Ásættanleg áhætta.

 

Sagði ferðamálaráðherra um helgina án þess að færa nokkur rök fyrir máli sínu önnur en þau að henni fyndist það.

 

Skyldi fólkið sem skikkað er í sóttkví núna um hásumar vera sammála henni, eða fyrirtækin sem verða fyrir röskun á starfsemi sinni, skyldu þau líka vera ánægð með hina ásættanlegu áhættu.

Eða fólkið sem er illa veikt og öruggt að margir munu glíma við vanheilsu um langan tíma.

Því hin þöglu fórnarlömb veirunnar, fólkið sem veiktist, sumt bara lítillega, glímir við alvarleg eftirköst, er veiklað, á erfitt með daglegt lif sitt.

Samkvæmt rannsókn í Whuan er 90% covid sjúklinga ennþá að glíma við eftirköst vegna lélegrar lungnastarfsemi, eina vonin er að reynsla af SAR veirunni bendir til þess að þetta gangi yfir á 3 árum.

 

Að veikla fólk, að meiða fólk viljandi, kallar ráðherra ferðamála ásættanlegu áhættu.

Að loka gamalt fólk inni og meina því um heimsóknir, eftir langa og stranga einangrun fyrri faraldursins, kallar hún ásættanlega áhættu.

Að eyðileggja allt sem tengist mannfagnaði núna seinni part sumars, kallar hún ásættanlega áhættu.

 

Og til hvers??

Til að aðrar þjóðir loki á ferðir hingað??

Til að landið lendi á rauðum lista landa sem taka sóttvarnir alvarlega og vilja ekki innflutning á smiti inn fyrir landamæri sín??

 

Eystrasaltslöndin um helgina.

Grænland í gær.

Noregur í dag.

 

Aðeins Þýskaland og Danmörk eftir og aðeins tímaspursmál hvenær þau skella líka í lás.

Eftir stendur hnípin þjóð, innilokuð, ærulaus, smituð.

 

Án ávinnings.

Án nokkurs annað en glataðra tækifæra.

 

Að fá lifa í landi án ótta.

Kveðja að austan.


mbl.is Ísland rautt í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar

Þeir sem telja sig geta metið hvort áhætta sé ásættanleg eða ekki, hafa þá sýn að peningar séu alfa og omega alls.

En ok, tökum þátt í þeim hildarleik, skoðum málið út frá sýn Mammons. Ferðaþjónustan telur sig hafa á reiðum höndum svar við því tapi sem covid hefur valdið, í krónum og aurum. Hins vegar hafa stjórnvöld ekki gert hið minnsta til að safna saman gögnum um það tap sem aðrar atvinnugreinar landsins hafa orðið fyrir, vegna þess að veirunni var hleypt aftur inn í landið. Er það tap meira en tap ferðaþjónustunnar? Til að halda Mammon góðum ætti ráðherra að vita að allar staðreyndir peninga þurfa að vera upp á borðum.

Hitt verður erfiðara að reikna til peninga, einangrun eldra fólks á stofnunum, skert geta til að halda uppi námi og skert geta til að halda uppi heilbrigðisþjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Enda eru þessir hlutir ekki inn í mati ráðherra á ásætti um áhættu. Þeir sem dýrka Mammon horfa ekki til þeirra hluta sem kallast samfélagsleg gæði. Þegar þeim er bætt í jöfnuna er nefnilega ekki lengur hægt að tala um ásætti áhættu.

Kveðja af Skaganum

Gunnar Heiðarsson, 12.8.2020 kl. 19:33

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir að fylla svona uppí pistil minn Gunnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.8.2020 kl. 20:49

3 Smámynd: Guðjón Bragi Benediktsson

þetta virðast vera sterk rök hjá þér Ómar. En ég veit þó ekki hversu haldgóð þau eru í raun, sér í lagi ef þessi veira er komin til að vera í heiminum til lengri tíma. Vill fólk almennt hafa landamæri læst og lokuð til lengdar? Þetta er spurning um vilja lýðsins. Við búum ekki í einræðisríki. Sóttvarnaryfirvöld og stjórnvöld verða að athuga það! Að loka landinu þýðir að Íslendingar komast ekki til útlanda til að heimsækja vini og ættingja. - væntanlega þá einnig að gestir og ættingjar komast ekki til heimsóknar til landsins.  Einnig má nefna að það eru þekkt dæmi um smit sem hafa komið upp innan landa þrátt fyrir lokun landamæra um lengri tíma. Er ásættanlegt að fara aftur til miðalda með samgöngur og ferðalög til lengdar? Fólk kýs frelsi. Ég er feykilega ánægður með Íslensk stjórnvöld í þessu máli!  Það er alger óþarfi að yfirvöld ´séu að loka fólk af og anda oní hálsmálið á fólki. Ef fólk hefði áhuga á því þa flytur það bara til Kína, Norður Kóreu eða Nýja Sjálands.  

Guðjón Bragi Benediktsson, 12.8.2020 kl. 22:03

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðjón, ef þú átt erindi þá setur þú ekki fyrir þig 5 daga sóttkví, þökk sé tækninni þá virðist hún ekki þurfa að vera lengri.

Og þú sem maður sem ert farinn að grána á vöngum, veist að Íslendingar voru sigldir þó ferðalög til umheimsins tækju lengri tíma en 5 daga.

Það er rétt að veiran er komin til að vera, til skamms tíma í það minnsta.  En þó að kýlapest (Svarti dauði), kólera, eða ebóla sé komin til að vera, þýðir það ekki að þessar drepsóttir séu boðnar velkomnar inní samfélög okkar, heldur er gripið til ýtrustu sóttvarna til að halda þeim í skefjum, eða útrýma þeim líkt og var um bólusótt sem kennd er við við Stóru bólu, hún hefur ekki greinst í nokkur ár vegna víðtækra bólusetninga og þess vegna taldi ég hana ekki upp hér að framan.

Það er einnig rétt að smit geta sloppið inn fyrir landamæri þrátt fyrir sóttkví, en það er með það eins og annað, menn læra inná hegðun andstæðingsins og þróa nýja tækni.  Og sú tækni að greina veiruna strax á öruggan hátt er innan seilingar því öll orka mannsandans fer núna í að þróa hana og gagnvart henni á skynlaus eggjahvítusameind ekki breik.

Á meðan snýst þetta um valið að lifa í ótta, sem þér hefur verið talið í trú um Guðjón að sé eina leiðin, eða án ótta, að náungi okkar lifi þrátt fyrir aldur sinn eða undirliggjandi sjúkdóma.  Eða jafnvel það sem verra er, að stór hluti ungdóms okkar veiklist til lífstíðar vegna firringar okkar að bregðast við og takast á við dauðans alvöru.

Hér á árum áður og öldum áður vissi fólk hvað það þýddi að innrásarher fékk óáreittur að brjótast yfir landamæri og ræna, drepa og rupla, það vissi líka að farsóttir ógnaði ekki bara þeim, heldur líka börnum þess. 

Að verja sig og sína hefur verið drifkraftur siðmenningarinnar gegn barbörum og sjúkdómum.

Illa hefur gengið að halda friðinn, en það hefur samt oft tekist á löngum köflum.  Og drepsóttir hafa herjað en smátt og smátt höfum við náð tökum á þeim, sem og að kljást við viðvarandi sjúkdóma líkt og barnaveiki, kíghósta, lömunarveiki, berkla og svo framvegis.

Kallast framþróun Guðjón, en í allri þeirri framþróun hefur það verið vitað, að sigrar fortíðar eru aðeins vísbending um hvernig á að bregðast við óvinum framtíðar, og það verða óvinir í framtíðinni.

Gefast menn þá upp?? 

Kannski einhverjir, en þeir eru þá ekki lengur til frásagnar, frásagnir eru nefnilega skrifaðar af þeim sem héldu áfram að berjast, gáfust aldrei upp.

Mér finnst uppgjöf vera í síðustu orðum þínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.8.2020 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 1538
  • Frá upphafi: 1321546

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1311
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband