28.10.2020 | 21:32
Lokum og læsum segir Kári.
Og vissulega eru rök fyrir því, sérstaklega ef öll þjóðin á heima á Landakoti, þá er það eðlileg viðbrögð.
En það er panik núna, svo við segjum það hreint út.
Það þarf ekki að rífast um að sú leið sem stjórnvöld í Nýja Sjálandi fóru þegar veiran bauð sér aftur þangað í heimsókn, að loka á allt á stórum svæði kringum hið nýja smit, að hún virkar, er þrautreynd, og hugsanlega sú eina sem kemur til greina.
Málið og meinið var að sú leið var ekki farin, heldur ákveðið að reyna að hemja veiruna með strangari sóttvörnum, ásamt því að treysta á persónulegar sóttvarnir fólks, þar sem grímur áttu að leika stórt hlutverk.
Og fyrst að sú ákvörðun var tekin, þá verður að fullreyna hana.
Annað er hálfkák, stefnuleysi og bíður þeirri hættu heim að í stað hættunnar á stjórnlausri útbreiðslu veirunnar verði stjórnlausar deilur um tilgang og lögmæti lokunarinnar, þar sem aðalröksemdin verður að hið meinta meðalhóf hafi ekki verið fullreynt.
Sem er rétt, það er þá verið að skipta um klára í miðri á, í óþökk stórs hluta ferðalanga.
Það er ekki bæði sleppt og haldið, taki menn ákvörðun, þá verða menn að standa við hana þar til hún er fullreynd.
Þegar sú ákvörðun var tekin að hleypa veirunni inn í landið í byrjun sumars, þá var það gert með fullum stuðningi sóttvarnaryfirvalda, það voru aðeins læknarnir á gólfinu sem mótmæltu.
Þá var vitað að hópsýking gæti blossað upp hvenær sem er á hjúkrunarheimilum, á spítölum, sem og öðrum stórum vinnustöðum.
Eitthvað sem menn ætluðu að kljást við og borga þá gjaldið, talið í mannslífum sem og frosthörkum um allt samfélag, því ávinningurinn að innflutningi á veirunni var talinn meiri.
Þegar ljóst var í september að veiran var að dreifa úr sér, þá var tekin sú ákvörðun sem ég lýsti hér að framan, þrátt fyrir áhættuna um smit á hjúkrunarheimilum, spítölum, stórum vinnustöðum og svo framvegis.
Nú hefur það gerst sem menn óttuðust og þá verða menn bara að díla við það, eins og menn ætluðu að gera upphaflega, þær forsendur geta ekkert hafa breyst, við búum í sama landi með sama fólki.
Menn geta ekki hafa verið þau erkifífl að trúa því að smit úr smituðu samfélagi, læsu tilkynningu á hurðum hjúkrunarheimila og snéru við því þeim væri meinaður aðgangur.
Árangurinn sem slíkur verður að metast í heildarsamhengi, það er hvernig gengur fyrir utan hópsmitið sem nóta bene harðar aðgerðir í framtíðinni ná ekki að breyta því skaðinn er skeður.
Hvernig gengur sú starfsemi sem menn eru að skipuleggja eftir bestu getu út frá grímunotkun, sótthreinsun og fjarlægðarmörkum??
Ef hún gengur, til hvers þá að loka henni??
Til að bæta fyrir eigin mistök, syndaaflausn vegna þess eldra fólks sem ákveðið var að fórna þegar veiran var boðin velkomin inn í landið og svo framvegis??
Gengur það ekki, þá verður það að vera fullreynt, svo þjóðin sé heil að baki ef menn neyðast til að loka.
Og þá þarf að klára dæmið og hreinsa landið.
Einn siður, ein þjóð og ein stefna.
Fólk er ekki tilbúið að fórna lífi sínu, jafnvel atvinnu, sumir sjá eftir rekstri sínum og eignum, fyrir sama hringlandann og verið hefur.
Það er búið að spila með það einu sinni, það er allavega fullreynt.
Klofningur innan ríkisstjórnarinnar, fjarmagnað andóf fjársterkra hagsmuna, þau mál þarf að leysa áður en ákveðið verður að loka.
Dugi ekki annað til þá má ráða manninn með hettuna og öxina, síðast sást til hans í einhverri bíómynd um Hróa Hött eða var hún um eiginkonur Hinriks 8.?
Sem og það þarf að biðja þjóðina afsökunar á þeim mistökum að hafa opnað landið fyrir veirunni eftir allar fórnir almennings í vor.
Sóttvarnaryfirvöld þurfa að gera það, heilbrigðisyfirvöld þurfa að gera það, ríkisstjórnin þarf að gera það
Afsakið, fyrirgefið.
Ekkert flókið, sem sá sem hefur ekki manndóminn í að biðjast afsökunar á röngum ákvörðunum, á rangri stefnu, hann er ekki maður til að leiða þjóðina á þessum alvöru tímum.
Hann er ekki heill, og það sem verra er, alltaf efasemdir um heilindi hans, hverjum hann þjónar í raun.
Þess vegna lokum við ekki og læsum.
Núverandi stefna er ekki fullreynd.
Sem og að fólkið sem tók ákvörðun um hana, er ekki tilbúið að axla ábyrgð.
Staðan er erfið, alvarleg, við höngum á bjargbrún á annarri hendinni sagði Kári, og ekki orði ofaukið.
En svona er þetta og það verður bara að taka því.
Sök sér að herða aðgerðir en fyrir því verða þá að vera rök um hvað er það sem hefur farið úrskeiðis hjá almenning, og fullreynt að ekki sé hægt að bæta úr.
Hópsmitið á Landakoti er ekki rök í málinu, sem og hegðun þeirra sem geta ekki framfylgt reglum, þar þarf að grípa inní án þess að refsa þeim sem hafa staðið sig, og bera ekki ábyrgð á dreifingu veirunnar.
Þetta er bara svona, og vonandi ber mönnum gæfu að skilja.
Annað er bein ávísun á kaos.
Þá er betra að hafa beðið í tvær vikur og unnið sína heimavinnu varðandi trúverðugleik, kynningu og ná sátt í samfélaginu.
Í raun eina leiðin.
Kveðja að austan.
Vill loka fyrir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.