"Þetta er ekki drepsótt".

 

Segja tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Njóta stuðnings a.m.k. tveggja ráðherra flokksins.

Halda áfram að berjast fyrir ótímabæru andláti samborgara okkar.

Það er eins og blóðfórnin, 16 andlát sem þau bera beina ábyrgð með því að þvælast fyrir lokun landamæranna í sumar hafi ekki svalað blóðþorsta þeirra.

 

Þetta er ekki drepsótt segja þeir, hvurslags endalausa fáviska er þetta??

Er fólk ekki fólk ef það er ekki yngra fólk??

Veit það ekki að það þurfti samfélagslegar lokanir í vor til að hindra að  hundruð þúsunda létust ekki úr farsóttinni í nokkrum af stærstu ríkjum Vestur Evrópu.

 

Þegar það var lokað á Spáni, 14. mars höfðu 202 látist, mánuði seinna þegar veldisvöxturinn fór loksins að verða línulegur, þá höfðu 19.000 látist, mánuði seinna í línulegum vexti, rúm 28.000.

Á Ítalíu var lokað 9. mars, 464 látnir, mánuði seinna 18.334, þá verður kúrfan meira línulega, 9. mai eru 30.473 látnir.

Bretar lokuðu 23. mars, þá höfðu 331 látist, 21.731 mánuði seinna, kúrfan byrjar að verða línuleg sirka 02. mai, þá höfðu 27.910 látist, mánuði seinna rúmlega 38.000.

 

Hefðu stjórnvöld viðkomandi landa ekki skorið á smitleiðir með samfélagslegum lokunum, verið það miklir fávitar að trúa að þetta væri ekki drepsótt í veldisvexti, og lagt til ráð Sigríðar Andersen, að fólk passaði uppá persónulegar sóttvarnir, þá hefði miðað við veldisvöxtinn, hátt í milljón manns dáið í þessum þremur löndum fyrir sumarbyrjun.

Ekki bara úr kóvid því spítalarnir hefðu verið orðnir óstarfhæfir vegna þess að heilbrigðisstarfsfólk hefði hríðfallið.

Bara í þessum þremur löndum.

 

Heilbrigðisstarfsfólk klæðist kóvidgallanum vegna þess einmitt að þetta er drepsótt.

Það er gripið til samfélagslegra lokana einmitt vegna þess að þetta er drepsótt.

Svo er hluti Sjálfstæðisflokksins að telja okkur í trú um að svo sé ekki.

Berst gegn sóttvörnum sem er í raun tilraun til fjöldamorða þegar drepsótt er annars vegar.

 

Ríkisstjórn okkar gat réttlæt opnun landamæranna í sumar með vísan í almenna heimsku og dómgreindarleysi, þetta fólk hafði jú samþykkt Orkupakka 3 án þess að sögn gera sér grein fyrir að þar með væri skrifræðisbákni Evrópusambandsins afhent yfirstjórn orkuauðlinda þjóðarinnar.

Sú heimska og dómgreindarleysi hafi skýrt að ekki var hlustað á þá lækna og hagfræðinga sem vöruðu við því feigðarflani.

 

En af hverju var svona seint gripið til aðgerða þegar ljóst var í um miðjan júlí að landamærin hríðláku??

Er skýringin sú að einn stjórnarflokkurinn er skipaður fólki sem veit ekki hvað drepsótt er, sem veit ekkert til hvers sóttvarnir eru, veit ekkert um veldisvöxt smita, eða annað sem þarf til að hægt sé að taka vitrænar ákvarðanir á hættutímum.

Og það sé svo heimskt að þegar allar vestrænar þjóðir hafa beygt sig fyrir raunveruleikanum og grípa til ströngustu sóttvarna til að hindra að línlegur vöxtur dauðsfalla breytist í óviðráðanlegan veldisvöxt sem mun kosta hundruð þúsunda lífið, milljónir ef allt fer á versta veg með hruni heilbrigðisþjónustunnar, að þá taki það upp baráttu fyrir opnun landamæra þjóðarinnar og setji almennt spurningu við árangursríkar sóttvarnir þjóðarinnar.

Var heimska allan tímann skýring þess að þetta fólk þvældist fyrir sóttvarnaryfirvöldum??

 

Spyr sá sem ekki veit.

Svarið er formanns Sjálfstæðisflokksins.

Hann getur ekki þvegið ábyrgðina af núverandi faraldri, blóðfórninni eða efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum hans, af höndum sínum.

En hann getur tekist á við meinið í sínum flokki.

 

Hver dagur sem líður sem hann þegir, er dagur sem er ekki hægt að túlka á annan hátt en að hann sé sammála þessari heimsku.

Að hann telji vágestinn ekki drepsótt, að hann sé andsnúinn sóttvörnum þjóðarinnar.

Því þú getur ekki á sama tíma sagst vera sammála sóttvarnaryfirvöldum og um leið liðið beina atlögu að þeim.

 

Það er ekkert lýðræði á dauðans alvöru tímum að vega að sóttvörnum þjóðarinnar.

Það er ekkert lýðræði að þingmenn í það minnsta komist upp með að hvetja til fjöldamorða á þeim forsendum að þeir sem líklegastir til að deyja sé ekki ungt fólk.

 

Á öllu eru mörk.

Jafnvel þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut.

 

Þau mörk hafa verið rofin.

Kveðja að austan.


mbl.is „Það liggur fyrir að þetta er ekki drepsótt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jafn gáfulegt og að segja að kvef sé ekki til því þeir hafa aldrei fengið kvef sjálfir.

Sverrir Einarsson (IP-tala skráð) 19.11.2020 kl. 14:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Meðal annars Sverrir.

Nema að hundsa kvef drepur ekki fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2020 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 265
  • Sl. sólarhring: 694
  • Sl. viku: 5849
  • Frá upphafi: 1399788

Annað

  • Innlit í dag: 234
  • Innlit sl. viku: 4998
  • Gestir í dag: 229
  • IP-tölur í dag: 229

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband