Stóra ráðherramálið.

 

Að glæpavæða Þórdísi Kolbrúnu fyrir að vera manneskja, að þurfa að slaka á í góðra vina hópi, líkt og er nauðsynlegt fyrir okkur öll.

Kallast að kasta umræðu á dreif.

Að hengja bakara fyrir smið, eða hvað sem tunga okkar nær að tjá um slíka vitleysu.

 

Þórdís er manneskja.

Við erum öll manneskjur.

Og búum ekki í glerhúsi.

Þetta er ómerkileg umræða og Þórólfur á heiður skilinn fyrir að jarða hana.

 

Vissulega getur smitið verið það viðvarandi að við þurfum að skipta um gír, hætta að hittast og gleðjast.

En sá tímapunktur er ekki kominn.

Hvorki hjá Þórdísi eða okkur hinum.

 

Skiptir engu þó hún sé ráðherra.

Hræsnin mun ekki fella veiruna.

 

Höfum það hugfast og hættum þessu böggi.

Krossfestingar hafa aldrei verið til góðs.

Kveðja að austan.


mbl.is Ráðherra hafi ekki brotið lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jájá, við verðum að vera umburðarlynd,

sér í lagi gagnvart ráðherra ferðamála.

Jájá, og alveg sérstaklega gagnvart öðrum þeim,sem setja okkur reglurnar sem þau fara ekki sjálf eftir.

Jájá, við verðum að vera umburðarlynd.

Jájá, við verðum að virða frelsi þeirra til að brjóta reglurnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.8.2020 kl. 16:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hættu þessari hræsni Símon Pétur, hún leiðir ekki til neins.

Þú lifir ekki tvískinnung Viktoríutímans, þar sem einhver idealímynd dreif áfram norm tíðarandans, og ekki nokkur maður fór eftir.

Þórdís Kolbrún hagaði sér nákvæmlega eins og allir aðrir, og þó þú finnir einhvern annan, sem gerði það ekki, þá er hann fordæmi, ekki fordæmari.

Á því er reginmunur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2020 kl. 16:35

3 identicon

Það er ekki hræsni að benda á tvískinnunginn.

En viljirðu að við sem reynum allt okkar besta að virða reglur þríeykisins séum nefnd hræsnarar, þá hefurðu það svo.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.8.2020 kl. 16:54

4 identicon

Símon Pétur hefur hér lög að mæla.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 17.8.2020 kl. 17:08

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Hverjir eruð þið félagar sem reynið ykkar besta??

Spegilmynd þjóðarinnar??

Það dreg ég stórlega í efa.

En þar sem þið eruð ekki fæddir í gær, þá er það sorglegt hvernig þið dettið í gryfju stjórnaðar umræðu, svo aðalatriði málsins séu ekki rædd.

En tvískinnungurinn er Símon minn, að ætlast til að ráðherrar geri annað en almenningur, ef almenningur tæki þetta svo alvarlega í sumarblíðunni að hann virti öll fjarlægðarmörk, þá er þetta vítavert.

En það er bara ekki svo, í guðanna bænum, á hvaða plánetu eruð þið??

Og á meðan grafa hægri öfgarnar undan, með sömu röksemdum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2020 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 1412827

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 174
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband