9.8.2020 | 19:13
Önnur bylgja veirunnar er ekki útilokuð
Segja stjórnvöld á Nýja Sjálandi sem hafa leyft landsmönnum að lifa án ótta og án innilokunar núna í 100 daga, sama tíma og við hefðum getað lifað án veirunnar ef henni hefði ekki verið vísvitandi hleypt inn með ótímabæri opnun landamæranna.
Hvað sem verður í framtíðinni þá verða þessir 100 dagar aldrei metnir til fjár, líf án ótta í miðjum heimsfaraldri.
Almenningur þarf að vera á varðbergi en að öðru leiti getur hann lifað sínu eðlilegu lífi, nema sú heimska að ferðast óhindrað til annarra landa í miðjum heimsfaraldri er bönnuð.
Heimska er nefnilega ekki lýðréttindi á dauðans alvöru tímum, heldur ógn gegn heilsu og heilbrigði, lífi og limum samborgaranna.
Önnur bylgja veirunnar er óhjákvæmileg segir Þórólfur sóttvarnarlæknir, og það er réttlæting hans á því að vera ábyrgðarmaður þess faraldurs sem við glímum við í dag, og ógnar öllu daglegu lífi fólks.
Undir eru skólar, menning og listir, að ekki sé minnst á daglegt líf án ótta.
Við glímum við faraldur en Ný Sjálendingar ekki.
Skýringin er ákaflega einföld.
Það er grundvallar eðlismunur á sóttvörn sem útilokar ekki faraldur en reynir að hindra smit við landamæri, og sóttvörn sem telur faraldurinn óhjákvæmilegan, eins konar náttúrulögmál líkt og sólarupprás, og reynir því ekki að hindra smit á landamærunum nema að nafninu til.
Til hvers að berjast við það sem verður ekki forðað??
Þessi uppgjöf, þessi afneitun á möguleikum mannsandans til að sigrast á farsótt, er skýring þess að við sem samfélag erum smituð en Ný Sjálendingar ekki.
Og fyrst að við gátum ekki smitast af sjálfum okkur, þá fluttum við inn smit til að staðfesta kenninguna um að næsta bylgja væri óhjákvæmileg.
Getum þá bent á þjóð sem gætir ekki nógu vel að sóttvörnum sínum, ásökum fólk, skömmumst svo í því, og lökum síðan á öll samskipti þess.
Þannig er Ísland í dag.
Og þó æ fleiri rísi upp og mótmæli, þar fremstur í fararbroddi Kári Stefánsson, þá er samstaða stjórnmálastéttarinnar í takt við múlbundna fjölmiðlamenn næstum algjör, þjóðina á að smita, og hún skal haldast smituð þar til yfir líkur og lækning finnst við vágestinum.
Bakhjarl þessarar smitstefnu er síðan hjörð hinna jarmandi meðvirku sauða, sem labba gæsataktinn inní dilka sóttkvíarinnar.
Taka þegjandi á sig skaðann og tjónið, loka með bros á vor aldraða foreldra sína inná hjúkrunarheimilum, og sjálfa sig á eftir þegar grunur um smit fer hraðar um samfélagið en sinueldur á þurru vorkveldi.
Enda hver þarf lifandi samfélag þegar hægt er að hafa helgi eftir helgi með Helga í sjónvarpinu??
Fjöldinn ber síðan harm sinn í hljóði, bítandi á jaxlinn, vitandi að hann þarf að hlýða Víði ef nokkur von sé til að sigrast á vágestinum.
Fólk óttast að opinská mótmæli skaði Víði og varnirnar gegn vágestinum.
Sem er rétt að því marki að hlýðni við Víði er forsendan, og mótmæli gegn smitstefnunni mega ekki snúast uppí andhverfu sína, að stuðla að nýsmiti meðal þjóðarinnar.
Það breytir því samt ekki að við þurfum líka að styðja Kára.
Vegna þess að hann hefur rétt fyrir sér.
Raunveruleikinn skar úr um að önnur bylgja farsóttarinnar er ekki útilokuð, en hún er alls ekki óhjákvæmileg.
Líkt og að raunveruleikinn hefur svo margoft sagt, að það eina sem stuðlar örugglega að ósigri er uppgjöfin, að það sé hætt að berjast.
Vissulega hafa vágestir oft sigrað, og þegar er talað um ósigrandi andstæðing eða því sem næst ósigrandi andstæðing, þá er það vegna þess að hann hefur alltaf sigrað eða hefur þá yfirburði að ætla mætti að vonlaust væri að kljást við hann.
Líkt og Bretar upplifðu vorið 1940 þegar illskan virtist vera allsráðandi í Evrópu.
En þá var maður sem sagði í Bretlandi, við gefumst ekki upp, þó rök hans fyrir frekari baráttu með heykvíslum gegn skriðdrekum voru frekar ósannfærandi.
En eldmóður hans fylkti liði um allan heim og illskan var brotin á bak aftur, þó í bili væri.
Og hver hefur ekki heyrt um Davíð sem sigraði Golíat eða Leicester sem braut ofurvald peninganna á bak aftur.
Að ekki sé minnst á Nýja Sjáland og sigur þeirra yfir vágestinum.
Þetta er hægt.
En ekki undir stjórn uppgjafarinnar.
Þá er eins gott að gefast upp strax og bjóða veiruna velkomna án andspyrnu.
Það er valið í dag.
Þar er enginn millivegur.
Ég vel Kára.
Þó ég hlýði Víði.
Kveðja að austan.
Hundrað dagar án innanlandssmits á Nýja-Sjálandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trúir þú því í alvöru að þegar landið var opnað hafi engin smit verið til staðar hér? Þrátt fyrir að það hafi legið fyrir að smitaðir væru tvöfaldur sá fjöldi sem hafði verið greindur, og fjöldi fólks því hvorki í sóttkví né einangrun, en með veiruna? Og ímyndar þú þér í alvöru, að þótt landinu væri lokað aftur myndu engir smitaðir vera hér til staðar, óafvitandi, en smitandi? Hvers konar barnaskapur er þetta eiginlega?
Þorsteinn Siglaugsson, 9.8.2020 kl. 19:36
Blessaður Þorsteinn og gaman að sjá þig hérna aftur, ég eiginlega saknaði þín svona pínu pons.
Þú spyrð um trú mína, og þar neyðist ég til að svara þér á sama hátt og Jón Val heitnum, ég er alveg laus við að hafa trú, eða þannig.
Það er staðreynd að þessi veira, ekki frekar en aðrar veirur, geti lifað hér sjálfstæðu lífi, og því er 14 daga sóttkví talin duga til að koma í veg fyrir nýsmit frá smituðum einstaklingi, hvort ég trúi því eða ekki, kemur málinu eiginlega ekkert við.
Reynslan kvað svo út um þetta, engin smit hafa verið rakin til fólks sem lauk 14 daga sóttkví, hvorki hérlendis eða erlendis, þess vegna er jú ennþá miðað við 14 daga sóttkví víða um heim.
Það útilokar hins vegar ekki að veiran hafi legið í dvala einhvers staðar í umhverfinu, þess vegna er aldrei strax slakað á sóttvörnum þó 14 dagar séu liðnir frá síðasta smiti, það er hjá þeim þjóðum sem ætla sér að útrýma henni.
Síðasta smitið sem hér greindist í fyrri bylgjunni var 12 mai, síðan ekki meir fyrr en landamærin voru opnuð á undangenginnar sóttkvíar, og þá þann 25 júní vegna leikmanns Breiðabliks sem kom til landsins 17. júní, og hafði smitast í Bandaríkjunum að sögn sóttvarnaryfirvalda.
Vissulega gæti það verið falsfrétt, til að breiða yfir að hún hafi smitast út á túni í bæjarvinnunni eða eitthvað, en hvað er ekki falsfrétt ef menn kjósa að trúa svo. Til dæmis að 2+2 eru fjórir, eða ímyndaðu þér alla Þorsteinn sem hafa fallið, svarandi öllu rétt, en röng þekking eða falsfréttir hafi síðan fellt þá.
En veistu, þó allt geti verið skynvilla eða fals, að ekkert sé rétt, nema það sem maður trúir sjálfur, þá er það samt svo að ákveðin lögmál eru þekkt og viðurkennd í heiminum, jafnvel til sé fólk sem kalli þau falsfrétt. Og út frá þeim hefur maðurinn mótað sér þekkingargrunn, sem allur nútími okkar byggist á.
Þekking á veirum, uppbygging þeirra og skilgreining er einn af þessum þekkingargrunnum. Vissulega eru til þeir sem kjósa að vefengja þá þekkingu, sumir meir að segja það kræfir að afneita tilvist veira, segja að allt sé þetta samsæri undan rifjum Bill Gates. Það fyndna er að til að tjá þessa vissu sína og vitneskju, þá nýta þeir sér aðra tækni sem byggð er á þessum sama viðurkennda þekkingargrunni, síma og önnur snjalltæki.
Þú ert eiginlega líka að gera eitthvað svipað Þorsteinn, afneitar þekktum staðreyndum um kórónu veiruna, en nýtir þér aðra þekkingu til að tjá þá skoðun þína að það sé barnaskapur að ganga út frá þekktum staðreyndum um hana.
Spúkí
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.8.2020 kl. 20:24
Greind smit og raunveruleg smit eru sitt hvað. Það að ekkert smit hafi greinst eftir 12. maí merkir ekki að ekkert smit hafi verið til staðar. Flestir sem smitast fá engin einkenni. Því getur smit auðveldlega grasserað í langan tíma þar til eitthvað greinist.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.8.2020 kl. 08:47
Þorsteinn, ertu virkilega að segja mér að þú vitir betur en þeir sérfræðingar um allan heim sem leggja til að sóttkví sé 14 dagar, en ekki til dæmis 35 dagar miðað við smitið hjá Breiðablik.
Og ertu þar að auki að bæta í með að fullyrða að sú tækni sem menn nota til að raðgreina veirur, og þar með uppruna þeirra, sé fake, svona falsfrétt svo ég vitna í Trump þegar hann bregst við leiðréttingum á rangfærslum hans.
Núna þarft þú að útskýra mál þitt betur.
Kveðja að austan.
PS, það er rangt að ég hafi aðeins saknað þín pínu pons, svei mér þá held ég að söknuðurinn hafi rist dýpra.
Ómar Geirsson, 10.8.2020 kl. 13:29
Sæll Ómar, Það er nú reyndar margt kostulegt í kóvítinu þessa dagana og varla nema von að fólki skjöpplist. Fjórtán daga landamæra sóttkvíin, sem varð að snöggri skimun um miðjan júní, komin í fimm daga svo framarlega sem Kári og kó fái að skima tvisvar, fyrir og eftir með raðgreiningu. Tveir metrarnir að komast í einn og maður bíður bara spenntur eftir að rangstaðan verði endanlega flautuð af dómaratríóinu í fótboltanum.
Svona til að bera í bætifláka fyrir Þorstein félaga okkar þá held ég sjálfur að sú tækni sem er notuð til að raðgreina veirur sé hálfgerð vúddu vísindi, og af því að þú talar um söknuð þá sakna ég bæði kjarnyrtra og kóvítlausra pistla um þjóðmálinn hér á blogginu, ekki síst á þessari síðu þar sem þeir hafa verið hvað skeleggastir.
En látum okkur dreyma um kóvítlaust Ísland fyrir 200 eins og nú virðist markmið þríeykisins, á meðan verðum við að bíða og vona að rangstaðan haldi velli.
Með bálhvössum kveðjum úr sólinni í efra.
Magnús Sigurðsson, 10.8.2020 kl. 15:21
Blessaður Magnús.
Þessi pistill er tengdur við fólk eða lönd sem skjátlaðist ekki, og þar lifir fólk eðlilegu lífi, hápunkturinn í mannlífinu er ekki helgi með Helga.
Í vor voru þau fleiri, en aðeins 2 héldu haus, sem héldu sig við þekkta þekkingu, en ekki vúddú sérhagsmuna, eða þeirra stjórnmálamanna sem lutu í gras fyrir mannhatri hægri öfganna.
Það er engin virk veira í Wuhan, það er engin virk veira á Nýja Sjálandi, og þær eru í skefjum á Taivan, en vandinn þar var að ekki var lokað á veirusmit með sóttkví, heldur eltingarleikur eftir á með skimunum, smitrakningu og svo framvegis.
Við misstum af þessu tækifæri að vera þriðja landið, og það er miður, Ástralía reyndi, en aurahyggja frjálshyggjunnar sem lítur á vinnandi fólk sem skít, fékk sparnaðinn í bakið líkt og aularnir sem slökktu á öryggiskerfi BP borpallsins í Mexíkó flóa, til að spara hátt i 200 milljóna dollara. Nettó mínus af þeim sparnaði var um 25 milljarða dollara, og dæmið er ekki ennþá gert upp. Ekki frekar en í Ástralíu, þar sem allavega 2 ríki hafa lýst yfir neyðarástandi.
Þórólfur hefur játað að hann tekur tillit til sérhagsmuna, sem knýja áfram þau sjónarmið að fólk megi drepast eða veiklast, svo framarlega sem það trufli ekki arðgreiðslur Bláa lónsins. Kannski mat hann það svo að sérhagsmunirnir, að áhættan væri gjaldið til að fá þó tæki til að vernda þjóðina með skimun við landamærin. Hann var jú að glíma við eitt af mörgum andlitum andskotans sem við kennum við hægri öfga og á sterkar hugmyndafræðilegar rætur í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, til viðbótar má spyrja um peningaflæðið sem fer úr einum vasa í annan.
Þórólfur er samt í dag að reyna að vernda þjóðina, og það er virðingarvert, það er ekki hans að taka slaginn við hið Svarta fjármagn. Það skýrir það sem þú ert að vísa í.
Þorsteinn greyið afneitar vísindunum, og það er bara svo. Hann er jú að afplána 30 ára dóm fyrir að hafa talað gegn stefnu og hagsmunum flokksins þegar Kárahnjúkavirkjun var keyrð í gegn og forsendur hennar voru mannsal og mannvonska.
Við teljum ekkert Magnús varðandi tækni, annað hvort virkar hún, eða virkar ekki. Fyrirfram hef ég enga ástæðu til að vefengja alvöru vísindamenn, genafræðin byggja á traustum grunni þekkingar, og þar erum við á sömu slóðum og hestvagninn var á Bronsöld, hann er ekki beint líkur Formúlubílum en hann er samt upphafið.
Vissulega ber ég ekkert á móti því að það er fræðilegar líkur á að einkennalaus maður geti borið smit áfram í nokkrar vikur, þó hann hafi sloppið úr sóttkví, og þeir sem fái smitið geti líka borið það áfram einkennalausir. Maður rífst ekki um svona möguleika eftir eðlisfræði 303 þar sem stærðfræðin að baki þess að fræðilega geti atóm raðast þannig upp að maður geti gengið í gegnum solid vegg, ekki líklegt, man ekki hvað núllin eru mörg, en þó samt ekki nálægt óendanleikanum, og smit einkennalausra gætu hugsanlega sprungið út mörgum vikum seinna.
Líkindin eru samt það lítil að ekki er reiknað með þeim í sóttvörnum, og mér vitanlega engin þekkt dæmi þar um. Smitið sem þá brýst út er mjög líklegt til að vera veikt, og þá þarf mikið til að það smiti á milli fólks, líffræðilega öruggt að það valdi ekki hópsýkingu nema þá við mjög sérstakar aðstæður.
Ég veit þetta bara Magnús, þekking sem hefur safnast í gegnum tíðina, en ég hef virkilega lesið margar greinar um veirur, um þekkingu okkar á þeim, og hvernig þær smita.
Raðgreining er solid vísindi, það er svo margt sem byggist á þeim, og er raunveruleiki í dag. Að það fari saman að hún sé röng, og hið næstum því ómögulega um smit einkennalausra sem brýst út í hópsmiti, eru líkindi sem eru á svipuðum basis og að þú þurfir ekki hurðar heimar hjá þér, þú labbir bara í gegnum veggi.
Kóvid eru þjóðmálin í dag Magnús, upphaf uppgjörs við hagfræði andskotans.
En allt þarf að taka í réttri röð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.8.2020 kl. 17:55
Takk fyrir vandað svar Ómar.
Svona varðandi raðgreiningar og aðferðafræði eyrnapinna vísindanna þá hef ég ekkert vit á þeim, svo því sé haldið til haga. En ég á það til að fara aftur fyrir upphafið og þegar líst er yfir stríði á heimsvísu þá hverfur mér tiltrúin.
Þar minnast ég stríðanna við fíkniefnin, hryðjuverkin osfv, þannig að ekki trúi ég frekar á kóvítið eftir að því stríði var lýst yfir. En varðandi almennar sóttvarnir og fjarlægðar mörk þá má segja að það hafi verið mér innbyggt fyrir þetta stríð og breyti því litlu í mínu lífi.
Enda verður síðasta pestar veiran ekki unnin í stríði, frekar en að menn komi með stríði í veg fyrir síðasta hryðjuverkið eða að fólk fljúgi hátt og við vitum hvernig fór með fíkniefnastríðið, eða svona allavega fíkniefnalaust Ísland árið 2000.
Stríð eru í eðli sínu hryðjuverk og það breytir engu þó svo að þau séu í boði stjórnvalda.
"Kóvid eru þjóðmálin í dag Magnús, upphaf uppgjörs við hagfræði andskotans." Get vel tekið undir það, og vona að sá draugur sem upp hefur verið vakinn af "hagfræði andskotans" snúist gegn þeim sem vöktu hann upp og reki ofan í kóvítis gröfina.
Það ætti að vera flestum orðið ljóst, jafnvel hagvöxnum andskotanum, að á meðan smitrakningin er allsráðandi og greiningar samkvæmt henni um víða veröld, að þá er til lítils að hafa opin landamæri. En svo er bara spurningin hvort það er ekki einmitt markmiðið að afnema landamæri með glóbalnum og smitrakningum.
Enda skal halda því til haga að í þessu kóvítis stríði hefur verið mæld pestarveira með fordæmalausum hætti, -smitrakningar og greiningarnar eru samkvæmt því.
Fólk sem þegar er farið að tvístíga á grafarbakkanum er talið helstu fórnarlömb veirunnar, enda svo sem ekki annað í boði eftir að fólk hætti að deyja úr elli samkvæmt greiningum vúddú vísindanna.
En nú er ég sennilega komin enn og aftur, aftur fyrir upphafið í kóvítis þvælunni, mikið er ég orðin leiður á þessari kóvítis hringavitleysu.
Með sólskinskveðju úr kvöldgolunni í efra.
Magnús Sigurðsson, 10.8.2020 kl. 19:10
Blessaður Magnús.
Á hlaupum því ungviðið þarf víst að komast í tölvuna til að kaupa sér tölvur fyrir menntaskólann, svona tímabundið vandamál.
Smitrakning er var ekki fundin upp í kóvid, hún hefur verið forsenda sóttvarna samfélaga í gegnum tíðina, breytist og þróast með tíð, tíma og aukinni þekkingu. Þannig séð var það smitrakning þegar skipverji af skipi í sóttkví fannst í landi í Feneyjum, og til að koma í veg fyrir frekari smit, þá var viðkomandi afhöfðaður. Annað form hennar var þekkt á tímum plágunnar (sem voru margar á miðöldum sem og nýöld) þegar að prédikari eða hreinlega valdhafi benti á hverfi gyðinga sem smitbera, og í kjölfarið var reynt að útrýma smiti með því að útrýma íbúum gyðingahverfanna.
Í dag upplifa þetta margir vissulega sem íþyngjandi en þetta mun þróast ört, innan ekki svo langs tíma verða komnar aðferðir til að greina smit með einföldum aðferðum sem hugsanlega tengjast lykt, útgeislun, eða annað sem menn fatta að einkenni veirusmitaða. Í þessu eins og svo mörgu öðru erum við á upphafsreit nýrrar tækni sem mun þróast ört vegna blessaðar eftirspurnarinnar.
Síðan er það ein birtingarmynd hugmyndafræði andskotans að telja fólki trú um að þeir sem falli, séu hvort sem er á leiðinni í gröfina.
Vissulega tengist þetta aldri, en fólk á besta aldri getur veikst illa (40-65) og mjög margt á nútíma læknavísindum það að þakka að það er á lífi á dag eftir að hafa veikst illa af kórónuveirunni. Til að sjá samhengið er gott að átta sig á að fyrir daga sýklalyfja var blóðeitrun bráðdrepandi, í dag er hún það ekki ef sá sýkti kemst í tíma undir læknishendur.
En áttum okkur á að heilbrigðiskerfið ræður aðeins við X fjölda sýkinga á ákveðnum tímapunkti, bæði vegna þess að lyf eru takmarkandi þáttur, sem og að afkastageta spítala er ákveðin stærð. Ef bráðsmitandi veira sem ylli blóðeitrun, slyppi út í umhverfið, myndi reyna á þennan X fjölda, sem og að sýkt heilbrigðisstarffólk sinnir ekki sjúklingum. Fari smitfjöldi framúr þessu X-i, ásamt því að X gæti helmingast vegna veikinda lækna og hjúkrunarfólks, þá hættir sýkingin umfram X/2 að vera læknanleg, og fólk deyr, þó að lækning sé til, þá er hún ekki í boði.
Kólera, Svarti dauði auk annarra drepsótta sögunnar lúta þessu lögmáli um X fjölda sjúklinga sem hægt er að lækna á auðveldan hátt, fari smit umfram X þá eru þessir smitsjúkdómar bráðdrepandi.
Til að hinda að smitsjúkdómur fari umfram X, þá er gripið til sóttvarna, reynt að einangra smit eða koma í veg fyrir stjórnlausa útbreiðslu þess.
Það var þetta sem var gert í kóvid faraldrinum, reynt að halda fjölda innan við X mörkin, og það tókst með öflugum smitvörnum hérna, en tókst ekki í tíma í löndum eins og Ítalíu, Spáni eða Bretlandi, þess vegna dóu svo margir, þó færri yngri en eldri, meðal annars vegna þess að yngri nutu forgangs þegar úrræði voru takmörkuð. Síðan tókst að hindra að mestu leiti að fólk í áhættuhópi fengi veiruna, fólk með undirliggjandi sjúkdóma, eða eldra fólk sem hefur fulla heilsu og þrek til að taka þátt samfélaginu, það hvarf líkt og hreindýrin gera daginn sem má skjóta þau.
Það reyndi ekki á smitið hjá þessu fólki út af sjálfskipuðum sóttvörnum.
Alvarleika veirunnar má sjá bæði út frá kröfu fagaðila um ytri sóttvarnir sem og hvernig heilbrigðisstarfsfólk bregst við henni með því að klæða sig eins og geimverur þegar það óttast smit frá veiku fólki.
Þetta er aldrei gert nema við sérstakar aðstæður, og alls ekki þegar venjulega inflúensa gengur.
Síðan má ekki gleyma að seinni bylgjan getur verið miklu alvarlegri en sú fyrsta, og það er þegar vísbendingar um það.
Þetta er ástæða þess að við erum í stríði við þessa veiru Magnús, það er ekki tilbúið, heldur dauðans alvara. Pólverjar voru ekki að kljást við Hjálpræðisherinn ´39 og áður en yfir lauk þá féll fjórði hver í valinn. Íslenskar byttur gerðu það hinsvegar ef marka má Sölku eða ljóð Steinars um Kadetinn, og það var hart stríð á köflum.
En ekki bara sambærilegt.
Alvarleikinn sem ég þekki vel til, er síðan ekki síður sá að þeir sem sýkjast á besta aldri, geta glímt við afleiðingarnar lengi, jafnvel fyrir lífstíð, veiklaðir, aldrei samir á eftir.
Ég nota ekki orðið Ógn eða tala um Vágest, að gamni mínu.
Og það er engin tilviljun að verkfæri þess í neðra gera lítið úr henni, það er jú mikill aur í mannlegum hörmungum og niðurbroti samfélaga.
Og þessi verkfæri eru skýring þess að vágesturinn gengur ennþá laus, sem og að það er ekki gripið til þeirra samfélagslegra ráðstafana sem þarf til að koma í veg fyrir mannlegar hörmungar sem fylgja efnahagslegum afleiðingum faraldursins, þó gæti ástandið verið verra hérna, þrátt fyrir allt er frjálshyggjan aðeins í nösunum á flestum íhaldsmönnum.
En svo er ekki víðast hvar út í hinum stóra heimi.
Og annað hvort ferst mannkynið eða gerir upp við andskotann og hans þjóna.
Þar er enginn millivegur.
Kveðja að austan.
Ps, fékk lengri tíma en ég hélt, lengdin eftir því.
Ómar Geirsson, 10.8.2020 kl. 20:45
Og að sjálfsögðu var fyrri færslan með sólskinskveðjum, en sú seinni því miður ekki því fjöllin skýla ekki bara fyrir norðan áttinni, heldur líka kvöldsólinni, sem ku vera mjög gott til að hindra útbreiðslu húðkrabbameins.
Ómar Geirsson, 10.8.2020 kl. 20:47
Sæll Ómar,
Miðað við alla helstu fjölmiðla hér á landi þá er það greinilegt, að EKKI benda á hið svokallaða malaríulyf (hydroxychloroquine) er margir læknar hafa verið að mæla með , og fullyrða reyndar að lyfið virki gegn covid. Nú og auk þess má greinilega EKKI heldur tala um þá 640 læknar er segja, að það sé ekki munur á þessari covid- flensu og venjulegri ástímabundinni flensu ("CV 19 is a global scam"). Nú ofan á allt þá passar alltaf þetta fákaorðu- þríeiki uppá að minnast EKKI á eitthvað er gæti styrkt ónæmiskerfið eða eins og td. C og D vítamín og sink, eða eitt eða neitt í sambandi við styrkja ónæmiskerfið gegn covid. Því aðalatrið er og hefur verið að reyna láta sem þetta sé farsótt, svo og með að reyna hvað eftir annað að sanna að þetta sé farsótt með ÖLLUM þessum líka PCR- test- um, en þetta test var reyndar alls ekki hannað fyrir svona covid- test.
"Covid" þýðir samkvæmt öllum vel þekktum læknabókum bara kvef eða flensa. Hann Kary Mullis er fann upp þetta test fullyrti sjálfur, að þetta test er ALLS EKKI fyrir svona covid. Þetta test gerir heldur ekki nein greinamun á því hvort þú sért með kvef, árstímabundna flensu, covid 19, mislinga, póló eða einhverjar eitranir (COVID Tests Scientifically Fraudulent, Epidemic Of False Positives). Fauci karlinn og hans fylgjendur notast við þetta test til að reyna sanna, að heilbrigt fólk sé veikt, svo og til koma inn þessu bóluefni
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 11.8.2020 kl. 14:19
Blessaður Þorsteinn.
Þetta með testið hjá þér held ég að sé rangt, varðandi styrkingu ónæmiskerfisins þá efa ég að þagað sé um mikilvægi þess, en það er bara eins og það er, misvirkt hjá fólki. Reyndar felldi spænska veikin helst þá aldurshópa ungra karlmanna sem fyrirfram hefðu átt að vera með öflugasta ónæmiskerfið, hennar trix var að virkja það sem sjálfseyðingarforrit.
Þessir 640 læknar bulla bara og þú veist það Þorsteinn.
Varðandi síðan malaríulyfið sem þú ert að tala um, þá nota læknar lyf sem virka, og eru ekki fjarstýrðir hvað það varðar. Rannsóknir sýna að það komi ekki vel út, en þeir sem trúa því ekki geta bara prófað það.
Það er enginn Búgý mann þarna úti Þorsteinn sem stjórnar öllu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.8.2020 kl. 14:34
Sæll aftur Ómar,
Ég er á því að þessir 640 læknar þarna séu alls ekki að bulla, en ég skil ekki af hverju þú styður allt þetta bull og rugl þríeykisins hérna, svo og þar sem að hann Kári karlinn hefur ekki eina einustu raunverulega mynd af þessum covid- 19 vírus, eða hvað þá að einu sinni að hann hafi haft fyrir því einangrað covid vírusinn 19 (isolated and purified) eða eitt eða neitt, heldur bara kemur alltaf með þennan hræðsluáróður, svo rétt eins og hjá þér hérna. Það væri nú munur ef þú kæmir með einhverjar heimildir fyrir þessum rannsóknum, eða eitthvað sem að styður mál þitt varðandi þetta test. Það var enginn að tala um það væri bara einhver einn ákveðinn maður þarna úti sem að stjórnar öllu, þannig að ég skil ekki af hverju þú reynir svona að slamdunk-a þessu á mig.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 11.8.2020 kl. 17:07
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 11.8.2020 kl. 20:19
Bullið batnar ekkert Þorsteinn þó það fái andlit.
Ertu ekki ennþá farinn að átta þig á iðnaðinum sem fóðrar það??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.8.2020 kl. 22:37
Hér hefur þú dæmi um þetta
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 12.8.2020 kl. 09:25
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 12.8.2020 kl. 09:26
Bill Gates er ekki guð Þorsteinn.
Ótrúlegt að það skuli finnast fólk sem trúir svona vitleysu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.8.2020 kl. 11:01
Ég sagði aldrei að Bill Gates karlinn væri guð , en það er alveg greinilegt á öllu að þú varst ekki á þessum Davos fundi á þessu ári, því þú hefur ekki hugmynd hvað menn sögðu á þessum fundi, ekki satt?
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 12.8.2020 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.