Prófessor kaghýðir ráðherra og ríkisstjórn.

 

"Þegar þjóðfé­lag okk­ar stend­ur frammi fyr­ir ein­hverju al­var­leg­asta vanda­máli lýðveld­is­tím­ans þá er mik­il­vægt að leyfa mis­mun­andi sjón­ar­miðum að koma fram og ráðamenn þurfa að sýna ábyrgð með því að bregðast við umræðu í sam­ræmi við embætti þeirra og ábyrgð.".

Þó Þordís Kolbrún, ráðherra ferðamála hafi þó haft þá döngun að reyna að verja hið óverjanlega, að opna landamærin fyrir smiti og bjóða þannig nýja bylgju farsóttarinnar velkomna, þá er orðum Gylfa Zoega ekki síður beitt gegn ríkisstjórninni allri.

 

Og það er hún sem á að taka þau til sín.

Það er hún sem á að skilja þessi skilaboð Gylfa sem hann orðar á svo einföldu og skiljanlegu máli að fólk á öllum aldri ætti að skilja.

 "Val­kost­ir okk­ar sem búum á eyju eru því þess­ir: Öflug­ar sótt­varn­ir við landa­mæri líkt og Ný­sjá­lend­ing­ar hafa gert og sótt­varn­ir sem eru minna hamlandi á efna­hags­starf­semi inn­an lands, eða tak­markaðar sótt­varn­ir við landa­mæri og mikl­ar sótt­varn­ir inn­an lands eins og nú virðist stefna í. Ef ráðamenn eru að horfa á neyslu, at­vinnu­stig og stöðu rík­is­sjóðs þá þarf ekki hag­fræðing til að benda á að fyrri kost­ur­inn gæti komið bet­ur út. Hættu­legt er að gera að einu hags­muni ferðaþjón­ustu, ann­ars veg­ar, og efna­hags­lífs­ins alls, hins veg­ar. ".

 

Það þarf ekki hagfræðing sagði Gylfi, aðeins þroska og heilbrigða skynsemi.

 

Katrínu greinilega svíður undan gagnrýni Gylfa en fer Albaníu leiðina í að svara henni, ybbar sig eitthvað við samþingmann sinn sem vissulega og réttilega kastar steinum úr glerhúsi, hin æpandi þögn þingmanna og hin óskiljanleg meðvirkni þeirra gagnvart þeirri ákvörðun að opna landamærin fyrir veirusmiti er þingheimi til vansa og skammar.

Málsvörn hennar er að slá keilu, "Það eru mörg dæmi í heim­in­um um stjórn­mála­menn sem þykj­ast hafa öll svör um far­ald­ur­inn á reiðum hönd­um. Við erum ekki í þeim hópi", ha ha, ég er ekki Trump. En þetta snýst ekki um að vita allt, þetta snýst um að vita það sem er vitað, og íslensk sóttvarnaryfirvöld náðu ekki tökum á fyrri faraldrinum fyrr en innflutningur á nýsmiti var stöðvaður.

Reynslan borgaryfirvalda í Whuan áttu síðan að vera sterkur leiðarvita um að það er hægt að sigra veiruna með því að skera á smitleiðir hennar, og loka síðan á nýsmit með sóttkví á landamærum, héraðsmörkum, borgarmörkum eða á mörkum allra smitlausra svæða sem menn vilja halda smitfríum.

Það var ekki verið að finna upp hjólið, við lifum ekki í formyrkvun miðalda.

 

Síðan gerist hún fyndin og ætlar að slá vopnin úr höndum prófessorsins með því að segja; "Í þess­um efn­um séu ótal erfiðar spurn­ing­ar og þeim verði ekki svarað með hag­fræðiút­tekt ein­göngu" sem er broslegt því í hýðingu Gylfa má lesa þetta; "Ef ráðamenn eru að horfa á neyslu, at­vinnu­stig og stöðu rík­is­sjóðs þá þarf ekki hag­fræðing til að benda á að fyrri kost­ur­inn gæti komið bet­ur út".

Aðeins ein önnur rök þurfa stjórnvöld að hafa í huga og það er heilsa og heilbrigði þjóðarinnar, og það er ekkert heilnæmt við illvígar veirusýkingar eða samfélag í höftum sóttvarna.

Enda fordæmdu heilbrigðisstéttirnar þessa ákvörðun ríkisstjórnar hennar, og það þýðir ekkert fyrir hana að vísa í að sóttvarnarlækir hafi samþykkt þessa ákvörðun, svipur hans var eins og svipur Galileos þegar hann kom út pyntingarklefa rannsóknarréttarins og sagði kvalinn, "hún er flöt".

Vissulega merkilegt fyrir áhugamenn um sögu að fá að sjá flashbakk til horfins tíma en ekkert umfram það.

 

Loks játar Katrín að fleiri hafi þrýst á bak við tjöldin en ferðaþjónustan; "Því fari fjarri að hags­mun­ir ferðaþjón­ust­unn­ar hafi verið í fyr­ir­rúmi", einhverjir með ríkari hagsmuni en hún.

Og hverjir skyldu það vera??

Hvaða starfsemi þrífst ekki nema við galopin landamæri??

Það eina sem ég veit um er mannsal og félagsleg undirboð sem og innflutningur á ólöglegum efnum ýmiskonar en það er Katrínar að útskýra orð sín.

Hverjir eru svona leyndó að ferðaþjónustan tekur á sig sök þeirra og er þjóðaróvinur númer eitt í dag að ósekju??

 

En þetta skiptir ekki máli.

Þannig séð.

 

Röng ákvörðun var tekin.

Hana þarf að leiðrétta.

 

Ekki bæta í afglapaháttinn með því að auka streymi á nýsmiti til landsins líkt og sóttvarnalæknir virtist sárkvalinn með þumalskrúfu á fingri reyna að útskýra í fréttum sjónvarps í gær.

Ef svo er þá er ljóst að eitthvað mikið er að í stjórnarráði Íslands, jafnvel svo manni grunar þvingun einhverra leyndarafla.

 

Röng ákvörðun einu sinni er ekki tilviljun ef hún er tekin aftur.

Ég myndi kalla út sérsveitina.

 

Það þarf að stöðva þá sem ábyrgðina bera.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Katrín furðar sig á tækifærismennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 844
  • Sl. sólarhring: 1134
  • Sl. viku: 6052
  • Frá upphafi: 1328865

Annað

  • Innlit í dag: 723
  • Innlit sl. viku: 5395
  • Gestir í dag: 639
  • IP-tölur í dag: 626

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband