Hringekja sóttkvíarinnar er hafin.

 

Það er lán að hið virka smit í kvennaboltanum hafi komið upp hjá félögum og í umhverfi þar sem minni líkur en meiri er að ungt fólk sinni sumarafleysingum á hjúkrunarheimilum.

Samsvarandi smit í Breiðholtinu hefði þegar getað verið komið inná heimili aldraðra, jafnt hjúkrunarheimili eða þjónustuíbúðum.

 

Við gætum líka hugsað okkur hvað hefði gerst ef unga stúlkan hefði ekki verið svona árvökul og farið strax í nýtt test um leið og hana grunaði að hún gæti verið smituð af kóvid veirunni.

Þá væri þetta smit ennþá að breiða úr sér með veldishraða, og þá væri í alvöru verið að ræða allsherjarlokun á aldraða sem og fólki með undirliggjandi sjúkdóma væri beðið að halda sig heima við.

Í staðinn fyrir að sumarið væri opið, þá væri það lokað.

Að ekki sé minnst á mannslífin sem eru undir.

 

Þetta ef liggur í eðli rússnesku rúllettunnar, fyrsta skot getur fellt, en það er líka hægt að spila hana aftur aftur líkt og við sem sáum Deer Hunter munum og fáum ekki gleymt, svo áhrifaríkt var atriðið með hana.

Rússneska rúllettu spila menn yfirleitt sjálfviljugir, að neyða menn til þess er glæpsamlegt athæfi, enda lífið ekki aftur tekið ef kúlan er í skothylkinu.

Vísvitandi viljandi innflutningur á smiti er dæmi um slíka rúllettu, sem þvinguð er á saklausa, þá sem hafa engin tök á að verja sig.

 

Ávinningurinn er lítill sem enginn því þegar smit breiðast út, þá er hin nýja bylgja ferðamanna sú fyrsta sem hnígur og hverfur.

Sem og að hugsanlegur fjöldi ferðamanna mun aldrei ná að seðja hinn útblásna ferðamannaiðnað, það þarf svo miklu fleiri til að skapa fyrirtækjum rekstrargrundvöll.

Eftir stendur heimskan og siðleysið, að spila rússneska rúllettu með bæði heilsu þjóðarinnar sem og efnahag hennar.

Því það helst í hendur, heilbrigt þjóðfélag og heilbrigður efnahagur.

 

Sköpunarkrafturinn og dugnaðurinn sem býr í þjóðinni er fljótur að fylla uppí gjána sem hrunið í ferðamannaþjónustunni er, fólk finnur sér eitthvað annað að gera, stofnar ný fyrirtæki, heldur inná nýjar lendur frumkvæðisins.

Það er aldrei hægt að verja það sem var, því það liggur í eðli þess að vera liðið.

Það er aðeins hægt að takast á við nútíðina og sækja inní framtíðina, sá inní hana, móta og síðan uppskera.

 

Þetta skilur fullorðið fólk, en jú, börn og óvitar stjórna okkur.

Börn og óvitar sem vanvirða frumskyldu ríkisvalds, að verja og vernda þjóðina.

Rússneska rúllettan heldur því áfram.

 

Hvað næst??

Hver er næstur í sóttkví?

Hverju er næst lokað??

Og hvenær fer allt úr böndum??

 

Það fór allt úr böndum síðast.

Af hverju ætti það ekki að gerast aftur??

 

Lítum í kringum okkur.

Það er ekki einu sinni spritt að hafa í verslunum, og þó fólk sé kannski ekki dagsdaglega á þúsund manna samkomum, þá hópast það saman, og eitt smit getur orðið að hundruðum áður en menn vita af.

Það var einn einstaklingur sem kom frá Whuan og fór á trúarsamkomu í næst stærstu borg Suður Kóreu sem bar ábyrgð á faraldrinum þar í landi.

Einn einstaklingur.

Það þurfti ekki meir.

 

Þetta er raunveruleiki veirunnar og veldissmits hennar.

Við sluppum síðast fyrir kraftaverk, en það er ekki hægt að fá kraftaverk í áskrift.

 

Menn gambla ekki með þau.

Menn spila ekki rússneska rúllettu með þau.

Ekki frekar en þjóð sína, líf hennar og limi.

 

Það er kominn tími á óvitana.

Kveðja að austan.


mbl.is Bannað að heimsækja eftir útlandaferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðan og afar brýnan pistil Ómar.

Það er öllum ljóst, að stjórnvöld völdu að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.  Almannahagsmunum fyrir sérhagsmuni ferðaiðnaðargeirans.  Það er slæmt.

Enn verra er að landlæknir, sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra taki möglunarlaust þátt í þeirri rússnesku rúllettu með stjórnvöldum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.6.2020 kl. 12:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já það er það og þessir aðilar hafa ekki einu sinni óvitaskapinn sér til afsökunar.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 30.6.2020 kl. 13:09

3 identicon

"Enn verra er að landlæknir, sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra taki möglunarlaust þátt í þeirri rússnesku rúllettu með stjórnvöldum," segir Símon Pétur. Með öðrum orðum nýprýddir orðuþegar valdsins.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 30.6.2020 kl. 14:38

4 identicon

Allir veikast og deyja eitthvern tíman.

Sólmundur (IP-tala skráð) 1.7.2020 kl. 00:08

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Sólmundur, hef aldrei skilið þetta system sem bannar notkun skotvopna, eða þetta að fangelsa morðingja, hvað þá fjöldamorðingja.

Eða eins og skáldið sagði, eitt sinn skal sérhver maður að deyja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.7.2020 kl. 08:17

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja.

Það vantar bara að Helgi rauli undir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.7.2020 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 207
  • Frá upphafi: 1412826

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 173
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband