Áfram vegur Morgunblaðið að sóttvörnum.

 

Núna með röfli að utan, þó eru rökin ekki týnd af trjám af landsfundi Repúblikanaflokksins, heldur einhver prófessor borinn fyrir spekinni; ".. sé um­hugs­un­ar­verð enda sé vandmeðfarið að þrengja að frelsi borg­ar­anna með þess­um hætti.".

Nei þá er nú betra að þrengja að frelsi borgaranna með því að kippa þeim úr daglegu samfélagi og loka þá inni í sóttkví, loka skólum, leikskólum, fyrirtækjum, bara svo menn hafi frelsi til að smita aðra.

 

Sjaldan hefur frelsishugtakinu verið nauðgað á eins ómerkilegan hátt og hjá hægriöfganum á Morgunblaðinu, og langt er seilst í viðleitninni við að grafa undan sóttvörnum þjóðarinnar.

Þetta er farið að jarða við frelsisnotkun kommúnistanna á sínum tíma enda margt líkt með skyldum, öfgar til hægri og vinstri eiga einn sameiginlegan óvin, almenning og samfélag venjulegs fólks.

 

Tilgangurinn, nema fyrir utan að þjóna innrætinu, er að skapa tilbúinn þrýsting á stjórnvöld um að gefa eftir þegar þessi bylgja hefur fjarað út og innleiða aftur óttann við nýja bylgju.

Hugsanlegur er tilgangurinn einnig að senda skýr skilaboð til hægri öfganna í Sjálfstæðisflokknum að hann hefi eignast nýtt málgagn í baráttunni við borgarleg öfl innan flokksins.

Svo náttúrulega jú að gefa lesendum blaðsins fingurinn.

 

Sorglegt mál.

Sorgleg vegferð.

Að fara gegn sínu eigin fólki.

 

Kompásinn er greinilega vanstilltur.

Kveðja að austan.


mbl.is Telur stjórnvöld hafa gengið of hart fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég legg til að þú lesir greinina áður en þú heldur áfram að blaðra vitleysuna.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.8.2020 kl. 10:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nær heimurinn leikur í hendi manns,
hætt er að skeika megi. ...
Mundangshófið er mjótt til sanns,
margur það stillir eigi."

"Mundangshóf - Lögfræðiorðasafnið:

Meðalhóf, meðalvegur, sbr. Jónsbók, 17. kap.

Mannhelgi: "Dómendur [eiga] dóminn hvervetna til betra vegar að færa ef þeir vitu jafnvíst hvor tveggja og er allmjótt mundangs hófið" (þ.e. meðalvegurinn er vandrataður). cool

Mundang: tunga (vísir) á vog.

Í Skýringum yfir fornyrði segir Páll Vídalín: "Af því nú að mundangið, tungan í voginni, er vottur jafnvægis og hæfilegrar stillingar þegar hún stendur rétt {merkir] mundang hóf, máta, stillingu." cool

Þorsteinn Briem, 29.8.2020 kl. 12:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Menn eru nú varla svo viðkvæmir í lýðræðisríki að geta ekki þolað aðrar skoðanir en þeirra eigin og þannig var á heimili undirritaðs lesinn Mogginn, Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið. cool

Hér á Moggablogginu tíðkast hins vegar að birta einungis skoðanir jábræðra og -systra, sem eru nú orðnar ansi fáar og Moggabloggið því orðið að karlabloggi, þar sem andstæðum skoðunum og staðreyndum er nær eingöngu svarað með fúkyrðum og fáu málefnalegu. cool

Þorsteinn Briem, 29.8.2020 kl. 12:50

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Karlablogg! Við tollum nú enn nokkrar kvensurnar hér inni.  En erum sennilega ekki mjög áberandi því við eru lítið gefnar fyrir fúkyrði.  Um hið málefnalega má svo deila...
Annars er ég sammála Ómari, innanlandsfrelsið skiptir mestu máli, enda er ferðafrelsið tiltölulega nýtilkomið.  Menningarlífið er hálfdautt, íþróttirnar í banni, framhaldsskólanir komnir í fjarvinnslu því unga fólkið má ekki blanda geði.  Er það þó aðeins ungt einu sinni. 
Svo hjala menn um sjálfbærni þjóðfélagsins og frelsi íbúanna á meðan þeir vilja hindra hvoru tveggja.  Allt þetta á að leggja í sölurnar fyrir túristann.

Kolbrún Hilmars, 29.8.2020 kl. 13:53

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk, jafnt karlar sem konur.

Hættu þessu væli Steini, það fer þér ekki.

Ekki mikið fyrir að segjast vara sammála síðasa ræðumanni, en Kolbrún er með vel orðaðann kjarnann sem myrkraöflin vega að;

"...innanlandsfrelsið skiptir mestu máli, enda er ferðafrelsið tiltölulega nýtilkomið.  Menningarlífið er hálfdautt, íþróttirnar í banni, framhaldsskólanir komnir í fjarvinnslu því unga fólkið má ekki blanda geði.  Er það þó aðeins ungt einu sinni. 
Svo hjala menn um sjálfbærni þjóðfélagsins og frelsi íbúanna á meðan þeir vilja hindra hvoru tveggja.  Allt þetta á að leggja í sölurnar fyrir túristann.".

Já skrýtið þetta hjal.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2020 kl. 18:00

6 identicon

Það er alveg bilað þegar einhver lögga (staðgengill Víðis) vegur að ráðum þríeykisins varðandi tvöfalda skimun, með 3-5 daga sóttkví á milli.

Þetta er það nýjasta í netútgáfu moggans.  Þar er svo vitnað í að borgarstjórinn í Reykjavík segi svipað í tísti.

Það er sem Dagur sé orðinn Baldur, en löggan Konni, eða öfugt.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.8.2020 kl. 19:56

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er athyglivert þegar fólk ímyndar sér að það séu einhver skörp skil milli "innanlandshagkerfis" og "erlends" hagkerfis í landi sem einungis getur framleitt brot af því sem það þarf og á allt sitt undir samskiptum við útlönd, að ekki sé talað um þegar 40% gjaldeyristeknanna koma frá ferðamönnum. Ætli sé munur á veruleikafirringu og algerri veruleikafirringu?

Þorsteinn Siglaugsson, 29.8.2020 kl. 20:55

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Ég gat ekki alveg lesið það úr fréttinni, eiginlega ekki neitt varðandi þá Rögnvald og Dag, aðeins minnst á að núverandi aðgerðir séu að skila árangri, og Dagur segir svo áfram svo eins og hann sé á kappleik.

Fréttin er hins vegar úr ranni heimskunnar, það er svipurinn á fréttastjóra Ruv var þess eðlis að hún virtist álykta einhverju þessu líkt, en hægriöfginn á Mogganum sá svo um að orða.

"Fyr­ir tíu dög­um tók gildi sú ráðstöf­un við landa­mær­in að þeir sem kæmu til lands­ins þyrftu að fara í fimm daga sótt­kví eft­ir fyrstu sýna­töku og fram að seinni sýna­töku. Í frétt­um RÚV í kvöld kom fram að eng­inn hefði hingað til greinst með veiruna í seinni sýna­töku eft­ir að hafa greinst smit­laus í þeirri fyrri.".

Jæja, hve mikið fífl getur fólk verið??

Hertar reglur hafa sannarlega dregið úr straumi fólks til landsins, en líkur á nýrri bylgju er í réttu hlutfalli við fjöldann sem kemur að utan.  Tvöföld skimun við landamærin hefur sannað gildi sitt, ekkert smit virðist hafa sloppið í gegnum fyrstu skimun og það var einmitt tilgangurinn. 

Vafinn er hvort tvöföld skimun virki en þó alltof snemmt sé að álykta slíkt, þá er byrjunin allavega góð.

Og vegna þess að hlutirnir virka, hve mikið fífl þarftu að vera til að skella þeirri staðreynd fram í þessari fyrirsögn?; "Nýtt fyr­ir­komu­lag hingað til til­gangs­laust".

Lögleiðing bílbelta tilgangslaus!!, fyrstu fjórar vikurnar eftir lögleiðingu bílbelta hefur enginn bíll oltið og þar með enginn kastast úr bíl eftir útafkeyrslu.

Gúmmíbjörgunarbátar óþarfir!!, fyrstu fjórar vikurnar eftir að öll fiskiskip skrásett á Íslandi voru skylduð til að hafa gúmmíbjörgunarbáta um borð og þannig staðsetta að auðvelt sé að sjósetja þá, þá hefur ekkert fiskiskip sokkið og því ljóst að þessi frelsisskerðing á útgerðir slíkra skipa var óþörf.  Vissulega voru þessi frelsissviptingarlög sett í kjölfar nokkurra hörmulegra sjóslysa þar sem áhöfnum tókst ekki að sjósetja björgunarbáta af eldri gerð vegna veðurofsa, en núna í sumarblíðunni hafa engin sjóslys orðið og því ljóst að lagasetningin var óþörf, og í raun aðeins íþyngjandi fyrir útgerð sem þegar barðist í bökkum fjárhagslega. Og svo framvegis.

Varaafl á spítölum óþarft!!, engar rafmagnstruflanir hafa verið þetta sumarið og því ljóst var að skylduð fjárfesting í varaaflsstöðvum vegna tíðra rafmagnstruflana, var með öllu óþarfi, skv frétt útvarpsins i kvöld.

Eigum við að halda áfram Símon, eða klóra okkur í kollinum og spyrja hvort hægri öfginn sé heimskur í þokkabót, svona ofaní innrætið??

En ég sé engan tilvitnaðan í fréttinni sem tekur undir þessa fyrirsögn, reyndar ekkert í fréttinni semn slíkri, aðeins svipinn á Rakel þegar hún las upp fréttina.

Spurning hvort Konna sé ekki þar að finna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2020 kl. 21:18

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn, alltaf jafn gaman hjá þér í bjánadeildinni.

Tökum nokkra fakta.

Prófessor Gylfi benti á að höggið væri minna en það virtist því á móti kæmi að hina ferðaglaða þjóð Íslendingar er núna heima hjá sér, eins hættir sú úrkynjun að gamalmenni halda að það sé hægt að lifa sem afætur á samfélaginu á fyllerí á Spáni eða Kanaríeyjum, koma svo heim og heimta alla þjónustu þegar hennar er þörf, skiljandi alla eyðsluna eftir í öðru hagkerfi.  Krónan hefur því ekki fallið um 40% því þetta snýst jú alltaf um heildaráhrifin.

Ferðamannaiðnaðurinn er víðast hvar sjálfdauður í heiminum, þau lönd sem gerðu tilraun til að opna aftur, eru óðum að loka vegna þess að veiran blossaði upp um leið.

Fólk sem er að koma úr ferðalögum er að bera smit inní lítt smituð samfélög, lítt smituð vegna fórna almennings í sóttkví í fyrri bylgju, og upplifir núna allt erfiðið til einskis.  Þess vegna er verið að herða sóttvarnir í viðkomandi löndum og gera kröfu um sóttkví við heimkomu. 

Burtséð frá því að það þarf hvorki mikið vit eða mikla stærðfræðikunnáttu til að skilja hvað felst í fullyrðingu Kára að líkur á nýrri bylgju aukist með fjölgun ferðamanna (sem aftur eykst eftir því sem nýgengi smita eykst í heimalöndum þeirra) hvað fær þig til að halda Þorsteinn að ferðamannaiðnaður á Íslandi geti þrifist við þessi skilyrði í heimsumhverfi þar sem hann er aftur að stöðvast líkt og í fyrri bylgjunni??

Rök takk Þorsteinn, ekkert bull, rökin eru örugglega til, en þú hefur ekki beint verið duglegur að tína þau til undanfarið.

Láttu reyna, kannski sérð þú eitthvað sem heimurinn sér ekki.

Hver veit.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2020 kl. 21:35

10 identicon

Sæll Ómar

Fréttinni hefur verið breytt lítillega frá því hún birtist fyrst.  Þar var látið líta svo út sem Rögnvaldur segði þau tilvitnuðu orð sem þú vísar í og eru nú réttilega kennd við frétt á RÚV. 

Já Konni er nú víða og jafnvel orðinn að fleiri en einni dúkku, en hvar er Baldur?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.8.2020 kl. 21:53

11 identicon

Eins og fram kemur varðandi tímasetningu fréttarinnar er hún birt 19:21 og uppfærð 20:17.

Ég vísaði til upprunalegrar útgáfu fréttarinnar.

Þar var Rögnvaldur, vísast til ranglega, sagður segja það sem Rakel fréttastjóri RÚV sagði í fréttinni þar. 

Mér finnst ástæða til að mbl.is sjái sóma sinn í að biðja Rögnvald afsökunar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.8.2020 kl. 22:17

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hefur ekkert einasta smit greinst í síðari sýnatökunni. Hversu nauðsynleg er hún þá? Þess utan er það tóm þvæla að ferðamannaiðnaður sé alls staðar sjálfdauður. Það er langt frá því. Hlutdeild Íslands í ferðamannafjölda á Norðurlöndum er um 1%. Það þarf ekki mörg opin lönd til að ná að bjarga umtalsverðu þar.

Meginvandinn sem við glímum við er fólk eins og þú, Ómar Geirsson, sem nærist á móðursýki og algerri sjálfhverfu, er nákvæmlega sama um lífsafkomu samborgara sinna og ælir upp úr sér hræðsluáróðrinum endalaust, þegar öllu heilvita fólki er að verða ljóst hvílík reginmistök verið er að gera með ofsafengnum skemmdarverkum á afkomu almennings um allan heim út af pest sem er í raun og sannleika fjarri því að vera neitt sérstaklega hættuleg.

Á síðasta ári dóu níu milljón manns úr hungri í heiminum.

Samkvæmt mati SÞ mun sú tala tvöfaldast á þessu ári, og það er bein afleiðing af aðgerðum til að reyna að hefta þessa flensu. Á hálfu ári hefur minna en milljón dáið úr henni.

Þér er vitanlega alveg nákvæmlega sama um allt þetta fólk, bara svo lengi sem engin hætta er á að þú fáir kvef.

Svona apakettir eins og þú ættu einfaldlega að skammast sín og halda kjafti. En vitanlega er lítil von til þess!

Þorsteinn Siglaugsson, 29.8.2020 kl. 23:46

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Hvenær ætlar þú að læra að þegar þú getur ekki rökstutt mál þitt eða svarað spurningum þegar þeir er gefið tækifæri til að skýra út sjónarmið þín, að þá er betra að þegja en að taka spjald í biðröð bjánadeildarinnar.

Því gengisfellingin er þín, og yfirleitt láta menn aðra um slíkt í debati.

Í ljósi þess að frá fyrsta degi hef ég kallað eftir mótvægisaðgerðum, bæði í heilum pistlum sem og í niðurlagi margra pistla, eina áherslubreytingin er að eftir að ríkisstjórnin gerði loksins rétt þá hætti ég að tala um óvita og börn, þá spyr ég þig hvort þú sért annað að tveggja, eða þá bæði, ólæs eða ljúgari þegar þú slærð þessu fram ítrekað; "er nákvæmlega sama um lífsafkomu samborgara sinna ".

Þar sem þetta er persónuleg spurning sem reynir ekki á hæfni til rökræðu, þá ættir þú að geta svarað henni.

Þú talar um hungur og hungursneyð, ertu með einhverjar tölur til stuðnings um matvælaframleiðsla hafi minnkað í heiminum vegna áhrifa sem rekja má til sóttvarnaraðgerða í heiminum??

Og að lokum þetta Þorsteinn, þar sem ég veit að þú ert ágætlega gefinn, og skrifar oft skarpan og greinandi texta, þannig að ekki hefur þú heimsku þér til afsökunar, hvernig í ´sköpunum getur þú látið þetta út úr þér??; ".. um allan heim út af pest sem er í raun og sannleika fjarri því að vera neitt sérstaklega hættuleg."., og talar svo seinna um flensu.

Hvernig dettur þér í eina mínútu í hug að kínverskir kommúnistar hafi lagt framtíð útflutningshagkerfis landsins undir vegna einhvers sem er ekki sérlega hættulegt og svo ég vísa í fyrri orð þín, einhvers sem drepur aðallega fólk sem hvort sem er mun deyja vegna aldurs eða sjúkdóma??

Eða að síðan að heimsbyggðin, óháð stjórnarfari einstakra ríkja, hafi sameinast um að berjast við þessa flensu þína, og lagt jafnvel undir efnahag ríkja sinna eða völd eins og á Indlandi því þar þurfa stjórnvöld að mæta fátæklingunum sem þér varð alltí einu svo umhugsað um, í kosningum.

Hvernig það er hægt að láta sér detta þetta í hug og trúa um leið að maður sé heilvita, er mér fyrirmunað að skilja.

En ég skil jú ekki allt og þú ert ekki beint hjálplegur að útskýra.

Þannig að ætli þetta haldi bara ekki að vera mér óskiljanlegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.8.2020 kl. 13:04

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Núna vefur þetta uppá sig, Kári er farinn að flengja, og Rúv ber Rögnvald fyrir fréttinni.

Ég las aðeins þessa uppfærðu frétt, og hina stórfurðulegu fyrirsögn hennar, en kaus að láta Veru-hám með konu minni ganga fyrir um viðbrögð við þessari kostulegu framsetningu Moggans.

En þetta er miklu og grafalvarlegra en hvort einhver lögga segi eitthvað eða segi ekki eitthvað, það var úrvinnslan sem afhjúpar skipulagða aðför að sóttvarnaryfirvöldum.

Frétt Ruv var með öllu út úr kú miðað við atburði síðustu daga, en er skiljanleg miðað við greinina í Fréttablaðinu og loddarans í Harvard (skýri það í næstu athugasemd) í Morgunblaðinu.  Síðan sástu viðbrögð hér á Moggablogginu þar sem Björn Bjarna tók strax undir meðalhóf og tillöguna um heimkomusóttkví, Palli virtist hafa smitast en tók svo aftur upp fyrri kúrs í næsta pistli.  Eitthvað hefur örugglega gerst á öðrum miðlum en ég fylgist ekki með þar. 

Lokaatlagan var svo hægriöfginn á Mbl.is, sem fann út að seinni skimun væri tilgangslaus.

Skoðaðu svo dýpra, almannatengillinn fékk Rakel til að taka viðtal við Sigríði Andersen, sem tók undir hótanir um málsókn vegna sóttvarna, en viðtalið í heild var svo léleg sviðsetning að það hálfa var nóg.  Það gleymdist að kenna Sigríði að þurrka út glottið úr augunum, hún var svona eins og amatör í gamanleik sem hlær með látbragði sínu þegar honum finnst textinn vera fyndinn. 

Hvað er undir Símon, hvað er undir??

Hverjir hafa misst spón við fækkun höftin á landamærunum?

Ég trúi því ekki í eina mínútu að gjaldþrota ferðamannaiðnaður hafi efni á dýrum almannatengli og liði hans við að hanna og þróa svona aðför að heilbrigði þjóðarinnar og frelsinu til að lifa án ótta í daglegu lífi.

Það eru stærri fiskar sem synda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.8.2020 kl. 13:19

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Af hverju er prófessorinn við Harvard loddari??

Svarið er að finna í viðtali á Vísi við íslenskan lækni, orð hans afhjúpa áróður sem settur er fram undir búning fagmennsku, og slíkt er ein af mörgum birtingarmyndum loddarans.

Gefum Jóni Magnúsi orðið:

"Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótækt að halda því fram að dánarlíkur þeirra sem fá Covid-19 hér á landi séu 1/500, líkt og Jón Ívar gerir í grein sinni, sem fjallað er um hér að neðan.

„Eina talan sem er slengt fram er 1/500. Þessi tala er fengin út frá íslenskum gögnum, sem er alls ekkert viðeigandi í ljósi þess að við erum búin að vera með tiltölulega fá tilfelli, og enn færri dauðsföll. Í tölfræði þá er bara ekki hægt að alhæfa út frá takmörkuðum gögnum. Ef við hefðum verið með risastóran faraldur, með tugi þúsunda tilfella, þá hefði það verið áreiðanlegt,“ segir Jón Magnús í samtali við Vísi.

Hann hafði áður birt stuttan pistil á Facebook-hópnum Vísindi í íslenskum fjölmiðlum þar sem hann setti fram gagnrýni á innihald greinar Jóns Ívars.

„Þegar maður er með svona stóran sjúkdóm, sem getur smitað tugi þúsunda [hér á landi] áætlar maður ekki líkur á dauða út frá litlum, takmörkuðum faraldri á Íslandi. Það er ekki hægt, það er bara ekki hægt. Að segja að það sé sirka 1/500 á því að deyja af völdum Covid-19 á Íslandi, það er bara ekki rétt.“

 

Þá segir Jón Magnús að samanburður á dánarlíkum þeirra sem greinast með Covid-19 hér á landi við líkurnar á því að deyja í bílslysi eða úr hjarta- og æðasjúkdómi sé settur fram í þeim tilgangi að láta faraldurinn líta út fyrir að vera minna vandamál en hann er í raun.

„Þetta er, akkúrat núna, eitt stærsta vandamál sem við höfum glímt við lengi í heimi smitsjúkdóma og í læknisfræðinni almennt. Það er einhvern veginn bara ekki viðeigandi að setja þetta fram á þennan hátt, því ef maður les þetta án þess að hafa þá vitneskju sem þarf í faraldursfræði og tölfræði þá hljómar þetta eins og þetta sé ekkert svo hættulegt og við getum bara komið samfélaginu aftur af stað. Það gengur bara ekki upp og passar ekki miðað við raunveruleikann.“".

Það þarf ekki fleiri orð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.8.2020 kl. 13:24

16 identicon

Til eru þeir menn sem virðast telja, að þar sem allir menn muni hvort sem er deyja að lokum, þá skuli afnema allar sóttvarnir og líkast til alla siðmenningu mannkynsins frá örófi alda.

Mér er nokkuð brugðið að þannig menn séu enn á meðal vor; menn sem halda fram frelsi veirunnar til að drepa sem allra flesta.  Einhvern veginn hélt ég að það hefði betur gagnast mannkyninu til framfara og almennrar velmegunar, að koma í veg fyrir drepsóttir, en hvetja til frelsis veiranna til að drepa.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.8.2020 kl. 13:29

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, það er nú bara svo Símon Pétur, að oft segja fá orð meir og hnitmiðar en hin margmálu, en ég eigna mér samt að hafa ýtt undir þessa sköpun þína því annað er ekki hægt að kalla þessa meitlun á lærdómi aldanna.

Og sorrý, ég stel þessu, þau fá ekki að liggja í þagnargildi.

Pistill mun meir að segja heita Lærdómur aldanna, og verður ekki langur, allavega ekki byrjunin en lofa ekki neinu með þennan víða völl sem brýst oft fram í pistlum mínum þegar ég er alveg að slá botn í þá, stundum jafnvel ekki einu sinni byrjaður þegar ég fer að kanna hann.

Takk Símon minn, svona orð eru mér hvatning um að þetta sé þrátt fyrir allt ekki alveg án tilgangs.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 30.8.2020 kl. 13:48

18 identicon

Minn er heiðurinn Ómar minn, ef þú getur notast að einhverju við mín orð, í þínum mögnuðu pistlum sem neyða mig, sem fleiri, til að staldra við og hugsa.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.8.2020 kl. 14:11

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Pistillinn er fæddur og kominn á ról.

Skrif dagsins urðu önnur en ég ætlaði, "ef það er döngun í stjórnvöldum þá myndu þau rannsaka hvaða öfl hafa hannað og fjármagnað fréttaflutning helgarinnar í þeim tilgangi að grafa undan sóttvörnum við landamærin", þetta átti að vera byrjun á pistli og tenging við svipað athæfi ytra, sem við sjáum mótmælunum í Berlín þar sem fólk sem getur ekki setið 5 saman við fundaborð án þess að slást, kom saman undir einu merki, eða hinum skyndilegu óeirðum í Svíþjóð, þar sem augljóslega var einhver vanvitinn fenginn til verka.

Eða meðalhófsreglan sem krefst þess að við þurfum að lifa í ótta svo aðrir geti ferðast án óþæginda, skrýtið að enginn skuli hafa bent á að Reimar vitnar í reglur sem eru úreltar vegna aukinna smita, alls staðar er verið að herða sóttvarnir áður en nýja bylgjan verði stjórnlaust. 

Halda menn virkilega að maðurinn sé svo heimskur að hann haldi að þeir sem eru fyrstir til að stíga næsta skref, hafi rangt fyrir sér því aðrir hafi ekki ennþá gripið til sömu ráðstafana eða svipaðra til að hindra útbreiðslu veirunnar.

Af hverju vitnar hann þá bara ekki í sóttvarnir frá 2016??, þær voru engar, og ekkert kovid, ergo sóttvarnir ónauðsynlegar og brjóta einhverja meðalhófsreglu sem er annars óskiljanlegt staglhugtak fræðigreinar sem getur ekki tjáð sig á mannamáli.

Prófessorinn var loddari og fréttaflutningurinn falskur.

Hryðjuverk hafa verið rannsökuð af minna tilefni.

En svo leiddi eitt af öðru og það þarf víst að bíða betri tíma til að ganga fram af umræðunni.

Er samt mjög ánægður með dagsverkið Símon.

Enn og aftur takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.8.2020 kl. 15:03

20 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tölfræði snýst nú nákvæmlega um það að alhæfa út frá takmörkuðum gögnum. En kannski er læknaneminn ekki búinn með tölfræðikúrsinn.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.8.2020 kl. 16:36

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Ert þú ennþá lifandi Þorsteinn??

Ég hélt að þér hefði þrotið örendið.

Nei, þá birtist þú alltí talandi tungum.

Varstu nokkuð að tína sveppi um helgina??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.8.2020 kl. 16:41

22 identicon

Í Bandaríkjunum, þar sem sóttvarnir eru frekar losaralegar, hafa nærri 190 þúsund látist vegna covid. Tölfræðilega séð væri það jafnt á við að hér væru 190 manns látnir vegna covid. Eflaust hægt að segja eitthvað um þessa tölfræði en ég efast um að fólk myndi láta þetta yfir sig ganga.

Toni (IP-tala skráð) 30.8.2020 kl. 18:26

23 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú ætla ég að hætta að skrifa athugasemdir við þessar fáránlegu færslur þínar Ómar Geirsson. Það er alveg ljóst að þú tekur engum rökum, ert líklega alltof vitlaus til þess, kaldhæðnislegar athugasemdir kalla á langlokur sem ég sannast sagna nenni ekki einu sinni að lesa, og þessi fábjánalega tilhneiging þín til að ráðast sífellt á fólk með aðdróttunum um illvilja og morðingjahug er satt að segja bara ekkert fyndin lengur. Hafðu það gott.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.8.2020 kl. 00:56

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ,æ Þorsteinn, núna setur að mér harmur, hefði nú frekar kosið að þú hefðir bara farið þegjandi í stað þess að þér sé fyrirmunað að svara þeim spurningum sem beint er til þín.

Kaldhæðni segir þú!, var það nýjasta dæmi um kaldhæðni þína að kalla lækni í sérnámi, læknanema og og slá síðan fram fullyrðingu um meintan þekkingarskorts hans, þar sem forsenda fullyrðingarinnar er að veiran sé vitsmunavera, því það hlýtur hún að vera því annar gæti hún smit hennar ekki verið marktækt sem slembiúrtak því það er jú forsendan að fá tilvik gefi rétta tölfræðimynd af heildinni, annars er öll athugasemd þín rakalaust bull. 

Ég reyndi þó að gera gott úr þessu með því að velta fyrir mér mataræði þínu um helgina, en sú tilraun virðist eitthvað hafa farið illa í þig.

Hvernig veist þú hvort ég taki ekki rökum??

Ég gaf þér kost á að rökstyðja mál þig og lofaði meir að segja að vera stilltur, en í kjölfar andsvars þíns þar sem mér var fyrirmunað að sjá rökstuðning þinn þá spurði ég þig tveggja skýrra spurninga, og þar hafðir þú aftur tækifæri á að rökstyðja mál þitt.  Þegar ég fékk nú ekki einu sinni fúkyrðaflauminn þá hélt ég bara að þú værir dáinn hér á síðunni, þess vegna minntist ég á þetta með örendið.  Sú saklausa spurning virðist líka eitthvað fara illa í þig.

Síðan veit ég ekki alveg hvernig ég á að taka þessari fullyrðingu þinni; " þessi fábjánalega tilhneiging þín til að ráðast sífellt á fólk með aðdróttunum um illvilja og morðingjahug er satt að segja bara ekkert fyndin lengur", látum það vera að þú haldir að ég sé með aðdróttanir, hingað til tel ég mig fullfæran að færa rök fyrir máli mínu og standa við fullyrðingar mínar. 

En hvar hef ég sakað þig um illvilja eða morðingjahug Þorsteinn??  Það liggur við að ég sé jafnsár og bróðir minn sem pabbi þurfti að loka inní viku þar til að hann gaf sig og lofaði að brjóta ekki glugga hjá nágrannakonu okkar, því hún hafði ranglega sakað hann um að hafa brotið einn slíkan.

Vissulega tala ég um illvilja hjá fólki sem vinnur að því hörðum höndum að stuðla að dauða samborgar sína með þeim rökum að það hefði drepist hvort sem er og fjöldamorðingjar eru þeir sem stuðla að eða bera beina ábyrgð á fjöldamorðum.

Þetta er skýring þess að ættingjar fórnarlamba sænsku fjöldamorðingjanna hafa kallað eftir aðkomu Stríðsglæpadómsstóls Sameinuðu þjóðanna og rannsaki ábyrgð stjórnvalda á útbreiðslu veirunnar þar í landi.  Fordæmið er dómar yfir leiðtogum Serba vegna fjöldamorða og þjóðernishreinsana í stríðinu á Balkanskaga.  Rök eins og "í stríði deyr fólk" (hershöfðingi Bosníuserba) voru ekki tekin sem gild afsökun fyrir morðunum í Srebenica eða "ég drap engan" (forseti Serbíu) sem afsökun fyrir ábyrgð hans að stuðla að morðum og þjóðernishreinsunum.

Það er einn morðingjanna núna fyrir áfrýjunardómi, þú ættir kannski að skreppa til Haag og leggja málsvörn hans lið Þorsteinn, standa upp í dómsalnum og segja að þér þykir það ekki fyndið lengur að saka manninn um illvilja og morðingjahug, ekki skaut hann nokkurn mann.

En Nei annars, helvítis móðursýkin vegna saklausu flensunnar þinnar hefur víst komið réttarhöldunum á netið, enginn fær að vera viðstaddur, allt eyðileggja þessar fáránlegu færslur mínar, dauðaótti minn hefur víst lokað heimsbyggðinni.

En Þorsteinn minn, hafðu það sömuleiðis gott, ég veit að þú gengur fagnandi um gleðinnar dyr að vera laus undan þessu sjálfsskaparvíti að skrifa athugasemdir við pistla mína, og gleðin myndi örugglega magnast við að þú hættir að lesa þá líka.

En eins og ég sagði þér þá saknaði ég þín pínu pons, og líklegast mun meira en það, þegar þú skelltir hurðum síðast, þess vegna veit ég að söknuðurinn verður ekkert síðri núna.

Og það er alveg satt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.8.2020 kl. 11:42

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

Vissulega rétt, má samt hafa í huga að veiran hafði breiðst þar út áður en þarlend stjórnvöld (þar með talin ríkja og borga) gerðu sér grein fyrir útbreiðslu hennar og alvarleik. 

Það á síðan eftir að koma í ljós hvernig önnur bylgjan hagar sér, þeir sem eitthvað þykjast þar vita, bulla eða eru ekki með fulle fem.

En Svíar vissu um alvarleikann og þeir höfðu allar forsendur að stoppa veiruna við landamærin, og útrýma henni svo innanlands með svipuðum aðferðum og Danir, Finnar eða Norðmenn.

Gerðu ekki, og brutu þar með gegn helgi mennskunnar.

Ásamt alþjóðasáttmálum þar sem þeir ábyrgjast að vernda líf borgaranna fyrir sjúkdómum og farsóttum.

Í Svíþjóð eru fleiri per haus dánir en í Bandaríkjunum, og alveg óvíst hvort þeir verði eins heppnir með seinni bylgjuna eins og með þá fyrri, en meintur árangur þeirra þar var vegna þess að Svíþjóð lenti alls staðar á eldrauðum lista og ný veirusmit hættu því að berast til landsins, en smitið sem var fyrir fjaraði út eins og gerist oft í svona smitfaraldri. 

Hefði veiran breiðst þar út á svipuðum tíma og hún gerði í Bandaríkjunum þá hefðu þeir ekki sloppið svona vel, það er ef þeir hefðu þrjóskast við að ná hjarðónæmi.

En það sárgrætilega er að það dó fólk að óþörfu bæði í Evrópu og Ameríku, vegna svipaðra úrtöluradda og við glímum við í dag.

Þá kannski vissi fólk ekki betur, þó það afsaki náttúrulega ekki hugmyndafræðilega heimsku, en núna vitum við betur.

Það er kristaltært, sama hvað Páll Magnússon sem og aðrir meintir efasemdarmenn í Sjálfstæðisflokknum, spila sig mikið fífl með því að segja að ekkert sé vitað, að þar sem var gripið inní smitleiðir við upphaf faraldursins, að þar féllu fæstir.

Og að hugmyndafræðilega heimskan kostaði a.m.k. 20.000 mannslíf í Bretlandi svo dæmi sé tekið.

Allt faktar, og voga sér að segja að ekkert sé vitað hvað eigi að gera, það er ekki réttlæting, það er aðför.

Aðför að lífi og limum náungans.

Það er ekkert í lagi með þetta lið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.8.2020 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 1412837

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband