9.10.2020 | 23:07
Öflugasta sóttvörnin á dauðans alvöru tímum.
Er að setja herlög á hægri öfga, hvort sem þeir eru í Sjálfstæðisflokknum, í fjölmiðlum, eða annars staðar þar sem grafið er undan sóttvörnum þjóðarinnar.
Það eru mannslíf í húfi, og þetta fólk hættir ekki fyrr en það veit að persónulega ber ábyrgð á dauða fjölda samlanda okkar.
Og þá mun það næra óeðli sitt með því að segja; "Það hefði dáið hvort sem er".
Vissulega höfum við ekki her, og lögregluembætti okkar eru undirlögð pótintátum, í pilsum, sem sækja frama sinn til þessara hægri öfga, og munu því ekki lyfta litla fingri til að rannsaka eða stöðva þessi myrkraröfl sem knúin eru áfram af þröngum hagsmunum fjársterkra einstaklinga sem hafa byggt auðlegð sína á Ferðamannalandinu Íslandi.
En við höfum samt her, eða allavega þá erum við í varnarsamstarfi við öflugasta herveldi heims, sem væri í lófa lagi að senda hingað harðsnúna sveit herlögreglumanna til að framfylgja lögum þar um, þó þau lög yrðu kölluð einhverju sterilseruðu nafni til að gæta meðalhófs gagnvart þeim trúnaði sem afneitar mannamáli eða hlutirnir séu kallaðir sínu rétta nafni.
Fólk á ekki að þurfa að deyja vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn eða hluti af ráðherrum hans vinna beint gegn sóttvörnum þjóðarinnar.
Fólk á ekki að þurfa að deyja vegna myrkrarafla sem fjármagna lygar, blekkingar og hálfsannleik sem grefur undan sóttvörnum þjóðarinnar.
Því á stríðstímum er svona fólk stöðvað.
Bretar hefðu til dæmis ekki átt breik gegn Þjóðverjum ef þeirra fyrsta verk hefði ekki verið að stöðva fólkið sem af annarlegum ástæðum barðist gegn vörnum þjóðarinnar.
Hvort sem það voru njósnir eða úrtöluraddir sem lögðust gegn vörn, en hvöttu til uppgjafar.
Það eru skýringar á að læknar okkar berjast dag og nótt gegn þessum vágesti.
"Mikil er ábyrgð þeirra sem leggja til óheftari smit í landinu og tala gegn okkar bestu sérfræðingum í smitvörnum, sem nú eiga undir högg að sækja í þjóðfélagsumræðu og hjá ákveðnum hópum," .
En ef ekki er hlustað á sérfræðingana okkar og ef álit þeirra og leiðbeiningar eru sveigð til eða hundsuð er það í alvörunni möguleg útkoma. Og það getur gerst á nokkrum dögum vegna veldisvaxtar smitanna.".
Að fólk sé sent heim til að deyja.
Við eigum ekki að líða þessar raddir.
Við erum lyddur ef við stöðvum þær ekki.
Dauðans alvöru tímar þola og þurfa opna umræðu um stefnu og markmið.
En þeir eiga aldrei að líða að lygar og blekkingar vegi að vörn þjóðar.
Þar liggja mörkin.
Og þau eigum við að verja.
Kveðja að austan.
Sendir aftur heim til að deyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 51
- Sl. sólarhring: 616
- Sl. viku: 5635
- Frá upphafi: 1399574
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 4806
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trúir þú því í alvöru Ómar, að leiðin til að lækna sjúkdóm sé að taka verkjalyf við einkennunum?
Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2020 kl. 23:44
Heill og sæll Ómar
Eiginlega er ég ánægður að vita núna hverjir vilja mig, 65 ára og með undirliggjandi mein, feigan.
Mig grunaði ekki áður að það væru jafnvel ákveðnir þingmenn og ráðherrar í þeim hópi. Og m.a.s. stjórnsýslufræðingur.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.10.2020 kl. 23:49
Ef heldur sem horfir, og 600 eru sendir heim í sóttkví vegna hverra þriggja sem greinast smitaðir, þá kemur óhjákvæmlega að því að það þarf ekki að senda neina sjúka heim til að deyja hvorki á Íslandi né Ítalíu, þeir deyja drottni sínum hvar sem þeir eru staddir á meðan heilbrygðir hlíta sinni sóttkví, það þarf hvorki vúddúvísindi né herlög til að skilja þá dauðans alvöru og þá umræðu þarf að opna.
Magnús Sigurðsson, 10.10.2020 kl. 00:44
Því miður virðist Brynjar N. bara vera á þingi til að verja hagsmuni auðmagnsins það hefur komið fram hjá honum áður, þannig virðist hægri öflin haga sér eins er það með landbúnaðarráðherrann,hvernig hann talar niður landbúnaðinn er með ólíkindum að vera ráðherra fyrir málaflokkinn og níða hann síðan niður hefur sennilega aldrei gerst í sögu þjóðarinnar,skömm er að svona mannfyrirlitningaraðilum á alþingi landsins.Hef áður haldið því fram að nauðsynlegt sé að fækka þingmönnum, þannig myndi sparast mikið fjármagn og tími þingmanna færi síður í tómt þvaður og bull.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 10:38
Hvað koma einhverjir hagsmunir "auðmagnsins" þessu máli við? Brynjar er að benda á hið augljósa, að til að ná faraldrinum út úr heiminum þarf markvissar aðgerðir sem valda ekki óþarfa tjóni, og sem virka, en snúast ekki bara um að fresta vandamálinu.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 11:25
Blessaður Magnús.
Mér vitanlega eru allir þrælhressir í Wuhan borg, börn þar hlæjandi og syngjandi í skólanum. Eins hafa menn það nokkuð gott í Taívan þó þar hafi örugglega margir 600 þurft að fara í sóttkví vegna hverra þriggja sem smituðust.
Tek þessi dæmi um lönd og svæði þar sem veiran var gerð réttdræp því annars dræpi hún fólk.
Seinni bylgjan hefur ekki látið á sér kræla í Wuhan, mannlíf þar eðlilegt, 12 vikna sóttkvíin var erfið en hún er að baki. Í Taívan koma aldrei bylgja því þar var strax gripið inní með einangrun og sóttkví, raskið því miklu minna, og daglegt líf gengur nokkuð eðlilega þrátt fyrir ákveðnar sóttvarnir.
Seinni bylgja getur samt alltaf skollið á aftur en áhrif hennar eru miklu minni ef strax er gripið til svipaðra aðgerða og loks var gert hér um mánuði of seint. Þetta sannar dæmið frá Nýja Sjálandi en þar er búið að slaka á öllum hömlum í Auckland, rúmum mánuði eftir að gripið var til þeirra. Með orðinu hömlum á ég við það sem þeir kalla restrict, en þeir eru ennþá á viðbúnaðarstigi, það er 2 metra regla og eitthvað fleira sem var hjá okkur í sumar.
Málið er Magnús að þetta er hægt þó gripið sé til strangra sóttvarna í ákveðinn tíma, samfélagslega lokunin er svona líkt og 6 vikna sumarfrí, sem allavega Frakkar hafa lifað með í öld eða svo.
Það er lymskuáróður myrkrarafla að allt fari í dauðann og djöfulinn þó siðað samfélag reyni að verjast þessum vágest. Vöruflæði heimsins, fyrir utan túristaflæðið, virðist vera nokkuð veginn óskert, þar sem menn tala um hungur eða annað, það er í löndum þar sem kerfið hafnar samhjálp, í raun er þetta bara gamla góða stéttarbaráttan, það var til dæmis til nægur matur á Írlandi þegar um milljón fátækra dó úr hungri í kjölfar kartöflumyglunnar, hann var bara fluttur út.
Og mér finnst það ekki skrýtin tilviljun Magnús að myrkrið sem nærir misskiptingu og arðrán fjöldans, fóðri líka baráttuna gegn sóttvörnum, það er gróði í dauðanum og upplausninni.
En það er réttmæt ábending að það er ekki hægt að berjast við farsótt eingöngu með einangrun og sóttkví, þess vegna var loksins ráðist í aðgerðir til að skera á smitleiðir.
Það er þannig sem veirunni er útrýmt, hitt er í raun eins og að pissa í skóinn sinn og endar alltaf með óheftri útbreiðslu.
Sem menn eiga þá að viðurkenna að sé stefnan.
Kveðja úr sólinni í neðra.
Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 11:41
Blessaður Þorsteinn.
Ég get ekki skilið þennan pistil minn á annan hátt en þann að ég sé að hafna magnyl við tannpínu en vill að tönnin sé rifin út.
Á meðan lækning er ekki til þá er aðeins ein leið til að sigrast á farsótt, og það er að skera á smitleiðir.
Síðan er það náttúrulega uppgjöfin sem er leið út af fyrir sig.
En þú vinnur aldrei stríð með því að leyfa hluta almennings, hvað þá valdsmanna, vinna gegn því sama stríði.
Þetta bara lærðu menn svona i aldanna rás og þess vegna voru refsingar við landráðum þyngstu refsingar sem kveðið var á um í lagabálkum einstakra landa.
Þó falli á silfur með tímanum þá hefur ekkert fallið á þessa visku þó við lifum öld rétttrúnaðarins.
Þess vegna þarf herlög þegar ekki annað betur býðst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 11:48
Blessaður Pétur Örn.
Dálítið spúki svona í ljósi aldursamsetningu kjósendahóps flokksins. Þetta er líkt og að bjóða sig fram til formanns í Samtökunum 78, og láta framboðsræðuna vera ritningarlestur um syndina.
En hvaða stjórnsýslufræðing ertu að tala um??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 11:51
Var hann ekki kosinn til þess Sigurgeir??
En Brynjar er þó það heiðarlegur að segja hug sinn, verra er fólkið sem grefur undan bak við luktar dyr, sem aftur skýrir svo hið meinta aðgerðaleysi í um mánuð með þeim afleiðingum að faraldurinn er því sem næst orðin óviðráðanlegur.
Það er fólkið sem þarf að stöðva.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 11:52
Sæll Ómar
ég er að vísa til rimmu Kára og Hauks Arnþórssonar.
Ekki að sú rimma sé þó meginmálið; marga fleiri mætti nefna, auk þeirra þingmanna og ráðherra sem hafa stigið á stokk og kasta nú grjóti að sóttvarnafólki og reyna á opinskáan hátt að valda sundrungu meðal þjóðarinnar. Það er nú öllum augljóst hverjir það eru sem ala á sundrungunni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 12:18
@ Þorsteinn Siglaugsson
Sem þann áhugamann um herfræði Sun Tzu
sem þú lýstir yfir í upphafi faraldursins,
og mér þóttu afar athyglisverðar,
langar mig til að spyrja þig hvort það sé
einhver Sun Tzu herfræði á bakvið baráttu þína
gegn stjórn- og sóttvarnayfirvöldum hér á landi?
Eða er það bara
gamla Rómverska keisaradæmis aðferðin:
Divide et Impere?
Spurningar mínar eru einfaldar
og vonast eftir heiðarlegum svörum frá þér.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 13:19
Skil þig Pétur.
Nennti ekki að lesa Hauk, en svaraði Kári honum einhvers staðar??
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 14:02
Spurning þín er mjög góð Símon. Fókus er það sem skiptir máli. Það vissi Sun Tzu. Þegar þú glímir við óvin sem ræðst á einn hóp en annan ekki, í þessu tilfelli á gamalmenni en ekki þá sem yngri eru (með örfáum undantekningum auðvitað), þá hlýtur þú að beita þeirri aðferð að verja hópinn sem viðkvæmur er með öllum tiltækum ráðum, en ekki þann sem veiran er hættulaus. Markvissar aðgerðir eru nefnilega það sem öllu skiptir. Ekki ómarkvissar aðgerðir, með óraunhæft markmið, sem breytast síðan frá viku til viku þar til enginn veit hvernig hann á að haga sér, og sem standa svo lengi (mörg misseri eða ár) að fólk gefst upp á að fylgja fyrirmælunum.
Annað sem Sun Tzu vissi er að stríð verður að taka fljótt af. Stríð sem stendur of lengi vinnst aldrei, því tjónið af stríðsrekstrinum verður alltaf meira en hinn mögulegi ávinningur.
Sú stefna sem nokkrir helstu farsóttasérfræðingar heims setja fram með Great Barrington yfirlýsingunni er nákvæmlega þessi. Vernda (og það þýðir að vernda alveg, ekki bara með hangandi hendi) hina viðkvæmu. Láta svo sóttina ganga yfir á fáeinum mánuðum.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 15:05
Hinn sameiginlegi óvinur er veirusjúkdómurinn Ómar. Ekki þeir sem hafa kjark til að benda á skaðsemina af hinum ómarkvissu og flausturslegu aðgerðum. Slíkan sjúkdóm losnum við ekki við með því að reyna að bæla hann niður tímabundið, því hann kemur ávallt upp aftur. Þetta er það sem ég á við þegar ég tala um að ekki dugi að reyna að lækna sjúkdóm með verkjalyfjum.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 15:08
Nei Þorsteinn, ekki sögðu Bretar það þegar þeir handtóku samverkamenn nasista, þeir áttuðu sig á því að stríð vinnast ekki innanlands þegar menn telja sig deila sameiginlegum óvini.
Það er aðeins óvinur.
Síðan er það rökleysa að halda því fram að veirur séu ósigrandi, þær eru aðeins efnasambönd sem þurfa líf til að fjölga sér. Og þær deyja út fái þær ekki aðgang að þessu lífi.
Þess vegna er talað um að skera á smitleiðir.
Ekkert flókið við það.
En það virkar ekki, og það vissu Bretar, ef óvinurinn fær sífeld ný tækifæri vegna innlendra bandamanna.
Ekkert heldur flókið við það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 15:49
Ég er að ræða við Símon, ekki þig Ómar. Nenni ekki að fást við þinn sjúkleika lengur.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 16:41
Ja Þorsteinn minn kæri, þú lætur eins og ég sé síhringjandi í þig, biðjandi um að fá að njóta þess sem hrekkur af viskubrunni þínum.
En eins og ég sagði þér síðast, þar síðast, þar þar síðast og þar þar þar síðast já og þar þar þar þar síðast, að þá sakna ég þín pínkupons.
En á meðan er það kveðjan.
Að austan.
Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 16:50
@ Þorsteinn Siglaugsson
Þakka svörin.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 18:30
Alveg velkomið Símon minn. Hvet þig til að lesa Sun Tzu ef þú ert ekki búinn að því. Bókin er fljótlesin og fáanleg í góðri íslenskri þýðingu.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 18:57
@Þorsteinn Siglaugsson
Á enska þýðingu af Sun Tzu og las hana af mikilli athygli fyrir nokkrum árum og hef síðan gluggað í hana öðru hvoru.
Vissi ekki að hún væri komin út á íslensku.
Takk fyrir þær upplýsingar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.