5.7.2020 | 13:31
Árið 1.
Er stórskemmtileg grínmynd með Jack Black þar sem atburðir í árdaga Biblíunnar eru sagðar með nefi grínistans, af mörgu óborganlegu er samviskubit Kain sem birtist í ítrekuðu morðæði hans.
Grínið er góðlátlegt, absúrd, og þó það styðjist við þekkt minni, þá tekur það Biblíuna ekki beint alvarlega.
En það er ekki verið að endurskrifa söguna, eða benda á einhvern og segja; "hey, þið skítapakk, af hverju eru þið ekki eins og við, góða fólkið".
Samt var nóg af þrælum á þessum tímum og þá vantaði ekki í myndina.
Skáldsagan 1984 eftir Orwell hefði líka alveg eins getað heitið "Árið 1", því Ríkið hafði endurskrifað alla söguna í viðleitni sinni til að stjórna lífi og hugsunum fólks.
Sagan var þá tæki sem þjónaði markmiðum þess, og fyrir ríkið var í raun ekkert annað en kaos og villimennska. Hefði ríkið haldið velli, sem var alveg opin bók í bókinni, þá einhverjum árum eða áratugum seinna, þegar öll fortíð hefði endanlega verið þurrkuð úr minni og vitund fólks, þá hefði upphaf sögunnar og Ríkisins verið eitt og hið sama.
Alræði líður ekki sjálfstæði, hvorki einstaklinga eða sögu.
Í þeirri bylgju heimsku og fáfræði sem vellur núna út úr akademíu rétttrúnaðarins, hefur sagan og minnismerki um hana, orðið sérstakur skotspónn fólks sem á einhvern hátt telur sig vera siðferðislega æðra en þeir sem liðnir eru, og telur sig hafa rétt á að fordæma söguna, tíðaranda hennar, framvindu og þróun, að ekki sé minnst á fólkið sem lifði hana.
Það tekur sér ekki skáldaleyfi til að endurskoða eða endurskrifa söguna líkt og ég tek dæmi um hér að ofan, það vill þurrka hana út.
Því þegar menn eru einu sinni byrjaðir að þurrka út óæskileg minnismerki, fjarlægja myndir og styttur úr skólum eða opinberum byggingum, eða krefja fólk sem hefur fátt annað til saka unnið en að fæðast, um afsökunarbeiðni á gjörðum áa þess, eða þess þjóðskipulags sem það fæddist inní, þá er ekkert eftir.
Því sagan er ekkert annað en röð ofbeldisverka, átaka,kúgunar hins sterka á hinum veika, birtingarmynd: kvennakúgun, stéttakúgun, þrælahald, ánauð, morð, manndráp, fjöldamorð, styrjaldir.
Ekkert illa meint, maðurinn er jú lífvera og lífverur berjast fyrir tilveru sinni sem við köllum á góðum degi, baráttan um brauðið.
Hjá þessum fáráðum er árið alltaf 0.
Í upphafningu sinni og sjálfsbyrgingarhætti kannast það ekki við fortíð sína, sögu eða menningu, það er alltaf eitthvað sem það getur bent á, það er alltaf eitthvað sem það getur fordæmt.
Og endalaust hægt að krefjast afsökunar.
Það verður engin mynd eftir í háskólunum, engin stytta eða minnismerki því alltaf rís upp nýr kverúlant sem nær að róa mið forheimsku rétttrúnaðarins.
Í dag er það Kristófer Kólumbus sem er felldur af stalli, á morgun verða það allar stytturnar af landsfeðrunum þarna vestra. Enginn með hreinan skjöld, ef þeir voru ekki þrælahaldarar, þá stálu þeir landi af innfæddum, herjuðu á þá og ofsóttu.
Spurning hvort hvítir íbúar Nýja Englands sem rekja ættir sínar til fyrstu landnemana geti lifað með skömm sinni og sögu, og þegar þeir hafa fargað öllum minjum um söguna, taki svo ekki eitt létt fjölda Hari kari á þetta til að vera trú orðagjálfrinu og vitleysunni sem gegnsýrir alla umræðu rétttrúnaðarins.
Og svo við tökum þetta víðar, þarf ekki að fara senda jarðýtu á alla Róm, og síðan fjármagna sprengiefnakaup Talibana og Islamista, sem gætu tekið að sér í verktakavinnu að sprengja upp allar minjar um siðmenninguna við Miðjarðarhafið, því ekki var það friðurinn og manngæskan sem dreif fólk áfram í þá daga.
Þarf ekki einnig að nýta þekkinguna sem var til staðar í Þýskalandi að brenna bækur, það hlýtur að vera einhver að vera lifandi á elliheimili sem kann enn það fag. Rætur vestrænna bókmenningar kemur frá rómverskum þrælahöldurum, eða grískum kynvillingum og barnaníðingum, sem reyndar líka voru þrælahaldarar.
Ef við erum byrjuð??, verðum við þá ekki að klára dæmið?
Er annað ekki skynhelgi og hræsni??
Góða fólkið hélt ekki vatni, það frussaðist úr munnvikum þess og margir voru hætt komnir þegar salerni voru ekki innan seilingar, þegar fréttir bárust frá Bristol að stytta að þarlendum mannvini á 18. öld hefði verið brotin niður.
Meintur glæpur var að stunda iðnina og verslun sem lagði drög að ríkdómi borgarinnar.
En af hverju styttan, af hverju ekki allar byggingarnar sem reistar voru fyrir ágóðann af þrælasölunni, voru þeir blóðpeningar eitthvað betri??
Liverpool, London, Churchill, Cromwell, öll bresk sagan, eins og annarra þjóða sem hafa lifað af samkeppni þjóðanna, er vörðuð bautasteinum kúgunar og undirokunar á öðrum þjóðum, jafnt nær sem fjær.
Og svo framvegis, og svo framvegis.
Dæmin er endalaus, en dæmin um annað eru ekki mörg, þó til.
Sá kúgaði var ekki kúgaður sökum mannkosta sinna, gæsku eða friðsemdar, heldur vegna þess að hann hafði ekki aflið til að verja sig á einhverjum tímapunkti.
Hans saga er ekkert betri, bæði í eldri fortíð hans, eða þegar hann fékk aflið til að rísa upp og svara fyrir sig.
Fólkið sem núna ræðst að sögunni í Bandaríkjunum er að hluta til ungt fólk af afrískum uppruna.
Afkomendur lúsera í eilífum erjum og átökum sem fylgdi arðsömustu atvinnugrein álfunnar, þrælaversluninni.
En þorp sem var selt, hafði kannski selt mörg önnur þorp, ættbálkur sem varð undir, hafði örugglega áður nýtt sér hin ábótasömu viðskipti.
Hver á að biðja hvern afsökunar, og hve langt á það að ná aftur??
Sem og að þó þrælahald hafi ekki verið fallegast hluti siðmenningarinnar, þá var einn valkostur þess ennþá verri. Sem var útrýming sigraðra andstæðinga
Allt á sér nefnilega sínar skýringar, allt á sér sínar rætur.
Og það er til annar valkostur en að þurrka út söguna.
Sem er lærdómur hennar, það er hægt að læra af henni.
Þróa hana áfram, gera heiminn betri.
Nelson Mandela hafði 25 ár til að spá í hlutina, til að velta því fyrir sér hvernig er hægt að nýta lærdóm sögunnar til að bæta í stað þess að róa á sömu mið sundrungar, ofbeldis og kúgunar.
Hann náði sátt milli tveggja kynþátta í landi þar sem annar hafði kúgað hinn lengi.
Kannski hefur Nelson áttað sig á því að hans eigin kynþáttur, sem og aðrir kynþættir Bantuþjóðanna sem byggðu Suður Afríku, átti sér líka sína sögu um kúgun, ofbeldi, glórulaus manndráp, að ekki sé minnst á þá kynþáttahyggju að hrekja þá íbúa sem fyrir voru út í eyðimörkina.
Búskmenn og Hottintottar, svo ég noti hin óvirðulegu nöfn hvítu kynþátthyggjunnar yfir þessum merku ættflokkum, kusu ekki að búa í Kalahari eyðimörkinni vegna þess að þau töldu óbyggilega eyðimörkina betri búsvæði en frjósöm jarðræktarlönd, heldur vegna þess að það var eina leiðin til að lifa af innrás Bantuþjóðanna sem drápu þá sem fyrir voru sökum þess að þeir höfðu yfirburði á hernaðarsviðinu.
Lúserara dagsins eiga sér sína sögu, og munu eiga sér sína sögu, og það að hafa tapað fyrir öðrum sterkari, gerir fólk ekki á neinn hátt betra, eða gefur því rétt til að labba af næsta manni og biðja hann um afsökunarbeiðni á því sem liðið er.
Og það að við séu á einhvern hátt skárri í augnablikinu, gefur okkur á engan rétt til að ráðast á söguna, minjar hennar eða það fólk sem lifði hana á sínum forsendum sem mótuðust af þeim raunveruleika sem það fæddist inní.
Við getum hinsvegar beðist afsökunar á okkar eigin gjörðum.
Til dæmis þeirri staðreynd að við létum alþjóðavæðinguna endurreisa hinar gömlu þrælaverksmiðjur Rómverja og að velmegun okkar byggist á þrælkun og arðráni fólks í fjarlægum löndum.
Við getum beðist afsökunar ef við látum kynjamisrétti eða kynþáttamisrétti líðast í umhverfi okkar og samfélagi, en við fríum ekki okkur sjálf með því að telja okkur betri en þeir sem liðnir eru.
Þeir þróuðu þó siðmenninguna, unnu út frá fortíðinni til að gera framtíðina betri.
Og þannig séð hefur maðurinn aldrei haft það betra ef miðað er við afkomu fjöldans, vörn gagnvart sjúkdómum og farsóttum, frelsi einstaklings, og frelsi frá óttanum að vera rændur og drepinn af árásarmönnum sem engu eira.
Og þeir sem vildu vel, og gerðu heiminn betri.
Þeir áttu allavega eitt sammerkt.
Þeir þekktu söguna, og þeir lærðu af henni.
Hættumerkin voru þegar einhver byrjaði að fikta í sögunni.
Endurskrifa hana, jafnvel þurrka hana út.
Þar var aldrei staðar numið.
Kveðja að austan.
Vill stofna garð um þjóðhetjur Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 594
- Sl. sólarhring: 642
- Sl. viku: 6325
- Frá upphafi: 1399493
Annað
- Innlit í dag: 509
- Innlit sl. viku: 5364
- Gestir í dag: 465
- IP-tölur í dag: 459
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar og takk fyrir góðan pistil
Fyrir nokkrum árum var ég að vinna í Suður Afríku og eignaðist þar
marga góða vini. Einn af þeim sendi mér þessa grein og þú verður
að afsaka að hún sé á ensku, en mjög athyglisverð svo ekki sé meira sagt.
En hér er hún....
THE SHOCKING TRUTH ABOUT RACISM
How the hell can we believe you Mr President - ?
"South Africans are psychologically sick as a result of the violence inflicted upon the majority of the country’s people during the apartheid era ", President Jacob Zuma said.
This lie is getting really old! The history of black South Africans has always been that of violence, death and destruction - NOT inflicted upon them by white people in this country.
Shaka Zulu, during his 10-year reign butchered more than 2 million black people in South Africa, not counting the deaths during mass tribal migrations to escape his armies. He had his warriors clubbed to death upon the merest sign of weakness. He neither took a legal wife nor fathered a son, for fear that his heir would plot against him, and had his concubines executed if he discovered they were pregnant. When his mother died, he massacred thousands of his subjects so their families would mourn along with him. Shaka retained his throne through the worst kind of sheer terror, vast mass executions, torture and mindless butchery.
His brother, Dingane, was no better. He took power after the assassination of Shaka and started his reign by butchering those loyal to Shaka.
THAT, amongst many other horror stories of black-on-black violence, is the history of Black South Africa.
During the Apartheid years it was not better. Factional fighting and tribal conflict was again the main cause of violence and death amongst black South Africans.
During the Apartheid era, from 1948 to 1994, the average life expectancy of black South Africans had risen to 64 years, on par with Europe's average life expectancy. Infant death rates had by then been re duced from 174 to 55 infant deaths per thousand, higher than Europe's, but considerably lower than the rest of the African continent's. The African population in South Africa increased by 50%.
Deaths due to political violence during apartheid: ( Truth and Reconciliation Commission)
21 000 people died in political violence in South Africa during apartheid of whom 14 000 died during the transition process from 1990 to 1994.
This includes SA Defence Force actions, for instance the 600 deaths at Kassinga in Angola during the war in 1978.
Of those deaths, the vast majority, 92%, have been primarily due to Africans killing Africans, such as the inter-tribal battles for territory.
During the period June 1990 to July 1993 a total of 8580 (92%) of the 9 325 violent deaths during the period June 1990 to July 1993 were caused by Africans killing Africans, or as the news media often calls it, "Black on Black" violence - hostel killings, Inkatha Freedom Party versus ANC k illings and taxi and turf war violence.
The security forces caused 518 deaths (5.6%) throughout this period.
During the transitional period, the primary causes of deaths were not security forces nor white right-wing violence against blacks, but due to "black-on-black necklace murders", tribal conflict between the ANC-IFP, bombs by the ANC and PAC's military wings in shopping centers, landmines on farm roads, etc.
In this country TODAY (under black rule) as many as 18 000 people are murdered EVERY year. ...and those are the official statistics. More than 400 000 people have been murdered in South Africa under ANC rule. The past 20 years have been the most violent in the history of this country since the death of Shaka Zulu
...and NONE of it has anything to do with WHITE people or APARTHEID... but I guess if you repeat the lie often enough foreigners actually start believing the drivel coming from your mouth, Mr. Uneducated President - !!!”
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 5.7.2020 kl. 19:00
Blessaður Sigurður.
Eins og ég segi, það er ekkert sem segir að sá sem er kúgaður, sé á neinn hátt betri en sá sem kúgar.
Við skulum samt ekki gleyma að mikið að því sem gerist í Suður Afríku í dag er bein afleiðing af áratuga misskiptingu og örbirgð stórs meirihluta þjóðarinnar. Það var heldur ekki par fallegt um að litast í fátækrahverfum Parísar á öldum áður, eða í sambærilegum hverfum í London.
Hins vegar var það einstakt hvað gerðist í lok aðskilnaðarstefnunnar, þegar leiðtogar hvítra og svarta (er þetta ekki rasismi að tala um hvíta og svarta??) náðu saman, og það samkomulag skyldi halda.
Lærdómur sögunnar, ekki útþurrkun hennar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.7.2020 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.