Evrópa lokar á ný.

 

Svo fyrirsjáanlegt.

Svo heimskt að tárum tekur að lýsa.

 

Allar þessar fórnir, öll þessi samstaða, allt til einskis vegna vanvitaháttar.

Þess vanvitaháttar að mæta ógn með frösum.

Eins og raunveruleikinn taki mark á orðavaðli Eurokrata, hvort sem það er um einn sameiginlegan gjaldmiðil eða varnir gegn drepsóttum.

 

Þegar slakað er á sóttvörnum á meðan farsótt er í rénum, þá blossar hún upp á ný, fækkun smita var vegna sóttvarna en ekki vegna þess að veiran nennti þessu ekki lengur og ákvað að skreppa í frí til Brasilíu.

Þegar lítt sýkt lönd opna landamæri sín fyrir fólki frá sýktum svæðum, þá berast nýsmit aftur inní hið ósýkta land, og faraldurinn blossar upp á ný.

Allt kjaftæði um opin landamæri séu hornsteinn hinnar sameinuðu Evrópu og þess vegna þurfi að opna þau sem fyrst, áður en veiran er horfin, er aðeins bein ávísun á nýja bylgju.

Sýndarvörnin að loka á smituð svæði utan álfunnar hefur þar ekkert að segja, álfan er alveg sjálfbær hvað þetta varðar.

 

Ef eitt orð lýsir ástandinu innandyra hjá sóttvörnum einstakra Evrópuríkja í dag, þá er það Uppnám.

Vanvitahátturinn er fagfólki ljós og það spyr sig; hvernig gátum við tekið þátt í þessu, af hverju létum við undan þrýstingi yfirvalda??

Það vita allir að seinni bylgjan er skollin á, engin veit hvernig á að stöðva hana án þess að loka á ný.

 

Nema núna er almenningur ekki tilbúinn.

Til hvers á hann aftur að færa fórnir sem heimskt fólk getur eyðilagt á einni nóttu??

Á meðan fíflin stjórna er almenningur ekki með.

Traustið er gufað upp.

 

Líka á Íslandi?

Reynir á það næstu daga.

En líklegra er að veiran sé fljótari í förum en almenningur að herða sínar varnir.

 

Og til hvers á meðan stjórnvöld flytja veiruna inn??

Til hvers að lifa í fangelsi óttans á meðan enginn axlar ábyrgð á afglöpunum, hvað þá að biðja þjóð sína fyrirgefningar og lofa bót og betrun??

 

Á þetta benti björgunarhringur þjóðarinnar í viðtali við Morgunblaðið í gær.

Kári ætlar ekki að leita að hinum óþekkta smitbera nema það þjóni tilgangi.

Að einhver lærdómur sé dreginn af afglöpunum.

Þar á meðal að tekið sé fyrir innflutningi á nýsmiti.

 

Afglapar eða óvitar??

Það er Katrínar að útskýra fyrir þjóðinni í hvorn básinn ríkisstjórnin flokkast.

Stjórnunarvandi kerfisins felst ekki í einhverjum fáklæddum  lögreglustjóra, vandinn er dýpri en það.

 

Síðasta ár einkennist að raðmistökum varðandi sjálfstæði þjóðarinnar og vörnum gegn ytri ógnum.

Innan ríkisstjórnarinnar eru börn sem skilja ekki eðli mistaka sinna og vita þar að leiðandi ekki að þau hafa gert mistök.

Algjörlega óhæf til að leiða eitt eða neitt á ögurstundum.

 

Og á meðan Katrín bregst ekki við, þá eflist sá grunur að hún sjálf skilji ekki eðli sinna mistaka.

Hún fær ekki mörg tækifæri í viðbót til að hreinsa þann grun.

 

Tími hinna innantóma orða er liðinn.

Ekki bara í Reykjavík.

Kveðja að austan.


mbl.is SMS-aðvörun til 700 Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Afgl(apar) held ég. En sú léttklædda brosti mikið svo að þetta er vonandi í lagi. 

Sigurður I B Guðmundsson, 29.7.2020 kl. 11:47

2 identicon

Takk fyrir þennan þarfa og greinargóða pistil.

Vil þó bæta þessu litla við til upprifjunar:

Minnumst þess að íslensk stjórnvöld höfðu aldrei þann dug að loka landinu.

Þau biðu boðanna frá búrkrötum í Brussel.

Minnumst þess að Bjarni Benediktsson, formaður

hins meinta Sjálfstæðisflokks,

"snöggreiddist innan í sér"

eins og hann orðaði það sjálfur

þegar Danmörk og svo hvert landið á fætur öðru lokuðu eigin landamærum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.7.2020 kl. 12:02

3 identicon

Það er svo með ólíkindum að þessi ríkisstjórn skyldi ekki hafa þann dug, og þá næmni, og mér liggur við að segja, hið  pólitíska innsæi, að þora sjálf að loka landinu í sumar og efla tiltrú íslenskrar þjóðar á samtakamætti sínum og sjálfbærni sem fullvalda ríkis; standa með þjóðinni og efla þá vitund að hér höfum við nánast allt sem ein þjóð þarfnast, í stað þess að hefja innflutning á veirusmitum og útlendu kjöti, iðulega sýktu af fjölónæmum bakteríum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.7.2020 kl. 12:23

4 identicon

Í framhaldi af orðum Símonar Péturs má hugsa sér að ráðherrarnir sjái sig ekki sem staðbundna ríkisstjórn heldur sem hluta af því sem kalla má alþjóðastjórnmálaheiminn og sá heimur lýtur sérstökum reglum.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 29.7.2020 kl. 12:49

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar og fylla uppí pistil minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.7.2020 kl. 17:52

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Og þessi ríkisstjórn hélt áfram að taka við hælisleitendum sem fylla Rauðarárstígshótleið þannig að Íslendingar fá ekki pláss.Og Helga Vala græðir á hverjum einum er sagt.

Halldór Jónsson, 29.7.2020 kl. 22:58

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Þannig að þú ert á svipaðri línu og Sigurður hér að ofan um hvorn básinn Katrín velur Halldór, það er eitthvað svo heimskt að líða túristaflóttamenn á þessum tímum, sérstaklega í ljósi hins takmarkaða framboðs á sætum til landsins.

En vissulega þurfa glæpamennirnir sem skipuleggja flóttamannaiðnaðinn að hafa í sig og á, og svo má ekki gleyma öllu góða fólkinu sem lifir góður lífi á að flækja málin í kerfinu.

Kannski er ríkisstjórnin svona aumingjagóð??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.7.2020 kl. 23:08

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allt er þetta satt og gott,en mér fannst ég verða að taka undir tilgátu Esju sem ég er næstum viss um að er rétt. Er þá ekki tími kominn til að leysa þessa ríkissjórn frá störfum?   

Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2020 kl. 05:33

9 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég átt mig ekki alveg

Viljið þið að landinu sé alveg lokað með það óraunhæfa markmið að hér komi aldrei upp smit?

Svoleiðis reiknislistir finnst mér nú tilheyra Kela í kjallaranum enda kúrði hann þar einn og yfrgefinn

og lærði aldrei neitt um koss og meyjarást

Grímur Kjartansson, 30.7.2020 kl. 09:24

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Reyndar verð ég að játa að ég tel þessa ríkisstjórn hið illskásta sem Alþingi hefur uppá að bjóða, ég er svona meir að halda henni  við efnið.

En það liggur í eðli EES samningsins að landið er hjálenda Brussel, og afneitun á því er hin stóra lygi íslenskra stjórnmála í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 10:13

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Ísland var ekki lokað land þó ferðalög til annarra landa tækju tíma.

Það er ekkert neitt dularfullt við farsóttir, þær þurfa smitleiðir.

Ganga yfir á nokkrum vikum ef það er skorið á þær, síðan heldur lífið áfram eins og ekkert hafi í skorið. 

Að því gefnu að ekki sé opnað fyrir smit á ný.

Þá eru samfélögin í stöðugri herkví sem lamar allt mannlíf sem gengur ekki til lengdar.

Ekkert flókið við þetta.

Og í þeim löndum þar sem fullorði fólk stýrir, ekki vanvitar eða óvitar, þá er farsóttum útrýmt, og þau hafa síðan eðlileg samskipti sín á milli.

Ekkert heldur flókið við það.

Viljandi smitun samfélaga er síðan eitt form af ógnar eða alræðisstjórn, leið til að viðhalda ótta og hafa algjörlega stjórn á samfélaginu.

Ekkert flókið við það.

Hver var spurningin þín aftur??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 10:20

12 identicon

Hvað er það annað en "viljandi smitun" að flytja inn smit í land sem var orðið veirulaust?

Meira að segja farið í mikla og kostnaðarsama auglýsinga- og ímyndarherferð um að hér gætu erlendir ferðamenn m.a. æpt angist sína yfir víðerni landsins, Inspired by Iceland.  Og ókeypis kynningartilboð á skimun, allt á kostnað íslensku þjóðarinnar. 

Og hvað er þá slík ríkisstjórn sem tekur slíka ákvörðun?

Það mátti öllu viti bornu fólki vera augljóst að smitaðir ferðamenn slæddust með og ekki vantaði hækisleitendurna sem fylltu sóttvarnahúsið um leið.  Allt í boði íslenskra skattborgara.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.7.2020 kl. 10:40

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Eiginlega held ég að þú sért að færa rök fyrir að þó börn séu í ríkisstjórninni, á þeim aldri að þau séu óvitar, að þá afsaki það ekki afglapana.

En eigum við þá ekki að velta okkur uppúr fjölmiðlafólkinu sem var á blaðamannafundi fyrr í dag, og lét annað af tvennu, að það kunni ekki að skammast sín fyrir heimsku sína og meðvirkni, eða að það er eins og Grímur hér að ofan.

Fokk þá sem deyja.

Var kannski siðblinda forsenda ráðningar á helstu fjölmiðlum þjóðarinnar síðustu misseri??

Náttúran setur jú Homo Sapiens viss neðri mörk á heimsku og meðvirkni.

Og mikið þarf maður sjálfur að vera heimskur ef maður virkilega trúir að til sé svona heimskt fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 1412828

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband