16.10.2020 | 17:20
Það gleymdist að hálshöggva dómarann.
Í gamla daga, á meðan það var raunveruleiki að óvinveittur her myndi ræna, rupla og drepa, ef hann næði að brjóta sóttvarnir á bak aftur, þá var örugglega til dæmi um fólk, frjálshyggjufólk, sem sagði:
Ég má spássera fyrir utan borgarmúrana, í nafni frelsis, opnið þið borgarmúrana.
Og það er fræðilega hugsanlegur möguleiki á að vel mútaður dómari, hefði sagt, þegar sú ólíklega staða kom upp að fíflið og fávitinn hefði krafist réttar síns að ;
"Dómurinn sagði aðgerðir sem þessar ekki endilega geta verið gagnlegar sem vörn gegn kórónuveirufaraldrinum,"
En ef sá fræðilegi möguleiki hefði átt sér stað, þá væri enginn til frásagnar um hann.
Og sagan býr við þann veikleika að einhver þarf að vera á lífi til að skrá hana.
Þess vegna er lærdómur hennar til þýskra stjórnvalda sá sem sagður er í fyrirsögn þessa pistils.
Dómari sem segir að fífl og fávitar, þó þeir kenni sig við frjálshyggju, sem vilji opna borgarhlið svo óvinurinn geti sótt inn, drepið, rænt og ruplað, hann er ekki lengur dómari.
Hafi hann samt sagt að réttur fífla og fávita sé að sýkja náunga sinn, þá bara gleymdist að hálshöggva hann.
Þetta er ekki flókið.
Aðeins úrkynjun nútímans fær stjórnvöld til að bregðast ekki rétt við.
Á meðan drepur veiran.
Fyrir utan borgarhliðin.
En henni á að hleypa inn.
Kveðja að austan.
Dómstólar halda börum opnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 377
- Sl. sólarhring: 754
- Sl. viku: 6108
- Frá upphafi: 1399276
Annað
- Innlit í dag: 319
- Innlit sl. viku: 5174
- Gestir í dag: 296
- IP-tölur í dag: 292
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að hálshöggva dómara sem dæma eftir lögum stendur auðvitað ekki í sósíalistum. Enda hefur sósíalisminn drepið ansi hreint mikið fleira fólk en flensan.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.10.2020 kl. 17:53
Blessaður Þorsteinn.
Hefur þú ekkert annað að gera en að vakta svona pistla??
Hvað segir þú þegar ég pistla um meinta fjöldamorðinga, þessa sem vilja ólmir drepa um 600 samlanda okkar.
Jú, alveg rétt, þú vitnar í Svía, en bíddu við, er veiran ekki farin að drepa þar??
Kveðja að austan.
PS. Ég hélt að Símon Pétur væri þinn nýji besti vinur.
Ómar Geirsson, 16.10.2020 kl. 17:57
Sæll Ómar, er þessi maður ekki leigupenni?
kv hrossabrestur.
Hrossabrestur, 16.10.2020 kl. 22:22
Sæll sértu Ómar
Ég fylgi ljósinu.
Vilji Þorsteinn verða vinur minn,
þá er honum það velkomið,
að því gefnu að hann komi úr villu síns myrkurs
og fylgi einnig ljósinu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.10.2020 kl. 23:23
Blessaður Símon Pétur.
Aðeins að stríða Þorsteini út af síðasta fýlukastinu, þegar hann tjáði mér að hann ætlaði aðeins að ræða málin hér eftir við þig.
Að sjálfsögðu í þeirri von að hann hætti að fara svona reglulega í fýlu, allavega eftir að ég sagði honum að ég hefði saknað hans pínupons eftir eitt kastið, og hef ítrekað það síðan.
Maður stundum skilur ekki þessi læti svei mér þá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.10.2020 kl. 01:00
Veit ekki Hrossabrestur.
Mér datt reyndar einu sinni í hug að hann væri rússneskur róbóti en hann var ekki sammála því, hætti samt að endurtaka sömu síbyljuna á eftir.
Eigum við ekki bara að segja að það standi honum nærri að veiran sé ekki í höftum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.10.2020 kl. 01:02
Það vill þannig til að það gengur bráðsmitandi pest um samfélagið. Verði haldið áfram uppteknum hætti, að láta hana ganga jafnt yfir elsta hópinn og aðra má reikna með að 500 manns deyi úr henni hérlendis. Það getur gerst á löngum tíma, og dregið þá miklu fleiri til dauða til viðbótar vegna atvinnuleysis og eyðileggingar á framtíð ungu kynslóðarinnar, eða á skömmum tíma með minni hliðarafleiðingum.
Þetta fólk deyr úr pestinni, ekki vegna þess að einhver myrði það. Eini maðurinn sem ég hef séð hvetja hér til morða ert þú Ómar Geirsson.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 09:55
Góðan daginn Þorsteinn.
Helv. ertu eitthvað fúll í morgunsárið, fékkstu þér ekki sterkan ilmandi kaffibolla áður en þú tókst varðstöðu þína hér í netheimum??
Ert þú annars ekki sami Þorsteinn sem fullyrti í varðstöðu sinni, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, að þetta væri meinlítil flensa með svo lágt dánarhlutfall að þú gast ekki skrifað það prómil með öllum sínum aukastöfum??
Hvað getur maður sagt annað en góðan daginn??
Jú, þér fer fram.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.10.2020 kl. 10:28
Bentu mér á hvar ég hef haldið því fram að þetta væri meinlítil flensa. Ég hef bent á að dánarhlutfallið er lágt, 0,13% samkvæmt WHO, en jafnframt þann mun að gagnvart flensu eru 80% með mótefni, en enginn gagnvart þessu.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 11:05
Þú ert sem sagt annar Þorsteinn.
Deilið þið sama líkama eins og síam, eða eruð þið eineggja líkt og Gunni og Ási, eða deilið þið bara sama nafni??
Eða er þetta eitthvað í ætt við það sem var sagt í klassískri svarhvítri í svarthvíta sjónvarpi æskuára minna, Mörg andlit Evu??
En þá þýðir víst litið að spyrja, hvert andlit hafði víst ekki hugmynd um tilveru hinna.
Það er nú samt alltaf gaman að spyrja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.10.2020 kl. 11:27
Sýndu bara fram á að það sem þú ert að staðhæfa sé rétt, ef þú getur ræfillinn.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 11:52
Þú ert greinilega ekki hrifinn af spurningum, og fúllyndið bendir til þess að þú drekkur ekki kaffi, allavega einhver Þorsteinninn.
Þú ert varla vegan??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.10.2020 kl. 13:00
Þú staðhæfir að ég hafi sagt eitthvað sem ég hef ekki sagt. Ég bendi þér á að sýna fram á það. Skilur þú þetta ekki?
Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 13:36
Sæll Ómar.
Þorsteinn hefur verið samkvæmur sér mjög
í málflutningi sínum og hann ekki breyst
að neinu ráði enda þótt svo væri þá eiga allir
leiðréttingu orða sinna.
Sjálfur ertu líka samkvæmur sjálfum þér!
Nei, ég er ekki alltaf sammála Þorsteini en í einum hlut
er ég honum hjartanlega sammála, að blasi við að
dauðsföll eldri borgara geti orðið mun fleiri
á tiltölulega stuttum tíma.
Ég er ósammála því (hefur ekkert með Þorstein að gera)
að veira þessi sé óútreiknanleg þvert á móti hefur mér
fundist hún fylgja ákveðnu munstri; hún hafi verið hönnuð á þann veg.
Húsari. (IP-tala skráð) 17.10.2020 kl. 16:30
Þakka þér Húsari.
Þarna sérðu Ómar, nú plokka ég af þér leynibloggvinina, einn af öðrum
Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 17:06
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands,
vinnur núna stórsigur í kosningunum þar.
Núverandi ríkisstjórn hér á landi mætti íhuga
hvað það er sem greinir ríkisstjórn Jacindu Ardern
frá þeirri íslensku.
Annars bíður ríkisstjórnar Bjarna, Kötu og Singa
dúndrandi hrun í komandi kosningum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.10.2020 kl. 17:30
Nýja-Sjáland lokaði landamærum.
Nýja-Sjáland tók veiruna engum herða og slaka
vettlingatökum.
Veiran var keyrð niður.
Þar blómstrar nú atvinnulífið.
Þar ferðast menn innanlands og treysta
á eigið vinnuafl, þjóðina sjálfa,
landsins gagn og nauðsynjar,
sjálfstæðið og fullveldið.
Hér hins vegar ráða vesalingar för
og atvinnuleysi nálgast óðfluga 15%.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.10.2020 kl. 17:41
Nýja-Sjáland er reyndar á hausnum núna. Samdrátturinn var orðinn rúmlega 12% í september og fer versnandi, og atvinnuleysi í hæstu hæðum. Nýja-Sjáland er nefnilega ekki óháð öðrum neitt frekar en önnur lönd.
Og veiran nær sér aftur á flug þar, sannaðu til Símon. Þetta er nefnilega ekki eitthvað sem hverfur bara, það blossar upp aftur um leið og slakað er á. Nýja-Sjáland hefur þegar farið í gegnum tvær bylgjur og vitanlega verða þær fleiri, því það er einfaldlega óralangt frá því að ónæmi sé náð. Mér finnst eiginlega alveg furðulegt að fólk skuli vera svona ímyndunarveikt. Sjáðu bara Tékka. Þeir héldu hátíðir í júní vegna þess að þeir héldu að veiran væri farin. En svo kom hún auðvitað aftur, og nú er verið að skella öllu í lás eina ferðina enn.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 17:52
Heildarfjöldi smita á Nýja-Sjálandi,
frá upphafi faraldursins til dagsins í dag,
er 1.883.
Íbúafjöldi þar er rúmar 5 milljónir.
Afar lofsverður árangur hjá stjórnvöldum þar,
enda vinnur þar núna Jacinda Ardern stóran
kosningasigur.
Íbúar Nýja-Sjálands kunna gott að meta:
Lokun eyríkisins og að fá frið til að byggja sjálfir atvinnulífið upp til eigin hagsældar.
Eitt sinn kunni "Sjálfstæðisflokkurinn" þá list.
Það kann hann ekki lengur, enda fjötraði forysta hans sig og Ísland
við brusselskt júró búra kratakomma ósjálfstæði
og reglugerðafargan sem allt drepur í dróma.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.10.2020 kl. 18:09
Já Símon. 25 látnir á Nýja-Sjálandi af 1883, 1,3% af greindum smitum. Hér eru 11 látnir af 3998, 0,3% af greindum smitum. Lofsverður árangur?
Og mér finnst efnahagshrun og fjöldaatvinnuleysi ekki lofsverður árangur. Og hvað heldurðu að það atvinnuleysi og einangrun hafi drepið þar marga, til að ná hinum "lofsverða árangri"? (hver var hann aftur??)
Og á hvaða mælikvarða er það lofsverður árangur að bæla tímabundið niður bráðsmitandi pest? Jú, á mælikvarða sjálfsblekkingarinnar. Engan annan. Gleymdu því ekki að Svarti dauði barst til Íslands fimm árum eftir að hann geisaði í Evrópu. Pestin kemur aftur. Það er öruggt eins og að sólin kemur upp á morgun. Það að stinga höfðinu í sandinn breytir nákvæmlega engu um það.
En flyttu bara endilega til þessa draumalands, til að njóta þar atvinnuleysis og efnahagshruns. Lands þar sem geðbilunin er búin að ná slíkum hæðum að þar er saklaust fólk, eitt á gangi á götu, snúið niður, handjárnað og sett í fangelsi ef það er ekki með tusku yfir trantinum.
Er ekki kominn tími til að sjá hlutina í samhengi Símon? Þú getur það.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.10.2020 kl. 22:18
Sæll Ómar, það er varla við þvi að búast að það komi neitt vitrænt frá orðaskaki við þennan Þorstein, hann er menntaður í Hagfræði, sem Stærðfræðingar kalla gerfivísindi. svnefndir Hagfræðingar læra að hugsa bara í krónum og aurum en tapa öllum sjónum á samfélagslegum gildum og gerast siðblindir, nákvælega það sem Forstöðumaður Alþjóða heilbrigðismála stofnunarinnar er að vara við og kallar það algert siðleysi þegar pólítíkusar og aðrir álíka eru að gæla við hugmyndina um að láta veiruna flakka og það myndist hjarðofnæmi og bendir á að til að mynda hjarðónæmi fyrir t.d. mislingum þurfi 95% að hafa ónæmi.
Höldum okkur við vísindin en höfnum hjávísindum.
kv. hrossabrestur
Hrossabrestur, 17.10.2020 kl. 22:27
Afsakið hvað ég kem seint inní umræðuna félagar, annasamur dagur í fær, þrír leikir, fjölskylduannir og hún Vera gullmoli um kvöldið, vart stundarfriður til að halda lífi í blogginu fram á mánudaginn örlagaríka.
En Húsari minn góður, gleymdu ekki að ég sagði Þorsteini að honum færi fram, og slíkt segir maður náttúrulega ekki út í loftið, hann er nýlega búinn að frétta að veiran er banvæn og dreifir þeim boðskap vítt og breitt.
En varðandi seinni hluta þess sem þú sagðir, get ég fátt sagt.
Rök bíta lítt á trú og við vitum að til er fólk í USA sem áætlar aldur jarðar út frá ættartölum í hinni helgu bók, Biblíunni. Ég hef líka heyrt að ennþá sé til eldra fólk í Sviss sem trúir að Toblerone sé sé ennþá svissneskt gæðasúkkulaði svo ef þér finnst veiran vera fyrirsjáanleg vegna þess að hún var hönnuð til þess, þá finnst þér það.
Það má líka vel vera að skaparinn sé sammála þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2020 kl. 14:54
Blessaður Hrossabrestur minn góður.
Ja, ég man nú eftir ungum hagfræðing sem stakk svo rækilega uppí reiknimeistara Landsvirkjunar að þeir tóku þann kostinn að sigra rökræðuna með þögninni þar sem þeir höfðu ekki rökin, svo það er nú alltaf spurning um þetta vitræna.
Og ég hygg að þú sért að alhæfa um hagfræðinga, það er að taka hlutmengið sem kennt er við Hagfræði andskotans og yfirfara það á hið mikla stærra mengi sem heitir hagfræðingar, og þeir geta alveg kunnað stærðfræði líkt og stærðfræðingar. Og mér finnst stærðfræðingum ganga lítið betur að leysa reiknijöfnunina sem útskýrir alheiminn, hvort hann sé einn eða fleiri, þenjast út, standi í stað eða sé bara ímyndun í höfði einhverrar risaeðlu en strákunum í 12 ára bekknum gekk að mæla typpastærð bekkjarins til að fá skorið úr hver væri með stærsta typpið, sigurvegarinn var jafnvel sakaður um það svindl að hafa kíkt á gamalt Rapport rétt fyrir mælingu, eitthvað sem allir gerðu ekki, það er sumir gerðu ekki, og sumir sem svindluðu sáu engan árangur, hvort sem það var ekki rétt kynörvun eða þeim skorti líkamlegar forsendur fyrir hinni sjálfkrafa stækkun.
En það er rétt, að drepa fólk viljandi er siðleysi, þarf ekki auramat sem réttlætingu til þess.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2020 kl. 15:06
Blessaður Símon Pétur, fyrrverandi besti vinur Þorsteins.
Það er kannski fullmikið lagt á stöðuna að segja að það blómstri allt á Nýja Sjálandi, sem gefur að skilja snertir faraldurinn öll ríki heims, og beinn efnahagslegur skaði til að byrja með er beintengdur við stærð þeirra atvinnugreina sem strax urðu fyrir áhrifum heimsfaraldursins.
Því stærri sem ferðamannaiðnaðurinn var, eða matvælaframleiðsla háð sölu til veitingahúsa og svo framvegis, því stærri er fyrstur skellur.
Spurningin er síðan hvernig menn vinna sig út úr vandanum og allavega virðast Ný Sjálendingar ánægðir með sína stjórn því þeir hafa framlengt umboð hennar.
Varðandi þá sem snúa öllu á hvolf líkt og gert var á árum og öldum áður þegar sá í neðra var blótaður með öfugum krossi og faðirvori snúið afturábak, þá hafa sóttvarnir ekkert að gera með fyrsta skellinn, heldur heimsfaraldurinn þar sem öll ferðalög og þar með ferðamennska lagðist af.
Sóttvarnir hafa hins vegar mikið að segja hvernig menn vinna sig út úr fárinu, eftir því sem fólk upplifir sig öruggara, þá fer það meira um, eyðir meiru, myndar þannig mótspyrnu innanlands þó í stærra samhenginu dugi það lítt ef heimskreppan heldur áfram að vefja uppá sig.
En fyrst og fremst snýst þetta um hugmyndafræðina, hvort menn nýta sér peningalegar aðgerðir til að dreifa byrðum í stað þess að láta hluta samfélagsins bera allar byrðar faraldursins.
Og eitthvað virðist það hafa gengið vel hjá stjórnvöldum andfætlinga okkar, fyrst þau voru endurkjörin.
Galdraraus hér um fær því ekki breytt, en fóðrar vissulega fákænar sálir.
Hve sælar þær verða svo af rausinu er svo önnur saga.
Kveðja að austan.
PS. Per milljón er 5 á Nýja Sjálandi, 32 hérna hjá okkur.
Ómar Geirsson, 18.10.2020 kl. 15:33
Blessaður Þorsteinn, seint koma sumir en koma þó með ilmandi kaffibollann og bragðið af súkkulaðitertunni frá Bónus í munni.
Ég átti ekki von á að þú segðir mér hvort þú værir vegan eður ei, ert svona meir fyrir að spyrja en að svara. Ósvör þín hafa samt sagt mér margt, til dæmis efa ég að þið séuð tveir, og þar með útiloka ég síam.
Eftir stendur þetta með hin mörgu andlit Evu, það kom mér á sporið að það rifjaðist upp fyrir mér að eitt af andlitum hennar var dramadrottning sem skellti hurðum í fýluköstum sínum, og hleypti svo öðrum persónuleikum að í kjölfarið, sem skyldu svo ekkert i spurnarsvipnum á fólki enda báru þeir ekki ábyrgð á köstunum. Eins var einn persónuleikinn svona röff uppreisnarseggur, svo brúkaði orðbragð sem hefði látið sjóaða vændiskonu í Hamborg roðna af blygðun, ef hann hefði verið karlmaður þá hefði hann líklegast brúkað götustrákamál og talið sig stærri á eftir.
En það sem sannfærði mig endanlega var minnisleysi þitt, líkt og það næði ekki mikið lengra aftur en að keyptri yfirlýsingu AIER hugveitunnar sem kennd er við Barrington. Ekki að ég fagni að þú skulir loksins viðurkenna alvarleik drepsóttarinnar og átta þig á hvað það þýðir að drepsótt sé 1000 sinnum hættulegri fyrir eldra fólk en yngra, en það er bara ekki svo að þú hafir fæðst eða verið klónaður nokkrum dögum áður en þessi síðasta atlaga myrkursins að siðmenningunni leit dagsins ljós, þú átt þér þína sögu sem netið geymir samviskusamlega.
Hvað skyldi ég hafa bent þér oft á að This is not a flue, eða hve oft hefur þú mætt inná bloggpistla nafna míns þar sem þú gerir lítið úr alvarleikanum. Eða á síðu Páls bloggkóngs áður en hann fór að vinna fyrir nýju jakkafötunum sínum, eða hjá Teh grand old man???
Fýlugjarna dramadrottningin, kjöftugi götustrákurinn, ágætlega skrifandi penni í dagblöð, maðurinn sem nagar niður sóttvarnir og loks maðurinn sem hélt að hann hefði fæðst fyrir örfáum dögum síðan, þetta eru allavega fleiri andlit en Twofaces hafði í Batman.
Þó sá minnislausi krefjist þess að ég komi með dæmi um að Þorsteinn þessi sem var til fyrir endurfæðinguna hafi talað um meinlitla flensu þá veit ég ekki alveg hvort ég eigi að gera lítið úr öllum hinum eða eiga á hættu nýtt drama af hálfu dramadrottningarinnar svo mér datt í hug, hvort þú, þessi sem man ekkert aftur fyrir 10. október geti útskýrt þessi orð á annan hátt en að borið sé saman Kóvid og flensa;
En þau eru tekin úr spjalli mínu við Þorstein Sigurlaugsson þann 1. okt síðastliðinn;
"Það deyja hundruð þúsunda úr flensu á ári. Það mætti fækka þeim dauðsföllum verulega með því að banna ferðalög milli landa og koma á útgöngubanni. Það er ekki gert. ....Þú staðhæfir að þeir sem ekki bregðast við tilteknum smitsjúkdómi með þeim hætti sem þú vilt séu fjöldamorðingjar. Ég bendi á að það eru til fleiri smitsjúkdómar sem ekki er brugðist við með neinum slíkum hætti. Af þessu leiðir að þú hlýtur að kalla þá fjöldamorðingja líka. ".
Ég veit alveg hvað gamli Þorsteinn sagði en er svona meira spurn um hvað sá nýi segir um málið, sá sem fordæmdi hálfkák við núverandi sóttvarnir og sagði; "Nái veiran að breiðast verulega út, eins og talsverðar líkur eru á, munu hinar ómarkvissu aðgerðir leiða til hundruða, jafnvel þúsunda dauðsfalla, sem með markvissum aðgerðum hefði mátt afstýra.".
Hvað skyldi flensan drepa annars marga á ári hér á Íslandi svona miðað við að hún drap ekki nema um 4.000 manns á Englandi veturinn 2018-2019, ef ómarkvissar aðgerðir geta kostað hundruð, jafnvel þúsundir dauðsfalla hér á landi.
Ef sá ótti tjáir ekki ótta við skæða drepsótt, en ekki flensu þá veit ég ekki hvað smitsjúkdóma þessi eldri Þorsteinn er að tala um.
En kannski Þorsteinn hinn nýi, kannski átt þú það sameiginlegt með þeim eldri að geta aldrei útskýrt rökin fyrir fullyrðingum þínum, og kallar því á sameiginlega vin; Þorstein dramadrottningu.
Hver veit.
Skýrist.
Kveðja úr súldunni að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2020 kl. 17:04
Blessaður aftur Símon Pétur.
Þú tókst örugglega eftir að orð féll niður í heilsun minni, auðvitað var ég að tala um fyrrverandi nýja besta vin Þorsteins.
Vona að þú hafir verið á sunnudagsrúntinum og því ekki komist í að lesa þessi orð mín.
Kveðja úr rigningu og súld að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2020 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.