Ráðumst á fortíðna.

 

Hundsum nútíðina.

Til dæmis þá spurningu að formaður Sjálfstæðisflokksins talar um að það hafi reynt á meðalhóf lagagrundvallar sóttvarna, en axlar ekki ábyrgð á opnun landamæranna í vor, þvert gegn aðvörun lækna Landsspítalans, opnun sem hefur þegar kostað 14 manns lífið, og ekki er séð úr um hvar Dauðinn gefur eftir.

 

Fyrir 1971 gerðist ýmislegt sem á sér sína sögu, bæði í tíðaranda, sem og algjöru aðstöðuleysi fyrri ára og áratuga.

Að velta sér uppúr því núna er í besta falli aumkunarvert, en lýsir í raun heimsku og fáráð þeirra sem stjórna okkur í dag.

 

Vita fíflin ekki að margt hefur breyst til batnaðar, meðal annars vegna lærdóms fortíðar.

Ef fíflin eru ekki að vitna í að ástandið sé svipað eða verra í dag, eða hafi batnað lítillega, þá eru þau bara hreinræktuð fífl.

Fífl sem horfa algjörlega framhjá skyldum sínum og ábyrgð í dag.

 

Hvað er að fjölmiðlafólkinu sem veltir sér uppúr hálfrar aldar gömlu sögum, eða þaðan af eldri??

Ætlar það að leita uppi afa sína og ömmur, eða fara útí kirkjugarð, og öskra; skammist ykkar??

 

Af hverju steinhélt þetta sama fólk kjafti þegar mjög þröngir fjárhagslegir hagsmunir Bláa lónsins, sem og annarra auðmanna sem eiga hönk uppá bak á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, opnuðu landamæri þjóðarinnar fyrir nýrri bylgju kóvid veirunnar.

Var það svo heimskt að það skynjaði ekki alvarleik farsóttarinnar??

Eða krefjast eigendur fjölmiðlanna að ekki sé fjallað um núið, heldur að frétt sé aðeins frétt ef hún vísar nógu langt til baka, eða er upphlaup og hávaði líkt og svo margar fréttir Ruv??

 

Það er samt 12. nóvember í dag.

Opnun landamæranna í sumar hefur þegar kostað 14 manns lífið.

Fyrir utan ómælt tjón á hagkerfi þjóðarinnar, sem og lokun alls þess sem tengist samskiptum milli fólks.

 

Fíflin, hálfvitarnir, sem nóta bene eru ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, sögðu að meiri hagsmunir væru undir, en þeir að vernda innlenda hagkerfið, mannlíf okkar sem og líf þeirra sem eldri eru.

Fíflin, hálfvitarnir höfðu rangt fyrir sér.

Og engin spyr þá um ábyrgð.

 

Meir að segja formaður Sjálfstæðisflokksins réttlætir þau sjónarmið að mikilvægast sé að virða meðalhóf í sóttvörnum, sem er fínt lagamál um að grípa seint og illa til nauðsynlegar aðgerða, með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir líf og samfélag.

Og hann kemst upp með það, berandi ábyrgð á þeirri ákvörðun sem þegar hefur kosta líf samborgara okkar.

 

Hve firrt er fólk??

Hve heimskt er fólk??

Þegar það er í góðu, að gamlar sögur taka yfir umræðu dagsins..

 

Það er ekkert sem afsakar svona fréttamennsku.

Ekkert.

Kveðja að austan.


mbl.is Yfirhjúkrunarfræðingur hafi dregið fólk í dilka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er verið að birta hluta skýrslu sem var skrifuð árið 1984, fyrir 36 árum. Að birta skýrsluna, að hluta eða alla, og segja okkur sem viljum vita, að skýrslan var falin og stjórnsýsluvaldi beitt til að breiða yfir vond verk, ljóta framkomu og spillingu er ekki "að velta sér upp úr."

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 13.11.2020 kl. 00:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja.

Það er fréttin.

Og um það hefur þegar verið fjallað, og sjálfsagt að fjalla um í því samhengi hvort ennþá séu misbrestir sem þarf að bæta úr, bæði í aðbúnaði, sem og upplýsingagjöf.

Og ef menn finna einhvern á lífi sem tók ákvörðun um þetta 1986, þá er sjálfsagt mál að spjalla við hann, gæti veitt fróðlega innsýn í tíðarandann.

En skýrslan sem var falin 1986, fyrir 34 árum, fjallar um atburði frá því á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, eða atburði sem gerðust fyrir rúmri hálfri öld.

Ekkert að því að skrifa bók um þessa atburði þar sem einn kaflinn héti til dæmis Yfirhjúkrunarfræðingur hafi dregið fólk í dilka.

En sem blaðafyrirsögn í dag er þetta út úr kú, menn eru að velta sér uppúr sorglegu atburðum til að selja, gera út á tilfinningaklám og veitast af löngu látnu fólki sem er misjafnt eins og við flest, og spyrja, af hverju gerið þið ekki eins og við gerum í dag, ha-aa?

Og í ljósi þess að stjórnvöld tóku ranga ákvörðun sem þegar hefur kostað á annan tug samlanda okkar lífið, stórskaðað efnahaginn og allt mannlíf, og hafa ekkert lært, biðjast ekki afsökunar og hóta annarri rangri ákvörðun um leið og það sést til lands í að kveða niður faraldurinn, þá er svona froðufréttamennska heimsk.

Og það á að segja það á mannamáli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.11.2020 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 349
  • Sl. viku: 3857
  • Frá upphafi: 1329388

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 3383
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband