5.10.2020 | 20:11
Höfuðborgin er sýkt svæði.
Og það er sjúkt að viðurkenna það ekki.
Sjúkt að fólk megi óhindrað fara þangað, jafnvel fólk sem starfar í umönnun og hjúkrun viðkvæmra hópa, og ennþá sjúkara að fólk megi óhindrað dreifa þar smiti út um allt landi.
Ef það kýs svo.
Þegar Madrid varð smituð á ný, þá voru sóttreglur hertar í Madrid en ekki í Galasíu.
Og eins bent er réttilega á í viðtengdri frétt, þá var Helsinki sett í sóttkví svo stórborgarsvæðið smitaði ekki aðra hluta Finnlands.
Orsök-afleiðing.
Við erum smáþjóð og það er ekki hægt að viðurkenna þessi einföldu sannindi.
Það er ekki hægt að beita sóttvörnum í samræmi við tilefni, og það er ekki hægt að vernda ósýkt svæði frá dreifingu smita frá sýktum svæðum.
Hvað veldur??
Er þetta skömmustu tilfinningin að hafa látið hægriöfga fólk tefja nauðsynlegar aðgerðir í um 2 vikur??
Og þá er gerð dauðaleit að bakara til að hengja.
Meikar ekki sens og sá sem meikar ekki sens í svona, hann mun ekki meika sens í öðrum álíka málum.
Til dæmis til að nýta hættustig almannavarna til að loka þeim fjölmiðlum sem beint vinna gegn sóttvörnum þjóðarinnar í þágu þröngra sérhagsmuna??
Það eru mannslíf undir og mannslíf þarf að vernda.
En skip sem mega fara á sjó með götuga björgunarbáta eru engu bættari þó brugðist sé við því neyðarástandi að skylda langferðabíla til að hafa björgunarbáta.
Það má vera að landið allt muni smitast innan ekki svo langs tíma.
En það er ákaflega auðvelt að koma í veg fyrir það með því að setja höfuðborgina í sóttkví og ferðir þangað, til og frá, verði háðar ströngum skilyrðum.
Svona líkt og var með enska landsliðið sem hingað kom, mínus vændið.
Þetta er allt hægt, en að hrópa Úlfur, úlfur, það er ekki góð aðferðafræði þegar enginn úlfur er á ferðinni.
Og svarið er þá ekki að ná í úlf og sleppa honum lausum.
Það er absúrt að ég fái til dæmis ekki að heimsækja mömmu gömlu á morgun vegna þess að boxklúbbar og brennivínsstaðir í Reykjavík leka smiti.
Og það er ennþá meira absúrt að fólk skuli hindrunarlaust geta sótt smit til Reykjavíkur án þess að gæta sóttvarna þegar það kemur aftur til baka.
Mistök voru gerð en við vitum hvaða illþýði báru ábyrgð á þeim.
Sækjum það til saka, en hengjum ekki saklaust fólk.
Látum skynsemina ráða.
Vinnum þetta saman.
Kveðja að austan.
Höfuðborgarsvæðið er orðið sýkt svæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 701
- Sl. sólarhring: 762
- Sl. viku: 6285
- Frá upphafi: 1400224
Annað
- Innlit í dag: 640
- Innlit sl. viku: 5404
- Gestir í dag: 607
- IP-tölur í dag: 593
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hinn möguleikinn er að setja upp vegatálma á héraðsmörkum. Viljum við búa í landi með vegatálmum? Það er stóra spurningin.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2020 kl. 22:09
Er það Guðmundur??
Heldur þú ekki að það sé ekki til einhver þriðji möguleiki??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.10.2020 kl. 22:14
Hver gæti sá möguleiki verið? Hvernig öðruvísi væri hægt að framfylgja því að "að setja höfuðborgina í sóttkví"? Ég bara spyr.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2020 kl. 22:24
Ja Ísland var basiklý í sóttkví þegar vændið í Reykjavík komst upp.
Ef það er tekið út úr dæminu þá er hægt að skipuleggja ferðir íþróttahópa út frá sóttvörnum þar sem lágmarks snertiflötur er hafður að leiðarljósi.
Fólk gæti sótt um leyfi og sett inn sóttvarnaráætlun, hegða sér eftir ákveðinn forskrift, grímunotkun, forðast fjölmenni fyrir utan erindið og svo framvegis.
Einnig má nefna kröfu um lágmarksumgegn í X daga eftir ferð á höfuðborgarsvæðið og svo framvegis.
Því veiran er ekki leyndó, það er að mestu vitað hvernig hún smitar, og hvernig er hægt að lágmarka smithættu.
En að skeika alltaf að sköpuðu og treysta á glópalánið, það á sér sín takmörk.
Og mér sýnist að það sé komið að þeim mörkum.
Kveðja að austan.
PS. ef þetta gengi snarlega eftir þá gæti ég séð örverpið mitt spila síðasta heimaleik Fjarðabyggðar núna á föstudaginn.
Pss. er ekki fullt af atvinnulausum snillingum í ferðaþjónustunni sem er vanir að bjarga aðstæðum frá degi til dags sem myndu redda einu svona sóttvarnarbatterí á innan við einum degi??
Ómar Geirsson, 5.10.2020 kl. 23:12
Nú verður bara að fara að átta sig á veruleikanum og leyfa fjárans flensunni að ganga yfir og klárast. Við getum ekki staðið í þessari vitleysu næstu árin eða áratugina út af pest sem 0,13% þeirra sem sýkjast deyja af sbr. nýjasta mat WHO.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.10.2020 kl. 23:36
Ómar. Allar tillögur þínar eru ágætar, en hvernig sérðu fyrir þér að yrði hægt að framfylgja þeim án vegatálma á héraðsmörkum?
Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2020 kl. 00:22
Sóttkvíarmörkin héldu ekki einu sinni á hóteli hér innanbæjar í Reykjavík nýlega... þrátt fyrir öryggisgæslu í hótelbyggingunni.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2020 kl. 00:24
Allt gerist 6.ehv.mánaðar. Vorum við það að sigra kvikindið en stjórnvöld áttuðu sig ekki; og hrunið varð þennan dag fyrir 12 árum,þá áttaði almenningur sig og er örugglega að verða útskrifaður i þekkingu sinni á stjórnmálamönnum. Ómar ekki skamma mig!!
Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2020 kl. 09:14
Sleppa þeim sjötta úr dagatalinu? Svona eins og þrettándu hæðinni er oft sleppt í byggingum?
Þorsteinn Siglaugsson, 6.10.2020 kl. 09:55
Blessaður Guðmundur.
Með því að trúa Kára að Íslendingar séu löghlýðnir og ferðist ekki án sóttvarnaáætlana.
Hliðin eru þá rafræn og meir að segja væri hægt að taka æfingartest með því að láta Njarðvík útfylla slíka áætlun fyrir leik sinn við Fjarðabyggð næsta föstudag, Fjarðabyggð myndi síðan senda inn 3 myndir, þá fyrstu af búningsklefa Njarðvíkur, næstu af búningsklefa Fjarðabyggðar í öðru húsi, þar með sannað að Njarðvíkingar geta keppt og spilað án þess að snerta neitt sem ekki er hægt að sótthreinsa á eftir, og þá þriðju af fjölda áhorfenda á síðasta leik liðsins.
Þar sæist að það er ekki svo mikil hætta á smiti hjá okkur örfáu pöbbunum sem horfa á leikinn.
En djóklaust Guðmundur, þetta er hægt, það þarf að hindra flæði milli sýktra svæða og ósýktra, hindra er ekki sama og að stöðva.
Ástandið er ekki þannig að þess þurfi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.10.2020 kl. 10:34
Blessuð Helga.
Stjórnvöldum hér til betrunar vil ég taka fram að þau eru ekki ein um að láta undan þrýsting málaliða andskotans, og leyfa því veirunni að sýkja fólk áður en menn þora að taka réttar ákvarðanir.
Því verður ekki breytt héðan af, en menn geta alveg lært af reynslunni.
En Helga mín, ég að skamma þig!!!???!!, þú veist að ég skamma ekki mér eldri konur.
Mamma myndi snúa uppá eyrun á mér jafnvel þó ég þyrfti að panta sérstakan heimsóknartíma til að gera henni það kleyft.
Maður tekur ekki þá áhættuna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.10.2020 kl. 10:40
Þorsteinn.
Böööö, ég nenni ekki að svara þér þegar þú ert ekki nógu leiðinlegur.
Ég glotti samt pín pons þegar ég las andsvar þitt til Helgu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.10.2020 kl. 10:42
Ef höfuðborgarsvæðið verður einangrað verður að skima alla sem þangað sækja þjónustu og vinnu frá nærliggjandi sveitarfélögum og öfugt.
Það er meira en segja það því það eru þúsundir manna daglega.
Landfari, 6.10.2020 kl. 11:53
Blessaður Landfari.
Réttmæt ábending, flókið mál, en samt ekki ómögulegt.
Þetta snýst ekki um skimun heldur hegðun, takmörkun í brýnar ferðir, og sóttvörn þegar heim er komið.
Trúðu á lífið Landfari minn góður.
Það sigrar alltaf að lokum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.10.2020 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.