3.10.2020 | 16:53
Hvað dvaldi orminn langa??
Það veit enginn hvort þriðja bylgjan hefði náð þeim hæðum að vera kennd við bylgju ef sóttvarnaryfirvöld hefðu strax brugðist við fréttum af fylleríssmitunum með því að herða strax allar sóttvarnir.
Mistökin fólust ekki í að slaka á þegar bönd virtust komin á aðra bylgju, mistökin voru að herða þær ekki strax aftur, þar á meðal að loka ekki tímabundið vínveitingahúsum.
Ásamt því að upplýsa ekki jafn óðum við hvaða aðstæður veiran var að smita svo fólk gæti haft varann á sér.
Svo það sé ítrekað enn og aftur, þá eru aðeins tveir möguleikar í stöðunni, að leyfa veirunni að hafa sinn gang og drepa og veikla þá sem hún kýs, eða að hún sé tekin þeim föstum tökum að henni sé útrýmt hvar sem í hana næst.
Og á meðan það ferli stendur yfir, að smitleiðir hennar séu skertar svo hún nái ekki að smita fjölda ef hún á annað borð nær að sleppa framhjá sóttvörnum.
Hin svokallaða þriðja leið, að læra lifa með henni en hægja á útbreiðslu hennar með ýmiskonar takmörkunum endar alltaf með ósköpum því þrátt fyrir að samfélagið sé í fjötrum sóttvarna, þá gjósa alltaf upp fjöldasmit sem lama starfsemi fyrirtækja, lama skólastarf, eyðileggja fyrir afþreyingu, menningu eða tómstundarstarfi.
Sem og að fórnarkostnaðurinn er alltaf talinn i ótímabærum dauða náunga okkar, og enginn veit hvaða náungi verður næstur, það getur verið náinn vinur, ættingi, eða bara fólk sem á sama rétt til lífs og við hin.
Þess vegna er hikið síðustu 3 vikur með öllu óskiljanlegt, það er eins og gífurleg átök hafi átt sér stað bak við tjöldin við öfl sem vilja litlar sem engar sóttvarnir, og þau öfl hafi áhrif á dómgreind ráðherra og ríkisstjórnar.
Í þessu samhengi er gott að muna hina fáheyrðu heimsku sem kom frá starfshópi ríkisstjórnarinnar sem kvartaði yfir að sóttvarnir væru ekki nógu fyrirsjáanlegar, á tímum þar sem enginn veit hvar veiran stingur sér næst niður.
Það er enginn svona heimskur í raunheimi, slíkt orðalag er alltaf sett inn til að koma til móts við hagsmuni eða pólitísk öfl sem þarf að friða svo þau eyðileggja ekki eða skemma út frá sér.
Gleymum heldur ekki óeðlinu sem fékk vængi hér á síðum Morgunblaðsins, núna síðast í Staksteinum dagsins, þar sem leitað var ráða hjá mönnum sem bera beina ábyrgð á dauða þúsunda samlanda sinna til þess eins að skíta út eða grafa undan sóttvörnum okkar manna sem náðu margföldum árangri í að vernda líf samborgara sinna ásamt því að tryggja að aldrei þurfti að grípa til harkalegustu sóttvarna.
Skyldu átökin við það skýra ráðaleysið?
Spyr sá sem ekki veit.
En þeirri spurningu þarf að svara.
Það er nú þegar fólk að berjast fyrir lífi sínu.
Og smitið náði að dreifast svo að þegar loksins er gripið inní og veirunni aftur sagt stríð á hendur, þá mun sú barátta standa lengur yfir, samfélagslegi fórnarkostnaðurinn verður því hærri sem og sá mannlegi sem aldrei á að meta til fjár.
Ekki bara hjá þeim sem veikjast af kóvid heldur líka hjá þeim sem fá ekki nauðsynlega þjónustu heilbrigðiskerfisins vegna bæði álags vegna kóvid sjúklinga sem og að starfsfólk heilbrigðiskerfisins sinnir ekki störfum sínum á meðan það er veikt eða er í sóttkví.
Á dauðans alvöru tímum má ekki hika.
Það er þá sem forystan þarf að vera styrk og stöðug.
Átökum um sóttvarnir þarf að linna.
Með illu ef ekki annað dugar.
Kveðja að austan.
20 manna samkomutakmarkanir á mánudaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 466
- Sl. sólarhring: 720
- Sl. viku: 6197
- Frá upphafi: 1399365
Annað
- Innlit í dag: 394
- Innlit sl. viku: 5249
- Gestir í dag: 363
- IP-tölur í dag: 358
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll sértu Ómar
og bestu þakkir fyrir skelegga pistla þína. Að mínu mati dregur þú hér saman þær tvær leiðir sem til boða standa. Leið dauðans og leið lífsins. Þriðja leiðin er hvorki né, biðleikur án stefnu, og hefur leitt til þess óyndisástands sem nú er orðið. Nú þarf að taka á málum af festu og halda til streitu leið lífsins ... ná niður veirusmitunum í 0. Og hvika hvergi frá þeirri leið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.10.2020 kl. 18:34
Mikið rétt Pétur, og í raun er aðeins önnur í boði í siðuðu samfélagi, sú fyrri táknar endalok eða gjaldþrot siðar.
Segir töluvert um tímana að þrátt fyrir allt sem sundrar og skilur að, að þá völdu allflestar þjóðir, eiginlega allar nema ein, leið lífsins.
Myrkrið sem sækir að er svo eins og það er, hefur lengi sótt að lífinu líkt og hver annar banvænn vírus, þar er heldur ekki þriðja leiðin í boði.
Þess vegna spurði ég hvað dvaldi Orminn langa??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.10.2020 kl. 19:49
Með alls kyns frávikum frá meginreglum virðist mér að enn fylgi stjórnvöld, því miður, hvorki né leiðinni. Leiðinni sem ítrekað hefur leitt til þess að veirusmitin gjósa upp. Ég veit að það er ekki til vinsælda fallið, að benda á það. En geri það samt, því það er óþolandi að horfa upp á ítrekaðan aula og ræfilshátt stjórnvalda hér á landi. Myrkrið læðist þar um og virðist eiga þar greiðari leið en birtan og lífsins von.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.10.2020 kl. 20:27
Ja, það eru öfl innan ríkisstjórnarinnar sem hafa tekist á, og síðan held ég að það hafi verið stór mistök að hleypa fyrstu bylgjunni af stað, það var fátt sem afsakaði að landamærum var ekki strax lokað þegar ljóst var að skíðakappar fluttu smit inní landið.
Þau mistök kostuðu mannslíf.
En eftir það má segja að í heildina var vel haldið á málum, hvort sem það var glópalán að allur þróttur fór úr veirunni og því gekk smitrakningarleiðin upp fyrst að Kári gat skimað í kringum sýkta einstaklinga.
Mistökin fólust í opnun landamæranna þegar menn vissu að veiruprófið var ekki öruggt við að greina nýsmit.
En Pétur, hausnum var ekki barið í stein þar til allir voru steinrotaðir, þökk sé skeleggri frammistöðu Kára þá náðist pólitísk sátt um sóttkví og seinni skimun, og eftir það voru hlutirnir í rétta átt.
En alveg eins og í Melbourne eða í Auckland, þá þarf svo lítið til að ný bylgja blossi upp, það þurfti aðeins 1-2 ofurdreifara líkt og hér og í Melbourne eða óþekkta uppsprettu líkt og var í Auckland.
Það var þá sem botninn fór í ferðalag uppí Borgarfjörð, og það var eins og hann hefði fengið far þangað, dýrmætur tími fór í súginn vegna stjórnleysis.
En ég held að það sé verið að reyna velja leið lífsins í dag Pétur, breytan sem var ekki þekkt í upphafi faraldursins, hin gífurlega skimunargeta, á að hjálpa til að finna og einangra veiruna.
Ef ekki þá þarf að skera á samskiptaleiðir í 2-3 vikur, það er gjaldið við hina 2 vikna töf núna í haust.
En ég ætla að vona hið besta.
Við erum allavega á réttri leið, á ný.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.10.2020 kl. 20:56
Á sinn hátt stöndum við núna á krossgötum Ómar.
Og vitaskuld vona ég, rétt eins og þú, að Kári haldi áfram að berja vitið í stjórnvöld. Það er okkar lán í óláni að hann, ólíkindatólið og bardagamaðurinn, skyldi stíga fram og berjast fyrir lífsins leið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.10.2020 kl. 21:23
Mikið er ég sammála þér Pétur.
Auðvita byggist þetta á von, og kannski ofurtrú á nútímatækni, en ekki hvað síst þeirri trú að þegar á reynir þá bregðist menn snöggt við þeim aðstæðum sem upp koma, aðeins þannig hefst þetta.
Þetta er ekki búið, en ég tal að á krossgötunum hafi menn tekið skrefið sem þarf að taka, fyrsta skrefið til að berjast til sigurs.
Það er þannig séð alltaf mikilvægasta skrefið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.10.2020 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.