7.11.2020 | 19:46
Ekki Trump vann Trump.
Eftir stendur klofinn þjóð í herðar niður, án leiðtoga, án lýðræðislegrar forystu.
Valdataumarnir eru hjá mönnum bakherbergjanna sem tóku sovésku leiðina á þetta, völdu þann elsta og hrumasta, sem gegnir aðeins embættinu að nafninu til.
Hvernig á slíkt að sameina þjóðina??
Hvernig byggir slíkt brýr á milli stríðandi fylkinga sem eru aðeins nokkur augnablik frá því að láta vopnin tala??
Að ekki sé minnst á hvaða líkur eru á að menn bakherbergjanna, beintengdir Wall Street og glóbal auðnum, takist á við rótina sem skýrir að gikkur eins og Trump fékk þetta mikið fylgi að það þurfti bein inngrip fjölmiðla til að leggja hann að velli, og það með naumasta mun?
Því þessar kosningar snérust ekki um mismun eða misskiptingu heldur sjálfa lífsafkomuna, að fólk hafi vinnu til að hafa í sig og á.
Menn sem viðurkenna ekki vandann eða gera sér ekki grein fyrir alvarleik hans, eru ekki líklegir til að leysa hann.
Ekki Trump vann en bandaríska þjóðin tapaði, hvernig sem á það er lítið.
Ósigur hennar var staðfestur þegar ljóst var að auðurinn sem á lýðræðið gat ekki boðið þjóðinni upp á valkost við Trump.
Eftirleikurinn hefur síðan bara verið skrípaleikur, aðeins hefur vantað stundina þar sem aðstoðarmaðurinn þurfti að rétt upp handlegg leiðtoga sem ekki var ennþá meðal vor, og láta hana,það er höndina veifa mannfjöldanum.
Sú stund var endalok Sovétríkjanna, þó það skrimti að nafninu til nokkur ár í viðbót.
Sigrar sem kosta menn allt þannig að stríðið er gjörtapað, eru oft kallaðir Pyrrhosarsigur eftir grískum konungi sem missti ríki sitt og krúnu eftir einn slíkan sigur.
Sigur Bidens er ekki slíkur sigur.
Hann er verri en það.
Kveðja að austan.
Joe Biden sagður kjörinn forseti Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 540
- Sl. sólarhring: 649
- Sl. viku: 6271
- Frá upphafi: 1399439
Annað
- Innlit í dag: 459
- Innlit sl. viku: 5314
- Gestir í dag: 421
- IP-tölur í dag: 414
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því hefur verið fleygt fram að eldra liðið, Það er að segja þeir sem ekki verða eldri hafi tryggt honum embættið með atkvæði sínu. Biden mun sennilega þakka þeim síðar..
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 20:06
Fregnir berast nú af fjölda dæma þess að löngu látið fólk hafi greitt atkvæði í kosningunum. Ekki gott ef rétt reynist.
Bandaríkjamenn verða að laga þetta stórfurðulega og úr sér gengna kosningakerfi frá tímum hestvagna og bréfdúfa.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2020 kl. 20:11
Einu sinni þótti mikill mannkostur að vera góður ræðumaður. Nú er Trump lélegur ræðumaður en tekst samt að heilla fólk með mjög stuttum enduurteknum setningum.
en er ekki tími þessara sterku leiðtoga liðinn?
Óþekktur aðili í Grímsey getur sett eitthvað á netið sem nær til fleiri en sérlegt ávarp voldugustu þjóðarleiðtoga og afhverju ættum við að trúa þessum leiðtogum þeir hafa svo oft verið staðnir að lygi.
Grímur Kjartansson, 7.11.2020 kl. 20:26
Líkingin við Sovétríkin er ágæt. Hvað hét aftur líkið sem var forseti þar áður en Gorbatstjev tók við?
Það er nú ekki mikið vandamál Guðmundur að látið fólk fái að kjósa. En það er alvöru vandamál ef enginn er almennilega viss hvort sá sem kosinn er sé lífs eða liðinn.
Ég spái því að Biden endist þar til hann man ekki lengur hvað hann heitir sjálfur. Þá tekur Harris við. Það verða einhverjar vikur, nema Trumpsi sýni fram á kosningasvik, sem er í sjálfu sér alls ekki útilokað.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.11.2020 kl. 20:30
Það sem ég ætlaði að bæta við Guðmundur var, að látið fólk er yfirleitt komið með alvöru lífsreynslu og visku, jafnvel innsýn í aðra heima, svo atkvæði þessu ættu eiginlega jafnvel að teljast tvöfalt eða þrefalt á við aðra.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.11.2020 kl. 20:31
Góður þessi Þorsteinn, svona á laugardagskvöldi.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2020 kl. 20:47
Sæll Ómar glöggur pistill.
"Ekki Trump vann en bandaríska þjóðin tapaði, hvernig sem á það er lítið. Ósigur hennar var staðfestur þegar ljóst var að auðurinn sem á lýðræðið gat ekki boðið þjóðinni upp á valkost við Trump."
Og Nikkei vísitalan ekki hærri en nú í vikulok s.l. 29 ár, og það á þessum fordæmalausu tímum. Hvernig verður leiðsögnin, -í siðblindu glóbinu? - Verður hægt að lifa af tvo plús tvo, -í digital brjálæðinu?
Með kveðju að ofan.
Magnús Sigurðsson, 7.11.2020 kl. 21:07
Trump tapaði. Er ekki bara nóg að segja það? Með kveðju að neðan
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 21:12
Góður pistill Ómar og ekki eru kommentin síðri
Benedikt Halldórsson, 7.11.2020 kl. 22:17
Hvað er auðdrottnunum betra en þjóð, klofin í herðar niður? Þeir kunna þetta, efnahagslegu hryðjuverkamennirnir. Bláa "byltingin" er móðir allra fyrri "byltinga" þeirra. Því sú var nú gerð gagnvart sinni eigin þjóð.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 23:03
Og hvað er forhertara en að krýna hruman Alzheimer sjúkling sem "frelsara lýðræðisins"?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 23:07
Ég tek undir með Magnúsi. Þjóðin (venjulega fólkið) kaus Trump. Og það er fólkið sem tapaði nú. Þetta er fólkið sem vildi fá landið sitt til baka frá spilltri stjórnmálaelítu. Þessu fólki er sama þótt Trump sé ruddalegur, sjálfhverfur og að öðru leyti eins og hann er. Því þetta fólk veit að hann er ekki á mála hjá neinum og mun aldrei verða það. Þetta er fólkið sem horfir á grundvallaratriðin, hvernig hefur efnahagsstjórnin gengið, hvernig hefur gengið að draga landið út úr tilgangslausum átökum erlendis, hvernig hafa skattar þróast og svo framvegis.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.11.2020 kl. 23:07
Hann hét Konstantin Chernenko, sá sem Gorbachev tók við af. Þar áður hafði Yuri Andropov gegn embætti Aðalritara Sovétríkjanna, en sá tók við af Brezhnev. Báðir voru þeir orðnir farlama gamalmenni þegar þeir tóku við, eins og Brezhnev í lokin.
Þessir þrír eru samt unglingar við hliðina á Biden. Það kostulegasta er ef satt reynist að sumir kjósenda Joe Bidens, voru dauðir sjálfir.
Sovétríkin á Brezhnev-tímanum og nokkur næstu ár þar á eftir, eru farin að líta vel út við hliðina á hinni svokölluðu vöggu lýðræðisins, Bandaríkjunum.
Theódór Norðkvist, 7.11.2020 kl. 23:16
Heyr, heyr, mjög góð athugasemd, nr. 12, Þorsteinn
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 23:22
Ómar, sendi þér pistil O'Neill og vona að þér þyki hann vera áhugaverður.
President Biden and the future of democracy
The presidential election was an inspiring act of popular decision-making.
Höfundur: Brendan O‘Neill, ritstjóri Spiked.
´[T]his time they will say democracy works.´
So Joe Biden will be the next president of the United States. He won a remarkable swathe of the popular vote – close to 75 million at the current count. That is an impressive democratic mandate. In fact, this whole election has been impressive. It is projected that the turnout will have been 67 per cent, the highest in more than a hundred years. That’s 150 million people engaging in political discussion and decision-making. Whether you backed Biden or Trump, you should be bowled over by the hugeness and momentum of this act of American democracy.
We at spiked are democrats. In our view, democracy is the most important political value. It is the means through which people can engage with the world around them and make their impact on it. It is the guarantor of political equality. It empowers the person who cleans a billionaire’s office with the same power as the billionaire himself to decide who should lead the nation or what direction the nation should take. So of course it is our view that Joe Biden is the legitimate, enthusiastically elected leader of the USA. The Trumpists trying to cast aspersions on the electoral process need to stop. Do not play the game your opponents played when Hillary Clinton lost in 2016, and when Remainers lost in the same year. Be better than that. Tend to your wounds and then get back to the business of trying to influence public discussion and potentially regain power at some future point. That’s what democrats do.
Yet even as the democrats among us marvel at the vast act of popular decision-making that has just taken place in the US, we must also comment on how different it is compared with 2016. The fallout from 2016 – when the establishment’s preferred candidate, Hillary Clinton, lost – was swift and visceral and at times unhinged. For years American politics got bogged down in conspiracy theories about the election having been ‘stolen’ from Clinton. Stories of Russian bots and the menacing influence of Vladimir Putin abounded in respectable newspapers. Impeachment proceedings were launched. Social media were charged with having permitted the spread of misinformation that brainwashed the dim electorate to vote Trump. A veil of suspicion was cast over American democracy. It was broken, corrupted.
That won’t happen this time. Yes, Trump and some of his supporters will continue for a while longer to insist there was fraud in the voting process. But you will not see the establishment talk about a broken democratic process. The Russian meddlers will disappear into thin air. Social media will have been seen to have done a good job rather than a bad one. The Observer in the UK won’t publish long, insane essays about the election having been ‘stolen’ by ‘shady’ forces. The New York Times and the Washington Post won’t publish op-ed after op-ed saying democracy is busted. No, this time they will say democracy works. Why will this radical about-face occur? For one simple reason: in 2020 the elites’ favoured candidate won.
That won’t happen this time. Yes, Trump and some of his supporters will continue for a while longer to insist there was fraud in the voting process. But you will not see the establishment talk about a broken democratic process. The Russian meddlers will disappear into thin air. Social media will have been seen to have done a good job rather than a bad one. The Observer in the UK won’t publish long, insane essays about the election having been ‘stolen’ by ‘shady’ forces. The New York Times and the Washington Post won’t publish op-ed after op-ed saying democracy is busted. No, this time they will say democracy works. Why will this radical about-face occur? For one simple reason: in 2020 the elites’ favoured candidate won.
This points to one of the most worrying beliefs of the technocratic establishment and the woke elites: that democracy exists to serve their agendas and install their people in power. This is as wrong as it is possible to be. It is a catastrophically mistaken view of democracy and one that we must continue to challenge. Democracy is about empowering the people to decide the fate of the nation. The people. This is what so horrified the elites, the experts and the educated classes in 2016 – the fact that the people, them, the low-information hordes, behaved in a way that they were clearly instructed not to. They voted Trump, they voted Leave. This is why we were subjected to four years of top-down rage against democracy and ceaseless efforts by influential and wealthy people to delegitimise and even overthrow the millions of votes for Trump and Brexit.
Indeed, the great irony of the current liberal fury with Trump and some of his supporters for casting aspersions on the 2020 election is that these same liberals did far worse things to democracy over the past four years. They make Trump look like a rank amateur when it comes to throwing a temper tantrum over a democratic outcome. Their temper tantrum lasted for four years. In the US, the elites went berserk, fantasising that evil Ruskies seized victory from Hillary. In the UK, the Remainer elites used every trick in the book – from court cases to parliamentary intrigue to gatherings of vast numbers of middle-class anti-democrats in the streets – to try to prevent the enactment of 17.4 million votes for Brexit. Their criticisms of Trump’s behaviour are laughably hypocritical.
Let’s get real about democracy. It is about the people deciding what happens. Not experts, not technocrats, not clever people with PhDS. All people. Their decision rules. If you only like democracy when the people give the ‘right’ answer, then you aren’t a democrat – you are an elitist who sees democracy as little more than a legitimising gloss on the course of political action you and your clever friends had already decided upon. If you are cheering the democratic wave that brought Biden to power but you revolted against the democratic waves behind Trump and Brexit, then you aren’t a democrat – you are a cultural neo-aristocrat who sees ordinary people’s political role as little more than nodding along to your views, your policies and your power.
In recent days, we saw American democracy in action. It was wonderful to behold. But the fight for democracy goes on. All those powerful people who tried to block democracy over the past four years have not gone away. On the contrary, many of them will feel emboldened by the victory of the anti-populist candidate in the US to continue pushing back against the little people and their apparently dangerous views and voting habits. So the argument for democracy must continue. Real democracy, that is: the rule of the people.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 23:46
Hér er svar frá vini mínum í USA, hámenntuðum fyrrum prófessor, einum greindasta manni sem ég þekki. Ég sagði honum að mér fyndist Tump hálf vonlsua: Trump is definitely not hopeless. In fact, he's got a better record of accomplishment in four years than any President since Abraham Lincoln. The fact that he's crude, combative, egotistical, and loud is nothing but window dressing. I'll put up with that any day (and twice on Sundays) if he can keep restoring Americans' individual, economic, and political freedoms the way he's done since 2017. Trouble is, he's a huge threat to the so-called "deep state"---the career government bureaucrats, the politically appointed government executives, and the career legislators (like Joe Biden) who have fed too long at the public trough and can't stand that Trump is threatening that.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.11.2020 kl. 23:52
Athyglisverð tilvísun Theódórs í USSR,
rétt áður en það hrundi sem "united states".
Ég minni á líkindin við bláu "byltinguna"
sem nú er verið að framkvæma í USA,
með dyggri aðstoð vitundariðnaðarmaskínunnar,
sem kennd er við "helstu fjölmiðlana", MSM,
Main Stream Media.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.11.2020 kl. 23:54
Mjög athyglisverð grein Brendan O'Neill á spiked, sem Esja birtir hér.
Björn Bjarnason er svo með útdrátt úr grein Brendan á vefsíðu sinni.
Helmingur bandarískra kjósenda kunna enn þá list að hugsa sjálfstætt.
Ég er viss um að sá helmingur sé sú millistétt sem áður var aðall bandarísks þjóðfélags, en fór illa út úr því þegar fjármálafurstarnir fluttu störfin til Kína. Og eins hruninu 2008. Fólk sem heldur stolti sínu, en blöskrar viðurstyggileg sjálftaka valdaelítunnar.
Kannski Engeyjar Sjálfstæðisflokkurinn mætti hafa það í huga. Eitt sinn var hann hinn breiði flokkur hins sjálfstæða fólks og vinnandi millistéttar. Nú er fylgið hrunið úr 45% í 20%. Það segir sína sögu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.11.2020 kl. 00:47
ATH! Greinin sem Björn birtir útdrátt úr heitir
The Real Resistance.
Esja birtir svo næstu grein Brendans á spiked, um
President Biden and the future of democracy.
Báðar greinarnar eru afbragðsverðugar til lestrar
og skilnings á andófi hinnar gömlu og breiðu millistéttar sjálfstæðs fólks gegn djúpstæðri spillingu valdaelítunnar, nómenklatúrunnar, fjármálafurstum og fjölmiðlum þeirra.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.11.2020 kl. 01:08
Góðan daginn og takk fyrir innlitið félagar.
Í gærkveldi var minning Bonds heiðruð með því að horfa á Leitina af Forrester og hugurinn því lítt við bloggheima.
Fékk í staðinn flott komment og upplýsandi, takk fyrir það.
Það sem snýr af mér ætla ég að taka saman í einni athugasemd, stuttri.
Það er Brezhnev sem talið var að hafi líklegast verið látinn, það er í dauðadái þegar hann kom fram á svölum Krelm á síðustu hersýningu sinni í tilefni byltingarinnar, sagt var að höndin sem veifaði hafi í raun verið hönd aðstoðarmanns hans.
Magnús, kerfið hrynur ef hlutabréfin hækka ekki, svo þau hækka, nema hugsanlega daginn sem fellibylur, hvort sem hann er náttúrulegur eða mannlegur rústar sölum kauphalla, þó efa ég að það býti á gervigreindina sem sér um flestöll bréfaviðskipti í dag. Efa samt ekki að mannlegi hlutinn hafi miklar áhyggjur.
Þorsteinn, takk fyrir að deila athugasemd vinar þíns, kjarninn er einmitt "þrátt fyrir", þá kýs meirihluti fólks út frá sínu lífi, hvernig það upplifir stöðu sína, sem og hverjum það treystir. Kjör Trump á sínum tíma var andóf við elítu sem það taldi vinna beint fyrir ríkasta hluta þjóðarinnar, sem og hann boðaði breytingu, sem má kalla störfin heim. Það gekk eftir, og þrátt fyrir galla hans var vitað hvað hann stóð fyrir. Sem og Biden, þess vegna kusu svo margir Trump.
Esja, ég hefði frekar kallað þessa grein grafarskrift um lýðræði en óð, því þarna var lýst baráttu herstjóra um völd, og allir vita hvernig það endar. Það var aðeins í riddarasögum þar sem göfugir andstæðingar stigu til hliðar í þágu friðar og sáttar, í raunveruleikanum beita menn þeim bölabrögðum sem eru í boði, það eru ekki tæk rök að að hafa sjálfur orðið fyrir barðinu á þeim. Trump mun berjast með því sem hann hefur í höndunum, og ólíkt Biden eru margir tilbúnir að berjast fyrir hann, með blóði sínu.
Kjarninn er samt sá að þeir sem grófu gjárnar milli fólks og samfélaga, með orðræðu sinn og athöfnum, bera ábyrgðina á upplausn lýðræðisins, Trump er birtingarmynd, ekki orsök, hann rær á mið sem aðrir skópu. Miðað við mannaúrvalið sem er í boði eftir gerilsneyðingargeldingu rétttrúnaðarins þá var Trump sá eini sem gat sameinað þjóðina á sinn hátt. Andstæðingar hans vissu hvern þeir áttu að hata, en hann sameinaði sundurleitan hóp að baki sér, og líklegast sá eini sem gat haft taumhald á vopnuðum hópum hægri manna.
Þetta er fólkið sem beið eftir lögmæti þess að mega grípa til vopna, ég fæ ekki betur séð en það hafi fengið sitt lögmæti, eða hvað er lögmætara en að verja sitjandi forseta sem var svikinn um réttmætt endurkjör sitt?
Í því samhengi skiptir engu hvað er rétt eða rangt.
Slíkt hefur aldrei skipt máli í stríðum.
Segir bara eins og Geir forðum, Guð blessi bandarísku þjóðina, mér sýnist að ekki veit af.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2020 kl. 11:42
Góð samantekt Ómar,
sem einnig má orða:
The Real Resistance er ekkert á förum,
enda helmingur bandarísku þjóðarinnar.
Það er hið sjálfstæða fólk.
Hrumur Alzheimer sjúklingur er leiðtogi
hins helmingsins, sem er afar sundurleitur
og tvístrast við minnstu átök, innbyrðis.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.11.2020 kl. 12:16
Blessaður Símon Pétur.
Kíkti á Björn núna áðan, það fyrsta sem ég hugaði fyrir utan góð grein var að Björn hefði átt að hugsa af hverju hann var í þessu hlutverki yfirlætisins í Orkupakka deilunni sem á eftir að verða áður en yfir líkur, jarðarför EES samstarfsins, hann er kannski farinn að íhuga þessa stundina.
En ég er ekki sammála þér að hin raunverulega andspyrna sé eitthvað heil, hún er ekki síður sundruð og mjög auðvelt að afvegleiða hana.
Við erum ekki eina þjóðin sem situr uppi með málaliða Pírata eða róttæklinga og stjórnleysingja sem sjá ekki til lands fyrir samsæriskenningum.
Síðan er heimska hægrið yfirfullt af skelfilegum rugludöllum. En þeir kunna að skjóta úr byssum, og það á aldrei að vanmeta vopnaða hópa á svona tímum þar sem borgarstríð virðist líklegra en ólíklegra.
Sýn og sterkur leiðtogi gæti sameinað þjóðina, nú eða sameiginlegur óvinur.
Og mér sýnist að Biden muni fá það hlutverk, það er að vera hinn sameiginlegi óvinur.
En hvað veit ég, var bara að pistla þetta til að fá tilbreytingu frá kóvdipistlum.
Þar erum við í miðju fellbylsins og óvíst um styrk stormsins þegar hún er að baki.
Þetta er farið að minna mig æ meir á spilaborg sem komin er að hrynja, við séum svona í afneitun, áttum ekki okkur á að hið gamla viðtekna er gengið sér til húðar, annaðhvort er það bakk tú the beisik með samkennd og bræðralag sem og trú á eitthvað betra og fegurra, eða pottur glundroðans þar sem nornir auðsins hræra í.
Það eru alltof margir að missa allt án þess að nokkuð sé gert, nema spila gömlu hrunplötuna að það sé banka og fjármálastofnana að vega og meta hverjir lifa og hverjir deyja, rýjandi samt alla inn að skinni.
Það vantar vonina Símon, það vantar trúna.
En við höfum þó ennþá samstöðuna, það er þó eitthvað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2020 kl. 13:20
Snilldar pistill hjá þér Ómar og svo sannur.
Góð og upplýsandi komment einnig.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 8.11.2020 kl. 13:47
Takk Sigurður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2020 kl. 20:09
maðurinn tapaði ....búið....gjg
Guðmundur (IP-tala skráð) 9.11.2020 kl. 14:07
Og þá Ekki Trump vann.
Svo hvert er issjúið Guðmundur??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2020 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.