Land­spít­ali þoli ekki annað áfall.

 

Svo eftir stendur hin stóra spurning, af hverju var hann settur í þá stöðu, að annað áfall riði spítalanum að fullu??

Í millitíðinni hlýtur eitthvað hafa gengið á??

 

Vissulega höfum við vísbendingar um háð og spott hægri öfga í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, þar sem aðvörunarorð Ragnars voru kennd við áhugamál hans um matreiðslu og hann kallaður Grillkokkurinn.

En öfgamenn, hálfvitar og vitleysingar, þó í Sjálfstæðisflokknum séu, þeir skýra ekki núverandi ástand.

Á þá var ekki hlustað og sóttvarnarreglur hertar.

 

Eftir stendur hópsmitið á Landakoti, þar brást eitthvað sem heilbrigðiskerfi okkar réði ekki við.

Þess vegna hlýtur að verða spurt, af hverju var Landspítalinn settur í þessa stöðu??

Hvaða hagsmunaröflum var verið að þjóna??

 

Sem er eðlileg spurning í ljósi varnaðarorða Ragnars sem og annarra lækna Landsspítalans þegar ríkisstjórn Íslands ákvað að opna landamæri þjóðarinnar án undangenginnar sóttkvíar.

Einhver áföll hljóta menn að hafa reiknað með.

Annars lugu allir að þjóðinni.

 

Þeir ómerkilegustu sögðu að hún væri sek, þegar hún lifði eðlilegu lífi, í öryggi þess að veirunnar yrði ekki aftur hleypt inní landið.

Hvað hefur sóttvörn mín, eða annarra sem ég þekki með að gera þessi dómsdagsorð Ragnars??

Það voru ekki við, hið venjulega fólk sem tók ákvörðun um að opna landamærin fyrir kóvid veirunni, það níðingsverk var ennþá alvarlegra þegar horft var á fórnir okkar.

 

Eldra fólk deyr í dag vegna þess að einhver tók ákvörðun um að opna landamæri þjóðarinnar.

Svarið er ekki að frysta mannlíf þar sem allar sóttvarnir eru virtar.

Að hengja bakara fyrir smit er svo sem gott og gilt, ef það kemur í veg fyrir glæpi framtíðar, en fólkið sem virti allar sóttvarnir, ber enga ábyrgð á innflutningnum á smitinu, það er ekki fólkið sem þarf að þola hertar sóttvarnir.

 

Vissulega þarf kannski að herða sóttvarnir, vegna þess að upphaflega hafi innflutningur á smiti, í boði hægra öfga Sjálfstæðisflokksins, óhjákvæmilega endað í fyrirsögn þessa pistils.

En í millitíðinni þarf það fólk sem sagði að heilbrigðiskerfi okkar réði við hópsmit, að víkja.

Því einu sinni fífl, eru ávalt fífl.

 

Þannig séð er veiran ekki aðal ógn samfélagsins, heldur fólkið sem reifst við raunveruleikann.

Og við sem þjóð uppskerum afleiðingar þess.

 

Fíflska þess og fáviska hefur þegar kostað mannslíf.

Og fleiri líf eru undir.

 

Á meðan þetta fólk gengur laust, þá er tilgangslaust að herða sóttvarnir.

Því það vinnur fyrir veiruna en ekki okkur hin.

 

Annars værum við ekki í þessari stöðu.

Kveðja að austan.


mbl.is Þurfum að „reyna að afstýra stórkostlegum skaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið er ekki vírusinn heldur viðbrögðin við honum.  Afleiðingarnar af sóttvarnarlokununum munu fylgja þjóðinni miklu lengur heldur en afleiðingarnar ef þessari pest.

Eins og hefur kemur fram þá létust nærri 50 aldraðir einstaklingar árið 1988 í Inflúensufaraldri þá um vorið.  Hvernig lifðum við það eiginlega af?

Pétur (IP-tala skráð) 29.10.2020 kl. 17:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Ert þú að meina að þessi faraldur sé bara feik, og þar með viðbrögðin við honum sé samsæri?'

Hvað fær þig sem vitsmunaveru til að halda það??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.10.2020 kl. 22:12

3 identicon

Það hefði betur verið farið að ráðum Gylfa Zoëga og Kára Stefánssonar.  Þjóðhagslega og lífið geta gengið sinn betri vanagang.

Lokun landsins og lífið blómstrað hér innanlands.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.10.2020 kl. 22:21

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Það munaði viku, eftir það hafa landamærin haldið.

En í aðferðafræði þess í neðra, er öllu snúið á hvolf, og lokun landamæra kennt um núverandi bylgju.

Kári sem varaði við, er skúrkurinn því orð hans gengu eftir.

Hann er sagður tjá öfga, en hinu meintu öfgar hans að loka og læsa, þegar allt er komið í óefni, eru leiðin sem æ fleiri Evrópuríki feta.

Vegna þess að menn stöðvuðu ekki veiruna í tíma á meðan hún var viðráðanleg.

Svo segja menn að andskotinn sé ekki til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.10.2020 kl. 22:43

5 identicon

Rétt Ómar.

Betur hefði verið farið -strax- að ráðum

Kára varðandi varnir.

Og þá hefði þjóðhagfræði Gylfa virkað fullkomlega.

Nei, því miður, var helvíti hálfkáksins valið og veirunni leyft að krauma, sýkja og drepa.

Ábyrgðin?  Svandís er yfirmaður framkvæmdavalds heilbrigðismála.  Hún valdi sér það sjálf.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.10.2020 kl. 22:53

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Landspítalinn hafði eitt hlutverk og aðeins eitt í þessum faraldri og það var að verja þá veikustu. Landspítalinn klúðraði því. 

Ragnhildur Kolka, 31.10.2020 kl. 10:42

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ragnhildur.

Þetta er stór fullyrðing og þú ert ekki beint martæk að setja hana fram án rökstuðnings.

Hvað var það í verklagi Landspítalans sem þú telur gagnrýnisvert??

Og síðan, hvernig færðu það af þér að segja að eina hlutverk þjóðarspítalans, og því sem næst okkar eina spítala, sé að verja þá veikustu??

Hefur það farið fram hjá þér að það geisar farsótt í heiminum??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.10.2020 kl. 21:23

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Frá því í vor hafa allir vitað að það þyrfti að verja þá veiku og þá øldruðu. Landakot hýsir slíkt fólk, því hefði þurft að gera sérstakar ráðstafanir, meira en bara þvo hendur og bera grimur, til að koma í veg fyrir smit milli manna. Til dæmis hólfa niður og setja auka fjármuni í mannahaldi, tryggja að umønnunarfólk sé ekki að fara milli deilda og bera pestina áfram milli sjúkra. Landspítalinn gerði ekkert af þessu. Nú gæti spítalinn staðið frammi fyrir málsóknum vegna vanrækslu. 

Ragnhildur Kolka, 1.11.2020 kl. 18:47

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ragnhildur.

Allt rétt sem þú segir, það er illskiljanlegt af hverju það var ekki hólfað, en hví beinir þú spjótum þínum að Landspítalanum og stjórnendum hans??

Það er þeir sem þurfa að reka spítalann og reyna að sinna öllum þeim kröfum sem til hans eru gerðar, og sæta jafnframt árlega stöðugum kröfum um niðurskurð á krepputímum og hagræðingu á velmegunartímum. Jafnframt því sem regluverk er gert allt flóknara og sýgur til sín æ meira fjármagn.

Það er ofsalega billegt hjá manneskju sem hefur stutt þessa stefnu allt sitt líf, að ráðast síðan á fólkið sem situr uppi með afleiðingarnar af henni, og reynir að gera sitt besta innan þess ramma sem því er sett.

Hólfun hefði dregið úr útbreiðslu veirunnar en það var óhjákvæmilegt, aðeins spurning um tíma, að hún hefði borist inn. Líkurnar á slíku eru í beinu hlutfalli við útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.

Landspítalinn hefur ekki það eina hlutverk að verja viðkvæma hópa, hann hefur það hlutverk, ásamt öllu öðru.  Að sinna þessu öðru, ásamt því að verja spítalann fyrir smiti, er í besta falli mjög brothætt, og þarf glópalán til að gangi upp.

Á þetta bentu stjórnendur Landspítalans, á þetta bentu veirulæknar hans, þegar ákveðið var að opna landamærin.

Á þá var ekki hlustað, stjórnendur þjóðarinnar töldu sig vita betur, en þeir sáu ekki einu sinni sóma sinn í að setja nauðsynlegt fjármagn til spítalans til að mæta álaginu sem óhjákvæmilega yrði á sjúkrastofnanir, sérstaklega þeim sem sinna öldruðum.  Við fáum ekki fjármagn á móti segja stjórnendur hjúkrunarheimila, bæði þeirra sem eru reknir af hinu opinbera sem og af einkaaðilum.

Stjórnvöld sjá þó sóma sinn að mæta ekki með snörunar þegar hið óhjákvæmilega gerðist, vitandi sjálfsagt uppá sig skömmina, en þið sem börðust gegn höftum á frekari innflutningi á veirunni, þið mætið.

Hvað segir þetta um ykkur Ragnhildur??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.11.2020 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1319875

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband