28.3.2020 | 14:54
Hættum að taka sýni.
Og vandinn er úr sögunni.
Prófum fáa og við höfum fulla stjórn.
Ha, ha, ha.
En samt virkar þetta svoleiðis.
Morgunblaðið tók viðtal við konu sem hafði sýkst án þess að hitta Ítalíusmitbera, og þar sem böndin bárust að erlendum ferðamönnum á vinnustað hennar, þá fékk hún ekki sýnatöku fyrr en seint og síðar meir.
Á feisbókinni er fólk að deila svipuðum reynslusögum.
Það er ekki mælt, og þar með kemur það ekki fram í tölfræðinni.
Því er vissulega ráðlagt að halda sér í sóttkví en smit þess eru ekki rakin.
Undirliggjandi er að þegar pest er útbreidd þá er ekki hægt að mæla alla.
En vandinn er ef menn fara að álykta út frá hinn brengluðu tölfræði, eins og til dæmis á Ítalíu þegar menn fundu út að það væri farið að hægja á faraldrinum, heimild andlát á spítölum sem voru löngu sprungnir og fólk dó í hrönnum heima hjá sér eða á stofnunum.
Sem voru ekki með í hinni opinberri tölfræði.
Eitthvað svipað var hér í gangi í vikunni.
Með því að draga úr sýnatöku var hægt að sýna fram á að hægt hefði á veldisaukningunni, og fyrir utan sjálfshólið að við værum þá sú þjóð sem hefði náð mestum árangri í Evrópu, þá var hin brenglaða tölfræði notuð sem réttlæting þess að ekki þyrfti að herða aðgerðir.
Sem má vera að sé rétt en ranga forsendu má aldrei nota sem réttlætingu mikilvægra ákvarðana.
Forheimskan var það mikil að menn héldu blaðamannafund í vikunni þar sem greint var frá endurskoðaðri spá þar sem ætlað var að smit yrðu um 1.200.
Í dag vantar 240 jákvæð sýni og þá er sú spá sprungin.
Eftir stendur, er hægt að treysta fólki sem ítrekað bullar í mati sínum á alvarleik faraldursins??
Hvern er verið að blekkja og til hvers??
Hvern er verið að blekkja??
Og til hvers??
Það er tími til kominn að fá svar við þeirri spurningu.
Kveðja að austan.
Smitin orðin 963 í heildina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 203
- Frá upphafi: 1412822
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 169
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll aftur Ómar,
Humm hætta að taka sýni....
RETRACTED National Institute of Health (NIH) study. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/32133832/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 28.3.2020 kl. 18:59
Blessaður Þorsteinn.
Þetta var djók.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2020 kl. 19:11
Þú hefur greinilega ekki athugað þetta : RETRACTED National Institute of Health (NIH) study. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/32133832/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 28.3.2020 kl. 20:40
Nei.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2020 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.