Sjaldgæft hrós um fjöldamorðingja.

 

En sá sem hrósar var háttsettur í stjórnkerfi Eþíópíu, og voru þeir ekki að skjóta yfir 160 þar í dag??

Það ömurlegasta við þá sem vitna í sænsku leiðina, er að þeir lepja upp opinberar tölur sem eru lítt áreiðanlegri en tölur Stalíns um þá sem féllu í hungursneiðinni miklu í Ukraínu um miðbik fjórða áratugarins.

En Stalín taldi ekki fórnarlömbin, og þar með voru engin fórnarlömb.

 

Það var og er enginn með Kóvid í Svíþjóð nema hann sé greindur, og fólk í áhættuhópi var bara sagt að vera heima hjá sér og vera ekki að ónáða heilbrigðistarfsfólk, enda yfirlýst stefna að forgangsraða á gjörgæslu.

Ennþá veit enginn hvað margir köfnuðu í raun í Svíþjóð án þess að fá hjálp, en þeir eru margir, og áður en yfir líkur verður ákært fyrir þessa glæpi gegn mannkyni.

Svo er til fólk sem hrósar þessum ómennum.

 

Glæpur sænskra stjórnvalda er ennþá alvarlegri, að þrátt fyrir Stalínískar tölur, þá er landið í 5. sæti yfir mannfall í Evrópu.

Löndin fyrir ofan er Belgía, sem telur rétt, Spánn, Ítalía, og Bretland.

Lönd þar sem veiran breiddist út áður en menn gerðu sér grein fyrir alvöru málsins, og harðar aðgerðir gátu aðeins hindrað frekari útbreiðslu, en ekki fall þeirra sem þegar voru sýktir.

Svíar höfðu alla burði til að stöðva faraldurinn í fæðingu, en kusu að gera það ekki.

Venjulegur Svíi sem er það leiðinlegur að hann býr einn með sjálfum sér, var ekki líklegur til að smita út frá sér, en annað gilti um fjölmennar fjölskyldur innflytjenda, að ekki sé minnst á vanbúin hjúkrunarheimil þar sem eldra fólk var varnarlítið.

 

Afleiðingarnar, Mannfellir, og núna þykjast þeir sem ábyrgðina vera voðalega hissa, og ætla að rannsaka sínar eigin gjörðir.

Og fá hrós fyrir.

Þjóðviljinn afneitaði vissulega fjöldamorðunum á pólsku liðsforingjum í Katyn skógi, vitnaði í Stalín, en aldrei lagðist blaðið svo lágt að hrósa Stalín fyrir að hafa rannsakað sín eigin glæpi.

 

Svíþjóð í dag er blettur á Evrópu.

Úrkast sem fáir vilja fá yfir landamæri sín.

Fyrirfram var ekki vitað hvað veiran var skæð, og sannarlega sluppu þeir vel.

Það voru líka svæði við Eystrasaltið, reynda sunnan megin, sem sluppu algjörlega við Svarta dauða, en það var vitað eftir á, ekki fyrirfram.

 

Trump hefur gagnrýnt WHO fyrir að ganga erinda kínverskra stjórnvalda, og þagað yfir alvarleik veirunnar á meðan hægt var að loka hana inni í Kína, eða bregðast strax við með ferðatakmörkunum milli landa.

Ég get ekki að því gert, mér finnst þessi frétt staðfesta þá gagnrýni.

 

Þeir sem láta svona út úr sér eins og forstjóri WHO, eiga ekkert að hafa með heilbrigði að gera.

Hvorki heima hjá sér eða stýra alþjóðlegu samstarfi þar um.

Mugabe var þó bara gerður að sendiherra mannréttinda, en ekki leiða starfið gegn mannréttindabrotum í heiminum.

 

Þessi maður á ekkert erindi í starf sitt.

En vonandi virkar Alþjóða glæpadómstóllinn.

 

Líka þegar góða fólkið á í hlut.

Kveðja að austan.


mbl.is „Önnur lönd mættu læra af Svíþjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Læra hvað? Eftir allar þjáningar veikra sem ætlað var að mynda móteitur gegn Kóvid-19, uppsskáru þeir aðeins að 17% borgarbúa mynduðu móteitur.Mike Ryan segir það ekki neina vörn gegn útbreislu veirunnar.Það má kannski segja að við lærðum það af Svíþjóð. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2020 kl. 03:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Það er og verður alltaf til fólk sem telur lausn á vanda, fjárhagslegum, félagslegum, tengdum kynþáttum eða heilbrigði, sé að drepa náungann, eða gera ekki ráðstafanir til að koma í veg fyrir ótímabær andlát.

Mér skilst jafnvel að mannúð hafi verið ein röksemdanna hjá þeim læknum og vísindamönnum sem fengu þýsk stjórnvöld til að drepa fatlað fólk á hælum landsins.

Sá sem er siðblindur, svag fyrir siðblindu, eða hneigist til illskunnar á einhvern hátt, hann segir að þetta sé ólík aðferð, tilraunarinnar virði.

Meinið er, sem fólk verður að skilja, áður en það er um seinan á þeim tímum sem við förum svo létt með að útrýma hvort öðru, er að ef þú opnar þessa öskju Pandóru, þá er hún botnlaus.

Og bítur alla að lokum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.7.2020 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 77
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 242
  • Frá upphafi: 1320085

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 215
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband