Stjórnmálamenn hagræddu.

 

Eftir hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem gekk þvert á flokka, þar er enginn undanskilinn þegar á reyndi þó annað væri sagt á meðan gistiskýli stjórnarandstöðunnar voru nýtt.

 

Hagræddu þvert á aðvaranir sérfræðinga, lækna og annarra sem höfðu þekkingu á málaflokknum og sögðu, að á meðan það er ekki samþykkt að aflífa eldra fólk, þá þarf það einhvers staðar að vera.

Óhjákvæmileg afleiðing þess að loka spítölum eins og Landakoti eða Sankti Jósefs yrði að Landspítalinn myndi yfirfyllast af eldra fólki sem ætti hvergi skjól eftir læknisaðgerðir.

 

Nei sögðu stjórnmálamenn, Exelinn hefur sagt okkur annað.

 

Núna á kovid tímum er ekki lengur hægt að lifa með lyginni, mistök voru gerð, og þau mistök þarf að leiðrétta.

Til þess er einkaframtakið tilbúið að því gefnu að samfélagið borgi reikninginn.

Þá með peningum sem fundust ekki þegar opinbera kerfið var skorið við trog.

 

Kaldhæðnin er að þeir sem aðhyllast hugmyndafræði andskotans og stóðu fyrir hinum heimskulega niðurskurði á sínum tíma, og höfðu þá ekki kjark til að segja; hagkvæmast er að aflífa fólk við ákveðinn aldur.

Hafa núna fundið þann kjark.

 

Nema þeir tala um hjarðónæmi.

Strax.

Annað er svo dýrt.

 

Já, helv. mennskan hún kostar.

Þá er nú villimennskan ódýrari.

 

Eða þannig.

Kveðja að austan.


mbl.is Framtíðarsýn þarf á stækkandi vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 34
  • Sl. sólarhring: 629
  • Sl. viku: 5618
  • Frá upphafi: 1399557

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 4791
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband