21.8.2020 | 07:17
Hvernig getur maður sem gerir.
Fyrrum aðalritara Sovéska kommúnistaflokksins, þá Bresnjev og Andropov líflega í samanburði þó á grafarbakka væru, verið boðberi vonar og ljóss.
Hálfdauður maður er ekki slíkur boðberi, hann er staðfesting á tilvist gírugrar valdaklíku sem treystir engum frambærilegum og vill stjórna öllu bak við tjöldin.
Biden er því leikbrúða eða statisti, framboð hans gjaldþrot lýðræðisins vestan hafs.
Það er ef flokksklíkan kemst upp með þetta athæfi sitt.
Skiptir ekki máli hver mótframbjóðandinn er.
Hvort hann er skemill, skelfilegur eða siðblindingi.
Þess þá heldur að bjóða fram valkost, lágmarkið allavega að farmbjóðandinn sé lifandi.
Það er ótrúlegt að sjá þetta.
Ekkert hatur á Trump getur réttlætt að fólk taki undir eða styðji þessa grímulausu aðför að lýðræðinu.
Þennan fingur sem kjósendum er gefið uppí óæðri endann.
Takist þetta, ef Biden verður kosinn, þá er í raun um valdarán að ræða.
Að fólk, sem hefur ekki til þess lýðræðislegt umboð þjóðarinnar, hafi öll völd eftir kosningarnar, og stjórni í umboð manns sem augljóslega hefur ekkert í það að gera, og hans eina hlutverk er að setja X á blað.
Og jú, deyja ekki.
Þeir sem mótmæla hástöfum kosningum hér og þar, ættu núna að líta í eigin barm.
Því trúverðugleiki er undir.
Sem og sjálft lýðræðið.
Kveðja að austan.
Biden: Að velja von | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:45 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 51
- Sl. sólarhring: 622
- Sl. viku: 5635
- Frá upphafi: 1399574
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 4806
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.