11.8.2020 | 16:16
102 dagar án ótta.
Dagar sem verða ekki metnir til fjár í miðjum heimsfaraldri.
Ekki án kostnaðar, því landamærum var lokað, og fólki aðeins hleypt inní landið að undangenginni 14 daga sóttkví.
Þungt högg fyrir ferðaþjónustuna sem er mikilvæg atvinnugrein á Nýja Sjálandi.
Stjórnvöld á Nýja Sjálandi vissu samt að veiran gæti borist inní landið og voru tilbúin með viðbragðsáætlun sem strax var gripið til. Hægt er á öllu mannlífi í Auckland á meðan reynt er að rekja veiruna og finna upptök smitsins. Þar beinist grunur að sóttkvínni við landamærin;
"In addition, we are working over the next few days to test all people that are working at our borders and everyone that works at a managed isolation facility.". (Úr fréttatilkynningu sóttvarnaryfirvalda).
Og það á ekki að gefast upp fyrir veirunni, að fyrst hún kemst óboðin inní landið, að þá eigi að bjóða hana velkomna líkt og gert er hér á Íslandi.
"As weve been saying for several weeks, it was inevitable that New Zealand would get another case of community transmission. We have been working on the basis that it could be at any time and that time is now. The health system is well prepared for this eventuality and the important thing now is that we dont let the virus spread in our community. As we did in the early days of this virus emerging, we need to stamp it out.".
Veirunni verður ekki leyft að dreifa sér um samfélagið, það á að útrýma henni.
Sem er grundvallarmunur og á þeirri stefnu að sætta sig við að landamærin leki inn smiti því það sé aldrei hætt að útiloka það.
Þegar Gylfi Zoega skrifaði grein sína voru liðnir 100 dagar frá síðasta innanlandssmiti á Nýja Sjálandi, urðu 102 þegar smit blossaði upp á ný.
Stjórnvöld þar rannsaka snertiflöt við útlönd, það er í gegnum sóttkvína, og ætla að sjá til þess að slíkt endurtaki sig ekki.
Vitandi það að það þarf bara eitt smit til að smita samfélag.
Samt virðast einhver öfl á Morgunblaðinu sjá ástæðu til að tengja þessi nýsmit við röksemdir Gylfa Zoega um afhverju almanna hagsmunir kalli á lokun landamæra, að mannlíf og þjóðlíf sé undir, og kostnaðurinn við innflutning á smiti sé margfaldur á við þann sem hlýst við að landinu sé lokað.
Lágt leggst Mogginn i þessari aðför sinni.
Fyrir utan aulaskapinn og ómerkilegheitin, þá er það bara svo að fleiri hafa vakið máls á sömu röksemdum og Gylfi, þar á meðal Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands sem segir í viðtali við Ríkisútvarpið að "Það er mikil áhætta fyrir lítinn ávinning að hleypa fólki inn í landið".
Hún segir líka að "eftir því sem tíminn leið hafi orðið ljóst að kostnaðurinn af áhættunni sé svo mikill að það borgi sig að viðhafa mjög strangar reglur um ferðir fólks yfir landamærin og þær sóttvarnir sem hver og einn farþegi þarf að hlíta".
Eins spyr hún ferðamálaráðherra kurteislega hvað búi að baki fullyrðingum hennar um að áhættan sé ásættanleg.
"Aðspurð um ummæli ráðherrans segir Tinna Laufey þau fyrst og fremst vekja forvitni sína um hvernig ráðherra eða stjórnvöld meti áhættuna: Ef það liggur einhver greining þarna að baki þá finnst mér forvitnilegt að reyna að skilja af hverju hennar niðurstöður stangast svo mikið á við mínar. Ég hef verið að reikna út virði þessarar áhættu með mjög hefðbundnum aðferðum hagfræðinnar og fæ út mjög háar tölur. Jafnvel miðað við íhaldssamasta mat mitt, þá er kostnaður vegna áhættunnar mjög mikill. Ég spyr mig fyrst og fremst: Hvað gerir það að verkum að mat okkar stangast svona mikið á?, segir hún. ".
Já hver eru rökin??
Svarið er: Engin.
Hvernig vitum við það??
Jú, það er ráðist á sendiboðann.
Með skít.
Miðað við að rauði listinn sér sjálfkrafa til þess að hinn litli ávinningur af komu erlendra ferðamanna gufar upp, þá spyr maður sig hvaða hagsmunir búa þá að baki sem skýrir heiftina sem gýs nú upp gagnvart þeim sem gagnrýna opnun landamæranna??
Minni á orð Katrínar Jakobsdóttur þar sem hún sagði að "Því fari fjarri að hagsmunir ferðaþjónustunnar hafi verið í fyrirrúmi" og viðurkennir þannig að eitthvað annað skýri þá ákvörðun.
Á meðan lifum við í ótta.
Sem enginn endir virðist vera á.
Því smit skal flutt inn hvað sem tautar og raular.
Þannig er Ísland í dag.
En ekki Nýja Sjáland.
Kveðja að austan.
4 ný innanlandssmit á Nýja-Sjálandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem betur fer hafa yfirvöld á Íslandi víðara sjónsvið en Ardern. Tinna Laufey misreiknaði sig all hrapalega. Kostnaður við lokun landamæra er ómælanlegur. Norður Kórea er dæmi um það. Nýja Sjáland er að verða fyrirmyndar Bolsévíekka lögregluríki. Þar er fólk lokað inni á heimilum sínum og herinn fylgir fólki í sóttkví af flugvellinum og heim. Það er gríðarlega kostnaðarsamt að loka fólk inni á heimilum sínum og meina því um hreyfingu og dagsbirtu og lífsnauðsynlega þjónustu. Það drepur á við Covid eins og komið hefur fram í fréttum frá Bretlandi (Tveir fyrir hverja þrjá). Reiknaði Tinna Laufey með því? Á Norður Ítalíu gengur lífið nú sinn vanagang. Engin skimum á landamærum og engin sóttkví. Fólk hins vegar skyldað til að nota grímur, sér í lagi í almenningssamgöngum og verslunum o.þ.h. Buona giornata!
Guðjón Bragi Benediktsson, 12.8.2020 kl. 09:11
Blessaður Guðmundur Bragi.
Þú ert með kjarnann " Það er gríðarlega kostnaðarsamt að loka fólk inni á heimilum sínum og meina því um hreyfingu og dagsbirtu og lífsnauðsynlega þjónustu.", þess vegna er betra að hafa höft við landamæri en að hafa allt samfélagið í höftum.
Annars er athugasemd þín um lokun landamæra byggð á misskilningi, þú ert að bera saman óskylda hluti og áttar þig ekki á kostnaðinn sem fellur á samfélög í viðjum drepsóttar.
Á Norður Ítalíu segir þú að lífið gangi sinn vanagang, það er falskt logn, seinni bylgjan er að blossa upp þar sem og annars staðar í Evrópu þar sem slakað var of snemma á sóttvörnum, veldisaukning veirufaraldra byggjast á aukningu framtíðar þar sem fortíð er aðeins vísbending um hve langan tíma það tekur veiruna að ná grunnútbreiðslu.
Svo springur allt líkt og gerðist á Norður Ítalíu í fyrri faraldrinum og svo víðar í opnum Evrópuríkjum en ekki löndum Mið og Austur Evrópu sem lokuðu í tíma. Þetta er það sem er að gerast í Bandaríkjunum í dag, óviðráðanlegur faraldur vegna þess að menn hundsuðu almenna þekkingu á sóttvörnum, og hafa ekki misskilning sér til afsökunar.
Tveir fyrir hverja þrjá segir þú í Bretlandi sem aðeins segir hvað gerist ef faraldur verður stjórnlaus. Þetta eru hliðardauðsföll hans, að heilbrigðiskerfið annar ekki nema að hluta að sinna hlutverki sínu, á Norður Ítalíu dó fólk vegna þess að spítalar voru yfirfullir og vegna þess að heimilislæknar neituðu að fara í vitjun, þeir vildu jú lifa. Samt dóu hlutfallslega mjög margir í þeirra stétt.
Stjórnlaus faraldur drepur miklu fleiri, ekki bara vegna veirunnar sjálfrar, heldur líka vegna þess að heilbrigðiskerfið springur og getur ekki sinnt einu eða neinu. Veikt, óttaslegið (líkt og raunin varð á Norður Ítalíu þar sem læknar í áhættuhópi héldi sig heima hjá sér) eða dáið starfsfólk, sinnir ekki störfum sínum.
Rök þín eru eiginlega þannig að fyrst að björgunarbátar náðu ekki að bjarga nema rúmlega helming af farþegum Titanic, að þá sanni fjöldi þeirra sem drukknuðu að þeir hafi verið óþarfir.
Mannfallið í Bretlandi var að stórum hluta skipulagsvandamál fjársvelts heilbrigðiskerfis og svo má ekki gleyma að sóttkvíin bjargaði mörgum mannslífum sem annars hefði fallið í umferðarslysum, vinnuslysum og svo framvegis. Það er ef menn byrja svona hausatalningu, en það eru samt ekki rök fyrir því að fólk eigi alltaf að vera í sóttkví.
Lausnin sem þú nefnir í lokasetningu þinni er hins vegar samfélag í helgreipum ótta.
Og ef þú skyldir ekki vita það, þá er enginn hræddur í Whuan í dag, nema við utanaðkomandi smit.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.8.2020 kl. 10:59
Ég vinn hérna rétt við BSÍ og sé túristana koma gangandi upp Laufásveginn langflestir með grímur þótt þeir séu úti á gangi, langflestir pör, með ásetning um að fara að skoða náttúruperlur Íslands. Þetta fólk smitar hvorki einn nér neinn. Við ættum að vera þakklát fyrir að einhver vilji heimsækja vort góða land.
Enginn er hræddur í Wuhan í dag, nema við utanaðkomandi smit. -segir þú. Mér finnst Kína nú ekki vera neitt fyrirmyndarland, hvorki í einu né neinu. Voru það einhverjar falsfréttir að þeir hafi læst fólk inni í byggingum? Hvað um það. Ef stefnt er að alræði er auðvitað hægt að taka upp rafræn vegabréf í farsímum eins og þar og vera með fullkomið eftirlit með þegnunum. - og fullkomnar fangabúðir og fullkomnar "leiðréttingarbúðir" fyrir þverhausa sem átta sig ekki á kostum alræðisins og eftirlitsins. Sem betur fer er þessu ekki þannig háttað hér -enn sem komið er. Hrakspár þínar um að faraldurinn verði aftur stjórnlaus á N-Ítalíu vona ég að gangi ekki eftir. Í Predikaranum stendur: Sá sem sífellt gáir að vindinum sáir ekki og sá sem sífellt horfir á skýin uppsksr ekki. (11:4)
Guðjón Bragi Benediktsson, 12.8.2020 kl. 11:33
Blessaður Guðjón.
Ef það væri svo einföld lausn að láta fólk vera með grímur, þá væri engin farsótt, eða farsóttir yfir höfuð.
Meginhluti grímnanna halda ekki veirum úti, duga aðeins til að hindra að fólk sé að hósta ofaní hvort annað. Sem og að grímur eru daglegur útbúnaður hjá almenningi í stórborgum Suðaustur Asíu vegna loftmengunar, og þær dugðu ekki í Whuan þegar farsóttin fór að stað. En þær eru sálræn hjálp, og mikilvægar sem slíkar.
Varðandi sem þú segir um Whuan, þá er það bara svo að ekkert af því sem þú nefnir kemur málinu við, og þig grunar sjálfan að stór hluti af því sem þú lest er bull eða það sem kallast falsenews í dag.
Í Whuan var gripið til aðgerða, eftir að yfirvöldum var ljóst að áróður dugði ekki gegn veirunni enda hún hvorki læs né skrifandi, sem byggjast á þrautreyndum sóttvörnum sem þróast hafa með manninum í árþúsundir, sem er að skera á smitleiðir sjúkdóma, og það tókst.
Ég sá í prófíl þínum að þú ert áhugamaður um biblíusögur, slík sóttvörn kemur iðulega fyrir þar, en það er einangrun holdsveikra.
Það er tilviljun að þessi faraldur blossaði upp í Whuan, það er að næsti veirufaraldur heimsbyggðarinnar, einræðisstjórn kommúnista brást seint og illa við, en eftir að hún gerði það, þá gerði hún allt rétt.
Líkt og var gert á Norður Ítalíu, Spáni og víðar þar sem farsóttin fór úr böndunum, nema í Evrópu gáfust menn upp á síðustu metrunum vegna pólitísks þrýstings fjármagns og hægri öfga.
Þá reyndust kommarnir vera betra stjórnvald.
Þeir drápu veiruna, en henni var leyft að koma til baka í Evrópu.
Sem er synd, óguðleg synd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.8.2020 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.