Skyldulesning fyrir sóttvarnaryfirvöld.

 

Sem leyfðu landinu að sýkjast því þetta væri bara meinlaus veira, nema jú fyrir fólkið sem myndi hvort sem er deyja.

Skyldulesning fyrir vanhæfa blaðamenn sem átu allt upp sem var sagt, án nokkurrar gagnrýni, og brugðust þar með frumskyldu sinni að upplýsa, að fræða, að segja satt og rétt frá.

Undanfarna daga höfum við upplifað blaðmennsku og hópsál sem einna helst má finna í landi heilaþvottarins, Norður Kóreu.

 

Næst þegar sóttvarnarlæknir vitnar í falsaðar tölur frá Kína, spyrjið hann þá um tölur frá Ítalíu.

Breska ríkisstjórnin trúði sama sérfræðibullinu.

Á vef Ruv má lesa frétt í gærkveldi þar sem breska ríkisstjórnin fékk nýja skýrslu um alvarleika drepsóttarinnar þar sem nýtt hættumat var gert vegna gagna frá Ítalíu sem öskruðu á þessa sömu sérfræðinga.

Raungagna, sem sögðu að fólk væri að deyja, og heilbrigðiskerfið réði ekki við ástandið.

 

Eitthvað sem allir hafa vitað.

Nema tveir hópar, sóttvarnalæknar nokkurra Evrópuríkja og hópurinn sem kennir sig við hjarðhegðun heimskunnar.

Já, og svo Kári klári.

 

Hættan hefur verið vanmetin játar Evrópusambandið í dag.

Var þetta fólk ekki með augun opin??

Hefur það ekki dómgreind??, eða skýlir það sér á bak við sérfræðingaheimskuna??

Fékk það engar fréttir frá Austur Asíu um árangur, hvernig skjót viðbrögð á fyrstu dögum réðu úrslitum??  Þar sem lykilatriðið er að skera á smitleiðir, og berjast svo við hvert tilvik sem slapp áður en skorið var á smitleiðirnar.

 

Aldrei í nútímasögu Vesturlanda höfum við upplifa aðra eins tilraun til vísvitandi fjöldamorða.

Aldrei áður höfum við haft aðra eins vanhæfa leiðtoga.

Með undantekningum þó, í Danaveldi er ung kona sem sagði sóttvarnarsérfræðingunum að halda kjafti. 

Þeir væru ekki guðir með valdi yfir lífi og limum fólks.

 

Og þið þarna úti, sem stolt gangið í takt við hjarðhegðun heimskunnar, lesið þessa grein.

Hún fjallar um dauðans alvöru.

Ekki heimsku.

Ætti ekki samt að vera ykkur ofviða.

 

Enn og aftur, lesið svo þennan link á grein um af hverju við þurfum að bregðast við strax.

https://medium.com/@tomaspueyo/coronavirus-act-today-or-people-will-die-f4d3d9cd99ca.

Hún gæti bæði læknað heimsku ykkar og bjargað lífi ykkar.

 

En jú jú.

Heimska er valkvæð, og auðvitað megið þið halda áfram að þakka landlækni, sóttvarnarlækni og yfirvöldum fyrir að hafa leyft drepsóttinni að dreifa sér um  landið.

Þakkað þeim að bregðast of seint við á öllum stigum málsins.

 

Vissulega eru meiri líkur en minni að þið lifið af ykkar heimsku.

En ofboðslega eruð þið firrt ef þið skiljið ekki hvað felst í þessum orðum Rutar;

"Einu hljóðin sem við heyr­um hér í ein­angr­un­inni heima hjá okk­ur eru stöðug væl í sír­en­um sjúkra­bíl­anna, dag og nótt, og við reyn­um að hugsa ekki um fólkið og sög­una á bakvið hvern sjúkra­bíl sem brun­ar hjá.“".

 

Það er saga á bak við hvern sjúkrabíl.

Saga sem við eigum á hættu að verði sögð hér eftir ekki svo marga daga.

Ekki nema að við séum guðsútvalda þjóð sem njótum þeirrar verndar að drepsóttin sé meinlaus kvefpest hjá okkur, og við sleppum með skrekkinn.

 

Ég myndi ekki treysta á það.

Og þó svo væri, hefði verið jafn heimskt að treysta á það.

 

Og þeir sem fatta það ekki.

Þeir eiga engu að ráða,.

Kveðja að austan.


mbl.is Tölurnar segi ekki alla söguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta eru að verða svo magnaðir textar hjá þér að maður er farinn að halda að þú hafir skrifað Gamla Testamentið!

Þorsteinn Siglaugsson, 18.3.2020 kl. 10:58

2 identicon

Tek undir orð þín Ómar að það er Dönum gæfa að eiga forsætisráðherra sem þorir að vera forsætisráðherra sinnar þjóðar og eiga þar að auki drottningu sem talar af þeim hófstillta alvöruþunga að danska þjóðin tekur mark á.

Því miður eigum við hvorki þannig forsætisráðherra, né þannig forseta. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.3.2020 kl. 11:05

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Núna afhjúpar þig sem ekki mjög vel lesinn mann, allavega á rit Gamlatestamentisins.

Ekki að ég sé mikið betri, en þar er bók um mann á kassa sem hélt þrumuræður, og fyrir utan að enginn hlustaði, þá benti hann fingrum til himins og sagði; Guð hví hlustar þú ekki heldur.

En ég skrifaði ekki heldur fréttirnar frá Ítalíu Þorsteinn, þú veist það.

En hitt veit ég þó, að þegar dauðinn verður gerður upp, þá er öruggt að þú verður kredit megin.

Hafðu þökk fyrir skynsemi þína, þor og vitsmuni.

Kveðja að austan.

Ps. kredit því þú hjálpaðir ekki dauðaveirunni að breiðast út, lagði vit þitt og skynsemi til að aðvara fólk og vekja.

Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 11:11

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Mörg skynsemisorð hafa penni þinn skrifað, að ekki sé minnst á skáldgáfuna sem er afrakstur fræja frá guðunum.

En þessi athugasemd þín hefði fittað í lokapistil gærdagsins, en kemur ekkert efni þess sem ég skrifa í dag.

"Látum þjóðina sýkjast, myndum hjarðónæmi", þegar gagnrýni þeirra sem áttu að deyja, eða missa nána ættingja, yfirgnæfðu muldrið í hjarðhegðun heimskunnar, þá var treyst á heimsku hjarðhegðunar heimskunnar, og sagt, við vorum að tala um bólusetningar.

Pétur minn, í það minnsta gefinn Skagfirðingur, skiptir ekki máli hvort hann er vel gefinn eða illa gefinn, flestir Skagfirðingar telja þá sem svona flokka, hálfvita, á að vita að sá sem talar um hjarðónæmi á Ögurstund, hann er ekki að tala um bólusetningu, þegar ekkert bóluefni er að finna.

Það er ljótt að segja um skáldið, en skáldið reis ekki upp þegar Lífið kallaði á það.

En jú, jú, það er fullt af meintum skáldum á fullum launum á spena þess sem krefst þess eins að ekkert sé sagt. Eina og Einar, þeir  hafa í sig og á, en það kemur heimur eftir þennan heim, og á þá munu ömmur þeirra spyrja einnar spurningar, ortir þú fyrir lífið?.

Mbl.is hefur svikið flest það sem hægt er að svíkja, skynsemi, réttan fréttaflutning, líf og limi þeirra sem munu deyja.

Með góðu og einlægu samþykki gamla mannsins sem þorði ekki að vera leiðtogi.

Það sagði samt frá í morgun.

Sagði sannleikann.

Pétur minn, á örlagatímum bregðast ekki Skáld lífsins.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 11:27

5 identicon

Ég hef margsinnis skrifað um þessi mál á sama harða hátt og þú og það á feisið og hlotið bágt fyrir, en hugsað sem þú að á stund alvörunnar kveinkar maður sér ekki undan hælbítum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.3.2020 kl. 11:54

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

sæll Ómar 

Ég veit ekki hvers er að vænta hérna heima en ég var að lesa um "mögulega" lækningu á þessum Coronavírus eða að minnsta kosti eru til lyf sem slá á  einkennin á jákvæðan hátt hjá þeim sem hafa verið prófaðir í Kína.

hér er linkur til að lesa https://www.theguardian.com/world/2020/mar/18/japanese-flu-drug-clearly-effective-in-treating-coronavirus-says-china

kveðja

Eggert Guðmundsson, 18.3.2020 kl. 15:39

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Jæja, já.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 16:00

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Vonum það besta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 16:01

9 identicon

Til að fyrirbyggja misskilning, þá átti ég alls ekki við þig Ómar, þegar ég minntist á hælbíta.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.3.2020 kl. 16:15

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Þessi linkur virkaði ekki hjá mér, fékk villu

Halldór Jónsson, 18.3.2020 kl. 16:37

11 Smámynd: Halldór Jónsson

https://medium.com/@tomaspueyo/coronavirus-act-today-or-people-will-die-f4d3d9cd99ca.

Virkar hann hjá öðrum?

Halldór Jónsson, 18.3.2020 kl. 16:38

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm og jæja Pétur.

Þekki svo sem til Feissins, og þakkir til þeirra sem sögðu að gripaflutningavagnar í átt að dauðaveirunni, þó þeir áttuðu sig á því að frjálst fólk, ekki hluti af hjarðhegðun heimskunnar, myndi mótmæla og suðu þá saman skýringuna um hjarðónæmi bólusetningarinnar.

Og þú mátt spyrja þig að því Pétur minn, hvaða vit eða dómgreind hefur sú manneskja sem tekur mark á þeirri eftirá skýringu????????????????????????

Á dauðans alvöru tímum, þá æpir þörfin á skáld, á Lífsins skáld.

Þau þegja í dag.

Mér finnst það sorglegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 16:47

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ-i Halldór.

Mín er sökin, ég setti punkt fyrir aftan til að fá ekki letrið frá linknum, gleymdi að fjarlægja hann.

Hef það mér til betrunar og afsökunar, að það hvarflaði ekki að mér að einhver læsi texta minn.

En hér er linkurinn og hann á að virka.

https://medium.com/@tomaspueyo/coronavirus-act-today-or-people-will-die-f4d3d9cd99ca

Kveðja að austan.

PS.  Þú hægri smellir á hann, þetta hefur eitthvað með vafra minn að gera.

Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 16:51

14 identicon

Svarti dauði geisaði í Evrópu um miðja 14. öld. Hann mun hafa lagt helming norsku þjóðarinnar að velli, þ. á m. mest alla höfðingjastéttina svo að stjórn landsins færðist til Danakonunga.

Íslendingar sluppu í það skiptið vegna samgönguleysis, en þeir sluppu samt ekki. Plágan kom til landsins u.þ.b. hálfri öld síðar og lék þjóðina grátt. Enda þótt faraldur geisaði ekki í Evrópu á þeim tíma þá var sóttin búin að vera þar undirliggjandi í áratugi og ekki þurfti nema einn mann til þess að bera hana hingað.

Vonandi finnst brátt ónæmisefni sem heftir útbreiðslu þessarar kórónuveiru sem nú herjar, en á meðan svo er ekki þá eru allir, sem ekki hafa smitast, næmir fyrir henni.

Enda þótt Kínverjar hafi heft útbreiðslu veirunnar þá er alltaf hætta á hún sé undirliggjandi einhvers staðar, árum saman, og blossi upp, þegar minnst varir, ef milljónir ósýktra einstaklinga komast í tæri við hana. Þetta gæti skeð hvar sem er í heiminum.

Þessari sýki verður aldrei útrýmt, en flestir sem smitast munu ekki verða alvarlega veikir, því mun útbreitt smit koma í veg fyrir alvarlega faraldra í framtíðinni. 

Þess vegna styð ég stefnu stjórnvalda sem felst í því að reyna ekki að stöðva útbreiðslu sýkinnar heldur að hafa á henni það taumhald sem heilbrigðiskerfið ræður best við og umfram allt að verja gamalt og veikburða fólk fyrir henni.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.3.2020 kl. 18:58

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hörður.

Það eru fleiri drepsóttir sem hafa verið drepnar með því að skera á smitleiðir en nokkurn tímann þær sem hafa orðið að heimsfaraldri.

Svarti dauði var landlægur um aldir, löngu áður en hann varð að plágu.  Það gerðist eitthvað á sléttum Svarta hafs sem olli því að hann ákvað að taka sér far með rottum, og við því áttu mannanna sóttkvíar fá svör.

Svarti dauði er ennþá til í dag, ásamt fullt af öðrum smitsjúkdómum.

Þeir eiga það sammerkt að engin þjóð vil fá þá í heimsókn, og þar sem þeir eru landlægir, fær enginn að fara án bólusetningar, og ef fólk sýnir smiteinkenni við heimkomuna, þá er viðkomandi umsvifalaust settur í sóttkví.

Kleppar heimsins á öllum tímum hafa verið fullir af fólki sem taldi sig vera Napóleon eða vildi vera eins og hann.

Mér vitanlega er ekki einn á Kleppi, og það hefi ekki heldur verið neinn, sem vildi breiða út drepsóttir, með þeim orðum að það væri hægt að hafa hemil á þeim.

Persónulega vona ég að það breytist ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 20:36

16 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þetta hefur verið í tölvunni frá  21.03.2020 og ég aðeins átt eftir að skrá mig inn og ýta á send.

Það vantar verkfræðiþekkingu í pólitíkina. Verkfræðingar og tæknifræðingar eru menntaðir í raungreinum, 

og verður að láta þá koma með sína þekkingu til að skilja veldisaukningu í veirusmiti 

Það virðist sem yfirstjórn sóttvarnarmála hafi verið færð út úr landinu, og það er ekki gott.  

Skrif Ómars Geirssonar, hafa verð frábær, og er vonandi að við hlustum þegar einhver segir satt.

Ómar er óhræddur við að segja okkur til vegar, þegar við höfum villst af leið. 

Við hinir reynum að skjóta að almennum rökum í gangverki  veraldar, til að fá alla til að leita í réttu göturnar.

Það má líkja Ómari við Jón Val Jensson, endalaus dugnaður við að leiða okkur í ljósið og litina.

Ómar er ekki Guð, en hann rekur okkur í rétta átt.

Það hefur afleiðingar að reikna allt vitlaust, hlustum á Ómar Geirsson

Nú erum við að átta okkur á að okkar bestu vísindamenn eru og voru Jesú og Nikola Tesla.

Veröldin er Maja, blekking, sýndarveröld.

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 21.03.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 26.3.2020 kl. 12:42

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Ég er heppinn að þessi þráður er frá í lestri, það lá við að ég roðnaði.

Er samt allavega sammála þessu; "Ómar er ekki Guð".

En takk samt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2020 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 668
  • Sl. sólarhring: 752
  • Sl. viku: 6252
  • Frá upphafi: 1400191

Annað

  • Innlit í dag: 610
  • Innlit sl. viku: 5374
  • Gestir í dag: 581
  • IP-tölur í dag: 568

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband