er ekki rétt.

Þetta er ekki sú siðfræði sem ömmur okkar ólu okkur upp í.

 

Það er bara svo.

Og þær vita alltaf hið rétta.

 

Orð slæmrar samvisku fá því ekki breytt.

Kveðja að austan.


mbl.is Fylgst verði vel með þeim sem greinist við landamæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eru aðeins tvær leiðir. Önnur er að loka fólk inni í um það bil mánuð og loka landinu næstu árin.

Hin er að beita öllum ráðum til að vernda það fólk sem er í raun og veru í hættu.

Fyrri leiðin drepur hundruð, líklega þúsundir, þegar upp er staðið.

Síðari leiðin krefst raunverulegrar vitrænnar skipulagningar og hugsunar og ætti að geta leitt til þess að pestin gangi yfir á 3-6 mánuðum. Með þessu mætti lágmarka dauðsföll, bæði af veirunni og vegna lokana og atvinnuleysis.

Millileiðin, sem hér er farin, dregur pestina endalaust á langinn, aðgerðirnar drepa tugi eða hundruð fólks. Skortur á fókus í sóttvörnum drepur annað eins, sbr. Landakot.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.11.2020 kl. 15:13

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er nú skautað í kringum orsökina fyrir hópsýkingunni á Landakoti, í fyrstu var hvíslað um að erlendur starfsmaður nýkominn úr fríi í heimalandinu hefði borið smitið en það var svo þaggað niður og skuldinni skellt á húsnæðismálin.  Sem hafa svo áreiðanlega ekki hjálpað til hvort sem er.
Tölur dagsins sem vísa til sýnatöku á sunnudegi - óvenjulega fá sýni, en af 270 innanlands mældust 3 sýkingar, 1.1% af sýnum.  Á landamærunum voru tekin 258 sýni, 10 sýkingar eða 3.9%.
Er ætlast til þess að almenningur sæti áfram sjálfskipaðri sóttkví svo ferðalangar geti frílystað sig að vild?

Kolbrún Hilmars, 23.11.2020 kl. 15:58

3 identicon

Takk fyrir þarfan pistil Ómar.

Bólusetning er rétt handan hornsins.

Bara að standa í lappirnar

og þrauka Þorrann og Góuna.

Annars fróðlegt að sjá að helsti hugmyndafræðingur Sigríðar Á. Andersen og puntudúkkanna tveggja í núverandi ríkisstjórn Steingríms J. skuli hér ríða fyrstur á vaðið í athugasemdum, í Delerium Pompus kjaftæði, að vanda, um að Ísland skuli verða stórasta land í heimi, sýna heimsbyggðinni leiðsögn, í þjóðrembu alþjóðarembunnar um vöfflubaksturinn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.11.2020 kl. 16:04

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Gaman að sjá þig, ég var virkilega farinn að trúa að Covid-tröllið hefði tekið þig á undan Grýlu, og þú værir bara í poka einhvers staðar, fjarri allri umræðu og skoðanaskiptum.

Aldrei þessu vant er ég stilltur og nenni ekki að benda þér á að það tekur aðeins 12-14 vikur að útrýma veirunni, versus 3-6 mánuði, og mannfall ekkert, eða stríða þér á kenningunni að það sé pís og keik að vernda 20% þjóðarinnar, eða að óheft farsótt drepi ekki yngra fólk.

Það er hollt og heilbrigt að vera ósammála Þorsteinn eins og þú veist, fyrst þegar allir eru sammála þá fer maður að efast.

Hins vegar, fyrst að þú varst sloppinn úr pokanum, mættur ferskur á ný innúr kófinu, þá varð ég fyrir vonbrigðum með að þú skyldir ekki lesa pistil minn, og pæla í hvert ég væri að fara.

Þú áttir að benda mér á það, glottandi og stríðandi, en ekki ég, að fyrst landamærin eru opin fyrir annars vegar félagslegum undirboðum hins frjálsa flæðis, og hins vegar fyrir túristaflóttamönnum sem engar reglur virða, að hvers vegna er þá verið að loka á ferðamenn???

Ef samfélaginu er haldið í helgreipum sóttvarna vegna þess að sóttvarnarlæknir er gunga og þorir ekki gegn hinu frjálsa flæði, notar þau rök að allt eigi að vera lokað svo lekinn á landamærunum, á þeim forsendum sem ég rakti, brjótist ekki út í hópsýkingu, þá eru öll rökin gegn lokun á landamærum varðandi ferðafólk brostin.

Því hans vörn er að loka alla inni, þá skipti ekki máli hve smit gegnum landamærin eru mörg.

Kommon Þorsteinn, ég gaf þér uppí hendurnar rökin gegn næstum öllum mínum pistlum, og þú varst svo mikið í kófinu, að þú kveiktir ekki.

Ég ráðlegg þér að fara til rafvirkja og láta athuga tengingarnar.

Með fullri virðingu fyrir Þórólfi þá er hann með allt niðrum sig.

Vöggur hefði  orðið feginn af minna tilefni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2020 kl. 16:45

5 identicon

Tek svo sérstaklega undir orð þín Ómar um að það er verulega slappt af Þórólfi að sakvæða þjóðina, þegar ræfildómurinn er alfarið hans.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.11.2020 kl. 16:53

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Kolbrún.

Hef ekki hugmynd um hvað gerðist á Landakoti, fyrst var því haldið fram að sýkingin hefði blossað upp á fleirum en einum stað, það er samfélagslegt smit hefði í gegnum starfsmenn brotist inn fyrir varnirnar, svo var vísað í að rannsókn myndi útskýra, en eiginlega var ekkert útskýrt.

En það er ekki málið, veiran, sem má ekki lengur kalla frönsku veiruna, það er bláa veiran, kom til landsins 14. ágúst, stjórnvöld geta ekki þvegið hendur sínar, þeirra er blóðið, sem og að allar aðstæður á Landakoti eru á þeirra ábyrgð.

Skil pointið í þessari setningu; "Er ætlast til þess að almenningur sæti áfram sjálfskipaðri sóttkví svo ferðalangar geti frílystað sig að vild?", nema þetta eru ekki ferðamenn sem kjósa 14 daga sóttkví, þetta er erlent starfsfólk sem komið er hingað til skemmri tíma að vinna, og vinnuveitandinn vill fá að strax til verka.

Vísa á viðtal við Kára í gær sem ég nenni ekki að finna því ég er ekki aðaltölvunni minni þar sem ég vistaði það, hann var með kjarnann, þeir sem kjósa 14 daga sóttkví eru aðilar sem ætla sér ekki að virða sóttkví.

Þetta er kjarninn og það er bæði ríkisstjórninni og Þórólfi til skammar að takast ekki á við hann.

Við erum í fangelsi svo siðblindingjar hins frjálsa flæðis geti grætt á nútíma þrælahaldi, og þar spilar undirlægjuhátturinn gagnvart Brussel stórt hlutverk, því forsenda hinna félagslegu undirboða um alla Evrópu er hið frjálsa flæði, bæði fólks og þjónustu.

Þetta er Tröllið sem stal jólunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2020 kl. 16:56

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, hvorki farið að vilja mörlenskra frjálshyggjumanna né einangrunarsinna. cool

30.10.2020:

Yfir 95% Íslendinga treysta Þríeykinu

Þorsteinn Briem, 23.11.2020 kl. 17:03

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Ég var nú eiginlega farinn að sakna Þorsteins vinar míns, hann hefur lengi verið traustur lesandi pistla minna.

Og gleymum ekki að hann hefur sínar skoðanir sem hann hefur fært rök fyrir

Ég upplifi hann meira að hann hafi átt samleið með Sigríði á seinni stigum, en að hann hafi mótað skoðanir hennar.

Vísan Sigríðar í kvef þegar rætt var um dauðann á Landakoti, er á hennar ábyrgð, afhjúpar hana sem skrímsli í mannsmynd, og kemur málflutningi Þorsteins ekkert við.

Vonum bara Sigríðar vegna að hún sé föst á öðru tilverustigi þar sem þemað er Fegurð og Skepnan, þar réði enginn við sín álög.

Skíturinn og skömmin sem ég fjalla um, og var afhjúpaður á þessum fundi þríeykisins, er alfarið Þórólfs og ríkisstjórnarinnar.

Þorsteinn færir rök fyrir sínu máli, það eru engin rök hjá Þórólfi að samþykkja lekann á landamærunum.

Eins og ég benti Þorsteini á, þá voru sóttvarnir Þórólfs byggðar á lygi.

Nýlendan rís ekki upp  gegn Brussel.

Það er kjarninn Símon, fókusum á hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2020 kl. 17:06

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini minn.

Ég er alltaf að segja þér þetta.

Þú getur þetta alveg, bæði verið stríðinn og skemmtilegur.

Ekkert Böö hjá mér í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2020 kl. 17:07

10 identicon

Takk fyrir svarið í aths. nr. 8.

Tek undir þau orð, rétt eins og ég hafði reyndar verið búinn að gera í aths. minni, nr. 5,

á þessum þræði.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.11.2020 kl. 17:43

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Nýlendan rís ekki upp gegn Brussel Símon.

Skýrir það ekki hina fordæmalausa aðför að þjóðinni.

Að sóttvarnir okkar eru byggðar á einni stórri lygi.

Og hvaða Albanir voru kærðir í dag??

Ef rétt er þá eiga allir þeir sem bera ábyrgð á veru þeirra hér á landi að segja af sér, frá ráðherra og niður úr.

En bíddu við, er ég þarna ekki að ganga gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, nýtur dómsmálaráðherra ekki sérstakrar verndar samkvæmt honum??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2020 kl. 19:15

12 identicon

Nákvæmlega Ómar.

Brussel ræður för þeirra flokka sem síst skyldi:

Sjálfatæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna.

Brussel ræður för allrar íslenskrar stjórnsýslu.

Alríkið í Brussel ræður öllu í nýlendu sinni.

Það er algjörlega augljóst.

Sá einnig fréttina um albanska gengið

sem valsar hér inn og út.

Hvers virði er dómsmálaráðherra í nýlendu?

Verri en enginn.  Hægt væri að hafa sjálvirkan

og ESB staðlaðan stimplara í stað allrar hinnar

svokölluðu "íslensku stjórnsýslu"

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.11.2020 kl. 19:50

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki vera vondir við hann Þórólf okkar. Það var ekki hann sem gekk í EES og Schengen. Hann bara situr uppi með fíflaskapinn í kratadótinu í öllum flokkum með Björn Bjarna í broddi fylkingar Sjálfstæðismanna sem hafa tekið þessa trú.

Ef við fengjum bara að komast að með einhverjar bætandi tillögur. En hann Björn okkar sýnist mér stoppa alla umræðu. Schengen og allt það er ósnertanlegt sýnist mér.Það er ekkert gert til að stöðva innflæðið af múslímafólki þó það eigi enga heimild til að koma hingað. Eða er það ekki svo Ómar minn Hriflungur? 

Halldór Jónsson, 23.11.2020 kl. 20:05

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Það renna flest fljót hjá þér í múslímaáttina, eins ágætir og þeir eru, eða ekki eins ágætir eins og þeir eru sumir, þá eru þeir ekki issjú í lekanum á landamærunum.

Brusseltengingin er tilgáta, gróf sig um í umræðunni þegar ekki var strax brugðist við smitinu i Ölpunum, og hefur síðan annað slagið dúkkað upp þegar enginn skilur tregðuna við að takast á við landamæraleka.

Ég slæ henni fram, er ekki höfundur hennar.  Slæ henni fram því mér er þetta með öllu óskiljanlegt, brást við minnir mig með pistli þegar óbreytt skipan á landamærum var tilkynnt fyrir helgi, og brást ókvæða við núna þegar ég las þessi orð höfð eftir Þórólfi.

"Það megi alls ekki ger­ast að litl­ar hóp­sýk­ing­ar sem grein­ist við landa­mær­in verði að stór­um hóp­sýk­ing­um".

Eins og þú veist Halldór þá hef ég varið sóttvarnir frá fyrsta degi, skammast þegar mér finnst tregðan hindra nauðsynlega snerpu, sættist um leið þegar rétt var gert.

En ég get ekki varið þetta, og núna eru margar grímur að renna niður andlit mitt.

Mér finnst ég hafa verið fíflaður.

Og þá er ég bara vondur við þann sem ábyrgðina ber Halldór minn.

Þórólfur er sóttvarnarlæknir, trúnaðarmaður almennings, ekki diplómat stjórnvalda gagnvart almenningi.

Hver sem skýringin er að ekki er stoppað í lekann á landamærunum, þá hefur hún ekkert með sóttvarnir að gera.

Það er þá stjórnmálamannanna (eurokratadótið) að útskýra af hverju þeir verja ekki þjóð sína, en þeir lenda ekki í þeirri stöðu ef Þórólfur kóar með og samþykkir óbreitt ástand.

Hann skuldar okkur skýringu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2020 kl. 23:04

15 identicon

Athugasemd Halldórs er fullkomlega eðlileg.

Þórólfi er nauðugur einn kostur,

nema hann sé tilbúinn að missa vinnuna.  

Engeyjarjarlar Brussel alríkisins sæu til þess

að hann yrði atvinnulaus, ef hann makkaði ekki með

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.11.2020 kl. 23:21

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er líka mín trú og tilheyrir stóru hugmynd glópalgengisins, að rýja rolluna (roluna) inn að beini furstarnir sjá um það, góssið verður glópanna; Góð ávöxtun það!

Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2020 kl. 05:43

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Símon Pétur, höfum það á hreinu.

Nei.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.11.2020 kl. 07:32

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Veit ekki, og eftir því sem ég betur hugsa þetta þá er þetta mér algjörlega óskiljanlegt.

Ég er ekki að segja að ég hafi átt von á dauða mínum, hef enga ástæðu til að reikna með honum, en á flestu átti ég von, en að menn haldi landamærunum opnum fyrir leka, en þjóðinni í herkví.

Þetta er rotið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.11.2020 kl. 07:35

19 identicon

Sæll Ómar.

Filippus Makedóníukonungur, faðir Alexanders mikla,
sagði engan borgarmúr svo háan að asni klyfjaður gulli
kæmist ekki yfir.

Hversu miklu ólíklegra er þá ekki að bláfátæk sóttvarnaryfirvöld
taki Guði og Kananum fram að þessu leyti nema ef vera skyldi
landstjórinn sem svo hefur verið nefndur sem á einu augabragði...(!)

Húsari. (IP-tala skráð) 24.11.2020 kl. 12:05

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú svo Húsari góður, enda vann hann ekki síður lönd en Alexander sonur hans.

En þetta snýst ekki um fátækt eða ríkdæmi sóttvarnaryfirvalda, heldur skyldu þeirra gagnvart þjóðinni.

Hvort heilbrigðisyfirvöld fari eftir tillögum sóttvarnaryfirvalda, það er annað mál.

Það er þeirra, ákvörðun sem þau þurfa þá að útskýra.

Og þá náttúrulega breyti ég miðinu á gamla framhlaðningi mínum, en ekki fyrr.

Varðandi hinn meinta landstjóra þá reikna ég með að þú sért að vitna í nýjan pistil Jóns Magnússonar, sem nákvæmlega hefur haft rangt fyrir sér í öll skiptin sem hann hefur borðið okkur saman við hið sanngjarna meðalhóf nágrannalandanna.

Við eigum Kára mikið að þakka, en því miður tók hann ekki þennan slag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.11.2020 kl. 13:10

21 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar er ég ekki að skilja þetta?

Er ekki skimað á landamærunu og sóttkvíað? Hvað er það sem þér líkar svona illa á landamærunum? Hvernig viltu hafa það?

Snúa við öllum hælisleitendum strax væri það ekki góð byrjun?

Skima alla sem koma? Er það ekki í gangi núna?

Hvað er ekki gert að þínum dómi nógu vel?

Halldór Jónsson, 24.11.2020 kl. 16:27

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Enn og aftur staðfestir þú grun minn af hverju Helga vinkona mín, sem ég hef átt í góðum samskiptum allt frá því að ég snérist gegn mínu eigin fólki snemma vors 2009, er kóari á síðu Bjarna Jónssonar, sem mærir leið fjöldamorða þess í neðra.

Svona í ljósi þess að við Helga höfum oft verið samstíga í gegnum árin, og svo fékk ég út úr kú miðað við pistla mína í sumar og haust, spurningu um hve þessi góða manneskja, sem vissulega einhvern tímann, þó það var örugglega ekki í orkupakka 3, væri rótin í því sem ég væri að gagnrýna.  O þá spruði hún um einbeitta vilja Sigríðar Andersen að veiran fái frelsi til að drepa fólk.

Ég vissi reyndar fyrir að allflestir pistlar mínir, ef ekki allir, þjónuðu litlum eða engum tilgangi Halldór, en á vissan hátt var þetta kjaftshögg, að fólkið sem þó las, las ekki.

Svo kemur þú Halldór minn, og spyrð mig, um hvað ertu að pistla, svona í ljósi þess að pistill minn hér að ofan, er í endaröð, ég hef lengi fjallað um lekann á landamærunum.

Staðið í endalausum deilum, ekki við Þorsteinn, hann er heill og trúir á málstað sinn, heldur við fólkið sem spyr af hverju ert þú að kenna núverandi bylgju við franska smitið, sem pólitískur rétttrúnaður í anda Dags og Samfylkingarinnar kallar bláu veiruna í dag.

Svona í ljósi þess að það væru smit á landamærunum.

Kári segir, og Kári er uppspretta upplýsinga minna, að landamærasmitið stafi af fólki sem kýs 14 daga sóttvörn, án seinni skimunnar, og eins og Kári benti réttilega á, slíka leið kýs enginn nema sá sem hefur ekki hag á að virða sóttkví.

Það er rúmlega hálfur mánuður síðan að Kári benti á þetta Halldór, og ég hélt, og get ekki verið meira hreinskilinn á þessari bloggsíðu, að það yrði stoppað í þennan leka. 

Og Halldór, Þórólfur talaði á sömu forsendum.

Svo var þetta bara staðfest, engar breytingar á landamærum, og Þórólfur lætur eins og honum hafi verið stolið í tímalykkju, að hann muni ekki sín eigin orð, og Kári væli bara.

Svo les ég þig Halldór eldri mann, sem virkilega hefur fylgst með umræðunni, og ég uppgötva að allt sem ég hef sagt er prump út í loftið.

Þetta snýst ekki um hælisleitendur Halldór minn, nema þá í því samhengi að það er fásinna að leyfa túristaflóttamenn, þetta snýst um göt á landamærum sem er vitað um, og er ekki stoppað upp í.

Kona mín sagði mér frá því í hádeginu að DV hefði lesið pistil minn í gær, og haft hann eftir.

Það eiginlega hámarkar mína niðurlægingu.

Þú þurftir ekki að bæta í.

Væl, en svo ég svari spurningu þinni, það þarf að loka á 14 daga sóttkvína, hún er lekinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.11.2020 kl. 18:37

23 identicon

Sæll Ómar.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því
að þú hafir ekki ástæðu til að breyta miði
framhlaðningsins á næstu dögum;
allt annað gengur til fyrra horfs og hætt
við að almenningur afsegi frekari varnir í framhaldinu
enda þær tilgangs- og marklausar ef svo ætti að fara
á þessum mesta annatíma sem í hönd er farandi
og jafnframt þeim sem hvað ótraustastur er að öllu leyti
á árinu í þessu tilliti.

Húsari. (IP-tala skráð) 24.11.2020 kl. 21:07

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég eiginlega veit það ekki Húsari minn.

Auðvitað skildi ég pointið í athugasemd þinni, rót hinna röngu ákvarðana liggja dýpra en svo að það dugi að rífa Þórólf upp með rótum.

Ég held að almenningur þrauki út desember, fáir eða engir tengja á þann hátt sem ég geri, að varnir okkar séu nauðsynlegar, og þurfi að vera sífelldar, því það er pólitísk ákvörðun að láta landamærin leka.

En hve lengi veit ég ekki, kannski verður bóluefnið komið áður.

Það er eiginlega fórnin sem situr í mér, að það sé svo mörgu fórnað af ástæðulausu.

Lokun landamæranna með seinni skimun var einmitt réttlæt með vísan í að við fengjum eðlilegt mannlíf innanlands í staðinn.

Eitthvað sem gekk ekki eftir vegna þess að franska veiran var svo smitandi, og jú Húsari, og kannski var alltaf líka leki á landamærunum.  Upplýsingar um annað höfum við frá fólki sem brást þegar dýpri hagsmunir voru undir.

Við drápum ferðaþjónustuna vegna þessara fyrirheita, en núna virðist það ekki skipta máli, landamærin dæla stanslaust inn nýjum og nýjum hópsýkingum.

Svo til hvers??

Ef mér væri ekki einstaklega illa við Pírata eftir heimsku þeirra og svik í orkupakkamálinu, þá hefði ég ekki nennt að pistla í kvöld, og í augnablikinu er ég ekki alveg að finna nennuna til að halda þessu áfram.

Sömu öflin og seldu orkuauðlindir okkar, og fyrr settu viðkvæm heimili landsins út á víðernið sem bráð fyrir hrægamma og fjárúlfa, hafa líka tekið ákvörðun um að halda þjóðinni í herkví, en mega þó samt eiga að þau leyfa vissa björgun varðandi afleiðinga farsóttarinnar, eitthvað sem ekki var leyft í eftirmála Hrunsins.

Hvorki ég eða þú breytum þessu Húsari minn, og ég hef vit til að þakka fyrir þó það sem jákvætt er, þetta gæti allt verið miklu verra.

Fyrir mig er það undirliggjandi að lemja á því sem þó reynir að gera eitthvað vel, er fóður fyrir þá sem aldrei munu gera neitt af viti, og þjóna í einu og öllu auðnu sem og að ganga í takt við hugmyndafræði þess í neðra.

Það er þó taktleysi hjá núverandi stjórnarflokkum, það er að sá í neðra kvartar stundum yfir slíku.

Taktleysi sem gæti jafnvel endað í leiðsögn.

Veit það ekki, en hitt veit ég að ef Kári stigi fram og krefðist lokun landamæranna, þá myndi ég ganga í takt með honum.

En ég geng ekki þann takt að loka öllu og læsa, vegna þess að landamærin leka.

Þar er Kári taktlaus.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.11.2020 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 599
  • Sl. sólarhring: 742
  • Sl. viku: 6183
  • Frá upphafi: 1400122

Annað

  • Innlit í dag: 544
  • Innlit sl. viku: 5308
  • Gestir í dag: 519
  • IP-tölur í dag: 509

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband