30.7.2020 | 15:29
Orð í tíma töluð.
Almannavarnir eru aldrei án ábyrgðar.
Ef þær skaða, þá bætir almannasjóður fólki og fyrirtækjum tjónið.
Kallast að þinna út gjaldmiðil líkt og gert er á tímum styrjalda, náttúruhamfara eða annars sem réttlætir að ríkisvaldið taki yfir og haldi samfélögunum gangandi.
Óvitarnir, jæja miðað við orð Katrínar í fréttum á Ruv, þá er hún hreinn afglapi sem kann ekki að skammast sín vegna þess tjóns sem afglöp hennar hafa valdið almenningi, eru samt ekki heimskari en það, að þeir flækja lagaorðavaðal inní varnarráðstafanir sínar gegn afleiðingum afglapa þeirra, reyna að frýja sig ábyrgð á skyldum almannavalds á tímum styrjalda, náttúruhamfara, eða annars sem réttlætir neyðaraðgerðir stjórnvalda.
Eru greinilega ekki heimskari en það, en samt setja ný mörk fyrir óendanleikann í heimsku, því tekjur almannavaldsins er afleiðing af starfsemi einstaklinga og fyrirtækja hans, ekki öfugt, að tekjur séu fastar og því megi skattpína út í hið óendalega eða frýja sig ábyrgð á hamfaratímum.
Vanvitahátturinn er mál dagsins í dag.
Að valda skaða en bera enga ábyrgð á þeim skaða.
Líkt og að þjóðin sé ennþá í heljargreipum einvalds og aðals sem hugsaði um það eitt að mergsjúga hana.
Sem er ekki.
Lög og réttur verndar fólk gegn afglöpum óvita eða hreinna afglapa sem Katrín Jakobsdóttir kýs að skilgreina sig.
Hin skapandi list sem afglaparnir settu í sóttkví, eiga rétt og eiga að sækja hann gegn stjórnvöldum sem buðu nýsmiti aftur í heimsókn inní landið.
Afglapar og óvitar sæta alltaf ábyrgð gjörða sinna í vestrænu lýðræðisþjóðfélagi.
Það er ef einhver sækir rétt sinn.
Það er önnur spurning dagsins.
Sú fyrri var um ábyrgð afglapana, og munum að Katrín hvað úr um að hún væri afglapi en ekki óviti líkt og dómsmálaráðherra, geta þeir tekið ranga ákvörðun og komist upp með hana.
Sú seinni er.
Lögin segja að þið eigið að sæta ábyrgð gjörða ykkar.
Vísvitandi viljandi tjón ber að bæta.
Og þó afglapi hafi svarað fyrri spurningunni, þá svarar hann ekki þeirri seinni.
Nema hún sé ekki spurð.
Kveðja að austan.
Tilmæli eða fyrirmæli? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 12
- Sl. sólarhring: 766
- Sl. viku: 5551
- Frá upphafi: 1400308
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 4770
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.