Afleiðing á að fylgja brotum.

 

Annars virkar ekki sóttkví, annars virka ekki sóttvarnir.

 

Erlendir ríkisborgarar sem vanvirða gistiþjóð sína á þann hátt sem lýst er i þessari frétt, eiga án undantekninga að sæta þeirri einni refsingu sem þeir taka mark á, og það er tafarlaus brottvísun úr landi.þ

Séu þeir hluti af farandverkahóp þar sem fleiri í hópnum vanvirða sóttvarnir, þá á hópurinn allur að fara.

Fyrir utan að draga úr félagslegum undirboðum hins frjálsa flæðis Evrópusambandsins, þá er slíkt aðhald fyrir verkkaupa hinna lægstu tilboða.

 

Innlendir eiga að sektast eftir alvarleika brota þeirra, og ef brotaviljinn er einbeittur, sæta tafarlausri einangrun í boði ríkisins að Singapúrskri fyrirmynd.

Vegna þess að kóvid er dauðans alvara og í baráttunni við veiruna er aðeins tvennt í boði, að sætta sig við hana og láta faraldurinn ganga yfir, eða taka baráttuna alvarlega og útrýma veirunni úr samfélaginu.

Til þess höfum við öll tæki og tól því veiran er ekkert leyndó, það er vitað hvernig hún smitar, það er hægt að mæla smit, og með markvissum aðgerðum er hægt að losna við hana á tiltölulega stuttum tíma úr samfélaginu.

En til þess að það sé hægt, þá þarf að taka hlutina alvarlega.

 

Annars er veiran alltaf grasserandi, alltaf ógnandi og allt daglegt líf í heljargreipum hennar.

Þess vegna eiga menn að feisa að það er enginn millivegur í boði, það er annað hvort eða.

Að krossa fingur og vona líkt og íslensk stjórnvöld gera í dag, gengur ekki.

 

Á meðan gengur dauðinn laus.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Nokkrir gripnir utan sóttkvíar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við búum við kjöraðstæður að ná smitum niður

og það á mjög skömmum tíma.

"Hífa og slaka" aðferð Þórólfs vinnur gegn því.

"Hífa og slaka" aðferð stjórnvalda vinnur gegn því.

Maður spyr sig hvers konar stjórnvöld það séu

sem vilji viðhalda veirunni í landinu.

Og koma með því öllu á kaldan klaka.

Í þágu hverra skuldsettu áþjánar

vinna slík stjórnvöld?

Ekki íslenskra almannahagsmuna. 

Svo mikið er víst.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.10.2020 kl. 12:39

2 identicon

Hér stefnir í 10-15% atvinnuleysi um áramót.

Það er afleiðing afneitunar íslenskra stjórnvalda.

Það er afleiðing "hífa og slaka" stefnunnar.

Að vera þrælar hins frjálsa flæðis.

Þetta vita þeir sem vilja vita.

Hér á okkar gjöfula landi auðlinda og til sjávar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.10.2020 kl. 12:56

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Dapurlegt hve stjórnvöld eru feimin (hrædd) við að vísa erlendu fólki úr landi sem brjóta lög hérna.

Sigurður I B Guðmundsson, 3.10.2020 kl. 13:19

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2020 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 469
  • Sl. viku: 5517
  • Frá upphafi: 1327341

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 4927
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband