18.8.2020 | 13:24
Orð í tíma töluð.
Núna þegar Stóra vinkvennamálið vindur uppá sig og gefið er í skyn að um kostun sé að ræða, líkt og íslenskir ráðherrar séu svo á hornösinni að þeir komist ekki í brunsferð án þess að fá til þess styrki, þá er tími til kominn að staldra við og slútta þessari umræðu.
Við höfum sem samfélag margt þarfara að ræða.
Klaufaskapur, ókey, það þarf ráðherra ferðamála að gera upp við sig og kjósendur sína, svona miðað við sóttvarnir, ókey alltí lagi að ræða þetta mál og leyfa ráðherra að skýra frá sinni hlið, og ókey, kannski gat hún orðað skýringar sínar betur, þá er það bara svo, en allt umfram það er Sunblaðamennska sem á ekki að þrífast hér á þessum dauðans alvöru tímum þar sem brimskaflar erfiðleikanna blasa allsstaðar við.
Þetta er eiginlega bara sorgleg veruleikafirring, eins og fjölmiðlafólk geri sér ekki grein fyrir hvaða vanda við sem samfélag glímum við, eða hvaða dauðaangist hefur grafið um sig á mörgum heimilum vegna skyndilegs forsendubrests sem gengur af ferðaþjónustunni dauðri ef ekki er gripið inní með samfélagslegum aðgerðum.
Hvað er eiginlega að fólki??
Við þurfum að deila byrðunum líkt og þjóðin gerði í kjölfar snjóflóðanna fyrir vestan og austan, eða á stærri skala eftir eldgosið í Vestamannaeyjum.
Það er enginn fjárhagslegur ávinningur, hvað þá samfélagslegur að leyfa innheimtulögfræðingunum að koma tugþúsundum á vonarvöl.
Fólk fjárfesti í góðri trú, fólk kaus sér starfsvettvang í góðri trú.
Og við nögum það, liggur við að maður heyri hnussið, "Huh, þú gast sjálfum þér um kennt".
Svona hagar siðað fólk sér ekki, svona hagar siðað samfélag sér ekki.
Og hver dagur sem líður án þess að aðgerðar séu kynntar, og slegið sé á lífsháskann, er dagur sem er okkur sem þjóð til skammar.
Ég spyr eins og Jóhannes, sér fólk ekki hina "logandi elda hér um allt land.".
Sér það ekki örvæntinguna og óttann sem grefur um sig??
Samt er þetta aðeins verkefni sem þarf að takast á við og leysa.
Maður hefur allavega hrist hausinn af minna tilefni.
Kveðja að austan.
Jóhannes ósáttur við eltingaleik fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 382
- Sl. sólarhring: 756
- Sl. viku: 6113
- Frá upphafi: 1399281
Annað
- Innlit í dag: 324
- Innlit sl. viku: 5179
- Gestir í dag: 300
- IP-tölur í dag: 296
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sett á blog: Ómar Geirsson
Orð í tíma töluð.
000
Gott hjá þér Ómar Geirsson. Stundum erum við þannig, að við fyllumst ánægju, ef einhver lendir í vandræði. Sjáiði, hann er ekkert betri en ég, allt komið í vandræði, hann er að missa allt. Ég þen út brjóstkassann. Nú er ég mikill maður.
Það má ekki ske, að fólkið lendi á vonarvöl vegna heimsku, ? nei það má ég ekki segja, vegna hugsunarleysis stjórnvalda.
Við munum að 2008, missti fólkið húsin sín, vegna þess að skólinn hafði ekki kennt okkur, að peningur er bókhald.
Þá sögðu bankarnir að enginn peningur væri til, að ekkert bókhald væri til. Um leið og fjármálakerfið hafði náð öllum lausum eignum, sagði kerfið.
Nú er kreppan búin, nógir peningar, og skrifuðu allt fullt af bókhaldi, Við fjármálakerfið erum að hækka verðið á fasteignunum sem við náðum af fíflunum, notum það ekki, notum, þessum auðtrúa sálum, nei, notum orðið, fólkinu.
Á einhverju þurfum við að lifa, auðskilið, fíflin, ég meina, þessir auðtrúa eru búsmalinn okkar, við rýum hann.
Framhald
https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2253575
Egilsstaðir, 18.08.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 18.8.2020 kl. 17:21
Blessaður Jónas og takk fyrir innlitið.
Já peningar eru bókhald, mæla heildarverðmæti í þjóðfélaginu, en eru ekki verðmæti sem slík.
Og meðan það er slaki þá ber stjórnvöldum ásamt Seðlabankanum skylda til að blása lífi í hagkerfið, sem og að endurfjármagna ferðaþjónustuna.
Kostnaður vissulega, en mesti kostnaðurinn er að gera ekki neit.
Og það ættu þeir þó að skilja sem þekkja ekki til siðar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.8.2020 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.