16.3.2020 | 21:50
Loksins, loksins, loksins.
Fengust skýringar á því afhverju drápsveiran fékk að ferðast óhindrað til Íslands.
Skýringin er sú að sóttvarnalæknir trúir ekki á þá sóttvörn að loka á innflutning á smiti frá sýktum svæðum, heldur telur hann að sóttvörn byrji þegar smitið hefur borist til landsins.
Hann er sem sagt hlynntur dælubúnaði á mígleku skipi, en telur það þjóna engum tilgangi að þétta lekann, því það gæti alltaf byrjað að leka aftur, og það flýtur á meðan það ekki sekkur.
Sem það gerir eiginlega aldrei til lengdar.
Lesum þessi orð sóttvarnarlæknis og íhugum þau gaumgæfilega;
"Við erum komin með veiruna inn í landið og hún kom með Íslendingum. Það hefur enginn útlenskur ferðamaður greinst hér með veiruna. Að loka núna myndi ekki breyta neinu, ekki nema við ætlum að loka Íslendingana úti sem eru að koma að utan. Veiran er komin hingað inn og við vitum að þótt við reyndum að loka alla úti myndi hún koma hérna inn fyrr en síðar þegar það yrði opnað aftur. Þannig að ég held að það sé ekki sniðug taktík".
Af hverju komu Íslendingar með veiruna inní landið??
Jú, það var vegna þess að þeim var leyft að ferðast til smitaðra svæða, og báru með sér veiruna heim. Krítíska augnablikið var að eftir að fyrsta smitið greindist hjá Ítalíufara, þann 28. febrúar, þá mátti ljóst vera að Ítalía væri mun smitaðri en opinberar tölur gáfu til kynna. Í þess samhengi má minna á að þann sama dag birti The Guardian grein þar sem ítalskir veirusérfræðingar höfðu sterkar vísbendingar um (út frá stökkbreytingu hennar) að veiran væri búin að vera í landinu mun lengur en sóttvarnarkerfið hafði upplýsingar um.
Það voru lönd sem lokuðu á Ítalíu og höfðu lokað á Kína, sem sitja ekki í sömu súpunni og við.
Enn og aftur, munum að Singapúr með 5,7 milljónir íbúa á um 770 ferkílómetrum, þéttbýlla gerast lönd varla, er með 247 skráð smit og ekkert dauðsfall. Samt greindist fyrsta smitið þar 23. janúar. Taivan með 24 milljónir íbúa er með 67 skráð smit, eitt dauðsfall, fyrsta smit skráð 26. janúar.
Bæði Taivan og Singapúr eru með mikil tengsl við Kína sökum bæði viðskipta og skyldleika, samt lokuðu þau á smitleiðir þaðan, og náðu að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrstu smit voru skráð þar rúmum mánuði áður en hér (28. feb), samt er fjöldi smita hér þrefaldur á við Taivan en okkur vantar ennþá 45 smit til að ná fjöldanum í Singapúr, en þeir eru ennþá að glíma við afleiðingarnar af fyrsta smitunum frá Kína, áður en lokað var á landið.
Ef maður vill vera kurteis, þá má segja að sóttvarnarlæknir sé haldin meinloku, þegar hann kennir ferðalögum Íslendinga um innanlandssmitið, því það var hans að skera á smitleiðir í tíma.
Síðan er það afneitun á mjög háu stigi að kannast ekki við árangur Austur Asíu þjóðanna sem einmitt gerðu það sem hann lagðist gegn að yrði gert.
Ferðamenn smita ekki segir hann síðan.
En hvernig veit hann það fyrirfram??
Ítalía byggði sína greiningu á fyrsta Ítalanum sem greindur var með kórónaveiruna, en ef veiran var þá þegar útbreidd, munum að annars hefði hún ekki stökkbreyst, hverjir komu þá með smitið??
Fuglarnir??
Það er lán að ferðamenn frá smituðum svæðum sýktu okkur ekki, en það gat enginn séð fyrirfram. Það eina sem er vitað er að sá sem er smitaður, hann getur smitað aðra.
Skiptir ekki máli hvort hann er innlendur eða erlendur, ferðamaður eða skipbrotsmaður, smitaður einstaklingur ber með sér smit.
Við virðumst bara hafa verið svo heppin að þeir sem komu hingað voru lítt eða ekkert smitaðir, en það var ekki vitneskja sem lá fyrir, og er aldrei hægt að fullyrða um fyrr en eftir á.
Meinloka, afneitun, en hvernig er hægt að útskýra þau orð hans að "við vitum að þótt við reyndum að loka alla úti myndi hún koma hérna inn fyrr en síðar þegar það yrði opnað aftur".
Hver er að tala um að loka alla úti??
Það er engin smithætta af fólki sem kemur frá löndum sem tóku veiruna strax föstum tökum og hafa náð að stöðva útbreiðslu hennar.
Líkurnar á að ferðamenn frá Taivan, Hong Kong, Japan, Singapúr, frá stórum svæðum Suður Kóreu, og jafnvel Kína innan skamms, beri smit hingað er hverfandi, sem og að Íslendingar sem færu þangað, kæmu smitaðir heim.
Kæmi upp slíkt tilvik, þá er mjög einfalt að einangra það með öflugum smitvörnum líkt og menn nota þarna austur frá, og við höfum að mörgu leiti gert hérna líka.
En er þá lokað frá löndum þar sem veiran er ennþá grasserandi??
Nei, fólk sem kemur þaðan fer sjálfkrafa í 14 daga sóttkví, og síðan er fylgst með því.
Ekkert flókið og þetta virkar.
Af hverju bullar þá sóttvarnarlæknir þá svona??
Hvað veldur?
Og hvað er að dómgreind og þekkingu þess fjölmiðlafólks sem lætur bjóða sér svona fullyrðingar.
Það tekur svona 15-20 mínútur að afla sér upplýsinga um hvernig ríki Austur Asíu tókust á við veiruna. Og ef menn eru nýkomnir af fjöllum, og hafa ekki vitneskju um þann árangur, þá sjá menn þetta eftir mínútu skoðun á listanum um kórónuveiruna í heiminum.
Það þarf aðeins að kunna að lesa úr töflu, kunna að nota leitarforrit, og vera svo læs á einfaldan texta á útlensku, ef blaðamenn Morgunblaðsins eða Ruv eru það ekki, þá er til forrit sem heitir Google Translater, og gamalt fólk notar töluvert til að þýða úr ensku yfir í íslensku.
En flestir lesa hana bara.
Hvað afsakar Morgunblaðið eða Ríkisútvarpið?
Sóttvarnarlæknir er kannski að kikna undan álaginu, enda má aldrei gleyma að mikið og gott starf hefur verið unni í baráttunni við veiruna, mistökin fólust í að loka ekki á hana í tíma.
En að blaðamenn elti hjarðhegðun heimskunnar í máli sem er dauðans alvara, þætti ekki einu sinni góð blaðamennska í Norður Kóreu.
Það er mál að linni.
Það eru mannslíf í húfi.
Rangar ákvarðanir hafa verið teknar, og þjóðinni er hótað að veiran fái að dreifa sér svo hún myndi hjarðónæmi.
Þegar það er hægt að stöðva hana með sóttvörn.
Stór skref í rétta átt hafa verið tekin.
Vonandi duga þau, en ef ekki, þá þarf að taka stærri.
Því mannslíf eru ekki metin, hvorki til fjár, óþæginda eða annað sem menn setja fyrir sig til að réttlæta tómlæti sitt gagnvart þeim.
Þetta var sagt austur frá.
Og þetta var framkvæmt austur frá.
Að við smáþjóðin, eylandið, getum ekki gert það sama.
Er fásinna, styðst hvorki við staðreyndir eða þá þekkingu sem við höfum.
Núna vitum við skýringuna.
Og það er okkar að bregðast við.
Gleymum því aldrei.
Kveðja að austan.
Hinn kosturinn væri að gera ekki neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 31
- Sl. sólarhring: 630
- Sl. viku: 5615
- Frá upphafi: 1399554
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 4788
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Ómar. Er ekki staðan sú að láta hverjum degi nægja sína þjáningu? Hætta að hrópa á torgum og finna sökudólga?
Róa sig aðeins niður og taka á ástandinu eins og það er?
Hjálpa náunganum, skildum sem óskildum og reyna eftir fremsta megni að djöflast gegnum skaflinn. Öll saman?
Ástandið er komið úr okkar höndum, eins og er, en með samhentu átaki og festu munum við sjá til sólar með vorinu, ef allar góðar vættir lofa.
Hættum upphrópunum, hefjum samstarf, hjálpum hvort öðru. Uppgjörið má bíða, því í miðri krísu er ekki nokkurn hlut hægt að gera upp. Ekki nokkurn, sama kvaða krísu er átt við.
Slökum aðeins á og njótum þess að sjá hvað þessi annars sundurleita þjóð getur staðið ótrúlega þétt saman á tímum ófyrirséðra atburða og hörmunga.
Eigðu altt það besta til allra átta, snilldrapenni.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 17.3.2020 kl. 01:09
Nei Halldór, ekki á meðan við töku sænska kratismann á þetta, að vísvitandi dæma fólk til dauða.
Það er svo á meðan grundvallaratriði sóttvarna, sem beitt hefur verið með góðu árangri í þróuðum löndum, er afneitað.
Ráðlegging þín dugði vissulega til að róa liðið, í járnbrautarvögnum á leið í búðir, en hefur síðan verið eilíf skömm og markað mjög hið nýja ríki gyðinga.
Þú feisar aðstæður, flýrð þær ekki.
Ekkert víst að þú hafir sigur, eða nái að lifa þá stund, en þú fellur þá með boots on.
Stríðið við kjarkleysið og forheimskuna er rétt að byrja.
Þau öfl sem gerður heiminn að einu smitsvæði, með miðstýrða þrælaframleiðslu í maurabúi, eru undir.
Það er nú bara það.
Hins vegar er ég duglegur að heimsækja mömmu og spyrja hana hvort hún sé ennþá lifandi.
Viss umhyggja og huggun í því.
Fæ reyndar gott kaffi í staðinn.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 17.3.2020 kl. 07:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.