9.7.2020 | 17:59
Kári með kjarnann.
Aðeins glópalán kom í veg fyrir að opnun landamæra án sóttkvíar hefði endað með ósköpum.
Orð hans eiga að feitletrast og vera send inná hvert heimili, og þaðan endursendist á óvitana sem ætla að hætta að skima við landamærin við fyrsta tækifæri.
"Þrátt fyrir að þessar tilkynningar bærust höfðu þær þegar smitað fjóra hvor um sig. Ímyndaðu þér að þær hefðu ekki borist, og þær hefðu leikið lausum hala áfram, báðar greinilega með gífurlegt magn af veirunni (e. viral load). Bara á grundvelli þessara tveggja einstaklinga fóru um 700 í sóttkví, sem eru um 10.000 sóttkvíardagar. Er það ekki kostnaður fyrir samfélagið?".
700 hundruð saklausir í sóttkví og það var ekki stjórnvöldum að þakka að upp komst um smitið.
Og núna er erkibiskupsins boðskapur að hætta að skima um mánaðarmótin.
Er þessu fólki sjálfrátt??
Kveðja að austan.
Röksemdir læknanna vegi ekki þungt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 39
- Sl. sólarhring: 624
- Sl. viku: 5623
- Frá upphafi: 1399562
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 4796
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála Ómar.
Kári greinir hér einmitt kjarna málsins. Það ætti öllu viti bornu fólki að vera augljóst. Flóknara er þetta ekki, annað hvort hafa landið opið og skima, eða hafa landið lokað.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.7.2020 kl. 20:15
Nákvæmlega Pétur.
Á spíttinu gleymdi ég að henda þessu inn.
Sumar og sólarkveðjur til þín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.7.2020 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.