Þetta er ekki ímyndun.

 

It´s not in your head voru skilaboð bandarísks prófessors til fólks sem þjáist af síþreytu.

Prófessor James Baraniuk hélt fyrirlestur á Læknadögum í byrjun janúar um þennan lúmska en djöfullega sjúkdóm sem sviptir fólk á besta aldri heilsu og þreki þannig að fólk verður jafnvel bara skurnin af sjálfu sér, dagarnir snúast um að komast af en ekki að taka þátt.

Það er lítið vitað um þennan sjúkdóm, það er orsakir hans, en rannsóknir benda til tengsla við vírussýkinga.

 

Um það afl sem knýr áfram dýpri rök lífsins má lengi spá og spuklera en það er sérstakt að þessi alvarlegi sjúkdómur var á dagskrá Læknaþings aðeins nokkrum vikum áður en kórónaveiran fór að herja hérlendis sem og erlendis.

Vitneskjan er því frá fyrstu hendi þegar læknar fá sjúklinga sem greina frá eftirköstum Kovid sýkingar sem rýma algjörlega við þekkt sjúkdómseinkenni síþreytu.

Þess vegna gæti verið fróðlegt að lesa brot úr viðtali sem Sunnudagsmogginn tók við síþreytusjúkling samhliða viðtali sem tekið var við James Baraniuk.

 

"Í um­fjöllun Morgun­blaðsins er einnig rætt við Svein Bene­dikts­son, hug­búnaðar­ráð­gjafa, en líf hans tók stakka­skiptum fyrir fimm árum þegar hann greindist með ME/CFS.

Sveinn segist hafa reynt að lifa lífinu á eins eðli­legan hátt og hann hefur getað en í raun hafi líf hans aldrei verið eins eftir greiningu.

"„Það var í mars árið 2015 að mér sló niður með kraft­­mik­illi vírus­­sýk­ingu í efri önd­un­ar­­fær­um, svo­kallaðri kaldri lungna­bólgu. Ég var mjög veik­ur í um tíu daga og varð mjög slapp­ur eft­ir það. Þótt lungna­bólg­an væri far­in var ég enn mjög veik­ur og fann fyr­ir ýms­um ein­­kenn­um sem ég hafði aldrei fundið fyr­ir áður. Al­­gjöru kraft­­leysi, mér fannst erfitt að koma hugs­un­um í orð, minn­is­­leysi, skertri rým­is­­greind. Ég átti til dæm­is mjög erfitt með að keyra bíl. Ég mundi ekki nöfn, ekki einu sinni hjá mín­um nán­ustu. Ég fékk líka tauga­­verki. Þetta kom í beinu fram­haldi af lungna­bólg­unni; ég varð í raun aldrei góður," seg­ir Sveinn í við­tali við Morgun­blaðið en hann gekk í gegnum langt og strangt greiningar­ferli sem inni­hélt margar rann­sóknir.

Sveinn segist í raun aldrei hafa rætt sjúk­dóminn við annað fólk en hann hafi á­kveðið að opna sig um veikindi sín í við­talinu. "Ég er með ME-tauga­­sjúk­­dóm sem því miður er með ó­skýrt grein­ing­ar­­ferli og eng­in þekkt með­ferð við. Ég er alltaf slæm­ur, bara mis­slæm­ur. Það er ekki víst að manni versni. En því miður finnst mér að mér sé smátt og smátt að versna," seg­ir Sveinn sem sér ekki fram á að geta unnið fullt starf lengur. "Í dag get ég ekki staðið und­ir þeirri á­byrgð sem ætl­ast er til af mér. Fyr­ir 41 árs mann með þrjú börn er það ansi erfiður biti að kyngja," segir hann.".

 

Það er full ástæða til að taka þetta alvarlega, og í kjölfar Kovid gæti orðið sprenging í fjölda síþreytusjúklinga.

Með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði en fyrst og siðast með allri þeirri sorg og þjáningum sem fylgir því að glata lífi sínu á besta aldri.

Nú þegar sér maður fólk á samfélagslegum miðlum hæðast að síþreytunni, þetta sé eitthvað af ætt móður eða athyglissýki.

Sumt er nefnilega þannig að margir þurfa að fá til að skilja, og þannig mun það alltaf verða.

 

En alvarleiki Kovid er ekki bara dauðinn, hann er alltaf þarna og við Viðfirðingar vitum að hann er bara upphaf af nýju ferðalagi.

Það er verra að lifa lífinu veiklaður, hafa ekki þann innri kraft sem gerir fólk af því sem það er.

Lungnaskemmdir eru þekktar, enginn veit í hvaða mæli þær ganga til baka, og Már Kristjánsson minnast á annað sem er kannski það skelfilegasta af öllu;

"Annað sem veld­ur lækn­um nokkr­um heila­brot­um er heilaþoka sem fólk tel­ur upp sem eitt af ein­kenn­um Covid; jafn­vel hálfu ári síðar. „Við erum öll að hrörna al­veg frá tví­tugu,“ seg­ir Már og bæt­ir við að kór­ónu­veiru­sýk­ing geti í raun hraðað þess­ari heila­hnign­un, sem sé þá hugs­an­lega óaft­ur­kræf.".

 

Það gengur veira þarna úti og hún skemmir fái hún til þess svigrúm.

Og henni er ekki haldið í skefjum með persónulegum sóttvörnum.

Þær hægja á henni, en það liggur í veldissmiti að þá tekur það aðeins lengri tíma að grafa um sig áður en þeir verða óviðráðanlegir.

 

Höfum það í huga næst þegar við hlustum á þá sem ættu að vita betur, tala niður sóttvarnir.

Þetta snýst nefnilega ekki um okkur heldur þau sem okkur þykir vænst um.

Lífið sem við sórum að vernda, maka okkar, ættingja, vini.

Samborgara okkar.

 

Lækning mun finnast.

Við þurfum aðeins að halda það út þangað til.

 

Annað er klár aumingjaskapur.

Kveðja að austan.


mbl.is Heilaþoka veldur heilabrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru fín skrif.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 5.9.2020 kl. 11:58

2 Smámynd: Haukur Árnason

 Svo koma af og til ljósir punktar.

https://www.recoverynorway.org/2019/01/31/benedicte-grastveit-viggen-me-cfs/?fbclid=IwAR0Lc1IillCGiYSQOK5uMDKdKzrNPcPhQ3AZm2znDLPcYCktPGzEg4vt6iY

Haukur Árnason, 6.9.2020 kl. 01:41

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Er það Haukur??, þetta er ung kona sem á aðeins eftir að reka sig á, allavega tvennt.

Köstin eða krassið eins og það var þýtt í viðtalinu við Baraniuk geta komið uppúr þurru eftir langan góðan tíma þar sem lífið virðist vera eðlilegt, og í köstum þá rífst þú ekki við síþreytuna., þeir sem halda öðru fram eru ekki með sjúkdóminn, eða hafa ekki kynnst alvarleik hans.

Hins vegar og þetta er stórt hins vegar, þá er hugarfar hennar að berjast, að gefast ekki upp, að sætta sig ekki við vanheilsuna, í raun eina þekkta meðalið, eða alveg þar til menn læra hvernig vírussýking fíflast í orkukornum frumanna.

Eftir kovid verður það verkefni ekki lengur hundsað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.9.2020 kl. 10:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Esja, kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.9.2020 kl. 10:30

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hef tekið eftir því að fólkið sem glímir við eftirköstin segja öll það sama:  Þú vilt ekki fá þetta!

Tel því að sóttvarnir sem stefna að því að útrýma sýkingarhættu séu hið eina rétta - sem stendur.

Kolbrún Hilmars, 6.9.2020 kl. 12:12

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Sem og að ennþá er ekki vitað um langtímaáhrifin Kolbrún.

Sammála nema ég myndi taka út "sem stendur".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.9.2020 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband