Það er ekkert óvænt við annað útgöngubann.

 

Heldur er það fyrirsjáanlegt þegar veirunni er á ný hleypt inní samfélagið.

Einföld sannindi vegna veldissmits kórónuveirunnar.

 

Við Íslendingar værum í sömu sporum og íbúar Melbourne ef unga stúlkan sem bar smitið inní kvennaboltann, hefði ekki verið svona fyrirhyggjusöm þegar hún frétti af greindu smiti hjá manni sem hún hafði hitt rétt fyrir komuna til landsins.

Það var hún sem ákvað að biðja um aðra skimun.

Það er henni að þakka að hópsýkingin varð ekki óviðráðanleg.

Og í þessu samhengi megum við aldrei gleyma að hún ber enga sök í málinu, heldur þeir sem hleyptu henni inní landið án þess að hún færi í sóttkví áður.

 

Kórónusmit er þess eðlis að fólk getur verið einkennalaust fyrstu 5-10 dagana eftir að það smitast af veirunni, og á meðan er það öflugir smitberar.

Síðan getur fólk verið alveg einkennalaust en smitað samt.

 

Þess vegna eru valkostirnir tveir, annars vegar að leyfa smitinu að breiðast út í samfélaginu, fólk sinnir sínum persónulegu smitvörnum og krossar sig, eða það er algjörlega lokað á smit og smitleiðir.

Þriðja leiðin, að opna áður en smitinu er útrýmt, og eða hleypa því inní landið frá smituðum svæðum, virkar ekki.

Sama hvað hausnum er lamið oft í stein, sama hvað menn rífast mikið við raunveruleikann.

 

Og munum að frá því að veiran kom fram síðastliðið haust sem leiðinda flensa hefur hún magnast, hún er illvígari, fólk er að veikjast verr og eina von þess um að lifa af er sú hjálp sem nútíma læknisfræði veitir.

Ekki klórinn hans Trump, ekki vodkinn sem forseti Hvíta Rússlands ráðlagði löndum sínum að drekka sem fyrirbyggjandi, ekki hvítlaukur eða eplaedik, og ekki Tíminn.

Tíminn læknar margt, en hann læknar ekki hina banvænu lungnabólgu sem er einn sjúkdómurinn sem kórónaveiran veldur.

 

Útgöngubann í Melbourne í dag, í sumum héruðum Spánar í gær, á morgun hér og þar í þeim löndum sem opnuðu á smitleiðir veirunnar.

Ísland??

Tikk takk, tikk takk.

 

Aðeins spurning um tíma.

Í landi þar sem óvitar stjórna með sinn einbeitta vilja að opna landið fyrir drápsveirunni á ný.

 

Þar fær Þórólfur engu um breytt.

Kveðja að austan.


mbl.is Annað útgöngubann í Melbourne
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 1524
  • Frá upphafi: 1321532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1299
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband