28.7.2020 | 15:13
Þegar óvitar fá eldspýtur.
Þá er slökkviliðið sett í viðbragðsstöðu.
Almenningur vild frí frá Kovid og að fá að lifa eðlilegu lífi í sumar.
Starfsfólk Landspítalans bað sér griða, sagðist vera fólk sem þurfti hvíld en ekki vélar sem væri hægt að keyra út.
Og þeir sem unnu fyrir almanna og sóttvarnir hugsa það sama þó ekkert væri sagt upphátt sem gengi gegn stefnu óvitanna.
Núna standa öll spjót á almenningi, heilbrigðiskerfinu og almannavörnum.
Vágestinum sem tókst að útrýma eftir fyrri heimsókn, var aftur boðinn velkominn til landsins, og hið óhjákvæmilega, strandhögg hans ógnar nú daglegu lífi fólks.
Næstu dagar skera úr um hvort böndum verði brugðið á gestinn, en heimboðið stendur enn svo óhjákvæmilega mun hann birtast aftur, og aftur.
Skipta þar engu þau höft sem verða sett á daglegt lif almennings, það er ekki hann sem smitar.
Enn og aftur skulum við rifja upp ólundarsvipinn á dómsmálaráðherra þegar hún harmaði í viðtali að íslensk stjórnvöld væru nauðbeygð vegna Schengensamstarfsins að loka áfram á Bandaríkjamenn, þá mikilvægu viðskiptaþjóð okkar. Hún hafði nefnilega heyrt Trump tala um að þar væri smit í rénum og faraldurinn þar því sem næst genginn yfir.
En þessar skimanir á landamærunum eru aðeins tímabundnar, tilslakana er að vænta þegar líður á sumarið.
Og þá brosti ráðherra þó engar fréttir hafi borist af hlátri Marbendils.
Í dag fagnar forsætisráðherra að ennþá sé skimað við landamæri og að landið sé ekki galopið.
Slíkt bull er aðeins sagt ef viðkomandi valdsmaður hefur íhuga að hætta skimunum og galopna landið.
Sem leiðir hugann að þeirri staðreynd að óvitar með eldspýtur hætta ekki að kveikja í þó þau hafi þegar valdið eldsvoða, þeir hætta þegar eldspýtur eru teknar af þeim.
Á meðan það er ekki gert, þá er slökkviliðið á vakt.
Og almenningur í herkví óttans.
"Kamilla sagði mikilvægt að fara vel yfir allar reglur og leiðbeiningar og að almenningur fari í naflaskoðun varðandi sínar einstaklingsbundnu sóttvarnir, auk þess sem hún hvatti vinnustaði, þjónustufyrirtæki og verslanir til að skoða sína stöðu.".
Hvar endar þetta??
Hvenær verða eldspýturnar gerðar upptækar??
Kveðja að austan.
Tvö nýju smitanna ótengd öðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það heyrir þó til tímamóta að bæði landlæknir og staðgengill sóttvarnalæknis
viðurkenni loksins
að erlendir ferðamenn geti smitað innlent fólk.
Eitthvað sem allir með heilbrigða skynsemi vissu.
En hvort þær Alma og Kamilla dragi af því aðra lærdóma og finni rökréttar lausnir dreg ég verulega í efa. Hvað þá að Katrín, Svandís geri svo.
Auðvitað á að loka landinu á stundinni, loka á smitleiðina. Meðan Kári raðgreinir stöðu mála hér innanlands.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.7.2020 kl. 16:22
Blessaður Símon Pétur.
Að fara í sóttkví við komuna til landsins heitir það víst þegar talað er um að skera á smitleiðir.
Ef fórnir almennings í Evrópu hefðu ekki verið svívirtar með því að slaka á of snemma, og í kjölfarið opna fyrir flæði á smiti, þá væru mörg lönd Evrópu smitlítil eða smitlaus og óhætt hefði verið að opna á ferðalög milli þeirra.
Þetta var aðeins spurning um nokkrar vikur í viðbót.
Og úr því sem komið er þá er fátt annað í boði en að loka á ný á smitleiðir veirunnar.
Í fyrri bylgjunni var unnið gott starf innanlands en afglöpin voru að loka ekki strax á smitleiðir erlendis frá.
Ef sömu mistök verða gerð aftur, þá er ekki um afglöp að ræða.
Heldur glæp.
Sem ógnar lífi og limi saklausra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.7.2020 kl. 16:56
Rétt, "loka landinu" þýðir 14 daga skyldu-sóttkví, aflokun, fyrir alla þá sem koma til landsins.
Það er hin eina viðurkennda leið til að stemma stigu við að faraldrar blossi upp á smitlausu svæði, og hefur svo verið um árhundruðir.
Við verðum að gera þær kröfur að svokallaður landlæknir og svokallaður sóttvarnalæknir viti að svo er, og akti þannig, þó leikið hafi sér sem óvitar í sumar með eldinn.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.7.2020 kl. 17:26
Annars er með ólíkindum að lesa játningar Ölmu landlæknis á mbl.is
"Það hlaut að koma að þessum tímapunkti"
sem sagt hún vissi það alltaf að hún og sóttvarnarlæknir voru að spila rússneska rúllettu með líf og lýðheilsu landsmanna.
Það er grafalvarlegt mál, sem ekki er hægt að horfa framhjá varðandi ákvarðanatöku hennar og sóttvarnarlæknis, enda þótt þau muni skýla sér þar á bakvið ráðherra, hins eiginlega framkvæmdavalds.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.7.2020 kl. 17:41
Þetta var stutt gaman og skemmtilegt. Þ.e. smitfrítt Ísland. Var til of mikils ætlast að hásumarið nýttist öllum launþegum fyrir sumarfríin sín?
Kolbrún Hilmars, 28.7.2020 kl. 17:43
Það er sjálfsagt að varnarhringur sé slegin hringinn í kringum þá sem veikir eru fyrir einsog t.d. sykursjúkum
en við hin eigum að geta haldið áfram að lifa á okkar hátt
gætu áhættuhópar merkt sig sérstaklega þegar þeir eru á meðal almennings svona einsog stæði fyrir fatlaða
svo við hin getum sýnt þeim tillitsemi
því dauðsföll hjá heilbrigðum einstaklingum vegna Covid er nánast NÚLL %
Grímur Kjartansson, 28.7.2020 kl. 18:05
"[G]ætu áhættuhópar merkt sig sérstaklega þegar þeir eru á meðal almennings"... Já, já, þeir hljóta að geta það! Hvaða manntegund er annars "áhætthópar" ef þeir eru ekki hluti "almennings?"
Manni hefur orðið flökurt af minna tilefni.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 28.7.2020 kl. 18:37
Vonandi fer ekki fyrir okkur eins og "litla stúlkan með eldspýturnar".
Sigurður I B Guðmundsson, 28.7.2020 kl. 18:57
Gular stjörnur dugðu vel til aðgreiningar í den, en aldrei hefði mér dottið í hug að þær myndu nýtast í nútímanum fyrir þá sem vilja lifa áfram á sinn hátt.
Kolbrún Hilmars, 28.7.2020 kl. 18:59
Nákvæmlega Símon, ábyrgð hennar er mikil.
Og undan henni verður ekki vikist ef illa fer.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.7.2020 kl. 22:52
Blessuð Kolbrún.
Maður hefði haldið ekki, og vísa í stórgóða grein Gylfa Zöega þar um.
Svona ef það er ekki hægt að hlusta á mig og þig og okkur öll hin, heldur þarf einhver af hinum svokölluðum málsmetandi að bergmála sjónarmið okkar í fjöldanum, svo einhver gaumur sé gefinn.
Veit hins vegar ekki með gulu stjörnurnar, vágesturinn gerir víst engan greinarmun, svo það er okkar líf sem er undir, bæði í bókstaflegri merkingu, sem og hið daglega sem við eigum.
Farsóttir eru alltaf erfiðar en við þurfum að læra að kveða þær í kútinn, áður en þær kveða okkur í kútinn, núna þegar heimurinn er orðinn eitt stórt þorp, þá er þetta aðeins byrjunin á árás drápsveirunnar, skæðari eiga eftir að koma.
Og það er ekkert sambýli í boði, það er annað hvort hún eða við, ekkert þar á milli.
Þarna er ekkert val, engin spurning um frelsi hvort sem það er veirunnar eða einstaklingsins, aðeins blákaldur raunveruleikinn, líf eða dauði.
Og það er frumskylda valdhafa að verja lífið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.7.2020 kl. 23:04
Blessaður Grímur.
Þetta er rangt, og í raun mjög heimskt að setja hlutina svona upp.
Ungt fullhraust fólk er að veikjast illa þó lífslíkur þeirra séu langtum meiri en þeirra sem eldri eru eða fólks sem er með undirliggjandi sjúkdóma. Margt af því sem nær sér hefur aðeins náð sér með hjálp nútímalæknavísinda, eitthvað sem væri vart gerlegt ef farsóttin fengi að geysa óáreitt.
Og mjög margir sem ná sér eru ekki samir á eftir.
Heimskan felst í því að álykta um hegðun farsóttar sem haldið er í skefjum með sóttvörnum og fullyrða út frá því að hún án sóttvarna sé hættulítil. Forheimskan er síðan að skilja ekki að enginn veit um hegðun veirunnar, næsta bylgja hennar getur fundið sér leið framhjá varnarkerfi yngra fólks og stráfellt það líkt og seinni bylgjan af inflúensunni sem kennt er við spænsku veikina, gerði.
Það lætur enginn óbrjálaður farsótt ganga lausa, hvort sem hann er heimskur eða ei. Þannig að kannski er það heimskt hjá mér að nota lýsingarorðið heimskur í þessu samhengi.
Síðan læt ég siðleysið í orðum þínum liggja milli hluta, það er enginn svo ungur og hraustur að hann eigi ekki foreldra, afa og ömmur, langafa og langömmur og öll eigum við vini og ættingja sem glíma við hina ýmsustu sjúkdóma, suma það dulda að það þarf drápsveirur til að uppgötva þá, eftir á, í krufningu.
Ég held að þú ættir að íhuga orð þín betur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.7.2020 kl. 23:22
Ég held að þetta hafi verið vanhugsuð orð Esja.
Líklegast frá þeim rótum að líf viðkomandi hafi truflast mjög vegna allra þeirra raskana sem hafa orðið á lífi fólks eftir að stríðið við kórónuveiruna hófst.
Afkoma margra, hvort sem það tengdist rekstri fyrirtækja eða atvinnu, hvarf á einni nóttu, og það er skelfilegt fyrir alla sem fyrir því verða.
Því miður höfum við og flestar aðrar þjóðir alið upp leiðtoga sem kunna ekki að kenna þjóðum sínum að snúa bökum saman og deila byrðum á hættu og raunatímum.
Vegna þess að þeir skilja ekki í hvað það felst, eða hvernig það er framkvæmt.
Þess vegna er tími uppgjöra framundan.
Og fáar eru ljósglæturnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.7.2020 kl. 23:32
Við skulum vona ekki Sigurður.
Ekki fyrir einn einasta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.7.2020 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.