4.9.2020 | 08:48
Prófessorinn var þá kvensjúkdómalæknir.
Upplýsir Kári Stefánsson í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann lagði drenginn á kné sér og flengdi.
Sjaldan lesið eins beinskeyttar ögranir til að knýja fram andsvar í meintri faglegri deilu því Kári veit að hann getur teflt fram staðreyndum gegn rökleysu, Kári er að verja grunnrétt almennings að fá að lifa eðlilegu lífi án stöðugra íþyngjandi sóttvarna en engum veit hvað kvensjúkdómalækninum gengur til með skrifum sínum.
Hef svo sem sagt þetta með mínu nefi en hver vill ekki skipta því út fyrir orðkynngi Kára;
" Nú skulum við skoða annars vegar forsendur sem þú gefur þér um faraldurinn og ástandið á Íslandi og ályktanir sem þú dregur af þeim: Þú gefur í skyn að ástandið á Íslandi sé gott og þess vegna eigi að slaka á kröfum við landamæri en herða aðgerðir innan lands. Þarna ertu að snúa dæminu á hvolf. Ástandið á Íslandi er gott og fer batnandi þannig að við getum farið að slaka á sóttvarnakröfum innanlands svo lífið færist í nokkuð eðlilegt horf. Ef við hins vegar myndum slaka á kröfum við landamæri er ljóst að smitum myndi fjölga, gögnin sýna það, og við yrðum að herða tökin innanlands þannig að skólar gætu ekki starfað eðlilega, menningarlíf legðist að mestu af og atvinnuvegir aðrir en ferðaþjónusta myndu gjalda. Vegna þess að lítið er um smit á Íslandi viljum við koma í veg fyrir að þau berist inn frá öðrum löndum. Ef mikið væri um smit í landinu væri engin ástæða til þess að verja landamærin með skimunum og sóttkví. Þú leggur meira að segja til að fimm daga sóttkví verði skipt út fyrir heimasmitgát sem væri stórhættulegt vegna þess að hún er skilgreind þannig að það er enginn möguleiki að ákvarða hvort fólk framfylgir henni.
Jón Ívar, þannig er mál með vexti að þótt þú hefðir rétt fyrir þér og Boston væri nafli alheimsins veitir það þér ekki réttinn til þess að halda því fram að ö sé á undan a í stafrófinu. Það er nefnilega fyrir löngu búið að sýna fram á að þótt maður hafi heimsótt mikil óperuhús veitir það enga vissu fyrir því að hann kunni að syngja.".
Það er engu við að bæta.
Kveðja að austan.
Stórhættulegt að skipta í heimasmitgát | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 21
- Sl. sólarhring: 767
- Sl. viku: 5560
- Frá upphafi: 1400317
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 4777
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við sem þjóð á veirutímum megum prísa okkur sæl að eiga þá að, Kára Stefánsson og Gylfa Zoëga.
Það er okkar gæfa, að eiga svo sterka að.
Menn sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar treystir.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.9.2020 kl. 10:42
Kári dottinn í gamla götustrákagírinn; uppnefninga og menntahrokans. Hann svarar ekki megin röksemdum Jóns Ívars, sem eru að þrátt fyrir aukið nýgenginn í Evrópu þá fylgja dauðsföll ekki eftir eins og í vor. Hann talar ekki um stórbætt viðbrögð við veirunni sem byggja á fjölbreyttri meðferð, þ.á.m. lyfjanotkun. Hann talar bara um eðlilegt líf, en sleppir því að geta um alla þá sem misst hafa vinnuna og í sálarháska leita nú í auknum mæli í vímuefni og ofbeldi. Engin þjóð lifir eðlilegu lífi eftir að svipt er úr sambandi 1/3 af hagkerfi hennar í einum svipan. Kári er ekki guðleg vera, þvert á móti þá sýnir þetta opna bréf hið rétta andlit hans.
Ragnhildur Kolka, 4.9.2020 kl. 12:34
Blessuð Ragnhildur.
Kári svarar því sem snýr að íslenskum aðstæðum og af hverju nálgun Jóns Ívars er kolröng.
Ef hann sæi ástæðu til að fjalla um ástandið í Evrópu þá myndi hann benda á að seinni bylgjan þar er ennþá að mestu bundin við fólk utan áhættuhópa, og til að ná niður faraldrinum eru Evrópulönd að stórherða sóttavarnir sínar, með tilheyrandi áhrifum á daglegt líf fólks.
Markmiðið er að hindra að það blossi upp óviðráðanlegur faraldur þar sem ekkert verður við ráðið.
Þetta er eins og skógareldur sem skemmir ekki hús eða drepur fólk á meðan hann geisar í óbyggðum, og brunavarnir snúast um að hann berist ekki þangað þar sem er byggð.
Það þarf mikla rökvillu til að fullyrða út frá því að fyrst ekkert hafi skemmst í óbyggðunum, að þá séu brunavarnir óþarfar, afleiðingarnar af eldunum í óbyggðunum sanni það.
Það missa margir líka vinnuna og tapa miklu ef þjóðfélagið er lamað vegna sóttvarna, sem og að ferðamannaiðnaður þar sem farsótt geisar, er dauðadæmdur, þó við séum svo vitlaus að fórna almannahagsmunum fyrir sérhagsmuni, þá loka önnur lönd á ferðalög til slíkra landa, eins og var þegar farið að gerast.
Síðan var það farsóttin sem gekk að ferðamannaiðnaði heimsins dauðum, ekki Kári eða sóttvarnir á landamærunum.
Því eins og þú bendir réttilega á, þá er Kári ekki guð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.9.2020 kl. 13:21
Það er eitt sem ég skil ekki. Ég ætla ekki að með röksemdir Jóns Ívars né Kára vegna þess að mig skortir þekkingu þar á. Hins vegar tók ég eftir því að Jón Ívar var aldrei með neinar persónulegar aðdróttanir í garð Kára. Kári, aftur á móti, var býsna persónulegur í garð Jóns Ívars og segja má að Kári hafi farið í manninn en ekki boltann. Hvers vegna?
Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 4.9.2020 kl. 14:48
Það má vissulega finna að strákshætti Kára, líkt og Ragnhildur Kolka og Hilmar Bjarnason nefna, en það breytir ekki þeirri grundvallarstaðreynd að farsótt geisar nú um heiminn, og hún er síst í rénun, og það væri glapræði annað en að gera allt sem þarf til að smitin séu ekki flutt inn.
Landið var orðið laust við veiruna í júní, en þá voru sóttvarnir á landamærum rýmkaðar og enn frekar í júlí og þá var ekki að sökum að spyrja, smit dreifðust út um landið svo herða varð á landamæra sóttvörnum. Allt þetta vitum við og erum nú í þeim fasa að ná þeim smitum niður. Að draga úr sóttvörnum á landamærum núna væri beinlínis eins og að skvetta olíu á eld.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.9.2020 kl. 15:28
Blessaður Hilmar.
Ég tæklaði þetta í pistli mínum; "Sjaldan lesið eins beinskeyttar ögranir til að knýja fram andsvar í meintri faglegri deilu því Kári veit að hann getur teflt fram staðreyndum gegn rökleysu, Kári er að verja grunnrétt almennings að fá að lifa eðlilegu lífi án stöðugra íþyngjandi sóttvarna en engum veit hvað kvensjúkdómalækninum gengur til með skrifum sínum.".
Kári var ekki að skrifa grein sína fyrir meðvirkt fólk sem eltir stjórnmálaleiðtoga sína í blindni, hann tók af skarið eftir seinni grein Jóns Ívars og ögraði honum á þann hátt að Jón Ívar neyðist til að svara eða vera Garða Hólm á eftir.
Jón Ívar fór ítrekað rangt með grundvallaratriði, faglega var framsetning hans úr ranni loddara, áróðurslega þá blekkti hann í þágu mjög skrýtinna sérhagsmuna, gagnvart almannahagsmunum.
Tæknilega í áróðri þá er reglan að þegja þegar þér er svarað með rökum, eftir stendur efinn og rangfærslurnar sem þú sáðir til og má lesa svo vel um í athugasemd Ragnhildar hér að ofan, manneskja sem er þekkt fyrir að sá efasemdum ens svarar aldrei.
Þegar líf og heilsa er í húfi, eðlilegt líf okkar versus sóttvarnir sem reyna að hamla útbreiðslu smita á kostnað daglegs lífs, þá þarftu að mæta þessum áróðri sérhagsmuna, neyða fólkið sem gerir út á dylgjur og blekkingar, til að taka rökræðuna.
Þarna sýndi Kári sjaldgæfan skilning og styrk, bregst við sem leiðtogi sem ég hef kallað eftir og vantar svo sárlega í forystu þjóðarinnar í dag.
Hann fór í manninn því maðurinn vildi illt, og þú mætir slíku fólki.
Nema þú sért mannleysa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.9.2020 kl. 16:24
Blessaður Símon Pétur.
Annað hvort ert þú tvíklofa, og náunginn sem setti þetta inn á athugasemdarkerfi mitt í gær; "Magnaður pistill Ómar. Já, svo sannarlega ert þú sem besti eldklerkur. Það er ekki eldspúandi hraunbreiðuna sem þarf núna að stöðva. Það þarf að flytja eldmessu yfir þeim sem vilja gera allt til að gefa veirunni svigrúm til að drepa sem flesta."., tengist ekki á nokkurn hátt þessu sjálfi þínu hér að ofan.
Ég feitletraði ábendinguna um vélabrögð andskotans sem þú tókst undir.
Höfum það á hreinu Símon minn, ég held ekki eldmessur að gamni mínu.
Öflin sem kynda undir eru máttlaus ef viljugir mæta ekki með sprek á eldinn, taka undir skurðgröftinn með útirsnúningum og dylgjum.
Ísý gæinn sem vill öllum geðjast er ekki gæinn sem ver sig og sína, samfélag sitt og mennskuna.
Það er bara svo Símon.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.9.2020 kl. 16:34
Var að lesa Þórólf áðan, en þetta sagði hann á fundinum í gær.
"Veiran ekki vægari en áður.
Á fundinum benti Þórólfur á að ekkert hefði komið fram, hvorki hér né erlendis, sem styddi þá kenningu að veiran væri vægari núna en í vetur. Skýringuna á minni veikindum nú megi líklega finna í samsetningu sjúklingahópsins – yngra fólk er nú að smitast en í fyrstu bylgjunni. Spurður um þá gagnrýni, sem m.a. hefur komið fram í leiðurum Fréttablaðsins um að aðgerðir við landamærin væru of harðar svaraði Þórólfur: „Ég bendi á það að við erum með lítið smit út af þessum aðgerðum sem við höfum verið að grípa til. Það er ástæðan. Við erum að sjá aukna útbreiðslu í mörgum löndum og á mörgum svæðum er verið að grípa til harðari aðgerðir en áður.“ Hann sagðist stundum líkja þessari umræðu við bólusetningarsjúkdóma: "Við erum ekki að sjá neina bólusetningarsjúkdóma og hvers vegna erum við þá að bólusetja?"".
Hann fer fínna í þetta en Kári, orð hans eru augljós öllu skynsömu fólki, og líklegast flestum sem eru það ekki.
Þetta snýst ekki um heimsku, þetta snýst um illvilja sem sáir efa og ber í hús dreifirit full af blekkingum og rangfærslum.
Þeir sem taka undir vita betur, en eitthvað fær þá til að þjóna niðurrifi afla eða hagsmuna sem vilja brjóta niður sóttvarnir þjóðarinnar, vinna í raun fyrir djöfulinn og dauðann.
Gegn þessum niðurrifsöflum dugar engin hógværð, þess vegna skoraði Kári þau á hólm, með vopni sem hann vissi að biti.
Hann réðst beint að hégóma hins keypta málaliða.
Neyðir hann þannig til andsvara í rökræðu þar sem blekkingin á aldrei breik.
Þetta var eitthvað sem almannatengillinn sá ekki fyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.9.2020 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.