Það dó fólk vegna mistaka.

 

Höfum það á hreinu, afneitum því ekki svo hægt sé að þróa umræðuna áfram út frá þeim raunveruleika varðandi húsnæði, mönnun, verkferla og allt annað sem er, fáum sumu breytt, öðru ekki eins og húsnæðið, en aðalatriðið er að lærdómur er ekki lærdómur á meðan endalaust er rifist við hann.

Það voru mistök að hólfaskipta ekki Landakoti og þau mistök eru víða.

Allt annað sem skýrir, fær ekki skýrt þau mistök.

 

Á þeim mistökum eru skýringar líkt og landlæg undirmönnun sem er bein afleiðing þeirra heimsku að vanþroskuð illa menntuð börn sem hafa gráðu í viðskipta eitthvað, hafa lagt undir sig ráðuneyti og stofnanir og gera sífeldar kröfur um hagræðingu.

Tal sem illa gefnir stjórnmálamenn hafa gert að sínu.

Með þeim afleiðingum að allt kerfið er óskilvirkara, dýrara, og ekki hvað síst, viðkvæmara fyrir öllu áreiti og breytingum, því þegar eitthvað rétt skrimtir frá degi til dags, og varla það, þá ræður það ekki við aukið álag.

Eins og gerðist á Landakoti, að undirmönnun og úrelt húsnæði leiddi til þess freistnivanda að fagfólk fór á milli deilda, eitthvað sem má ekki gerast þegar barist er við hljóðláta, agnarsmáa veiru.

 

Á einhverju tímapunkti þarf að sækja þessa stjórnmálamenn heimskunnar til ábyrgðar vegna langvarandi skemmdarstarfsemi þeirra sem og að lúsahreinsa opinberar stofnanir af illa menntuðu börnum sem sækja sér bónusa með niðurskurði andskotans.

En dagurinn í dag er ekki sá tímapunktur.

Dagurinn í dag er sá tímapunktur sem við lærum.

 

Þann lærdóm geta stjórnendur Landsspítalans ekki flúið, eða breytt yfir, eða talað sig frá.

Því þá bara gerist þetta bara aftur, og svo aftur.

Því veiran lýtur sínum lögmálum og henni er alveg sama um afsakanir okkar eða afneitun á raunveruleika hennar.

Hún sýkir fái hún til þess tækifæri.

Hún drepur ef hún hittir viðkvæma, og drápsgeta hennar eykst í beinu línulegu hlutfalli við útbreiðslu hennar.

Punktur.

 

Við sem þjóð getum heldur ekki flúið þennan lærdóm.

Ríkisstjórn Íslands tók vísvitandi þá ákvörðun að hleypa veirunni inní landið þvert gegn aðvörunum helstu sérfræðinga þjóðarinnar bæði læknanna á Landspítalanum sem og okkar mætustu hagfræðinga sem bentu á að þjóðhagslegt tjón vegna þessa galgopaháttar yrði margfalt á við þann meinta stundarávinning ferðaþjónustunnar áður en öllu yrði lokað á ný,

Mistökin á Landakoti, það að hafa ekki hólfað deildir, skýrir að hluta útbreiðslu farsóttarinnar en aðeins að hluta.

 

Eftir því sem smit er útbreiddara í þjóðfélaginu, þá aukast líkur á smiti innan hjúkrunarstofnana, í raun er það kraftaverk að tilfellin séu ekki miklu fleiri, þar hefur gæfa þjóðarinnar verið þanin til ýtrasta.

Og jafnvel þó smit sé ekki útbreitt, þá veit enginn hvar veiran stingur sér niður næst, hvort sem það er á vinnustað þar sem þúsundir vinna, eða í smáfyrirtæki þar sem meint hópsmit nær aldrei til fleiri en örfárra starfsmanna og aðstandanda þeirra.

 

Nema það rífst enginn við líkindin, þó lítil séu, þá aukast þau í beinu hlutfalli við fjölda, hvort sem það er smit yfir landamæri með auknum fjölda ferðamanna, eða smit inná viðkvæmar stofnanir eftir því sem það er útbreiddara í samfélaginu.

Staðreynd sem jafnvel keypti kvennasjúkdómalæknirinn í Harvard gat ekki afneitað í debati sínu við Kára klára, þess merarhjarta sem gat ekki staðið í lappirnar í debati sínu við hægri öfga Frú Andersen .

 

Það dóu vissulega fleiri vegna mistaka Landsspítalans, en allir sem dóu, dóu vegna hinnar röngu ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands.

Lömun samfélagsins er líka á hennar ábyrgð.

Fjárhagslegt tjón þeirra sem misstu atvinnutækifæri sín eru líka á hennar ábyrgð.

Og þau sem ábyrgðina bera, þau ulla bara framan í okkur,

Nema að í það minnsta Sjálfstæðisflokkurinn mun virkja skítadreifaradeild sína í þeim tilgangi að klína ábyrgðinni á lækna okkar sem vöruðu við, tóku slaginn, og þurftu að gera það besta úr þeirri stöðu sem niðurskurðarhagræðingarkrafa síðustu ára hafði komið Landspítalanum í.

 

Einföld staðreynd sem er lærdómur stjórnmálasögu þjóðarinnar.

Einfaldur lærdómur um skort á ábyrgð fólks sem þiggur laun fyrir ábyrgðina en axlar hana aldrei þegar á reynir, reynir þó samt alltaf að hafa skúringarkonu í vinnu sem hægt er að skella skuldina á.

 

Mistök eða rangar ákvarðanir eru samt hluti af því sem við köllum raunveruleika, eða lífið sjálft.

Einbeittur vilji til að gera mistök líkt og þegar stjórnvöld hundsuðu varnaðarorð sérfræðinga, hvort sem það var á sviði læknavísinda eða hinnar einföldu skynsemi hagfræðinnar, eru líka þekkt.

Stjórnmálamenn telja sig oft vita betur, og því miður á sú vissa og sannfæring sér oft rætur í þeim hagsmunum sem hafa kostað feril þeirra og frama.

Að ekki sé minnst á hugmyndafræðilega heimsku og hálfvitaskap sem útskýrir viðhorf barnanna sem ímyndunarfræðingar Sjálfstæðisflokksins settu í ráðherrastól.

 

Breytir samt því ekki að það sem var, var, og það eina sem við getum gert er að feisa nútímann, og takast á við þær áskoranir sem hann býður okkur uppá.

Og það væri illa sagt að segja annað en að stjórnvöld hafi reynt að gera sitt besta til að takast á við þann vanda sem heimska þeirra og vanvit skópu.

Í alvöru, út frá raunveruleikanum, út frá lífinu þá erum við heppin með forystu stjórnvalda, þau reyna sitt besta og gera mikið, eitthvað sem er ekki sjálfsagt út frá þeirri hugmyndafræði þess í neðra sem hefur gegnsýrt vestræn samfélög síðustu áratugi, eða allt frá níunda áratug síðustu aldar.

 

Sú staðreynd, og hana eigum við sem þjóð að þakka fyrir og virða, breytir samt því ekki að þetta er fólkið sem ber beina ábyrgð á ótímabæru andláti samlanda okkar, sem og öllum þeim skaða sem hlýst af þjóðfélagi í fjötrum sóttvarna.

Sem er ábyrgð sem þarf að axla.

Sem fólk, alvöru fólk axlar.

 

Til dæmis með því að segja AFSAKIÐ.

Viðurkenna þar með að röng ákvörðun var tekin.

Og sú viðurkenning  er um leið fullvissa um að lærdómur hafi verið dreginn.

 

Því það dó fólk vegna mistaka.

Feður, mæður, afar og ömmur, langafar og langömmur.

Fólk sem hafði skilað sínu og bað um það eitt að það fengi öruggt ævikvöld.

Eitthvað sem við sem samfélag höfum reynt að uppfylla eftir bestu getu.

 

Það dó ekki vegna þess að Shit happens, það dó vegna rangra ákvarðana.

Jafnt stjórnenda Landspítalans sem og ríkisstjórnar okkar.

 

Landspítalinn lýsti því yfir að hann hefði lært, og mynd læra.

Í raunveruleikanum, þessum sem geldingarstefna rétttrúnaðarins hefur ekki afskræmt, þá er ekki hægt að biðja um meira.

Ríkisstjórnin hins vegar þegir.

 

Það er miður.

Og er ávísun á forherðingu án lærdóms.

 

Nema ég veit að svo er ekki,

Kveðja að austan.


mbl.is „Sýkingavarnir eru ekki sexý"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Engvu við þetta að bæta Ómar.

Amen.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.11.2020 kl. 19:23

2 identicon

Tek undir orð Sigurðar um að það er engu við þennan pistil að bæta.

Hér er hinn nakti sannleikur sagður.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.11.2020 kl. 20:43

3 identicon

sæll ómar

góð grein, en það er merkilegt með þessa afsökunarbeiðni, að hún er sjaldséð,

forherðingin er slík. Ég man með icesave málið þar varði þjóðin sig svo frægt varð en 

aldrei kom afsökunarbeiðni, fyrr frysi í helvíti en að fá þá auðmýkt fyrir sér. En

þannig er nú það, takk fyrir greinina

Böðvar (IP-tala skráð) 14.11.2020 kl. 03:46

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég segi. Ég segi þetta: Ég les þegar það er nauðsynlegt.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.11.2020 kl. 09:00

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Böðvar, þessi tregða er ein af meinsemdum samtímans því þú þekkir alvöru fólk á einmitt þessari færni, að kunna segja, afsakið, mér varð á, ég mun læra, ég mun reyna að bæta úr.

Það sér enginn fyrir endann á þessum faraldri eða því umróti sem hann hefur valdið og mun valda þegar heilu atvinnugreininum er kippt úr sambandi og fólk jafnvel skilið eftir á vonarvöl.

Á slíkum tímum er betra en verra að alvörufólk leiði þjóðir.

Takk Sigurður, nokkuð sáttur líka.

Eigi veit ég það svo gjörla Pétur Örn, en kannski smá leiftur af honum.

Þorsteinn, góð regla, vona þá að þú hafir lesið bækur Fredrik Backmans, allir þekkja Manninn Ove, en Amma biður að heilsa, Britt Marie var hér og Brestir er hver annarri betri.  Eftir stendur hlý upplifun sem framkallar hið innra bros, þvílíkur óður til mennskunnar.

Njótum sólarinnar.

Það eru allavega sólarkveðjur að austan.

Ómar Geirsson, 14.11.2020 kl. 10:00

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það dó enginn á skuttogaranum Júlíus Geirmundssyni en skipstjórin þar á von á fangelsisvist. Þrátt fyrir margar afsökunarbeiðnir

Að þessi dauðsföll á Landakoti séu lélegri loftræstingu að kenna er bara erfitt að trúa

Grímur Kjartansson, 14.11.2020 kl. 18:10

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Grímur, það dó enginn, en það var ekki vitað fyrir.

Aðeins guð almáttugur gat vitað um undirliggjandi sjúkdóma, en það slapp til, enda hraustmenni sem áttu í hlut.

En illa veikir margir og það veit enginn um þann endi, læknavísindin eru æ betur að gera sér ljós alvarleik veirusýkinga fyrir langtíma heilsu fólks.

Og ef það skyldi nú alltaf duga að segja afsakið þegar menn brjóta lög, þá væri nú allavega lítið að gera í fangelsum landsins.

Hins vegar vona ég persónulega að til þess komi ekki, það er ekki hinn rétt lærdómur málsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.11.2020 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 2023
  • Frá upphafi: 1412722

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband