19.3.2020 | 16:32
Íslenskir blaðamenn, hæfni þeirra og dómgreind.
Er undir í þessum fordæmalausa faraldri sem ógnar bæði lýðheilsu og efnahag þjóðarinnar.
Almenningur á að geta treyst því að þeir hafi þekkingu til að spyrja réttra spurninga og að fá rétt svör.
Miðað við útdrátt Mbl.is (vinnubrögð til fyrirmyndar) virðast sóttvarnaryfirvöld komast upp með að þegja eða gera litið úr smithættu af smituðu erlendu ferðafólki??
Það lést ferðamaður úr kórónuveirunni, fyrst var reynt að telja okkur í trú um að eitthvað annað hefði orði bráðhressum manni að bana, og svo þegar ekki var lengur hægt að horfa í hina áttina, þá er okkur sagt að hann hafi verið svona ódæmigerður.
Eins og það sé huggun fyrir hinn látna mann.
Hvað er þessi ógæfusami maður búinn að dreifa smiti víða??
Við fáum fréttir að smituðu fólki sem hefur haft mjög lítil eða engin samskipti við Ítalíusmitberana, leigubílstjóri, maður sem fór í lyftu sem Ítalíusmitberi hafði notað stundinni áður og svo framvegis.
Og að utan fáum við alvarlegar aðvaranir frá fremstu sérfræðingum heims um að einkennalaus maður geti dreift lungasmiti veirunnar með fráöndun sinni.
En á Íslandi er okkur sagt, ekkert að óttast, eins og að veiran fúlsi við íslenskum hýsil eftir að hún hafi kynnst erlendum, og vilji því hvergi annars staðar vera.
Af hverju er ekki gengið á sóttvarnaryfirvöld eftir þeirri þekkingu og upplýsingum sem við höfum að utan.
Við erum með 967 smit per milljón íbúa, Taivan sem er með 5 smit, hefur miklar áhyggjur að seinni bylgju smitbera, eftir að landinu tókst að loka á hina fyrri með frábærum árangri.
Þetta segir þeirra heilbrigðisráðherrra, Chen Shih-chung: ".. told a press conference that more drastic measures are necessary given the possibility of a large-scale outbreak. "If we don t close our borders now, I am afraid it will be too late".
Við lokum áður en það er orðið of seint, áður en veiran er búin að dreifa sér.
Hvað er svo flókið við þetta??
Af hverju skilja íslenskir blaðamenn ekki þessi sannindi??
Eru þeir hræddir að spyrja, eða skilja þeir ekki í raun hvað það þýðir að loka landinu eftir að veiran hefur breiðst stjórnlaust út??
Skilja þeir ekki muninn á 108 smitum hjá 28 milljóna þjóð og 330 hjá 360 þúsund manna þjóð??
Halda þeir að þetta séu leikfangabílar, hertrukkarnir sem núna flytja líkkistur út ítölskum bæjum, að þetta sé bara 1. apríl gabb, í raun sé þetta meinlítil veira.
Og vitna svo kannski aftur í Þórólf sem sagði að ekkert yrði gert myndi sirka 300-400 smit greinast og þar af 30 á gjörgæslu og innan við 10 deyja. Þar með sé ekkert að óttast, aðeins 70 smit eftir í efri mörk.
Málið dautt.
Ég datt fyrir tilviljun á endursýningu á fræðslufundinum sem var í sjónvarpinu í gær.
Spyrillinn var vissulega Sigmar, og hann hefur langa reynslu í að þóknast yfirvöldum, til dæmis þegar ríkisstjórnin reyndi að telja okkur í trú um að fjárkúgun breta kennd við ICEsave væri lögleg, þá gat alveg eins kettlingur mjálmað í Kastljósi ef þau Jóhanna eða Steingrímur voru í viðtali, en samt.
Hann spurði um ummæli fyrrverandi þingmanns um hvort sóttvarnaryfirvöld hefði vísvitandi flutt inn smitið til að mynda hjarðónæmi, reyndar eitthvað sem ég hef ekki ímyndarafl til að ímynda mér en skítt með það, og svarið var að sjálfsögðu Nei, sérstaklega var svipurinn á Ölmu landlækni sterkt Nei, enda skilur maður það vel.
En það var ekki málið, heldur að svo reyndi Viðir almannavarnir að réttlæta þá ákvörðun að hafa ekki skorið á smitleiðir í tíma.
Hann sagði eitthvað á þá leið að ef við hefðum lokað landinu fyrir smiti, og værum þar með smitlítil eða smitlaus (innskot mitt), þá hefðum við þurft að hafa það lokað kannski í eitt til eitt og hálft ár.
Hvaða kjaftæði er þetta??
Ef rökin eru ekki betri en þetta, þá spyr maður sig um annað sem sagt er, er vitleysan ráðgjafi sóttvarnaryfirvalda??
Landið er aðeins lokað gagnvar smituðum svæðum á meðan faraldurinn gengur yfir. Ef svo vildi til að það tæki svona langan tíma, er þá ekki allt lokað hvort sem er??, eða er rétturinn til að flytja inn smiti, æðri lífi og limum fólks??
Á landið þá allan þennan tíma að vera í heljargreipum sóttkvía og samgöngubanns??, hvort skyldi nú trufla meira mannlíf??
Síðan er það ljóst að almenningur víðast hvar í heiminum mun ekki sætta sit við að þessi vírus fái að ganga frjáls.
Ef við erum svo líberal í nafni ferðafrelsis til smitsvæða að við viljum vera mest smitaða þjóð heims miðað við hausatölu, og stanslaust að viðhalda smiti með innflutningi á því, þá ættu öllu hugsandi mönnum, og já blaðamönnum líka, að þá mun enginn vilja sjá okkur, við verðum úrkast heimsins, fólkið sem ber með sér vírusinn.
Lítið ferðafrelsi í því.
Eins er það ekki mikil skerðing á nauðsynlegum ferðum fólks, að það fari í 14 daga sóttkví við heimkomuna, sé það talið koma frá svæðum sem eru smituð.
Og allavega löndin í Austur Asíu hafa náð tökum á ástandinu, í bili að minnsta kosti, og því ætti ekki að vera ferðabann þar á milli.
Og þó lönd smitist, þá er hægt að segja veirunni stríð á hendur og drepa hana með útgöngubanni, það virðist hafa tekist í Hubei héraði í Kína, nýsmit koma aðeins með fólki á faraldsfæti og núna hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að slíkir faraldsfætur fari í sóttkví við heimkomuna.
Þjóð sem er 1,4 milljarðar, treysti sér í stríðið, við sem erum 360 þúsund, eyja með einn alþjóðaflugvöll, gerum það ekki.
Sjá menn ekki fáráðin í þessu.
Hvernig er hægt að ráðast svona á heilbrigða skynsemi fólks og komast upp með það??
Jú, jú, Harðhegðun heimskunnar, en hún er eins og veiran, lifir ekki sjálfstæðu lífi ef hún er ekki fóðruð.
Þá reynir á blaðamannastéttina og þó ljótt sé frá því að segja, þá virðist hún öll sem leggur sig farið á endurmenntunarnámskeið í Pjongjang, og lært þar auðmýkt gagnvart stjórnvaldi.
Hún aflar sér ekki upplýsinga, hún spyr ekki, hún fjallar ekki um alvarleikann, hún gengur aðeins í takt.
Samstaða er vissulega nauðsynleg.
En ekki samstaða á röngum forsendum.
Þá er menn að bregðast hlutverki sínu, skyldu sinni og ábyrgð.
Og slíkt er ekki gert á tímum hinnar dauðans alvöru.
Þá er gjaldið of hátt.
Kveðja að austan.
Í beinni: Blaðamannafundur vegna kórónuveiru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 112
- Sl. sólarhring: 751
- Sl. viku: 5651
- Frá upphafi: 1400408
Annað
- Innlit í dag: 98
- Innlit sl. viku: 4856
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 97
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu í glasi Ómar?
Ég er eiginlega farinn að vona það, svona fyrir þína hönd.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2020 kl. 16:59
Blessaður Jón Steinar.
Veistu að þú ert miklu skárri svona með húmorinn og hrútshornin en þegar þú ert úti túni forheimskunnar og talar niður alvarleika þessa faraldurs.
Það seinna fittar þér ekki, eða allavega mjög illa.
Skál.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.3.2020 kl. 17:31
Nýjustu tölur frá Ítalíu, landið er með flest dauðsföll í heiminum í dag, fóru fram úr Kína í dag.
Heildarfjöldi látinna er 3.405 sem er um 43% af fjölda lokaðra mála, sem er 7.845.
Mál eru sögð lokuð þegar fólk hefur annað hvort náð bata, eða látist.
Við erum smituð af Ítalíu veirunni, landlæknir staðfestir að mikið að ungu fólki sé illa veikt af völdum veirunnar. Það stemmir við reynslu Ítala.
Og þó fólk lifir af þessa lungnasýkingu, þá er það lengi að ná fullum styrk, og í raun ekki vitað hvort sködduð lungu verði nokkurn tímann eins góð og þau voru áður en fólk veiktist.
Munum þetta þegar fólk í afneitun gerir lítið úr alvarleik mála, skáldar upp smithlutfall með ýmsum hundakúnstum, talar um fjölmiðlaveiru og svo framvegis.
Í fréttum í morgun kom fram að dönsk yfirvöld hefðu áhyggjur af heimskulegri hegðun unglinga, og fólks á aldrinum 20-25 ára, það stærði sig af brotum á þarlendu samkomubanni, eins og það héldi að það væri ódauðlegt, eða ætti engin skyldmenni.
Svona úrkynjun velmegunarinnar.
Í mínu nærumhverfi verð ég ekki var við annað en að unglingar séu upplýstir og taki þetta alvarlega.
Sem er frábært, það býr mikill mannauður í því.
Það mun skilja þegar það þarf að grípa til alvarlegri aðgerða til að vernda mannslíf.
Sem er aðeins spurning um tíma, ekki hvort.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.3.2020 kl. 17:58
Í hnotskurn það sem er að gerast hér, en ef einhver vogar sér að segja það er hann stimplaður sem asni svo mikil er múgsefjunin sem fréttamiðlar og sóttvarnarlæknir hafa komið á, enginn má vera á annarri skoðun.
Oli Mar Gudmundsson (IP-tala skráð) 19.3.2020 kl. 22:12
Hjarðhegðun heimskunnar Oli.
Að öllu jöfnu er þetta skiljanleg afstaða, og það er ekki þannig að það séu fræðileg rök að baki.
En það var samt alltaf skrýtið að vilja ekki loka á smitsvæði, svo þegar landlæknir réttlætti afstöðu sína með því að vísa í tölur frá Kína um að veiran væri tiltölulega meinlaus, nema gagnvart áhættuhópum, og notaði síðan þá tölfræði til að lýsa ákveðinni sviðsmynd, þá var mér ljóst að eitthvað væri mikið brenglað í forsendum hans.
Kína var í fyrsta lagi með falsaðar dánartölur og í öðru lagi þá segir það ekkert til um virkni veiru þegar sett er á algjört útgöngubann, því þá er lokað á smitleiðir.
Jafnvel þó tölurnar væru ekki falsaðar, þá er útí hött að heimfæra þar á aðstæður þar sem veirunni er leyft að dreifa sér, þó hægt sé á dreifingunni með því að rekja ferðalaga hennar fyrstu dagana eða þar til að það margir eru smitaðir að sóttkvíar einstaklinga eru tilgangslausar.
Hann bar ekki saman epli og appelsínu, heldur eplatré og appelsínu.
Þá verður fólk að hafa dómgreind til að spyrja spurninga og ætlast til þess að fá svör.
Það er þá sem þöggunin byrjaði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.3.2020 kl. 22:36
Rétt Ómar
Óli Már Guðmundsson, 20.3.2020 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.