16.3.2020 | 17:45
Langflestir sem smituðust af veirunni fengju væga sýkingu.
Minnir sóttvarnarlæknir þjóð sína á, réttlætir þar stefnu sína að leyfa þjóðinni að sýkjast, undir kontról en ekki stjórnlaust.
Endurtekur nákvæmlega sömu frasana og ítalski kollegi hans þegar hann róaði landa sína fyrir 2 vikum eða svo. Vissulega væri eldra fólki hætta búinn, en að öðru leiti væri veiran meinlítil.
Jú, eitthvað eldra fólk hafði dáið, en það hefði dáið hvort sem er. Og jú, einhverjir voru á gjörgæslu, en allt viðráðanlegt, síðan væri sýkta svæðið, nokkrir bæir í Lombardy héraði í sóttkví.
Allt undir stjórn, eitthvað sem gengur yfir án teljandi erfiðleika.
Í dag talar enginn svona á Ítalíu, veiran tók sér tíma í að sýkja fólk, 3-5 vikur, og alltí einu urðu væg einkenni lífshættuleg, líka hjá fullfrísku fólki sem ekki var komið á aldur.
Og það voru ekki sérfræðingar í sínum fílabeinsturni sem sendu út neyðarkallið, það var fólkið á gólfinu.
Íslensk kona á viðtali við K-100 sagði frá einu neyðarkallinu; "Ég fékk send skilaboð frá starfsfólki á spítala. Það hvetur fólk til að vera heima og að það eigi að taka þetta mjög alvarlega. Það er fólk á mínum aldri sem er mjög veikt núna inni á spítala. Það er ekki nógu mikið pláss fyrir alla. Starfsfólkið á spítölum er komið á þann stað að það þarf að velja hver fær að lifa og hver að deyja".
Tilfallandi dramtík??
Lesum þá á enskri tungu (þýtt úr ítölsku af Gúgla þýðara) ákall Ítalski læknirinn Daniele Macchini á feisbókarsíðu sinni;
"One after the other, the unfortunate poor come to the emergency room. They have anything but the complications of a flu. Let;s stop saying it;s a bad flu. In these 2 years I have learned that the people of Bergamo do not come to the emergency room at all. They did well this time too. They followed all the indications given: a week or ten days at home with a fever without going out and risking contagion, but now they can;t take it anymore. They don;t breathe enough, they need oxygen.".
Já sjúklingarnir halda þetta ekki út, þeir geta ekki andað, þeir þurfa súrefni til þess. og þetta er ekki bara fólk sem er hvort sem er veikt eða gamalt, og ef deyr ekki úr þessu, þá deyr það bara úr einhverju öðru, hinn undirliggjandi tónn fyrirlitningarinnar gagnvart mennsku náungans.
"I also assure you that when you see young people who end up in intubated intensive care, pronated or worse in ECMO (a machine for the worst cases, which extracts the blood, re-oxygenates it and returns it to the body, waiting for the organism, hopefully, heal your lungs), all this tranquility for your young age passes. And while there are still people on social networks who pride themselves on not being afraid by ignoring the indications, protesting that their normal lifestyle habits are "temporarily" in crisis, the epidemiological disaster is taking place.".
Hér er annað ákall sem ítalskur læknir birti á Twitter daginn áður en ítölsk sóttvarnaryfirvöld viðurkenndu að þetta væri ekki meinlaus sótt sem gengi yfir samfélagið án teljandi afleiðinga.
" 6/ My friends call me in tears because they see people dying in front of them and they con only offer some oxygen. Ortho and pathologists are being given a leaflet and sent to see patients on NIV. PLEASE STOP, READ THIS AGAIN AND THINK.
7/ We have seen the same pattern in different areas a week apart, and there is no reason that in a few weeks it wont be the same everywhere, this is the pattern:
8/ 1)A few positive cases, first mild measures, people are told to avoid ED but still hang out in groups, everyone says not to panick 2)Some moderate resp failures and a few severe ones that need tube, but regular access to ED is significantly reduced so everything looks great
9/ 3)Tons of patients with moderate resp failure, that overtime deteriorate to saturate ICUs first, then NIVs, then CPAP hoods, then even O2. 4)Staff gets sick so it gets difficult to cover for shifts, mortality spikes also from all other causes that cant be treated properly.
10/ Everything about how to treat them is online but the only things that will make a difference are: do not be afraid of massively strict measures to keep people safe, ".
Verið ekki hrædd við útgöngubann, það er eina leiðin til að bjarga fólki.
Ítölsk sóttvarnaryfirvöld höfðu að vísu ekki Kára klára til að segja þeim að þetta væri móðursýki, það fylgdi starfinu að sjá fólk deyja.
Þau létu undan, gáfust uppá að stýra útbreiðslunni, gripu til alvöru sóttvarna til að lágmarka mannfall í þjóðfélagi þar sem drepsótt breiddist út á veldishraða.
Og það virðist enginn hafa frétt af honum Kára á Spáni, í Þýskalandi, í Frakklandi, Noregi eða Danmörku.
Þar er líka gripið til sóttvarna í tilraun til að stöðva vírusinn en ekki láta hann mynda hjarðónæmi eins og stefnan er hér á Íslandi.
En á Íslandi er Kári maðurinn, um orð hans efast enginn, staðreyndir heimsbyggðarinnar eru þvættingur hér, ef Kári segir svo.
Fólk trúir því að það sé ekki hægt að stöðva útbreiðslu veirunnar þó milljóna þjóðir og tugmilljóna þjóðir hafi gert það.
Þjóðir sem höfðu mikil samskipti við Kína og fengu smit þaðan í árdaga heimsfaraldursins.
Þar er ekkert Ítalíu ástand, þar er vírusnum haldið i skefjum og þar gengur mannlífið sinn vanagang.
Hér á að leyfa þjóðinni að sýkjast.
Enda að sögn sóttin ekki alvarleg nema fólki i áhættuhópum.
Reynslan af hinum stökkbreytta vírus á Ítalíu hundsuð.
Hvað þá að menn íhugi í eina mínútu hvað gerist ef veiran verður ennþá illvígari og leggst af fullum þunga á yngra fólk.
Við vitum betur.
Við erum klárust.
En mun raunveruleikinn taka undir það viðhorf??
Þar liggur efinn.
Kveðja að austan.
Ps. Ítalía nýjustu fréttir, fjöldi látinna síðasta sólarhring 349, heildarmannfall 2.158.
Singapúr, nýjustu fréttir; fjöldi látinna síðasta sólarhring 0, heildarmannfall 0.
Þetta hljóta að vera rosalega molbúar og heimskingjar í Singapúr, við erum heppin að hafa sömu sérfræðinga og Ítalir, það eru sko menn sem kunna sitt fag.
Misskilningur í gangi um hjarðónæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 559
- Sl. sólarhring: 641
- Sl. viku: 6290
- Frá upphafi: 1399458
Annað
- Innlit í dag: 477
- Innlit sl. viku: 5332
- Gestir í dag: 438
- IP-tölur í dag: 431
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki einmitt verið að reyna að hindra að fólk sýkist? Var ekki verið að setja á samkomubann, takmarka fjölda fólks í verslunum og sífellt verið að hvetja fólk til að gæta sín?
Svo finnst mér nú niðurstöður ÍE athygliverðar því þær virðast sýna að raunveruleg dánartíðni er langtum lægri en það sem almennt er verið að tala um. Nú er búið að prófa um 1500 manns hjá Kára, 0,75% þeirra eru sýktir. Það segir okkur að sýktir hér samtals gætu verið 2.500. Þar af hafa 5 lagst inn á spítala. Enginn hefur látist. Miðað við heiminn þýðir þetta að dánartíðnin er 0,3%, ekki 3,6%. Það er nú ansi mikill munur.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.3.2020 kl. 21:50
Blessaður Þorsteinn.
Núna veit ég ekki hvað á að segja, því það er svo margt.
Hvernig færðu út dánartíðni ef enginn hefur dáið??
Jú það er verið að sinna sóttvörnum, og það öflugum.
Spurningin er hvort þær dugi, því það veit enginn hvað smitið er útbreitt. Óvissan liggur í einkennalausum sem smita með úða úr öndunarfærum sínum, snertiflötum sem eru ekki sótthreinsaðir, og svo að sjálfsögðu nýsmiti erlendis frá.
En það sem ég er að gagnrýna, er í fyrsta lagi hrokinn gagnvart innflutningi á smiti, eitthvað sem við neyddumst til að játa að við værum sammála um, og í öðru lagi vanmat á alvarleik veirunnar, vísa í þekkta sögu hennar frá Ítalíu, en við vitum ekki hvort við séum í svipuðu ferli, en við vitum að við erum með sömu veiruna að stofni til.
Síðan í þriðja lagi þá ætlan að leyfa smitinu að flæða um þjóðfélagið, ef sóttkvíar og samgöngubann virkar ekki.
Vísa síðan í þekktar staðreyndir erlendis frá, þar sem þjóðir hafa tekist á við nýsmit, sóttkvíar, og útgöngubann þegar útbreiðslan fer úr böndum.
Til að leiðrétta þær rangfærslur að þetta hafi ekki verið hægt, eða hafi ekki verið gert.
Það er ekki komin reynsla á hvort Ítalíuveiran verði eins skæð hér og á Ítalíu, þá er ég að meina alvarleika smita hennar. Vísa í áköllin hér að ofan, þau eru aðeins brot af þeim fjölda sem send hafa verið frá Ítalíu síðustu daga.
Ef hún er eins alvarleg, og er leyft að dreifast út í samfélagið, þá er vísvitandi verið að dæma fólk til dauða.
Sem þarf ekki, einn í Taivan, enginn í Singapúr, 4 í Hong Kong, 27 í Japan, allt lönd sem fengu veiruna mun fyrr en við hér í Evrópu.
Það er full ástæða til að skammast út í aðferðafræði sem afneitar árangri annarra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.3.2020 kl. 22:29
Það hafa 6.500 manns dáið í allt í heiminum. Greindir eru 170.000. Ef þú tekur stuðulinn sem niðurstöður ÍE benda til að sé réttur eru raunverulega smitaðir í heiminum 2.3. milljónir. Og þá er dánartíðnin 0.3%.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.3.2020 kl. 22:41
Skil þig betur núna, en þetta er röng aðferðafræði.
Bæði segja tölur ÍE okkur ekki rassgat, nema það sem þær segja og það er útkoman úr skimum Kára.
Menn hafa ekki hugmynd um útbreiðslu veirunnar, en menn í þróuðum löndum vita hve margir eru með skráð veikindi, og hvað margir eru þegar fallnir.
Hvað síðan margir af smituðum deyja á eftir að koma í ljós, sem og hve margir smitast í heildina.
Það eina sem er vitað að Evrópa hefur misst stjórn á ástandinu, Íran og Bandaríkin líka.
Ekkert flókið Þorkell, það þarf að spyrja að leikslokum eins og svo oft áður.
Var ekki annars öruggt að Liverpool yrði enskur meistari þetta keppnistímabil??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.3.2020 kl. 23:08
Venjulegu skimanirnar eru bara að ná til fólks sem er annað hvort þegar með einkenni, eða stundum líka fólks sem hefur verið í nánu samneyti við smitaða. Þær segja þess vegna ekkert um hversu margir eru smitaðir í raun og veru. En það er það sem rannsókn Kára er ætlað að sýna. Niðurstöðurnar eru ekki fullkomnar, því það er væntanlega einhver bjögun í hópnum, en þær gefa samt bærilega vísbendingu um hversu margir eru í raun og veru smitaðir hér.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.3.2020 kl. 11:54
Vissulega Þorsteinn, þær gefa vísbendingar, og það er af hinu góða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2020 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.