19.8.2020 | 09:51
Á hvaða vegferð er Morgunblaðið??
Er það hætt að vera borgarlegt blað sem stendur vörð um borgarleg gildi, íhaldsamt um leið og það er víðsýnt og frjálslynt, og orðið að??
Hverju??
Þessi frétt um sóttvarnir Finna kemur í kjölfar annarra frétta þar sem Evrópulönd tilkynna hertar reglur á landamærum því þar byrjar sóttvarnirnar því innlendar sóttvarnir eru til einskis ef ekki er skorið á utanaðkomandi smitleiðir.
Þetta er hinn blákaldi raunveruleiki dagsins í dag hjá stjórnvöldum sem vilja ekki að hættulegur vírus drepi eða veikli íbúa viðkomandi landa.
Reynslunni ríkari frá því að landamærum Evrópu var haldið alltof lengi opnum í upphafi kórónufaraldursins.
Vegna hins innihaldslausa frasa um opin landamæri og frjálst flæði fólks yfir þau og kostaði tugþúsunda mannslífa, mestu fjöldamorð Evrópu vegna hugmyndafræði frá því að kommúnisminn var og hét.
Til að skilja alvöru malsins er gott að vísa í grein sem Freyr Rúnarson heimilislæknir skrifaði á Feisbókarsíðu sinni og Hringbraut endurbirti;
"Svarið er einfalt, það geisar drepsótt í heiminum og mig sem persónu er annt um eigin heilsu, heilsu fjölskyldu og vina, annt um fjárhag fjölskyldunnar og efnahagslíf þjóðarinnar og ég skil tilmæli almannavarna. Mig sem lækni er annt um heilsu þjóðarinnar, skjólstæðinga minna og bara jarðarbúa í heild ef út í það er farið. Mig sem manneskju er líka annt um alla þá í framlínunni sem hafa látið lífið við það að reyna að forða okkur öllum frá þessum hörmungum. Myndin hér að neðan er til minnis um þá hjúkrunarfræðinga sem COVID 19 hefur td tekið frá okkur til þessa bara í Bandaríkjunum einum, það eru fleiri svona myndir til en mér finnst þessi dálítið sláandi.
Afhverju er ég að skrifa þetta núna? Jú því ég tel að þjóðin þurfi að vakna upp og hysja upp um sig og votta þeim virðingu sína sem hafa dáið eða örkumlast í þessum fjanda til þessa. Við erum stödd í heimsfaraldri einnar skæðustu drepsóttar sem maðurinn hefur séð í langan tíma, hún er að leggja efnahag ríkja heims í rúst og er að ná svimandi háum dauðatolli. Ný staðfest tilfelli síðasta sólarhringinn í heiminum t.d. 21.813.235 (bara staðfest tilfelli). Látnir til þessa 772.624 (bara það sem er staðfest).".
Gleymum ekki að drepsóttin hefur fellt mun fleiri en talið er því í mörgum löndum er Norður Kórea tekin á upplýsingarnar eða heilbrigðiskerfið svo ófullkomið að það sinnir ekki fátækari hluta samfélagsins.
Og fólkið sem bjargar okkur hinum frá dauða, deyr, ekki vegna þess að það eru karlæg gamalmenni sem höfðu hvort sem er fallið úr inflúensu, heldur vegna þess að það er í svo miklu návígi við drápsveiruna að það er í stöðugri hættu þrátt fyrir öflugan hlíðfarbúnað.
Mér brá þegar ég las Staksteina dagsins, skrifin voru það heimsk að þarna er Davíð ekki að verki þó hann geti stundum verið svag fyrir hægriöfgum.
Þarna er einhver grundvallarbreyting sem hefur átt sér stað í ritstjórn blaðsins.
Einhvers konar Hari Kari hugsun, við nennum þessu ekki lengur, losum okkur við lesendur blaðsins með góðu eða illu.
Þetta var sagt í Staksteinum;
" Veirufréttir eru í senn þrúgandi og teknar að fara fyrir ofan garð og neðan. Þess vegna verður jafnvel þeim sem eru best búnir til fótanna hált á svellinu. Þetta gildir um fleiri lönd en okkar. Í breskum fréttum kom fram að þar í landi voru þá nærri 1.100 nýsmit skráð og var þar um samdrátt að ræða. Þá var sagt frá því að opinberar tölur um andlát sem rekja megi til veirunnar töldust nú vera að meðaltali 12 á dag. Einhverjum kynni að þykja þetta hátt en þá er þess að geta að Bretar eru ríflega 200 sinnum fjölmennari en Íslendingar. Og sá fréttapunktur sem gjarnan var skotið inn í allar þessar fréttir var kannski athyglisverðastur. Hann var sá að nú létust nærri áttatíu manns daglega af völdum flensu og lungnabólgu eða sex sinnum fleiri en þau andlát sem skrá má af öryggi á reikning kórónuveirunnar. Það er óneitanlega fróðlegt að setja hlutina í samhengi við þætti úr lífsbaráttunni sem flestir þekkja til. Ekki er vitað til þess að nein skelfingarbylgja sé í gangi þar syðra vegna hittasótta og flensu. ".
Hvar á maður að byrja??
Samlíkinguna við hitasótt og flensu, nei vísa í grein Freys þar um.
Móðursýkina á landamærunum, sóttkví og skimanir??
Ástandið á Bretlandi er þó ekki verri en það er ennþá, er vegna þess að þeir hafa skellt fyrirvaralaust á sóttkví gagnvart ferðalöngum sem koma frá löndum þar sem smit eru í vexti, flýtirinn var svo mikill að það lá við að sumir hefðu hlaupið yfir Ermasund þegar lokað var á Frakkland.
Nei þetta er skurðgröftur hægri öfga gegn nauðsynlegum aðgerðum íslenskra stjórnvalda, hugsað til að draga úr tiltrú fólks, skapa sundrungu, í veikburða tilraun til að landamærin verði aftur opnuð fyrir frjálsu flæði smita.
Verra er hin algjöra heimska að bera saman dánartölur af veirufaraldri í upphafi hans, við dánartölur annarra sjúkdóma.
Það er rétt, það voru ekki svo margir sem dóu fyrstu vikurnar, og það nokkuð margar fyrstu vikurnar á Ítalíu, svo sprakk faraldurinn út og drap tugþúsunda á beina og óbeinan hátt.
Og er einhver svo heimskur að halda að Ítalir, svona eftir á, hefðu ekki viljað að veiran hefði strax verið gerð útlæg á fyrstu vikum, á meðan ennþá var ráðið við hana??
Ætli þeir hafi ekki viljað vera í sporum Nýsjálendinga eða Taivana, sem brugðust strax við, og misstu ekki fólk, og sóttvarnir urðu aldrei til lengri tíma eins strangar og á Ítalíu.
Hvað þá efnahagslegur skaði.
Það vill enginn að sjúkdómur sem getur drepið náungann, gangi laus í samfélaginu.
Það er ekki hægt til lengdar að lifa með slíkum sjúkdómi.
Það vill enginn lifa í stanslausum ótta við að sýkja sína nánustu.
Og þessi enginn er lesandi Morgunblaðsins, sá sem borgar ritstjórninni laun.
Það er skrýtinn eigandi og stórfurðulegir hagsmunir að baki, ef hann lætur svona skrif viðgangast.
Það er ekki alltí lagi þarna.
Kveðja að austan.
Í lagi með Ítalíu en ekki Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 622
- Sl. viku: 5589
- Frá upphafi: 1399528
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 4768
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður hefur skynsemin verið látin lönd og leið, en aðgerðir grundvallast á sömu prinsippum og stýra atferli fáráðlinga í ofsahræðslukasti.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.8.2020 kl. 11:05
Blessaður Þorsteinn.
Það er borgarlegur réttur þinn að vera í bullinu, en borgarlegur fjölmiðill getur hins vegar ekki leyft sér slíkan munað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.8.2020 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.