21.3.2020 | 13:11
Ítalíusmitberarnir eru á beinni ábyrgð sóttvarnaryfirvalda.
Þau leyfðu þeim að fara, þau leyfðu þeim að koma, og þau leyfðu þeim að dreifa smitinu útí þjóðfélgið.
Það næsta sem þau hafa komist til að játa mistök sín má finna í þessum orðum landlæknis í viðtali við Morgunblaðið; "Áttuð þið von á að útbreiðslan yrði svona hröð? Nei, ég get ekki sagt það. Reyndar rann upp fyrir mér ljós fyrir nokkrum vikum um hvernig þetta gæti þróast en ég held að ekkert okkar hafi séð það fyrir þegar fyrsta tilfellið greindist 28. febrúar, hversu hratt tilfellum myndi fjölga,".
Við megum ekki gleyma því að allan tímann voru sóttvarnaryfirvöld vöruð við að leyfa ferðalög til Ítalíu, bæði í ljósi þess að þá virtist stjórnlaus faraldur hafa brotist út í Hubei héraði í Kína sem og að slíkt virtist í uppsiglingu á Norður Ítalíu, allavega höfðu stjórnvöld þar sett nokkra bæi í einangrun.
Af hverju þjóðin skyldi ekki vera látin njóta vafans á meðan þróun mála á Ítalíu myndi skýrast, er óskiljanlegt og í raun glæpsamlegt.
Um þennan glæp er öskrað á þjóðarsamstöðu í dag.
Engin lærdómur, engin trygging fyrir að sama dómgreindarleysið ráði för þegar við sem þjóð neyðumst til að grípa til sömu aðgerða og gert var í Whuan og ríki víða um heim eru þegar farin að grípa til.
Það var ekki flókið að loka landamærunum, það er gert í dag gagnvart íslenskum ríkisborgurum og enginn kvartar.
Hefði það verið gert í tíma eins og í Taivan, þá værum við aðeins með örfá smit og hugsanleg allt undir stjórn.
Sóttvarnaryfirvöld í Taivan höfðu líka þá dómgreind og vitsmuni að skilja að veirusmit fer ekki eftir þjóðerni smitbera, allir sem komu frá sýktum svæðum fóru í sóttkví, og síðan fylgst með þeim.
Hér gerðum við það of seint og bara gagnvart íslenskum ríkisborgurum.
Í raun er ennþá leyfður innflutningur á smiti, og því í raun unnið gegn þeirri viðleitni sóttvarnaryfirvalda að reyna einangra veiruna með sóttkvíum hugsanlegra smitaðra.
Við erum sem sagt með flott slökkvilið, um fagmennsku þess er ekki efast, en brunavarnir leyfa brennivargi að ganga lausum og kveikja í eftir vild.
Taivanar sem eru með prómil smit per milljón íbúa hafa samt áhyggjur af heimsfaraldrinum og telja ekki lengur neitt land vera öruggt.
Þess vegna hafa þeir lokað landamærum sínum fyrir allri umferð nema menn eigi þangað brýnt erindi.
Vegna þess svo ég vitni enn og aftur í þarlendan heilbrigðisráðherra; ""If we don t close our borders now, I am afraid it will be too late"", orð sem voru mæld á síðasta miðvikudag og landinu lokað deginum eftir.
Hér truflar okkur það ekki einu sinni að erlendur ferðamaður látist í anddyri sjúkrastofnana okkar.
Við vitum nefnilega mest og best.
Restin af heiminum eru bara molbúar sem vita ekki hvað þeir eru að gera.
Eina haldreipi sóttvarnaryfirvalda er að veiran verði ekki eins morðóð hérna og á Norður Ítalíu, en það er ekkert sem bendir til þess.
Því miður en það má lifa í voninni.
En skynsamt yfirvald trúir ekki á glópalán.
Það grípur inní smitleiðir, það verndar þegna sína.
Veiran er líklegast það útbreidd að núverandi aðgerðir duga ekki.
Eina færan leiðin sem eftir er er Whuan leiðin sem margar þjóðir hafa gripið til.
Af hverju??
Hún virkar, hún bjargar mannslífum í stórum stíl.
Og hver dagur sem líður án þess að það er gripið til hennar, eykur mannfall.
Svo einfalt er það.
Faktur.
Næg er ábyrgð sóttvarnaryfirvalda þó þau geri þessi mistök ekki líka.
Það eru mannslíf í húfi.
Kveðja að austan.
473 smitaðir af kórónuveirunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 287
- Sl. sólarhring: 699
- Sl. viku: 5871
- Frá upphafi: 1399810
Annað
- Innlit í dag: 256
- Innlit sl. viku: 5020
- Gestir í dag: 250
- IP-tölur í dag: 249
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru ekki bara Taivanar sem loka á ferðalanga þarna austur frá.
Þetta má lesa í Morgunblaðinu i dag;
"Við komuna til Kína í gærkvöldi kom í ljós að reglum hafði verið breytt klukkutíma áður en þeir fóru í gegnum tollinn á flugvellinum í Gongzhou og nú þurfa allir sem koma til Kína að fara í 14 daga sóttkví. Þannig er því staðan hjá okkar mönnum núna og það liggur fyrir að prufusiglingin á Dettifossi frestast enn frekar vegna þessa.".
Þetta er alls staðar hægt nema á Íslandi, hér trúum við því ekki að erlendir ríkisborgarar geti sýkt nema náttúrulega heima hjá sér, þá eru þeir sko ekki lengurn erlendir heldur innlendir. Diffinn sem veiran fattar ekki felst í forskeytunum, hvort það sé er- eða inn-.
En hvernig barst veiran um heiminn, ef hún barst ekki með ferðalögum??
Flaug hún sjálf??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2020 kl. 14:01
Þú verður að gæta þín, Ómar. Þeir sem leyfa sér að gagnrýna yfirvöld eru nú úthrópaðir Kóvitar. Frosti Sigurjónsson sem hefur komið með mjög góðar útskýringar á þessu og leyft sér að efast um að aðgerðir yfirvalda séu réttar með vísan í fjölda staðreynda og efasemdir vísindamanna erlendis getur vart orðið farið út úr húsi. í leið yfirvalda að svokölluðu hjarðónæmi hefur nefnilega verið byggð upp hjarðsefjun þannig að þeim sem gagnrýna á helst að henda í svarthol til að þagga niður í þeim. Eftir stendur samt að yfirvöld hafa ekki útskýrt hvernig þau ætla að klára þessa tilraun á þjóðinni. Kannski var ákveðið fyrirfram að gefast bara upp. Þegar fjöldi smitaðra og þeirra sem hafa verið settir í sóttkví er kominn í ákveðinn fjölda að mati yfirvalda þá verði látið af öllum aðgerðum með þeim skýringum að þær skili ekki merkjanlegum árangri. Þá klárar veiran að dreifa sér til allra sem ekki einangra sig sjálfir, hinir hraustu lifa af en aðrir deyja drottni sínum og heilbrigðiskerfið fer á hliðina um stundarsakir. Þetta tekur skjótast af með þessum hætti og og þá skilst mér að eftirlifendur eigi að hafa myndað með sér svokallað hjarðónæmi. Svokallað "Survival of the fittest" í boði yfirvalda. Markmiðinu verður þannig náð og ferðaþjónustan aftur á fullt en það virðist vera það eina sem máli skiptir hér núna.
Örn Gunnlaugsson, 21.3.2020 kl. 14:21
Blessaður Örn.
Láttu ekki Palla kóng ergja þig, það er betra að vera kóviti en hjörð heimskunnar sem kóar með öllu, hvort sem það er skynsamlegt eður ei, hvort það sé hugsað til að bjarga mannslífum eða sætta sig við mannfall.
Hvort sem okkur líkar það vel eður ei, þá er okkar góða fólk orðið eins og síðasti geirfuglinn í stefnu sinni um opin landamæri á erlenda ríkisborgara og núna er leitun að stjórnvaldi sem segir uppí opið geð á þjóð sinni, það er ekkert hægt að gera annað en að hægja á útbreiðslu veirunnar.
Ég held að þú sért með kjarnann í þessu orðum þínum;
" Eftir stendur samt að yfirvöld hafa ekki útskýrt hvernig þau ætla að klára þessa tilraun á þjóðinni. Kannski var ákveðið fyrirfram að gefast bara upp. Þegar fjöldi smitaðra og þeirra sem hafa verið settir í sóttkví er kominn í ákveðinn fjölda að mati yfirvalda þá verði látið af öllum aðgerðum með þeim skýringum að þær skili ekki merkjanlegum árangri.".
Þetta var stefnan, vegna okkar kóvitanna hafa þau eitthvað heykst á henni.
Tíðinda er að vænta, það virðist eiga að herða á aðgerðum, og það er að hinu góða.
Kemur svo í ljós hvort menn feisi alvarleikann og fari alla leið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2020 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.