20.8.2020 | 14:03
Það er eitt sem vantar í sóttvarnarlög.
Og það er kafli sem fjallar um ábyrgð stjórnvalda gagnvart því fólki og fyrirtækjum sem verða fyrir höggi vegna sóttvarnarráðstafana.
Það var glópavon að treysta á að erlendir ferðamenn myndu streyma inn á tímum heimsfaraldurs, og þar með hyrfi vandi ferðaþjónustunnar og hún héldi áfram eins og ekkert hefði í skorið.
Sumarið átti að nýta til að móta og þróa úrræði fyrir ferðaþjónustuna, afþreyingariðnaðinn og svo framvegis.
Hefðu stjórnvöld kynnt slík úrræði um leið og hertar aðgerðir á landamærunum, þá væri sátt og hægri öfgarnar eins og hver önnur ískrandi viðrini út í horni, tuðandi eitthvað sem enginn hlustar á.
Í stað þess að gera út á örvæntinguna og fá þannig hljómgrunn hjá örvingluðu fólki.
En ekki þessum 14-15 manna stuðningskjarna sem annars hefði lagt við eyru.
Væri skyldan skýr í lögum, þá hefðu þessi mistök ekki átt sér stað.
Þau þarf að leiðrétta.
Fundir eru góðir en fundir koma aldrei í stað aðgerða.
Þar er meinið.
Og þar varð stjórnvöldum á.
Kveðja að austan.
Sóttvarnalög endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.