Leiðtoginn.

 

Bjarni Ben hefur stigið fram sem rödd skynseminnar innan Sjálfstæðisflokksins.

 

Hann hefur staðið þétt að baki heilbrigðisráðherra varðandi þá ákvörðun hennar skipa fyrir um 5 daga sóttkví auk skimunar við landamærin og ásamt seðlabankastjóra hefur hann nýtt styrk þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil til að koma landinu út úr brimskafli heimsfaraldursins.

Krónan var bjargvættur okkar eftir Hrunið 2008 og krónan mun verða bjargvættur okkar núna ef henni er beitt á réttan hátt.

Hún mun sjá til þess að innlend eftirspurn haldist og að hjól atvinnulífsins snúist.

 

Stærstu mistök ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, svona fyrir utan ICESave og uppgjöfina gagnvart hrægömmunum, var að þegar hún með annarri hendinni dældi krónum inní hagkerfið, þá fjarlægði hin þær jafnóðum með skattahækkunum og enginn veit hvernig hefði farið ef ekki hefði komið til göngur makríls og ferðamanna.

Bjarni ætti að læra af þessari reynslu og leggja til umtalsverðar skattalækkanir á fyrirtæki, til dæmis að lækka tryggingargjald niður fyrir það sem það var áður Steingrímur skaut því uppí himingeiminn.

Hann ætti líka að leggja til tímabundnar aðgerðir sem gagnast veitinga og gistihúsum, til dæmis lækkun virðisaukaskatts á veitta þjónustu, jafnvel að afnema hann tímabundið.

Og sjá, dulin eftirspurn mun spretta fram.

 

En þó Bjarni sé rödd skynseminnar þá á hann eftir að sýna að hann sé leiðtogi flokksins.

En ekki bara formaður.

 

Leiðtogi roðnar ekki þegar minnst er á í Kastljósviðtali að helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Íslandi, sé hans eigin þingmaður.

Hann tekst á við það.

Segir að í Sjálfstæðisflokknum sé aðeins pláss fyrir einn leiðtoga.

 

Það að hann roðnaði sýndi reyndar að það er svo í dag.

Og það er ekki gott, hvorki fyrir flokkinn eða þjóðina.

 

Reyndar er stjórnarandstaðan handónýt, en samt, óþarfi að Sjálfstæðisflokkurinn reddi því fyrir hana.

Það veit Bjarni en hann þarf þá að rísa upp.

Sem leiðtogi.

 

Þar er ekkert val.

Kveðja að austan.


mbl.is Veiruhallinn ekki glatað fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband