Játningar Þórólfs.

 

Í fréttum helgarinnar missti Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir það út úr sér að í tillögum sínum um hertar aðgerðir til að hindra frekari útbreiðslu kórónuveirunnar þyrfti hann að taka tillit til sjónarmiða þeirra sem vilja hafa landamærin opin án sóttvarna eða skimunar.

Eða með öðrum orðum að það sé eitthvað annað en fagþekking sem móti tillögur hans.

Þær snúist ekki í raun um sóttvörn heldur pólitík, að það sem lagt er til þurfi að þóknast ákveðnum öflum eða hagsmunum svo líkur sé á að það sé samþykkt.

 

Það er ótrúlegt að fjölmiðlafólk hafi ekki fiskað eftir þessum orðum Þórólfs og spurt hann nánar út í þau, því sérhagsmunirnir sem knúðu á hina ótímabæru opnun landamæranna, hafa skýlt sér í því skjóli að tillögur sóttvarnalæknis séu faglegar og teknar án utanaðkomandi þrýstings.

Orð Þórólfs eru líkt og neyðaróp manns sem er í þeirri óbærilegri stöðu að vera knúinn til óhæfu og tekur þátt í til að þó að geta bjargað því sem bjargað verður.

En vill samt að það sé upplýst að hann sé ekki frjáls.

Sérstaklega núna þegar bæði Morgunblaðið og Ríkisútvarpið er farið að spyrja réttmætra spurninga og sætta sig ekki lengur við augljóst bull úr munni ráðamanna eða hagsmunaaðila.

 

Betur er seint en aldrei, og þessa helgina hafa hinir stóru fjölmiðlar endurvarpað rökstudda gagnrýni sérfræðinga á hina ótímabæru opnun landamæranna og í raun stendur ekki steinninn eftir uppréttur í rústum málflutnings innflytjendanna á nýsmitinu til landsins.

Nauðvörnin er; "Þórólfur sagði þetta, hann er skúrkurinn".

Spurningin er því hvort þessu verði fylgt eftir á blaðamannafundi dagsins þar sem Þórólfur tilkynnir uppgjöf sína varðandi sóttvarnir við landamærin.

 

Þórólfur játaði líka í gær heimskuna að baki þess að krefjast ekki sóttkvíar við landamærin þegar hann sagði að "„Það þarf ekki nema einn einstakling til þess að sleppa inn til þess að valda svona faraldri eins og við erum búin að vera með,“".

Í þessu samhengi er gott að átta sig á þeirri hugsun sem felst í aðvörunarorðum Kára Stefánssonar  að línuleg hætta á að smit sleppi inní landið eykst í réttu hlutfalli eftir því sem fleiri koma inní landið án undangenginnar sóttkvíar. 

Í því samhengi skiptir ríkisfang fólks ekki máli enda sýkja veirur ekki eftir þjóðerni eða vegabréfi fólks.

 

Þumalskrúfan á Þórólfi fékk hann til að bæta við að hann telji það "mjög ólíklegt að það sé hægt að loka landinu þannig að við fáum ekki veiruna inn" og þau orð eru haldreipi þeirra sem vilja áfram opin landamæri án undangenginna sóttkvíar.

Það er rétt, það er ekkert útilokað í þessum heimi, en þó það kvikni í þrátt fyrir brunavarnir þá er það ekki greindarlegt að gagnálykta á þann hátt að þar með séu þær óþarfar.  Enda reyndin sú að með aukinni þekkingu fækkar alvarlegum eldsvoðum, af sem áður var þegar heilu borgirnar fuðruðu reglulega upp fyrr á öldum.

Ástralir misstu veiruna út í samfélagið þrátt fyrir sóttkví við landamæri, skýringin er þekkt, og verður ekki endurtekin.

Við Íslendingar náðu hins vegar að útrýma veirunni, það sama gerðu Nýsjálendingar og borgaryfirvöld í Whuan borg í Kína, þrátt fyrir stjórnlausan faraldurs á ákveðnum tímapunkti.

 

Allt þetta veit greindur maður eins og Þórólfur, og hann veit að það er auðvelt að fá fólk með sér í stríð við faraldur sem herjar vegna einhvers sem ekki var við ráðið, eða ekki vitað um að gæti valdið smiti, en því sem næst vonlaust ef skýr yfirlýsing fylgir hinum hertu sóttvörnum, að þetta sé allt til einskis því við munum örugglega aftur hleypa smitinu inní landið.

Vísvitandi og viljandi.

Heimskan þarf að vera djúp til að menn átti sig ekki á muninum.

 

Beirút var sprengd í loft upp vegna óafsakanlegs kæruleysis þarlendra yfirvalda.

Og almenningur kallar á ábyrgð.

En ekki þá ábyrgð að fyrst að ein sprengjugeymsla sprakk, að þá sé sagt; "shit happens", og borgin sé markaðssett sem borgin sem geymir sprengjuefni og það þurfi ekki einu sinni hátalara til að hvellurinn heyrist.

 

Það þarf ekki nema eitt smit að sleppa framhjá sóttvörnum landamæranna til að nýr faraldur brjótist út.  Og línleg áhættan eykst eftir því sem fleiri koma inní landið án undangenginnar sóttkvíar.

Sóttkví lágmarkar hins vegar áhættuna.

Og raunveruleikinn sannar að hún virkar.

 

Þetta veit Þórólfur sóttvarnarlæknir.

Og sú vitneskja skýrir játningar hans.

 

En það þarf einhver að hlusta.

Áður en samfélag okkar lamast.

Kveðja að austan.


mbl.is Verða fyrir mjög þungu höggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband