9.7.2020 | 13:33
Firring eða ??
Það er ljóst öllum sem vilja vita að Landsvirkjun hefur lengi og ljóst unnið að því að hrekja stóriðnað úr landi, og á sama tíma hefur fyrirtækið átt í samstarfi við þá erlenda aðila sem stefnt hafa á lagningu sæstrengs til landsins.
Núna á alvöru tímum, þegar ein af þremur undirstöðum gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar er horfinn í gin kórónuveirunnar, verð á sjávarafurðum hefur snarlækkað vegna minnkandi eftirspurnar og stóriðjan berst í bökkum líka vegna mikillar verðlækkunar, þá ybbar bara Landsvirkjun gogg.
Eins og hún sé eitthvað stikkfrí apparat sem kemur hagur lands og þjóðar ekkert við.
Í þessari djúpstæðu heimskreppu þar sem enginn veit neitt um framtíðina, þá felst mikilvægi stóriðnaðarins ekki í raforkusölu hans til Landsvirkjunar, heldur tekjuöflun og atvinnusköpun.
Bæði beint sem og samlegðaráhrifin útí þjóðfélagið.
Það er tími til að gripið sé inní áður en næsta tilkynning um lokun verður í Straumsvík og þar næsta hérna fyrir austan en Fjarðaál rær lífróður þessa dagana.
Öruggt að staðan sé svipuð hjá Norðurál og Járnblendinu.
Bakki er þegar búinn að loka.
Ég veit að það er fullt af veruleikafirrtu fólki þarna úti sem finnst þetta fyndið en ég er hræddur um að að hláturinn koðni í hungurkorri þegar 2/3 af gjaldeyristekjum þjóðarinnar er horfinn.
Og gjaldeyrissjóðurinn mun ekki endast lengi ef hann er notaður til að halda uppi fölskum lífskjörum.
Það er ekki víst að það náist að bjarga rekstri þessara fyrirtækja, hringekja samdráttarins í heimshagkerfinu er rétt að byrja
En það er lágmark að reyna.
Það munar um þau þegar endurreisnin hefst.
Firringin og óvitaskapurinn þarf að taka enda.
Kveðja að austan.
Vangaveltur um tekjutap ótímabærar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það segir allt sem segja þarf um útrásar-ætlan
Landsvirkjunar að upplýsingafulltrúi
Björgólfs Thor skuli nú vera orðin
upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.7.2020 kl. 13:57
Blessaður Símon Pétur.
Hafði ekki spáð í þann vef kóngulóarinnar, en eins og þú veist þá er vefurinn í öllum skúmaskotum valdsins, meir að segja hjá forseta vorum.
En akkúrat í dag er þetta alvarlegra en svo, og tímaglasið er að tæmast.
En ég skal játa að í þessu máli bind ég vissar vonir við Bjarna Ben, ættarfylgjan ætti að segja honum hvað atvinna skiptir þessa þjóð miklu máli, og fjölskyldusagan hvernig ástandið var áður en menn fóru að róa á gjöful mið.
Einhvern tímann þarf þjóðin að vakna af sínum Þyrnirósarsvefni.
Eða það skyldi maður halda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.7.2020 kl. 14:19
Því miður held ég að feigum verði ekki forðað. Ef einhver minnsti áhugi hefði verið á að halda afrakstri orkunnar í landinu þá hefði verið tekið til á Landsvirkjunar kontórnum eftir valdatíma helferðarhyskisins, sem sótti um ESB aðildina.
En við engu hefur verið hreift þar á bæ jafnvel þó svo næstum allir stjórnmálflokkar hafi komið að ríkisstjórn síðan 2013. Það hefur ekki einu sinni verið áhugi fyrir því að draga ESB umsóknina afdráttarlaust til baka.
Magnús Sigurðsson, 9.7.2020 kl. 14:34
Blessaður Magnús.
Allt mikið rétt.
En eiginlega snýst þetta í dag um að lifa af hörmungarnar.
Innistæðan fyrir lífskjörum okkar er að bresta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.7.2020 kl. 15:41
Stóra spurningin er um hvað sömdu eiginlega
íslensk stjórnvöld í þeim plöggum
sem eru svo hroðaleg
að 110 ára leynd hvílir yfir þeim?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.7.2020 kl. 16:16
Tímabær spurning hjá Símon Pétri. Hvernig má það gerast að 110 ára leynd ríki yfir stjórnarskjölum í opnu og upplýstu þjóðfélagi?
Kolbrún Hilmars, 9.7.2020 kl. 16:25
Það virðist vera það sama með 110 ára leyndina líkt og með ESB aðildarumsóknina, að engin stjórnmálaflokkur sem kemst til valda á alþingi ætlar að rjúfa samstöðuna.
Af því að Íslendingar ætla að ferðast innanlands sumarið 2020 þá skora ég á þá að fara af alfaraleið norðan Vatnajökuls, þó ekki væri nema um gamla þjóðveg no 1 um Möðrudals fjallgarða.
Þar hefur mátt sjá magnaðar framkvæmdir við varalínu meðfram annarri varalínu síðan í fyrrasumar frá orkusvæðunum á Þeystareykjum og í Kröflu austur á land. Það hefur verið hvíslað um einkavirkjanaframkvæmdir í startholum fyrir ofan Geitadal inn af Skriðdal.
Blessaðir bjálfarnir í sameinuðum sveitarfélögum á Austurlandi létu þá ályktun frá sér fara fyrir nokkrum árum síðan, ef ég man rétt, að algjört skilyrði væri að rafmagnssnúran sem á að upplýsa Evrópu færi á haf út austanlands.
Ég er ekki viss um að þetta snúist lengur um það fyrir almenning að lifa hörmungarnar af, því það gerum við ekki sem nú erum uppistandandi, þetta snúist miklu frekar um að búa blessuð börnin undir meira en 110 ára hallæri undir erlendri áþján.
Og hvað haldið þið að neðansjávarstrengja rannsóknaskipið sem birtist óvænt í Reykjarvíkurhöfn í fyrrasumar hafi verið að gera, þar sem skipstjórinn vildi alls ekki gefa upp fyrir hverja hann væri að vinna, enda orkupakki 3 þá óvart óafgreiddur úr afgreiðslusal alþings.
Magnús Sigurðsson, 9.7.2020 kl. 16:45
Blessuð þið að ofan.
Ég held að margt muni kovid fella áður en yfir líkur, og þær hörmungar sem fátækt fólk upplifir víða um heim, eru hrikalegar.
En ég mun ekki gráta ESB.
Og ESB mun ekki lifa af ef það skuldfærir peningaprentun á ríkissjóði Miðjarðahafslanda.
Þá fær því ekkert bjargað.
Og mér sýnist að þeir séu svo heimskir að ætla að gera það.
Stundum á heimskan sína kosti.
Í augnablikinu hef ég ekki áhyggjur af orkupökkum, sæstrengjum eða öðru, ég hef áhyggjur af atvinnu fólks, og lífskjörum þjóðarinnar.
Það þyrftu fleiri að deila þeim áhyggjum en við smáfuglarnir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.7.2020 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.